Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGAKDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Húsfyllir á fyrirlestri Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um fornleifarannsóknir í Reykholti Fyrirsjáanlegt að stækka þarf upp- graftarsvæðið Morgunblaðið/Sigrfður EFTIR fyrirlesturinn var uppgröfturinn í Reykholti skoðaður undir leiðsögn fornleifafræðinga. Reykholti - MIKIL aðsókn var á fyrirlestur Guðrúnar Sveinbjarn- ardóttur fornleifafræðings sem haldinn var á vegum Snorrastofu í Reykholti í fyrrakvöld. Um 75 manns mættu til að hlýða á hana greina frá gangi uppgraftarins á gamla bæjarstæðinu í Reykholti. Eins og fram kom í fjölmiðlum í síðustu viku hafa komið í ljós hleðslur nyrst í uppgraftarsvæð- inu, sem m.a. vekja upp spurning- ar um meint virki umhverfis bæ Snorra Sturlusonar, sem greint er frá í Sturlungu. Komið hefur verið niður á hellur norðan við þessar hleðslur og ganga þær inn í svörð- inn við enda uppgraftarsvæðisins. Þá hefur einnig fundist hvera- hrúður á steinum á þessu svæði sem vekja upp stórar spurningar. Guðrún gat þess að 1964 fannst gufustokkur sem liggur frá hvern- um Skriflu með stefnu í átt að bæjarstæðinu, og var hann rann- sakaður lítillega það ár og aftur 1984. Ekki er þó tímabært að draga ályktanir út frá þessu. Við- arleifar hafa einnig komið í ljós á þessu svæði og verða frekari sýna- tökur og rannsóknir gerðar á þeim. Guðrún útskýrði hvernig leitast hefur verið við að grafa svæðið í stóru samhengi til að fá heildar- mynd, en framhald vantar til norð- urs af uppgraftarsvæðinu til að sjá hvort meint virki er útveggur eða innveggur. Saga bygginga og rannsókna á staðnum var rakin og sú þróun sem orðið hefur við uppgröftinn í sumar. Eftir fyrirlesturinn var gengið að svæðinu og notið leið- sagnar þeirra fornleifafræðinga sem við uppgröftinn starfa. Að lokum var skoðuð sýning í safnað- arsal Reykholtskirkju, en hún er unnin í samvinnu Snorrastofu og Þjóðminjasafns og er þar gefin mynd af fornleifarannsóknum í Reykholti í máli og myndum. Vinnuskólinn á Blönduósi Þau gera bæinn fallegan lönduósi - Krakkarnir í vinnuskólanum á Blönduósi gerðu sér glaðan dag í blíð- unni fyrir skömmu og grilluðu sér pyls- ur og fóru í hverskonar Ieiki. Hér var um nokkurskonar skólaslit að ræða þar sem yngri hluti hópsins var að Ijiíka störfum en eldri krakkarnir halda áfram því þakkláta starfi að gera bæinn fagran. Hátíð sína héldu krakkarnir að sjálf- sögðu í samræmi við hlutverk sitt í Fa- grahvammi niður við Blöndu. Blanda lokkaði til sín í leik nokkra krakka og voru stelpurnar þar fremstar í flokki og böðuðu þær sig í ánni við mikinn fögn- uð viðstaddra. Þótt gáskafullur leikur lífsglaðra barna undir eftirliti í lygnri vík í jökulánni Blöndu sé hin besta skemmtun þá hefur margur krakkinn fengið skell á rassinn fyrir að umgang- ast ána á ónærgætinn hátt. Það má segja að það hafi til skamms tíma verið liður í uppeldi barna á Blönduósi að kenna þeim að virða þetta straumþunga fljót og skilja. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hvassaleiti 15 - raðhús Opið hús Vorum að fá í sölu mjög gott raðhús í þessu vinsæla hverfi. Húsið er 238,1 fm á þremur hæðum og með innbyggðum bílskúr sem er 20 fm. Verð17,9millj. Húsið veróur til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14 og 17. Lundur fasteignasala, Suðurlandsbraut 10, Reykjavík, sími 533 1616, fax 533 1617 Morgunblaðið/Amór Ný brú yfir Flóku NÚ ER lokið við að reisa nýja brú yfir Flóku og tengja veg og brú. Bygging brúarinnar er hluti af framkvæmdum við Borgarfjarðarbrautina, frá Kleppjárnsreykjum að Bæjar- sveitarvegi. Að sögn Birgis Guðmundsson- ar hjá Vegagerðinni í Borgar- nesi er gert ráð fyrir að fram- kvæmdin kosti 150 niilljónir króna og verði lokið f haust. Sjálf vegargerðin kostar 100 milljónir, en lagning brúarinnar yfir Flóku 50 miUjónir. Hér sést nyja brúin og eins og sjá má er hún myndarlegt mannvirki í samanburði við þá gömlu. Morgunblaðið/Egill Egilsson Gróðursett í minning- arreit á Flateyri Flateyri - Fyrsti áfangi gróðursetn- ingar í Minningargarðinum á Flat- eyri var haldinn laugardaginn 24. júlí. Gróðursettar voru á þriðja hundrað þriggja ára plöntur af ýms- um tegundum. Fáir voru mættir til starfa í fyrstu en þegar leið á daginn var kominn álitlegur hópur sem fór létt með að gróðursetja 400 plöntur í eindæma veðurblíðu. Heildarstærð reitsins verður 7- 8000 fm og verður göngustígur upp að kirkjugarðinum og þar að auki tveir göngustígar inni í reitnum. Reiturinn er skipulagður sem úti- vistarsvæði og seinna meir verður komið fyrir tjörn og leiktækjum. Ekki verður meira gert í sumar, að- eins er eftir að gróðursetja 100 plöntur. Stefnt er að því að Ijúka reitnum á næstu þrem sumrum og að þeim tíma loknum verði búið að gróðursetja 10.000 plöntur. Garðar Páll GRÖFUPRAMMI við dýpkun Grindavíkurhafnar. Dýpkað inn- an Grinda- víkurhafnar Grindavík - Þessa dagana er verið að dýpka innan Grindavíkurhafnar. Það er fyrirtækið „Skanska Dredging" sem sér um þessar dýpk- unarframkvæmdir. Formaður hafnarnefndar er Sig- urður Gunnarsson og hann hafði þetta að segja um framkvæmdirnar. „Þeir voru að dýpka við Svíragarð- inn og tóku kerið í burtu og grófu vel meðfram þannig að nú ættu stærri loðnuskipin að komast þarna að. Möguleiki er orðinn á því að útskip- un á mjöli fari fram þarna líka því Samherji ætlar að setja upp útskip- unargræjur með haustinu. Þá hefur verið samið við „Skanska Dredging" um frekari dýpkanir innan hafnar- innar. Verið er að endurbyggja Kvía- bryggjuna en tímabært var að laga hana og svo kemur þriðja flotbryggj- an en við hana eru 12 ný legupláss. Það er því að lagast aðstaðan fyrir allar stærðir báta og stefnt er að því að þessi höfn verði í fremstu röð hvað varðar alla þjónustu," sagði Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.