Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 39 LISTIR Kammerkór Suðurlands á Sumartónleikum í Skálholtskirkju Islensk kirkjutónlist í þúsund ár Islensk kirkjutónlist í þúsund ár er við- fangsefni Kammerkórs Suðurlands á Sumartónleikum í Skálholtskirkju í dag. Margrét Sveinbjörnsdóttir leit inn á æf- ingu hjá kórnum og átti spjall við stjórn- andann, Hilmar Örn Agnarsson._____ KAMMERKOR Suður- lands er enginn venju- legur kór sem kemur saman á æfingu einu sinni í viku. Það skýrist að nokkru leyti af dreifðri búsetu kórfélaga, en þeir koma allt frá Hornafirði að Akranesi. „Það er gamla Skál- holtsstiftið," segir stjórnandinn, Hilmar Örn Agnarsson í Skálholti. Til þess að halda kórfélögum við efnið sendir hann þeim nótur í pósti, þeir læra og æfa sig heima og svo kemur kórinn saman og tekur æfingaskorpu, gjarnan þrjár til fjórar æfingar, áður en tónleik- ar eru haldnir. Oft eru æfingarnar teknar upp á segulband, sem kór- félagar geta hlustað á og stuðst við þegar þeir æfa sig einir heima. Kórinn er einnig óvenjulegur að því leyti að í honum eru allmargir kórstjórar. Hilmar er þó sá eini sem stjórnar þessum kór og segir kollega sína láta bærilega að stjórn. „Inntökuskilyrðin eru eig- inlega þau að vera tónlistarmaður eða að hafa átt eitthvað verulega mikið við tónlist, en svo erum við líka með prest og bónda, sem er al- gjör undrabassi. Presturinn trygg- ir að heilagur andi sé með okkur," segir Hilmar. Ný lög ungra tónskálda við gamla sálma Upphaf Kammerkórs Suður- lands má rekja til þess er nokkrir söngfélagar komu saman og sungu messu eftir Haydná Skálholtshá- tíð sumarið 1997. Á ári hverju er markmiðið að ráðast í tvö til þrjú verkefni, þar sem fengist er við ákveðið þema eða tímabil í tónlist- arsögunni. Þannig söng kórinn t.d. hákirkjuleg verk á þrennum tón- leikum vorið 1998 og veraldlega ástarsöngva á fernum tónleikum á Morgunblaðið/Ásdís FELAGAR í Kammerkdr Suðurlands ásamt stjdrnandanum, Hilmari Erni Agnarssyni. haustmánuðum. Á tónleikunum í Skálholtskirkju í dag er aftur kom- ið að trúarlegri tónlist, en þá verð- ur stiklað á stóru í íslenskri kirkju- tónlist í þúsund ára sögu kristni í landinu. Kórinn hefur látið útsetja fyrir sig nokkur gömul og nýleg lög og einnig hafa tónskáld af yngri kynslóðinni samið fyrir kór- inn ný lög við gamla sálma. Fyrst á efnisskránni er sekvens- ía Ólafs helga, sem varðveitt er á skinnhandriti í Þjóðminjasafni-og Smári Ólason hefur útsett fyrir kórinn. Nánar er fjallað um sekvensíuna hér á opnunni, en að sögn Hilmars hljómaði hún síðast í Skálholti á 12. öld. Eftir Smára verður einnig flutt útsetning á sálminum Horæ Canonicæ, úr söngkveri Skálholtssveina, Hymni scholares, og útsetning á Reisusálmi Hallgríms Pétursson- ar, Ég byrja reisu mína. Messa eftir Gunnar Reyni Sveinsson Eftir þær Elínu Gunnlaugsdótt- ur og Báru Grímsdóttur verða fluttir sálmar og sálmaútsetning- ar. Eftir Elínu er m.a. nýtt lag við texta úr Sólarljóðum, Á Guð skal heita. Einnig verða flutt lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, alþýðutón- skáldið Ingibjörgu Bergþórsdóttur og Jakob Hallgrímsson, sem er ný- látinn en tónleikarnir eru tileink- aðir minningu hans. Þá verða flutt verk eftir þrjú ung tónskáld, þá Harald V. Sveinbjörnsson, Gunnar Andreas Kristinsson og Örlyg Benediktsson, en þeir eru allir nemendur í tónfræðideild Tónlist- arskólans í Reykjavík. „Stærsta verkið á efnisskránni er messan Missa Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þar not- ar hann nokkur erindi úr Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar og blandar saman öllum stíltegund- um. Hann semur verkið í kringum 1980 og sem gamall pönkari verð ég að segja að ég finn í því mikil áhrif frá þeirri tónlistarstefnu, til dæmis þessar stækkuðu ferundir sem verkið byggist svolítið á," seg- ir Hilmar. Auk þess segir hann að greina megi í verkinu djasshljóma og þjóðlagastef, Gregorssöng og austurlenska tónstiga, svo eitthvað sé nefnt. I messunni leikur Kol- beinn Bjarnason einleik á flautu og Kári Þormar á orgel og félagar úr kórnum syngja einsöng. Tónleikarnir hefjast kl. 15 í dag í Skálholtskirkju og verður hluti dagskrárinnar endurfluttur í tón- listarstund kl. 16.40 á morgun, áð- ur en messa hefst. OLAFUR Haraldsson Noregskonungur féll í frægri orustu sem háð var sumarið 1030 á Stiklarstöðum í Verdal í Þrændalögum. Skömmu síðar tóku að myndast um hann helgisögur og rúmlega einu ári eftir fall konungs var lfkami hans grafinn úrjörðu og lagður í skrm. Heilagur Olafur varð brátt þjóðardýrlingur Norðmanna og breiddist helgi hans fHótlega til annarra landa í Norðurálfu, meðal annars til íslands. Messudagar Ólafs helga eru tveir, Ólafsmessa hin fyrri 29. júlí (dánardagur) og Ólafsmessa hin si'ðari 3. ágúst (upptökudagur). Virðing hans mun hafa aukist mjðg eftir að erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi um miðja 12. öld og í dómkirkjunni þar var helgur dómur hans varðveittur. Helgi Olafs var mikil hér á landi. Honum voru helgaðar rúmlega 60 kirkjur í öllum landshlutum og Olafsmessa, einkum sú fyrri, var meðal helstu hátíðisdaga kirkjuársins allt fram á 13. öld. Eftir það fór helgihald á þessum degi minnkandi vegna tilkomu innlendra dýrlinga. Eftir siðaskipti lagðist niður helgihald á Ólafsmessu hér á landi. Hins vegar héldu Færeyingar áfram hátfðahöldum á Ólafsmessu og hefur hún með tímanum orðið eins konar þjóðhátíð í Færeyjum. Helgisöngvar til söngs á Ólafsmessu hafa varðveist í skinnhandritum sem skrifuð voru á miððldum í Noregi, Svíþjóð, á Bretlandseyjum og á Islandi. Elst af þeim eru tvö handrit frá miðri 11. ðld með helgitextum án nótna og er annað nú í British Library í London en hitt í Cambridge. Tíðasöngur Ólafs helga er varðveittur í heilu lagi í tveimur sænskum handritum, öðru í Stokkhólmi og hinu í Skara. Brot af tfðasöngnum er einnig að finna í norskum handritum og tveimur íslenskum sem eru þessi: AM 241 b HI a fol. Eitt skinnblað úr íslenskri tíðasðngsbdk skrifaðri um 1300 eða nokkru síðar, nú í handritasafni Árna Lux Illuxit - Sekvensía Ólafs helga I tilefni af Olafsmessu 29. júlí verður um helgina sungin í Skálholtskirkju sekvensía Ólafs helga Haraldssonar. Njáll Sigurðsson hefur unnið að athugun á kirkjusöng í íslenskum miðaldahandritum _____og skrifar hér um sekvensíu heilags Ólafs._____ Miigiuíssonar. Á blaðinu er brot af síðari hluta tíðasöngsins (ad vesperas, ad laudes). AM 241 b III /3 fol. Eitt skinnblað úr tíðasðngsbók skrifaðri á síðari hluta 15. aldar af íslenskum listaskrifara, .lóni Þorlákssyni að nafni, blaðið er nú varðveitt í handriIasafni Árna Magnússonar. Jón þessi Þorláksson kom mjög við sögu ritunar kirkjusöngsbóka, m.a. skrifaði hann handrit þar sem varðveittir eru messusöngvar á Magnúsmessu Eyjajarls (sjá grein í Lesbdk Morgunblaðsins 10. júlí s.l.). A skinnblaðinu er brot af fyrri hluta Ólafstíða (ad matutinas). Texti tíðasöngsins var prentaður án nótna í Breviarium Nidrosiense 1519. Messusðngur á Ólafsmessu, einkum sekvensían „Lux illuxit", til söngs á undan guðspjalli, er varðveitt brotakennd í fimm handritum, þremur norskum og tveimur fslenskum. Með samanburði handrita og athugun á endurtekningum laglínunnar er unnt að ná saman allri sekvensíunni frá upphafi til enda með texta og nótum, og er hún alls níu erindi. Textinn án nótna er jafnframt prentaður í Missale Nidrosiense 1519. Islensk handrit sekvensíunnar eru þessi: AM 98 II 8vo. Yngri hluti af tvískiptu handriti messusöngsbókar, frá síðasta fjórðungi 15. aldar, nú í handritasafni Arna Magnússonar. fþessu handriti er að finna alla sekvensíu Olafs helga, hins vegar eru viðkomandi skinnblðð mjög illa farin, einkum síðustu blððin, og því vantar í bæði nótur og texta. Þjms 3411. Eitt skinnblað úr messusöngsbók skrifaðri á síðari hluta 15. aldar af fyrrnefndum Jóni Þorlákssyni. Blaðið er nú varðveitt í Þjdðminjasafni íslands. Þar er að finna upphaf sekvensíunnar, allt fyrsta erindið og annað erindið að mestum hluta. Efst á blaðinu, í upphafsstaf textans „Gaudeamus omnes", er mynd af dýrlingnum, Ólafi helga. Um uppruna sekvensíunnar er ekki vitað. Talið er sennilegt að textinn sé ortur af ókunnum hðfundi í Noregi á 12. ðld eða um 1200. Laglínan er ekki þekkt við aðra sekvensíutexta og gæti hún einnig átt uppruna sinn aðrekja til Noregs á svipuðum tfma. Utgáfur sðngva á Ólafsmessu og ritsmíðar um rannsóknir á þeim er einkum að finna í bókum eftir Georg Reiss, Erik Eggen og Lilly Gjerbaw. Eftir siðaskipti á miðri 16. ðld lagðist niður kirkjusðngur kaþólsku kirkjunnar sem iðkaður hafði verið í kirkjum og klaustrum á Islandi á miðöldum, nema sá latínusöngur sem prentaður var í fyrstu útgáfum grallara Guðbrands biskups Þorlákssonar og ætlaður var til söngs á helstu hátíðum kirkjuársins. Auk þess var sunginn latínusðngur við tíðagjðrð skólapilta í Hólaskóla og Skálholtsskóla allt fram á 18. öld. Allur annar kirkjusöngur frá kaþólskum tíma lá í þagnargildi hér á landi eftir siðaskipti og mikill bdkakostur messusðngs- og tíðasöngsbóka á skinni var að mestum hluta eyðilagður miskunnarlaust. Slíkur sðngur var ekki tekinn upp að nýju fyrr en kaþólskir prestar komu hingað til lands upp úr miðri síðustu öld og einkum þó eftir að kaþólskur sðfnuður myndaðist og kaþólsk kirkja var byggð á Landakotshæð í Reykjavfk. Starfsemi þeirrar kirkjudeildar hefur síðan breiðst út þaðan til fleiri staða á landinu. Ekki er vitað til þess að sekvensía Ólafs helga hafi verið sungin hér á landi frá siðaskiptum fyrr en nú undir lok aldarinnar. Eina undantekningu er þó rétt að nefna. Sumarið 1979 yar sett upp sýning í Þjdðminjasafni Islands í tilefni af því að 800 ár voru þá liðin frá fæðingu Snorra Sturlusonar (1179-1241). Þdtti við hæfi að sýningargestir gætu.hlýtt á einhvern kirkjusðng sem sunginn hefði verið hér á landi á dögum Snorra. Til þess var valin sekvensía Ólafs helga. Var hún búin til flutnings af Helgu Jdhannsdóttur þjóðlagasafnara og voru nokkrir félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum fengnir til að syngja sekvensúma inn á segulband í víxlsðng tveggja sðngflokka undir stjórn undirritaðs. Hljdðritunin fdr fram í Háteigskirkju. Með flutningnum nú um helgina, sem er helgin næst á eftir Ólafsmessu hinni fyrri 29. júlí, verður sekvensían „Lux illuxit..." sungin öðru sinni á þessari ðld. Höfundar er tóntistarmaður og startar í menntamálaráðuneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.