Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 92
Eru gögnin í þinu fyrirtæki aðgengileg Þdð er dýrt aö látíi starfsfólkiö bíöd! TVOFALDURl.VINNINGUR MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB69U0O, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLFS040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKVREYRl:KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 31. JULI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Hestaútflutningur til Noregs Rannsaka 4-6 milljóna svindl LOGREGLAN í Kristiansund í Noregi, í samstarfi við Ökokrim, efnahagsbrotadeild ríkislögreglunn- ar þar í landi, rannsakar nú meint tolla- og skattasvindl vegna inn- flutnings Norðmanns á íslenskum hestum árið 1996 og er talið að hann hafi komið sér undan greiðslu 4-6 miujóna íslenskra króna. Fjórir norskir lögreglumenn og 3-4 starfs- menn norsku tollgæslunnar voru hér á landi fyrir nokkrum vikum við rannsókn á málinu. íslendingur sem '-afluttist búferlum frá íslandi til Nor- egs, áður en rannsókn málsins hófst, tengist því, en er þó ekki meðal sakborninga. Johan Peter Iversen, lögreglu- fulltrúi í Kristiansund, segir að lög- reglunni hafi borist málið frá toll- gæslunni árið 1996 og hafi rann- sóknin staðið síðan. Á þessu ári hafi n;ýjar upplýsingar borist sem hafi auðveldað hana og vonast lögreglan nú til að ljúka henni í haust. Rannsóknin beinist að norskum manni sem búsettur er í héraðinu Norm^re, suðvestur af Kristi- ansund. Iversen segir að hámarks- refsing í málum sem þessum sé sex ára fangelsi, en alls ójjóst sé hvað bíði sakborningsins í þessu ákveðna máli. Iversen segir að íslendingurinn tengist málinu þannig að hann hafi keypt hesta fyrir Norðmanninn á íslandi, en að hann teljist aðeins vera vitni. Tveir lögreglumenn frá Kristi- ansund og tveir frá Ökokrim, auk 3- 4 tollgæslumanna, voru hér á landi í um vikutíma við rannsóknir í sam- starfi við starfsmenn ríkislögreglu- stjóra og ríkistoUstjóra. Gunnar Björgvinsson í Liechtenstein fZSf, Hefur keypt um 200 þotur GUNNAR Björgvinsson, flugvéla- miðlari í Liechtenstein, hefur á þeim tæpu 20 árum sem hann hefur stund- að viðskipti með flugvélar keypt nærri 200 þotur fyrir kringum 1,5 miUjarða bandaríkjadala. Svarar það til um 100 milljörðum íslenskra króna. Eftir að hafa lært flugvirkjun í Noregi og Bandaríkjunum réðst Gunnar fljótlega til Loftleiða. Starf- i*«*aði hann fyrst sem flugvirki og flug- vélstjóri en var í árslok 1962 beðinn um að taka að sér uppbyggingu á verkstæði Loftleiða í Lúxemborg. Rúmum áratug síðar var verkstæðið selt Cargolux og rak Gunnar það áfram. Árið 1981 hætti Gunnar störf- um hjá Cargolux þegar hann var kjörinn í stjórn fyrirtækisins og hóf viðskipti með flugvélar, fyrst fyrir aðra en fljótlega í eigin nafni. I samtali við Morgunblaðið vildi Gunnar ekki mikið ræða viðskipti sín, sagðist stundum hafa fengið skell í þessum viðskiptum en oftar þó borið eitthvað úr býtum. Sagði að eina talan sem hann hefði á hrað- bergi og léti uppi væri um fjölda flugvéla sem hann hefði keypt. Hann segist reyna að selja vélarnar sem fyrst en stundum leigir hann þær flugfélögum. ¦ Fleiri/Hefur/34-37. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LANGAR biðraðir mynduðust við Hvalfjarðargöngin í gær. Þurfti að loka þeim vegna mengunar. Umferðin frá höfuðborginni var slysalaus í gær Hvalfjarðargöngun- um lokað sjö sinnum EINS og vænta mátti var mikil um- ferð frá Reykjavík í gær er fólk flykktist út á land til að gera sér glaðan dag um verslunarmanna- helgina. Loka þurfti Hvalfjarðar- göngunum sjö sinnum vegna meng- unar og hlutust af því nokkrar tafir, en að öðru leyti mun umferðin hafa gengið vel og undir miðnætti höfðu engin slys orðið, að sögn lögreglu, sem almennt var sátt við framgöngu ökumanna. Töluverðar tafir urðu á flugi til Vestmannaeyja vegna þoku þar, en vel mun hins vegar hafa gengið að fijúga til Akureyrar. Starsfólk í gjaldskýlum við Hval- fjarðargöngin sagði umferðina í gær hafa verið afar þægilega og óhappalausa. Mun stöðugur straumur bíla hafa legið um göngin frá klukkan tvö til níu í gærdag, en þá fór heldur að hægjast um. Aætl- aði starfsfólkið að þá hefðu fimm þúsund bílar hið minnsta farið þar í gegn. Hinn mikil umferðarþungi varð til þess að göngunum var lokað alls sjö sinnum vegna mengunar og urðu ferðalangar þá að halda kyrru fyrir í 5-15 mínútur meðan loftræst var. Hlutust af þessu nokkrar tafir og biðraðir mynduðust sem náðu suður fyrir Kjalarnes. Var það þó mat starfsfólks í gjaldskýlunum að fólk hefði tekið töfunum með jafnað- argeði. Lögreglumenn á Selfossi báru sig vel og hrósuðu ökumönnum fyrir að sýna viðeigandi þolinmæði í umferð- inni. Fannst þeim sérstaklega ánægjulegt að eftir myndatökur í þrjár klukkustundir, þegar alls 1.300 bílar fóru um, mættu aðeins 16 ökumenn eiga von á að fá senda mynd af sér á of mikilli ferð. Sögðu þeir umferðina hafa tekið að þyngj- ast upp úr hádegi og að enn væri mikill straumur þótt farið væri að kvölda, en um kl. 21.30 höfðu 7.500 bílar lagt leið sína yfír Hellisheiði. Tafir á flugi til Vestmannaeyja Talsverðar tafir urðu á flugi til Vestmannaeyja í gær, en þoka þar olli því að þangað var ekki hægt að fljúga fyrr en kl. 14.30. Eftir það gekk flug hins vegar eðlilega fyrir sig að sögn afgreiðslufólks Flugfé- lags íslands og ekki útlit fyrir að nokkur þyrfti að bíða þangað til í dag. Alls fóru 15 vélar til Vest- mannaeyja í gær með samtals um 700 farþega. Betur gekk að fljúga til Akureyr- ar, þótt bilun í einni flugvél hafi valdið smávægilegum töfum, Alls fóru 9 vélar norður yfir heiðar í gær með um 500 farþega. Skinnaiðnaðurinn í erfíðleikum og útlit fyrir lágt verð á gærum í haust Jákvæð svörun við athugun á sölumöguleikum erlendis ÚTLIT er fyrir að skinnaðinaðurinn greiði mun lægra verð fyrir gærur í haust en í fyrra en þá lækkaði verðið verulega. Þess vegna hafa sláturleyf- ishafar og bændur kannað sölu- möguleika erlendis. Kjötumboðið hefur fengið jákvæð viðbrögð við sölutilraunum sínum erlendis og er MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 4. ágúst. Áskriftardeild blaðsins verður opin til kl. 14 í dag, laug- ardag, en lokuð sunnudag og mánudag. Fréttaþjónusta verð- ur alla verzlunarmannahelgina á Fréttavef Morgunblaðsins. Slóðin er http://www.mbl.is. útflutningsstjóri þess bjartsýnn á að það leiði til sölu á 150 þúsund hrá- gærum við hærra verði en greitt er hér innanlands. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að staðan í skinnaiðnað- inum sé ekki góð og verð fyrir gærur lágt. Því séu margir bændur farnir að kanna möguleika á að selja hrá- gærur beint á erlenda markaði í þeirri von að það skili sér i hærra verði. Með því yrði íslenskur skinna- iðnaður án hráefnis. Vegna hins dökka útlits segir Guðni landbúnaðar- og iðnaðarráðu- neytið hafa sammælst um að reyna að bæta hag skinnaiðnaðarins og hafið sé starf sem miði að því að kanna leiðir til þess. Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri, sagði útlit fyrir að gæruverð yrði lágt. Sagði hann fyrirtækið hafa keypt gærur á verði sem tæki mið af heimsmarkaðsverði og kvað horfur vera á að það yrði lægra en í fyrra. Tók hann þó fram að of snemmt væri að fullyrða nokkuð um hvert hið end- anlega verð yrði og sagði það ráðast af markaðinum í haust. Lægraverð en á si'ðasta ári Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að lækkun gæruverðs sé mikið áfall fyrir bændur ásamt hækkandi út- flutningshlutfalli kindakjöts. Skinna- iðnaðurinn hafi rætt um að greiða fyrir gærurnar 10 til 15 krónur á kíló, sem svarar til 35 til 50 kr. á hverja gæru. I fyrra hafi fengist 50 kr. á kíló eða sem svarar til 160 kr. á gæruna. Vegna þessa hafi farið af stað umræður um beinan útflutning. Kjötumboðið hf. hefur unnið að markaðsathugun fyrir ákveðin slát- urhús. Bryndís Ragna Hákonardótt- ir útflutningsstjóri segir að búið sé að senda út prufur og þyki gærurnar góðar. Segist hún vera í sambandi við fjóra aðila sem allir séu áhuga- samir um að kaupa mikið magn en það komi í ljós um miðjan ágúst hvort af sölu verði. Ef til kemur býst hún við að fluttar verði út að minnsta kosti 150 þúsund gærur. Talið er að um 600 þúsund dilkagærur falli til í haust. I fyrra fengu bændur uppbætur á gæruverð, tæpar 50 milljónir úr rík- issjóði, en það var fé sem sparaðist af búvörusamningi vegna betri út- komu á sölu dilkakjöts. Aðalsteinn segir að ekkert fjármagn af því tagi sé nú til ráðstöfunar. Geitungar réðust á og slösuðu þrjá hunda TVÆR fjölskyldur við Soga- veginn í Reykjavík urðu í vik- unni fyrir árás frá geitungum. Mannfólkið slapp við stungur geitunganna en þrír hundar voru ekki eins heppnir og varð að fara með þá til dýralæknis. Húsbóndinn var að grilla úti á verönd hjá sér ásamt kunn- ingja sínum. Með þeim voru dætur þeirra og fjórir hundar. Allt í einu sjá þeir hvar geit- ungur situr á baki doberman- hunds. Þegar hundurinn reyndi að hrista geitunginn af sér með öllum tiltækum ráðum kom heill her jarðgeitunga undan veröndinni. Mennirnir hlupu inn með dætur sínar og sluppu við árás geitunganna en doberman- hundurinn fékk fjórar stungur, shihtzusmáhundur fékk stungu í augað og flat-coated retriever hundur fékk tvær stungur, aðra undir augað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.