Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 9 FRETTIR Lúxussnekkja í Reykjavíkurhöfn Komin aftur eftir fimmtán ár RÚMLEGA þúsund tonna og 66,7 metra löng lúxussnekkja með 14-15 manna áhöfh er nú stödd í Reykja- víkurhöfn. Skipið, sem heitír Amazon Express, kom hingað fyrir fimmtán árum, en nefhdist þá Kisuca, og var í eigu dansks auðkýf- ings. Lystisnekkjan var upprunalega ítalskur togari. Árið 1983 var hon- um breytt og meðal annars settur í hann fullkominn tölvu- og fjar- skiptabúnaður. Það var á sinni fyrstu langferð eftír breytingarnar þegar það kom hingað fyrir fimmt- ánárum. Hallur Árnason, starfsmaður hjá Reykjavíkurhöfn, var hafhsögumað- ur þegar snekkjan kom hingað síð- ast og man vel eftír henni. Eigand- inn, Torben Karlshoy, var Dani, sem flust hafði tíl Bandaríkjanna og auðgast gríðarlega á skiparekstri á fáum árum. Hann átti skipafélagið T.K., sem nú nefnist TeeKay shipp- ing, og er eitt stærsta ohuflutninga- fyrirtæki heims. Hallur aðstoðaði mihjónamæringinn við að skipu- leggja ferðir um landið, meðal ann- ars til Vestmannaeyja. Hallur segir að skipinu hafi verið Morgunblaðið/Muggur töluvert breytt frá síðustu heimsókn þess, en það er, eins og þá, skráð á Cayman-eyjum í Karibahafi. „Þetta var alveg sérlega glæsilegt skip, og er enn," segir Hallur. Nýr kynn- ingarfulltrúi Rauða kross Islands ÞORIR Guðmundsson hefur tekið við störfum kynningar- fulltrúa Rauða kross íslands. Þórir starfaði sem fréttamað- ur í um 15 ár, fyrst á DV og síðar á Ríkisútvarpinu og Stöð 2. Hann hefur BA-gráðu í fjölmiðlun frá ríkisháskólan- um í Kansas og MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Boston-háskóla. Þóri hefur víðtæka reynslu af hjálparstörfum. Undanfar- in þrjú og hálft ár hefur hann verið sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins, fyrst á svæð- isskrifstofunni fyrir Mið-Asíu í fyrrverandi Sovétríkjunum og síðan á svæðisskrifstof- unni fyrir Asíu og Kyrrahafs- lönd. Hann tekur við af Garð- ari Guðjónssyni. Fallist á lagningu Þverárfjallsvegar Lokað í dag — Cóða helgi ffifflSk Eddufelli 2) Reykjavík SKIPULAGSSTOFNUN hefur lokið mati á umhverfisáhrifum fyr- irhugaðra framkvæmda við Þver- árfjallsveg frá Skagastrandarvegi til Sauðárkróks og gerði hún nokkrar athugasemdir m.a. varð- andi efnistöku úr áreyrum Norður- ár í Norðurárdal og Laxár í Skaga- fírði, sem og röskun á votlendi. Þess má geta að Skipulagsstofnun barst engin athugasemd frá al- menningi á kynningartíma fram- kvæmdanna. Framkvæmdum Ijúki árið 2002 Samkvæmt frummatsskýrslu er um að ræða nýjan veg um Þverár- fjall og endurbyggingu Skagavegar til Sauðárkróks. Um er að ræða 36,4 km langan veg á milli Skaga- strandarvegar og Sauðárkróks og 1,6 km langa nýja tengingu við Skagaveg, en þegar framkvæmd- um lýkur mun Þverárfjallsvegur ná inn á Sauðárkrók og Skagaveg- ur tengjast Þverárfjallsvegi með T- vegamótum. Byggðar verða tvær nýjar tvíbreiðar brýr, annars vegar yfir Laxá í Refasveit og hins vegar Gönguskarðsá við Sauðárkrók. Stefnt er að því að framkvæmdir Umhverfisáhrifamat SKAGA- FJÖRÐUR hefjist næsta vor á kaflanum frá Þverá í Norðurárdal og að Skaga- vegi og á þeim að ljúka haustið 2002. Fjárveitingar ráða því hvenær öðrum hlutanum lýk- ur. Hönnunarhraði vegarins verður 90 km/klst. og verður hann lagður bundnu slitlagi. Skipulagsstjóri ríkisins hef- ur fallist á framkvæmdirnar með þeim skilyrðum að aflað verði heimildar veiðimála- stjóra áður en efnistaka hefst úr áreyrum eða árfarvegum Norðurár í Norðurárdal og Laxár í Skagafirði. Þá er þess krafist að samráð verði haft við Náttúruvernd ríkisins um afmörkun efnistökusvæða áð- ur en efnistaka hefst og frá- gangi þeirra í verklok m.a. hvað skuli gert við það um- framefni sem fellur til norðan Gönguskarðsár. Að lokum krefst skipulagsstjóri þess að endurheimt verði álíka stórt votlendi og raskast vegna framkvæmdanna og að sam- ráð verði haft við Náttúru- vernd ríkisins um gerð áætl- unar vegna þessa. Samkvæmt 14. grein laga nr. 63/1993 má kæra úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráð- herra og er kærufresturinn til 27. ágúst 1999. UTSALAN HEFST miövikudaginn 4. ágúst Lokað þriðjudaginn 3. ágúst SK0VERSLUN KÓPAV0GS lAMKABUKIi t • SIMi S&1 l/bt Halldór Halldórsson, bæjarstjdri á Isafírði Fagnar kaupunum HALLDÓR Halldórsson bæjarstjóri á ísafirði segist fagna kaupum Guð- mundar Kristjánssonar á hlutafé í Básafelli hf. „Ég er mjög ánægður með það þegar menn sjá ástæðu til að fjárfesta hér í fyrirtækjum og tel það bera vott um aukna bjartsýni á horfur hér. Það hlýtur að vera að menn sjái að hér er gott að reka fyr- irtæki og arðvænlegt að eiga hlut í þeim," segir Halldór. Guðmundur Kristjánsson, út- gerðarmaður frá Rifi, hefur keypt 28,53% hlut Kers ehf. og íshafs hf. í Básafelli en hann átti fyrir 7,6% hlut í félaginu. ísafjarðarbær er næststærsti hluthafinn í Básafelli með 10% hlut en aðrir einstakir hluthafar eiga innan við 5% hlut i félaginu. „Það kom mér reyndar dá- lítið á óvart þegar fréttist að Olíufé- lagið hefði selt sinn hlut," segir Halldór, „en við leggjum traust okkar á þá sem hyggjast reka fyrir- tækið og teljum þá vel til þess fallna." Tekinn fyr- ir innbrot LÖGREGLAN á Selfossi hefur sleppt karlmanni á fertugsaldri úr haldi að loknum yfirheyrsl- um vegna innbrota á Selfossi. Við handtöku fundust á honum leifar af amfetamíni. Maðurinn braust m.a. inn í skrifstofur Húsasmiðjunnar og í íbúð í sömu byggingu. Grunur leikur á að hann hafi brotist inn í annað fyrirtæki á Selfossi og stolið veski og yfirhöfn frá starfsmanni. Ekki var þörf á því að krefj- ast gæsluvarðhalds yfir mann- inum þar sem rannsókn lög- reglunnar er lokið og málið upplýst. ^TITANIC^ • Upprunalegar Ijósmyndir • Ometanlegir kristals-og postulínsmunir • Sýndarveruleiki • Fróðleikur og áður óþekktar staðreyndir • Kvikmyndir úr hafdjúpinu • Tðlvuleikir • Veitinga-og minjagripasala HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.