Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 43 Reuters Michael Murphy gerir grein fyrir aðgerðinni á blaða- mannafundi í Melbourne. Framfarir í með- ferð við flogaveiki Melbourne. Reuters. ÁSTRALSKIR skurðlæknar telja sig hafa læknað 32 ára konu af flogaveikiköstum með því að nota rafskaut og tölvur til að finna nákvæma staðsetningu æxlis, á stærð við appelsínu, við heila henn- ar. Kveðast þeir hafa notað nýja tækni til að fjarlægja æxlið og nærliggjandi vef, er valdið hafði flogaveikiköstum konunnar. Aðgerðin fór fram í Floga- veikimiðstöðinni í Melbour- ne, sem rekin er á vegum tveggja sjúkrahúsa, og sagði yfirmaður miðstöðvarinhar, Mark Cook, að án hinnar nýju tækni hefði ekki verið unnt að fjarlægja æxlið vegna hættu á að valda skemmdum á nærliggjandi heilasvæði sem stjórnar tali. Neti mjög næmra raf- skauta var komið fyrir á yfir- borði heila konunnar og þannig var hægt að staðsetja nákvæmlega upptakastað kastanna þegar þau urðu. Rafskautin voru síðan fjar- lægð en upplýsingarnar, sem safnað var með þeim, varð- veittar í tölvu. Þær voru síð- an settar saman við upplýs- ingar er fengust með tölvu- sneiðmyndun og ómmynd- hermingu og þannig búið til þrívíddarkort. Sjálf skurðgerðin stóð síð- an í sjö klukkustundir í tveim lotum, og með því að nota kortið og rafrænan bendil skeikaði ekki nema um tvo eða þrjá millimetra, að sögn taugaskurðlæknisins Michaels Murphys. Ná- kvæmar upplýsingar um tæknina verða birtar og hún kynnt á alþjóðlegum ráð- stefnum um flogaveiki. Murphy sagði að áströlsku læknarnir ætluðu sér ekki að fá einkaleyfi á tækninni, heldur ætti hún að koma sjúklingum um allan heim til góða. Vidamikil rannsókn á börnum í Suður-Þýskaiandi Lundúnum. Associated Press. KORNABÖRN, sem eingöngu nærast á brjóstamjólk, eru í minni hættu en önnur á að þurfa að glíma við offitu síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða þýskrar rannsóknar, sem talin er vatn á myllu þeirra er hvetjá mæður ungabarna til að taka brjóstið fram yfir pelann eigi þær á því kost. Niðurstöður rannsóknar þessarar voru birtar í tímarit- inu British Medical Jownal. Könnunin mun vera hin viða- mesta, sem gerð hefur verið á tengslum brjóstagjafar og offitu barna síðar á ævinni. Niðurstaðan þykir gefa til kynna að harala megi gegn gíf- urlegri fjölgun offitutilfella hjá börnum víða um heim með því að hvetja mæður til að gefa hvítvoðungum einungis brjósta- mjólk, standi þær frammi fyrir valkostum í þessu efni. Dr. Robert H. Eckel, formað- ur sérstakrar næringarnefndar Bandarísku hjartaverndarsam- takanna, sem tók ekki þátt í rannsókninni, segir hana vera eina þá mest sannfærandi á sviði offiturannsókna, sem hann hafi séð síðasta árið eða svo. Greinilegt samhengi Könnunin tók til 9.357 barna í Bæjaralandi í Suður-Þýska- landi en henni stjórnaði Dr. Rudiger von Kries, prófessor við Ludwig Maximillian-há- skólann í Munchen. Könnunin leiddi í ljós að hvítvoðungar, sem einungis nærðust á brjóstamjólk fram að þriggja til fimm mánaða aldri, voru í þriðjungi minni hættu á að þjást af offitu við fimm til sex ára aldur samanborið við börn, sem fengu einvörðungu þurr- mjólk frá fyrsta degi. Munur- Lengi býr að fyrstu gerð. V JttÉ Mikil fjölgun offitutilfella hjá börnum víða um heim þykir áhyggjuefni. Ný rannsókn sýnist leiða í ljós að líkur á því að börn eigi við offitu að glíma við upphaf skólagöngu fari m.a. eftir því hversu lengi þau hafi eingöngu nærst á brjóstamjólk. Brjóstamjólk hamlar gegn offitu inn jókst enn væri börnunum aðeins gefin brjóstamjólk fyrstu sex til tólf mánuði æv- innar en þá höfðu líkurnar á því að þau flokkuðust síðar undir offitutilfelli minnkað um 43%. Og aftur batnaði þetta hlutfall væri brjóstagjöfinni haldið áfram eftir fyrsta af- mælisdaginn því þá reyndust 72% minni lfltur á því að of mikil fita þjakaði þau fimm til sex árum síðar. Könnunin virtist ennfremur leiða í ljós að skammvinn brjóstagjöf gæti breytt miklu í þessu viðfangi. Þannig minnk- uðu líkurnar á offitu við upp- haf skólagöngu um 10% í þeim tilfellum þar sem börnin höfðu einungis nærst á brjóstamjólk fyrstu einn til tvo mánuði æv- innar. Ennfremur sagði í niður- stöðum rannsóknarinnar að borið saman við brjóstmylk- inga væru meiri líkur á því að börn, sem aðeins fengju þurr- mjólk úr pela frá upphafi, væru of þung við upphaf skóla- göngu þótt ekki ættu þau nauðsynlega við offitu að glíma. Reyndist þetta einnig fara eftir því hversu lengi þau höfðu verið á brjósti. Erfðaþættir tæpast ráðandi Rannsakendurnir kváðust hafa tekið marga þætti inn í rannsóknina, sem haft gætu áhrif svo sem matarvenjur, fé- lagslega stöðu foreldra, þyngd við fæðingu, aldur foreldra og systkina, þann tíma sem börnin léku sér úti við ofl. Kom raunar í ljós að þau börn, sem voru of þung snæddu minna af smjöri og mjólkurafurðum en meira af fitulítilli fæðu, væntanlega í þeim tilgangi áð léttast. Rudiger von Kries sagði að rannsóknin svaraði því hiris vegar ekkd að hve miklu leyti rekja mætti glímu barna við aukakíló til erfðafræðilegra þátta. Dr. Robert H. Eckel kvaðst telja að skýra mætti lít- ið hlutfall tilfella með tilvísun til slíkra þátta en slík skýring gæti aldrei talist tæmandi í ljósi þess hve rannsóknin hefði tekið til mikils fjölda barna. Von Kries sagði að fyrstu nið- urstöður framhaldsrannsókn- ar, sem hann nú stýrði, gæfu til kynna að þyngd foreldra virtist ekki breyta miklu þegar um offitu barna væri að ræða. Von Kries kvað ekki vitað hvort það væri eitthvað í brjóstamjólkinni, sem hefði þessi áhrif eða hvort athöfnin sjálf ynni með einhverjum hætti gegn offitu síðar á lífs- leiðinni. „Enn vitum við það ekki en mér kæmi ekki á óvart að skýringarinnar væri að leita í efnasamsetningu brjósta- mjólkur." Eckel benti á að ef til vill væri mæðrum, sem gæfu börnum sínum þurrmjólk, hættara við láta þau klára úr pelanum, sem þá hefði ef til vill í fór með sér að þau fengju óhóflega mikla næringu. Eckel kvað mjög mikilvægt að reynt væri að hamla gegn offitu hjá börnum strax í frum- bernsku. Rannsóknir sýndu skuggalega fjölgun offitutil- fella hjá börnum víða um heim sem m.a. hefði í för með sér aukna hættu á sykursýki. Hins vegar væri fólki, sem bætti við sig kílóum eftir að hafa náð fullorðnisaldri hættara við offitu en bórnum, sem væru of feit í æsku. - Lika fior i Star um heEgina Fjölskylduhátíð VR í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á frídegi verslunarmanna. Við óskum öllum verslunarmönnum til hamingju með frídag verslunarmanna. Við minnum einnig á hina árlegu fjölskylduhátfð VR í Fjólskyldu- og húsdýragarðinum. Þar verður fjörið í fyrirrúmi! Garðurinn er öilum opinn frá kl. 10 tii 18 og er aðgangur ókeypis. kl. 13:00 Atriði úr Ávaxtakörfunni kl. 14:00 Gleym mér ei Ljóni kóngsson kl. 15:00 Trúðarnir Barbara og Úlfar kl. 15:30 Ósýnilegi vinurinn kl. 16:00 Gleym mér ei Ljóni kóngsson kl. 17:00 Trúðarnir Barbara og Úlfar Auk þessa munu fjöllistahópurinn Tvær grlmur og franski trúðurinn Sammi skemmta gestum f garðinum. Lúðrasveit verkalýðsins leikur létt lög og leiktæki frá Sprelli verða á staðnum. tyeMRba[n l2;1 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ^P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.