Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ -54 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 ÞORÐUR VALGEIR EYJÓLFSSON + Þórður fæddist 29. ágúst 1918 í Bolungarvík. Hann lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 19. júlí siðastliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Ólöf Arn- órsdóttir, húsfreyja, f. 14.1. 1889 í Hest- fjarðarkoti, Súðar- víkurhreppi í N-Isa- fjarðarsýslu, d. 26.4. ^ 1933, og Eyjólfur Guðmundsson, bók- bindari og verka- maður, f. 2.3. 1885 á Grundum í Bolungarvík, d. 21.1. 1972. Systkini Þórðar voru: Indiana Salome, f. 1911, d. 1987; Arnóra Friðrika Salome, f. 1913, d. 1937; Jónína Kristín Júlíana, f. 1915, d. 1935; Bene- dikt Þórarinn, f. 1923, d. 1983; Jens Guðjón, f. 1924, d. 1970; og Ólafia Margrét Helga, f. 1928. Hálfbræður samfeðra; Sumar- liði, f. 1904, d. 1989, og Rúnar, f. 1948, d. 1966. Árið 1944 hóf Þórður búskap með Soffíu Júlíönu Bærings- t dóttur, f. 8.10. 1911, d. 23.3. 1973. Foreldrar Soffíu voru Vagnfríður Vagns- dóttir og Bæring Einarsson. Soffía og Þórður gengu í hjónaband 30. des- ember 1965. Soffía átti þijú börn: Gunnar Guðfinn Jón Leósson, f. 26.1. 1933, d. 26.3. 1994; Vagn Margeir Hr- ólfsson, f. 25.4.1938, d. 18.12. 1990, og Ásdísi Svövu Hrólfs- dóttur, f. 8.9. 1939. Gunnar ólst upp hjá móðurforeldr- um sínum en Þórður gekk Vagni og Ásdísi í föðurstað, en faðir þeirra, Hrólfur Guðmunds- son, drukknaði í ísafjarðardjúpi þegar þau voru á unga aldri. Þórður bjó lengst af í Bolungar- vík, en á uppvaxtarárum sínum dvaldi hann að Kvíum í Jökul- fjörðum. Þórður starfaði sem sjómaður á ýmsum bátum og siðar sem verkamaður hjá fyrir- tæki Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Útför Þórðar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Mig langar að minnast með fáein- um orðum afa míns, eða Tóta afa eins og hann var ætíð kallaður. Elsku afi, mikið á ég eftir að sakna þín sárt. Þú hefur alltaf verið einn af fostu punktunum í tilveru minni og erfitt er að horfa á bak allra ánægjulegu samverustund- anna í gegnum árin. Margar minn- ingar fljúga í gegnum hugann, heimsóknirnar til þín voru alltaf • jafnskemmtilegar og þú gættir þess ætíð að allir gestir rituðu nöfn sín í gestabókina. Það var alltaf ein helsta hvatning barnanna í fjöl- skyldunni þegar þau voru að læra að skrifa að geta ritað nöfnin sín sjálf í bókina hjá þér. Þú fylgdist svo vel með uppvexti okkar systkin- anna og ekki síst barna okkar. Þú varst alltaf fyrstur til að gleðjast á tímamótum í lífi okkar og ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur úr fjarska. Ég tel mig mjög lánsama að hafa kynnst þér enn betur þegar ég vann á Sjúkra- húsi Bolungarvíkur í sumar- og jólaleyfum. Þar komst ég t.d. að því að það voru fleiri en við barna- og j_barnabarnabörnin sem kölluðum ' þig Tóta afa, því oft komu aðrir krakkar í heimsókn og spurðu eftir Tóta afa. Þú tókst daginn alltaf mjög snemma og fórst oft í fyrsta hjólreiðatúr dagsins um fjögurleytið á morgnana þegar aðrir voru á leið heim í háttinn. Þú hjólaðir um allt á stóra þríhjólinu þínu, sem ég reyndi oft við en tókst aldrei að ná þeirri Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. ✓ /I WþM § £&,&. \.JL Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is leikni sem þú bjóst yfir. Ég náði því miður ekki að heimsækja þig núna í sumar, elsku afi, áður en þú fórst yfir móðuna miklu, en ég er mjög fegin því að Emil Þór sonur minn skyldi sækja það fast að Addý amma hans færi með honum að heimsækja þig strax um kvöldið er við komum vestur. Hann hætti ekki fyrr en hann fékk ömmu sína með sér í stutta heimsókn. Þetta sýnir vel hvað það var alltaf gott að koma til þín og hvað langafabörnin sóttu í það. Núna er Emil Þór ætíð að tala um langafa sem er dáinn og margar spurningar hafa vaknað í kjölfarið sem oft getur reynst erfitt að svara. Elsku Tóti afi, við hér í Græna- hjallanum munum sakna þín sárt. Það er skrítið að hugsa til þess að næst þegar við förum vestur til Bol- ungarvíkur verði enginn Tóti afi til að hitta. Minningin um þig mun hins vegar lifa í huga okkar um ókomna tíð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem) Hólmfríður Einarsdóttir og fjölskylda. Elsku Tóti afi, það var nú mikið gott að mamma og pabbi ákváðu að bruna til Bolungarvíkur eftir að við vorum búin að vera á ferðalagi um Norður- og Austurland, því við gát- um farið til þín í heimsókn og kvatt þig hinstu kveðju 18. júlí, daginn áð- ur en þú kvaddir þennan heim. Það var alltaf svo gott og gaman að koma heim til þín, því þú varst alltaf svo góður við okkur og við gleymum ekki öllu namminu sem þú laumaðir upp í okkur. Elsku Tóti afi, það var líka ansi gaman að mæta þér þegar þú varst úti að hjóla; okkur fannst hjólið þitt svo rosalega flott. Elsku o rs áSrl Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri MINNINGAR Tóti afi, megi Guð varðveita þig alla tíð og tíma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú íylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðný og Þórður. í dag verður lagður til hinstu hvílu Þórður Eyjólfsson frá Bolung- arvík, Tóti afi eins og hann var alltaf kallaður, var seinni eiginmað- ur ömmu okkar, Soffíu Bæríngs- dóttur, en hún lést árið 1973. Áttu þau engin börn saman en hann tók að sér hlutverk „afa“ af miklum myndarskap. Hann fylgdist mjög vel með öllum afkomendum ömmu þó að þetta væri orðinn stór hópur. Það var gott að koma til hans bæði þegar hann hélt eigið heimili og eins í sjúkra- skýlið. Þá var hægt að spjalla við hann um heima og geima, en mest- an áhuga hafði hann á því hvernig gengi hjá okkur og okkar fjölskyldu í lífinu, því hann hafði mikinn metn- að fyrir „sínum“. Mjög mikilvægt var að allir kvittuðu í gestabókina hans og eru þær sjálfsagt orðnar nokkrar. Lét hann sig aldrei vanta ef veislur voru í fjölskyldunni og var hann alltaf fyrstur að mæta í sínu fínasta pússi. Það voru góðar stund- ir. Afi var mikið fyrir að vera úti og hreyfa sig og oft mátti sjá hann hjóla um götur bæjarins og kom hann þá við á bryggjunni og í beitn- ingarskúrunum til að athuga hvern- ig gengi. Afi var mjög handlaginn. Það voru ófáir hlutir sem hann bjó til í föndrinu með eldri borgurum. Hann málaði á dúka, púða o.fl., einnig fal- lega muni úr keramik. Við fengum að njóta góðs af því. Fyrir síðustu jól sendi hann okkur systrunum fal- leg jólatré með ljósi og eiga þau eft- ir að gleðja okkur á jólum í framtíð- inni. Um leið og við þökkum þér all- ar góðar stundirnar sem við áttum saman, vitum við að þú ert í góðum félagsskap. Guð blessi og varðveiti minningu þína, elsku afi, þú munt lifa í minn- ingum okkar alla tíð. Fanný, Jóhanna og Elín Gunnarsdætur. Elskulegur afi okkar, Þórður Eyjólfsson, er látinn. Fyrir okkur er það merki um að enginn er eilíf- ur, og að lífið gengur sinn gang. Við minntumst hans frá unga aldri sem Tóta afa sem var þá þegar orðinn gamall, þunnhærður, með grátt, krullað hár eins og kraga um höfuð- ið ofan við eyrun, og nokkrar mjúk- liðaðar krullur ofan á kollinum eins og afa er siður. Andlitið var þá þeg- ar mótað af hrukkum lífsins. Tóti afi gekk föður okkar, Vagni, og systur hans, Ásdísi, í föðurstað á þegar faðir þeirra, Hrólfur Guðmundsson, drukknaði frá eiginkonu sinni, Soff- íu Bæringsdóttur, og þremur ung- um börnum. Elsti sonur Soffíu, Gunnar, ólst upp hjá móðurforeldr- um. Tóti afi og Sossa amma bjuggu þeim systkinunum öruggt og gott heimili. Heimili þeirra varð síðar okkur barnabörnunum, sem urðum nítján að tölu, einstakt athvarf þar sem alltaf var hægt að líta inn og þiggja góðgæti. Minningarnar eru margar. Við minnumst heimilis þeirra við Skólastíginn, þar sem stöðugur straumur var af skemmti- legasta fólki þorpsins sem sagði sögur og fékk kleinur og kaffi. Við minnumst litla hússins frammi á sandinum sem Tóti afi flutti þangað til að búa þeim ömmu griðastað. Þangað sóttum við barnabörnin öll- um stundum ef við vissum af veru þeirra þar. Glaðlyndi Sossu ömmu og þolinmæði Tóta afa við að hafa okkur barnaskarann allan í kring um sig fyllir okkar djúpu þakklæti nú þegar við minnumst hans. Við munum líka fjárhúsin þeirra neðan við Tröð. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast búskapar- háttum frá fyrri tíð - fengið að vera í návistum við fólk sem lifði af því sem landið gaf og fékk aldrei nóg af því að fræða okkur börnin. I fjár- húsunum fengum við stelpurnar að stofna bú og halda okkar eigið heimili. Við munum líka þegar kom- ið var fram á unglingsárin og þau amma og afi höfðu búið í litla húsinu á Aðalstrætinu um tíma. Þá rýndi maður í myrkvaðan eldhúsgluggann smástund og fylgdist með hvort amma sat þar með pípuna sína. Hún hafði það fyrir sið að kveikja í henni með stórum bunka eldspýtna þannig að mikill logi myndaðist augnablik. Þá var gott að stinga sér inn og fá heitt kakó og ástarpung áður en haldið var af stað aftur út í kuldann. Það var mikill missir fyrir Tóta afa þegar Sossa amma féll frá. En hann hélt þó sínu striki, hélt heimili fyrir sig um tíma og sá um sig að öllu leyti sjálfur. Það var ekki fyrr en síðustu árin að hann bjó í íbúð fyrir aldraða og síðar í Sjúkra- skýli Bolungarvíkur þar sem hann lést. Tóti afí sinnti vel um sig og það var okkur fjölskyldunni mikið gleði- efni þegar hann tók sig til og fór að hjóla sér til heilsubótar. Við þökk- um honum fyrir allt það sem hann var okkur og kenndi okkur. Við vottum öðrum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð, en hluta fjöl- skyldu hans höfðum við því miður aldrei tækifæri til að kynnast. Megi algóður Guð geyma hann og blessa minningu hans. Vagnsbörnin sjö. Það er svo margt sem rifjast upp þegar við minnumst Tóta afa okkar en það kölluðum við afa ávallt. Hann var fastur punktur í okkar til- veru og var það okkar gæfa að fá að alast upp nálægt honum og Sossu ömmu. Það leið varla sá dagur að við litum ekki inn til þeirra og helst vildum við fá að gista hjá þeim, sér- staklega í desember, því jólasveinn- inn sem kom á Aðalstræti 16 var sérstaklega örlátur. Fjárbúskapur Tóta afa, sem hann stundaði með vinnu sinni, vekur margar skemmtilegar minningar. Beðið var eftir því seinnipart dags að hann kæmi labbandi upp göngu- stíginn á leið í fjárhúsið og mátti þá heyra: „Þarna kemur Tóti afi. Meg- um við koma með í fjárhúsin?" Voru það ekki bara við barnabörnin held- ur líka börn í hverfinu en hann var Tóti afi allra. Minnumst við þess að eigingirni gætti stundum hjá okkur þar sem við vorum ekki alltaf sátt við það að hann væri kallaður Tóti afí af öðrum börnum. Á sumrin biðum við spennt eftir því að Tóti afi og Sossa amma flyttu sig fram í dal, en á hverju sumri dvöldu þau í Kofanum sínum, en það var þeirra sumarhús. Á þeim tíma var ekki til bifreið innan fjölskyld- unnar og var mikil tilhlökkun að fá að sitja á dráttarvélarkerrunni þeg- ar þau fóru í Kofann. Alltaf vorum við velkomin í kaffi til Sossu ömmu og Tóta afa á Aðal- strætið. Var oft þröng á þingi við eldhúsborðið hjá þeim í tíukaffinu, en flest okkar unnu í frystihúsinu sem var þar rétt hjá. Ávallt voru miklar kræsingar á borðum og eftir að Sossa amma dó sá Tóti afi til þess að þær væru áfram til staðar í tíukaffinu. Þegar Tóti afi var orðinn fullorð- inn fjárfesti hann í stóru þríhjóli sem engu okkar tókst að hafa stjórn á og vorum við mjög stolt af því hversu duglegur hann var að hjóla og mátti gjarnan mæta honum á Ós- hlíðinni þar sem hann var á leið á ísafjörð. Tóti afi fylgdist vel með okkur barnabörnunum og var notalegt að finna að honum var mjög umhugað um það að okkur gengi vel í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Sér- staklega var honum umhugað um þá sem stunduðu sjóinn í fjölskyldunni og var vel upplýstur um aflabrögð. Hjá manni eins og Tóta afa, sem alla tíð hafði unnið hörðum höndum, var vinnan dyggð. Elsku Tóti afi, minningin um þig mun lifa með okkur alla tíð og þökk- um við þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér. Börn Addýjar. Þórður Eyjólfsson eða Tóti eins og hann var nefndur okkar á meðal fæddist á höfuðdaginn 29. ágúst 1918 í Bolungarvík. Ég var svo lán- samur að kynnast Tóta haustið 1974 þegar ég, 15 ára gamall, leitaði upp- runa míns vestur á fjörðum og sett- ist í leiðinni á skólabekk í Mennta- skólanum á ísafirði. Um helgar átti ég mér annað heimili hjá hjartkæru skyldfólki mínu í Bolungarvík, Vagni Hrólfssyni og fjölskyldu, en Tóti var einmitt fósturfaðir Vagns eða Agga eins og hann var í daglegu tali nefndur, Addýjar og Gunnars. Alltaf á sunnudögum kom Tóti afi og borðaði hjá Binnu og Agga, þannig kynntist ég honum íyrst. Hann sýndi mér unglingnum strax í upphafi áhuga og skilning. Hann var fullur af fróðleik og vel að sér í ættfræði sem gerði mig forvitnari en ella um gengin ættmenni mín. Hann var stilltur að eðlisfari, hávax- inn og mikill smekkmaður. Honum var annt um sína nánustu og fylgd- ist vel með þeim hvar sem þeir voru staddir á jarðarkringlunni. Tóti var af þeirri kynslóð fólks sem þurfti mikið að hafa íyrir lífinu og man tímana tvenna. Hann var sjómaður af lífi og sál. Eftir að ég stofnaði eigin fjölskyldu og settist að í Kefla- vík kom hann árlega í heimsókn til okkar og dvaldi þá í nokkra daga, notaði tækifærið til að heimsækja ættingja og vini hér um slóðir. I hvert sinn er hann kom í heimsókn til okkar renndum við með hann í bíltúr um Suðurnesin og í hverju byggðarlagi var ekið niður að höfn, tekinn púls á mannlífinu og afla- brögð könnuð. Tóti heimsótti föður- fólkið og tengdafólkið mitt og naut sín vel í þeirra hópi þar sem oft urðu fjörugar umræður um menn og málefni líðandi stundar auk þess sem ýmsir eftirminnilegir atburðir úr fortíðinni voru rifjaðir upp. Daginn áður en Tóti lést átti ég tæplega klukkutíma ánægjulegt samtal við hann í síma þar sem hann var óðum að hressast eftir veikindi undanfarið. Ef fram héldi sem horfði yrði hann farinn að hjóla innan skamms en Tóti var iðinn við hjól- reiðar yfir sumartímann. Stundum meira að segja hjólaði hann á góð- viðrisdögum alla leið frá Bolungar- vík til Isafjarðar og staldraði við í Hnífsdal en að öllu jöfnu var hjólað út að vita sem kallað er og aftur til baka. Ég og fjölskylda mín viljum að lokum þakka Tóta fyrir vináttu og tryggð í gegnum 25 ár. Við vottum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Megi minning um mætan dreng lifa. Ketill G. Jósefsson og fjölskylda. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINÞÓR ÁRNASON prentari, Samtúni 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins eða Krabbamameinsdeild Landspítalans. Inga Ásta Ólafsdóttir, Ingunn Steinþórsdóttir, Marteinn Gunnarsson, Helga Steinþórsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Oddný Stefanía Steinþórsdóttir, Ólafur Magnús Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.