Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 35 Harald Snæhólm, skólabróðir minn úr barnaskóla; hann var hjá flugfé- laginu Continentale í Hamborg og flaug mikið til Austurlanda fjær, og við vorum mikið saman þegar hann var í heimahöfn. En það er lítið vit í að dveljast í landi án þess að leggja sig eftir málinu og ég gerði nú gangskör að því að afla mér kennslu. Svo háttaði til að vélarnar komu um fjögurleytið á daginn og fóru næsta dag á hádegi og þá gafst svigrúm til náms, og ég fékk mér einkakennara á þeim tíma, þýska stúlku sem vann í farþegaafgreiðsl- unni hjá Loftleiðum, tvo tíma á dag þrisvar í viku, þannig að fljótlega gat ég farið að fleyta mér og hef svo byggt á þeim grunni síðar. Það var auðvitað hjálp í norskunni, bæði germönsk mál. En ef ég væri ungur í dag myndi ég leggja mig eftir lat- ínu. Ég hef gaman af tungumálum. Heim á ný Um haustið hverf ég aftur til ís- lands að fyrra starfi mínu, en vetur- inn áður hafði verið haldið flug- og flugvélstjóranámskeið og ég var þá í fullri vinnu, en ég spurði Olaf Agn- ar Jónasson, sem var yfirvélstjóri hjá Loftleiðum, hvort ég mætti ekki sitja námskeiðið meðfram vinnu. Jújú, það var auðsótt mál. Þeir voru skilningsríkir yfirmennirnir. And- rúmsloftið í þá daga var þannig. Ef hægt var að liðka til fyrir mönnum, þá var það gert og ekkert múður. Þannig lauk ég bóklega náminu, en þegar ég kom heim frá Hamborg, þá vantaði áhafnir, þ.á m. flug- vélstjóra, þróunin var svo ör, og það eina sem ég þurfti að gera til að öðl- ast flugvélstjóraréttindi var að fljúga með öðrum flugvélstjóra til- tekinn fjölda tíma. Þannig var and- rúmsloftið sem ég minntist á. Ég byrjaði því að fljúga í desember '61 og flaug allt árið '62 á Ameríkurút- um, til Hamborgar, Lúxemborgar, London og Skandinavíu. Til fundar við Jón Júlíusson En þetta sumar, '62, fæ ég skila- boð um að koma að máli við Jón Júl- íusson, þáverandi starfsmanna- stjóra Loftleiða, og Jón segir: Heyrðu, Gunnar, þú ert einhleypur, geturðu ekki farið til Lúxemborgar og komið upp verkstæði þar? Hvað meinar þú með því? spyr ég- Það er búið að stela frá okkur talsverðu af dóti þar, segir hann, og við erum að auka flugið þangað á næsta ári og ætlum að setja upp okkar eigin tæknideild þar og við þurfum mann sem getur talað þýsku. Enskan ein dugar ekki þarna. Geturðu farið þangað? Eg segi sem er við Jón að ég þekki ekki aðstæður þarna, þótt ég hafi oft drepið þar niður fæti. Ég verði þá að skreppa þangað í kynn- isför. Og það gerði ég og hitti að máli Einar Aakrann og fór vel á með okkur. Ég talaði alltaf norsku við hann, og hann gekkst upp við það sem skiljanlegt er, og ég þekkti norska kerfið og okkur samdi ágæt> lega. Eg átti auðvelt með að vinna með Aakrann. Hann er bráðfær maður og gerði stórkostlega hluti í Lúx, sem menn bara vissu ekkert um. En Norðmenn hafa eina fram- komu og íslendingar aðra. Hann og sumir Islendingarnir áttu því ekki skap saman. Þeim þótti hann nokk- uð stífur í hnakkann, en maður get- ur ekki ætlast til að allir séu eins og maður sjálfur. Það væri lítið gaman. Það væri eins og að horfa í spegil alla ævi. Heimkominn sagði ég Jóni að ég skyldi taka þetta starf að mér næstu tvö árin, eins og umbeðið væri, ef um semdist. En við urðum ekki ásáttir um launin, hann hafði í þeim efnum bundnar hendur frá Lúxemborg. En ég vildi skiljanlega fá sama mánaðarkaup í dollurum og ég hafði sem flugvélstjóri, 500 doll- ara. Alfreð tók svo af skarið um að svo skyldi vera. Þar með var það mál afgreitt. Krossgötur Ég kem svo hingað milli jóla og nýárs '62 og var fyrst á hóteli í tvær vikur uns ég fann leiguíbúð sem hentaði mér í Belair og keypti mér svo húsgögn og bíl. Og ég lifði vel hér á þessum 500 dollurum. íbúðin, ný meira að segja, kostaði ekki nema einn fimmta af laununum. Hvort ég hafi kunnað vel við mig? Sjáðu til. Eg hef alls staðar kunnað vel við mig þar sem ég hef verið. Ég hef aldrei verið á neinum stað þar sem ég hef ekki kunnað vel við mig. Ef ég þarf að vera einhvers staðar, þá ákveð ég að kunna vel við mig. Annað þýðir ekki. Sinn er siður í landi hverju og maður breytir hon- um ekki. En þeir sem ekki eru sátt- ir við sjálfan sig, hafa auðvitað alls staðar allt á hornum sér. Og ég hélt uppteknum hætti og fór að leggja mig eftir lúxembúrgísku. Ég var í byrjun eini flugvirki Loftleiða hér, og var fyrst til húsa í skrifstofu- kytru, þar sem ég hafði verkfærin og nokkra varahluti, en fékk síðan inni í gamla skýlinu þar sem litlu vélarnar, rellurnar, hafa bækistöð núna. En um vorið '63, þegar flugin til að komast áfram eins og mér hafði verið hjálpað. Mér fannst að þakka ætti í verki velvild Lúxem- borgara, sem skotið höfðu skjóls- húsi yfír rekstur okkar. I þeim efn- um er líka skynsamlegt að eiga frumkvæðið, fremur en að láta neyða menn uppá sig síðar og geta þá kannski hvorki komið við eigin vali á piltunum né ráðið tempóinu. Og þetta reyndust góðir starfs- menn, alveg sérstaklega vel heppn- uð fyrirgreiðsla. Einn þessara stráka er í dag hasstráðandi í tækni- deild Cargolux. Eg réð líka menn frá nágrannalöndum, setti auglýs- ingar í þýsk, frönsk og belgísk blöð. Það var mjög hagkvæmt, því að þessir menn þurftu þá ekki að flýtja búferlum, þeir komu bara til vinnu yfir landamærin að morgni og hurfu til síns heima að kvöldi og engin röskun varð á skólagöngu barna þeirra. verkstæðið í Stafangri annaðist við- hald á Loftleiðavélunum; þótt þær væru ekki í rútu þar. Eg var því mikið á fartinni í verkefnaleit fyrir þessar flugvélategundir og síðar til að selja Monsana, þegar B-747 leystu þá af hólmi. Allir Monsarnir fimm voru á endanum seldir. Eg gat sagt: Okei. Kaupið vélina okkar og við skulum sjá um að þjálfa flug- virkja ykkar og flugmenn, viðhalda vélunum og lána ykkur varahluti og vera ykkur til halds og trausts í hví- vetna. Það gefur augaleið að það er auð- veldara að selja flugvél með þessum skilmálum en án þeirra. Tvo Monsa seldum við til Gabon í Afríku með þessu fororði, að við sæjum um við- hald og allar skoðanir, og við höfð- um menn um tíma niðri í Gabon til að annast daglegt viðhald og útveg- uðum þeim flugmenn til að byrja með. JÓHANNES Helgi og Gunnar Björgvinsson ræðast við á heimili Jóhannesar erlendis. hingað urðu 5 á viku, vantaði mig annan flugvirkja. Eg vissi af Sig- geiri Sverrissyni sem starfaði sem flugvirki hjá Seaboard & Western í Frankfurt og þangað fór ég og réð hann og hann gat komið strax. Það þýddi ekki að fara til íslands og sækja þangað einhvern mállausan mann. Málið er það mikið atriði, þótt maður tali það ekki 100%, en maður þarf að vilja og geta talað það þannig að annað fólk skilji mann. Siggeir var ekki farinn að fljúga þegar þetta var, en til þess stefndi hugur hans og hann fór því að tæpum tveim árum liðnum heim til íslands og fór að fljúga. Það var gamla sagan hjá Loftleiðum: Ef þú varst búinn að vera eitthvað hjá þeim og hafðir staðið þig og vildir breyta til, þá stóð ekki á fyrirtæk- inu. Þeir voru, og ég endurtek það, afar réttlátir og hjálpsamir. I lang- flestum tilvikum, alls staðar þar sem því varð við komið, þá var tekið tillit til starfsaldurs og liðkað til fyr- ir mönnum. Umsvifin aukast Og svo jukust umsvifin. Monsarn- ir komu vorið '64 og var ég þá búinn að ráða stráka sem höfðu verið fyrir vestan, fyrst Björn Sverrisson, Geir Hauksson og Sigurð Jónsson, en Agnar Sigurvinsson, Þórður Sæ- mundsson og Guðlaugur Guðfinns- son komu um mitt ár '66 og síðan fleiri og fleiri. Það er ómögulegt að telja upp alla; þeir sem unnu með mér í tækni- og verkfræðideild voru 225 þegar umsvifin voru mest. Að öðrum ólöstuðum, þetta voru allt mjög færir menn, þá var Geir einn af albestu flugvirkjum sem ég hef unnið með, eldklár og vinnuhestur. Hann varð síðar^ formaður Flug- virkjafélagsins á íslandi. Við feng- um okkur mörg bjórglösin saman. En af sanngirnisástæðum lagði ég áherslu á að ráða líka lúxem- búrgíska stráka og senda þá vestur um haf í læri, tvo til þrjá annað- hvert ár, og viðhalda þannig þeirri hefð að hjálpa efnilegum mönnum 9 En það er ekki nóg að hafa sambönd, það þarf að rækta þau og unna öðrum hlutdeildar í hagnaði sem af viðskiptum hlýst. Skammtímagróðasjónarmið eru greindarskortur. k En í janúar '74 var Öll tæknideild Loftleiða innlimuð í Cargolux og þá vorum við orðnir 100 í tæknideild- inni og af ýmsum þjóðernum: Bret- ar, Frakkar, Belgar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn, Hollendingar, Lúxemborgarar, íslendingar. Og úr því þú spyrð hver þessara þjóða mér hafi fundist minna mest á ís- lendinga, þá voru það Hollendingar. Þeir eru líka gamalt sjóveldi og hafa eins og íslendingar reynst afbragðs flugmenn. Hins vegar vil ég ekki halda því fram að ein þjóð sé annarri betri, þegar allt er tekið með í reikninginn. En þegar flug- skýlið komst upp í ársbyrjun '74 gátum við farið að taka að okkur verkefni fyrir önnur flugfélög, til- fallandi viðgerðir, stórskoðanir og viðhald. Á fartinni Það var lífsnauðsynlegt fyrir okk- ur að fá verkefni frá öðrum flugfé- lögum. Eitt var Air Ceylon, nú Sri Lanka, eitt í Sviss, Sata, sem var með eina Áttu, og við vorum með vél frá þáverandi Rhódesíu, nú Zimbabwe, og ýmis verkefni fyrir lítil flugfélög. En þeir fiska sem róa. Ég flaug út og suður að afla verk- efna, kynna fyrirtækið og þá þjón- ustu sem það hafði uppá að bjóða, og hún var þá bundin tveim flug- vélategundum, DC-8-vélum Loft- leiða og Monsum Cargolux, CL-44, en fyrir þessar vélar höfðum við skiljanlega öll verkfæri og varahluti og mannskap sem var þaulkunnug- ur þeim. Og þá var að leita uppi þau svæði á jörðinni þar sem þessar flugvélategundir voru í rekstri og bjóða stórskoðanir á þeim hér í Lúxemborg, á sama hátt og Sola- Eldur Þú spyrð um tjón á verkstæðun- um. Það var góðu heilli lítið um þau. En upp í hugann kemur eitt sem var afar einkennilegt og er mér ferskt í minni. Eldur varð laus í DC- 8-vél sem við vorum að vinna við fyrir annað félag. Framkvæmda- stjórinn, sem ég þekki betur nú en á tíma óhappsins, heitir Robert Wa- genfeld. Hann hafði keypt þessa vél frá Japan Airlines og hafði falið okkur að skipta um mótora í henni. Það kom upp í vélinni svokallaður súrefniseldur. Súrefnið brennur ekki sjálft, en flest efni geta, svo sem alkunna er, ekki brunnið án súrefnis. Þetta var sjálfsíkveikja á þeim stað sem súrefnisleiðslurnar liggja í toppi vélarinnar. Það kemur stundum fyrir að óhreinindi komast inn í súrefniskerfi véla, og ef leki kemur þá að súrefnisleiðslunum, getur eldur lifnað. Ég var nýkominn heim frá því að spila tennis þegar hringt var og mér tilkynnt að eldur væri laus í flugvél í skýlinu og ég keyrði í loftinu út á flugvöll. En eld- varnakerfið í byggingunni, það hélt, það var þrefalt kerfi. Eitt var svo- kallað þungavatn sem streymdi úr vatnsdreifurum í loftinu og slekkur eld betur en venjulegt vatn, og froðu höfðum við, og að auki svo- kallaðan vatnsvegg milli skýlanna, sem voru tvö og hlið við hlið, þannig að vatn streymdi í stríðum straum- um úr rörum niður millivegginn. En við komum vélinni út og eldurinn var kæfður, en mér er þetta svo minnisstætt vegna þess að engu var líkara en að farið hefði verið snyrti- lega með dósahníf á topp vélarinn- ar, frá stjórnklefanum og aftur að stéli, þar sem leiðslurnar höfðu leg- ið. Hreinskorið. Vélin var gerónýt. Þáttaskil En ég hætti hjá Cargolux 1981 og snéri mér að því að selja flugvélar. Og þótt ég hefði verið á góðum launum var nú ekki mikið í hand- raðanum, ekkert sem komst í námunda við það að geta kallast fjármagn. Eg gerði samning við fyr- irtæki hér í Lúxemborg, Tratco, sem hafði yfir að ráða 20 milljónum franka, að vísu ekkert stórkapítal, en kapítal samt. Þeir höfðu pening- ana, en ég reynsluna, þekkinguna og samböndin. Og samningur minn hljóðaði uppá að ég tæki að mér framkvæmdastjórn og þannig um hnútana búið að ég fengi prósentur af hagnaði þeim sem af starfsemi minni hlytist. Að öðru leyti hefði ég frjálsar hendur. Fyrsta árið hafði ég aðsetur niðri í miðborg, en síðan úti á flugvelli. Ég er þarna til '84, að ég segi við sjálfan mig: Þetta geturðu gert milliliðalaust fyrir eigin reikning, því að nú þekkir þú orðið á kerfið. Og þá var ég búinn að svipast um eftir heppilegu landi skattalega séð og fékk augastað á Liechtenstein3. Ekki samt með póstkassafyrirtæki í huga. Landið er mjög vel í sveit sett, þarna í krikanum milli Austur- ríkis og Sviss, og stærð þess afar þægileg, 160 ferkílómetrar. Um 30 þúsund íbúar. Mikill hagvöxtur. Þeir skulda ekki eyri heldur eíga hundruð milljóna svissneskra franka í varasjóð i handraðanum. Transreco Ég gekk þarna á fund málsmet- andi lögfræðings og spurði hvort ekki væri eitthvert fyrirtæki til sölu í landinu. Nei, það ég best veit eru engin fyr- irtæki til sölu hér. En geturðu ekki athugað það fyrir mig? spurði ég. Hvernig fyrirtæH ætti það að vera? Bara eitthvert löglega skráð fyrir- tæki, svaraði ég. Jú, hann féllst á eftir nokkurt þóf að kanna málið. Það kom svo á daginn að þarna í landinu var landbúnaðarfyrirtæki, sem var svona rétt með lífsmarki, vantaði bara dánarvottorðið, og var því falt á hagstæðu verði. En þú getur ekki keypt þetta fyrir- tæki, sagði lögfræðingurinn. Til þess þyrftirðu að hafa starfað hér í land- inu í fimm ár. Þú ert úUendingur. En þú getur keypt fyrirtækið og ráðið mig sem framkvæmdastjóra, sagði ég. Það þótti honum í meira lagi ein- kennileg hugmynd, fyrst í stað, þang- að til ég lagði fram bókhaldsgögn sem sýndu hvað ég verslaði með. Þar með var það mál klappað og klárt og bara að bretta upp ermarnar. En nafn fyrirtækisins var ekki nógu þjált í munni. Þýskumælandi fólk gat ekki einu sinni borið það fram, hvað þá annað fólk. í bisniss þurfa nöfn að vera stutt og laggóð. Við gáfum fyrirtækinu því nýtt nafn, nafnið Transreco. Eftir fimm ár keypti ég svo fyrir- tækið af lögfræðingnum. Hann ann- ast nú tilfallandi verkefni fyrir mig, samningsgerð og þessháttar. Fær lögfræðingur og góður félagi. Orðsporið hefur vængi Sjáðu til, það verður hver að lifa eins og hann er vaxinn. En það er ekki nóg að hafa sambönd, það þarf að rækta þau og unna öðrum hlut- deildar í hagnaði sem af viðskiptum hlýst. Skammtímagróðasjónarmið eru greindarskortur. Langtímasjón- armið og sanngirni eru lykillinn að farsæld. Þá fara viðskiptavinirnir ánægðir frá manni og koma aftur seinna og fleiri koma í slóðina. Og þá heldur faxið áfram að tifa. En Transreco veitir m.a. ráðgjöf um flugvélakaup. Og við leigjum, seljum og kaupum flugvélar fyrir einstaklinga og félög. Aðrar kaup- um við, seljum, eða leigjum út fyrir eigin reikning. Hálft dúsín Hefurðu heyrt það, já? Það er rétt. Við keyptum á sínum tíma sex stykki sem við leigðum út til fimm ára. Verð á vélum var þá í botni öldudalsins, alveg niðri í kjallara. ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.