Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 53 MINNINGAR i i i i > LEIFUR PÁLSSON + Leifur Guðmund- ur Pálsson fædd- ist í Hnífsdal 28. nóv- ember 1918. Hann andaðist á heimili sínu í Ilnífsdal hinn 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Pálsson útvegs- bóndi, f. 10. júlí 1883, d. 26. mars 1975, og Guðrún Guðríður Guðleifs- dóttir húsmóðir, f. 4júlí 1895, d. 3. mars 1923. Systkini Leifs eru: Páll, skip- stjóri, f. 1. apríl 1914, d. 19. des- ember 1994, Jóakim, fram- kvæmdastjóri, f. 20. maí 1915, d. 8. september 1996, Halldór, f. 4. ágúst 1916, d. 6. júní 1917, Með söknuð í huga kveð ég Leif Pálsson. Hann var öllum þeim sem kynntust honum minnisstæður enda sterkur persónuleiki sem setti sinn svip á umhverfið. Ég hitti hann fyrst fyrir tæpum þremur ár- um þegar Jón^ Áki, sonur hans, kynnti okkur. Ég man að ég var nokkuð taugaóstyrk enda vissi ég ekki hvernig honum myndi lítast á tengdadótturina tilvonandi. Það reyndist óþarfi því hann tók mér vel frá fyrsta andartaki og við átt- um margar góðar stundir saman. Leifur var fæddur í Hnífsdal og átti þar heima alla sína ævi. Honum þótti vænt um dalinn sinn og hafði gaman af að segja sögur af lífinu þar áður fyrr. Hann minntist gjarn- an þess tíma þegar hann hjálpaði afa sínum við búskapinn en honum þótti sérlega vænt um Guðbjörgu ömmu sína og Guðleif afa sinn sem ólu hann upp. Leifur var ekki aðeins snjall sagnamaður, hann hafði afar gott minni og kunni ógrynnin af vísum og kvæðum sem hann fór gjarnan með við hin ýmsu tækifæri öðrum til skemmtunar. Eins og algengt var fyrr á öldinni byrjaði Leifur ungur að vinna. Hann var aðeins átta ára þegar hann hjálpaði til við að stokka upp línuna fyrir sjómennina og fjórtán ára þegar hann hóf sjómennsku, sem hann átti síðan eftir að stunda mestan part starfsævinnar. Hann sagði mér að sig hefði alltaf mest langað til að verða bóndi og kom sá áhugi fram þegar hann hætti sjó- mennsku og gerðist fjárbóndi sam- hliða vinnu. Þegar í land kom hóf hann störf við vírasplæsningar og stofnaði eigið verkstæði, Vír hf., sem hann rak í tíu ár. Þótt Leifur væri kominn á efri ár hafði hann ætíð nóg fyrir stafni. Hann hlustaði mikið á útvarp og fylgdist mjög vel með allri þjóð- málaumræðu. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og sagði þær óhikað. Einnig var hann félagslyndur og hafði gaman af að hitta fólk enda var hann vina- margur og vinsæll. Síðustu árin var Leifur veill fyrir hjarta en hann lét það ekki aftra sér frá því að gera það sem hann vildi. Hann lét það t.d. sem vind um eyra þjóta þegar fjölskyldan bann- aði honum að verka fisk úti í bíl- skúr. Við nutum reyndar góðs af, því alltaf var frystirinn hjá okkur fullur af fiski frá Leifi, svo ekki sé minnst á hinn ljúffenga harðfisk sem hann sendi okkur reglulega. Fyrir tveimur árum veiktist Leif- ur svo hastarlega að fjölskyldan var kölluð vestur. Þegar hann hresstist við og sá öll börnin sín við sjúkra- beðinn spurði hann þau hvað þau væru eiginlega að gera þarna og sagði síðan glettnislega að vonandi kæmu þau ekki í fýluferð næst. Þetta var dæmi um góða kímnigáfu Leifs en hann gat oftast séð spaugi- legu hliðarnar á hlutunum. í nóvember síðastliðnum varð Leifur áttræður og hélt upp á af- mælið með glæsibrag þar sem Helga, htísmóðir, f. 19. september 1917, Kristján, f. 25. maí 1920, d. 1. desember 1941, og Hallddr Gunnar, verkstjóri, f. 5. nóvember 1921. Leifur kvæntist 10. júlí 1958 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingu Þórhildi Jónsdóttur, skrifstofumanni, f. 12. október 1929 á ísa- firði. Foreldrar Ingu voru Jón Grímsson, málaflutningsmaður á Isafirði og Asa Finns- dóttir Thordarson, húsfreyja. Börn Leifs og Ingu eru: 1) Guð- björg, húsmóðir og pianókennari, f. 16. september 1958, maki Óskar Jóhann Sigurðsson, húsasmíða- margir vinir og kunningjar voru mættir til að samgleðjast honum. Fjölskyldan ákvað að fagna þess- um tímamótum með því að gefa honum ferð til Færeyja sem hann hafði lengi langað til að heim- sækja. Þrátt fyrir að hann væri nánast orðinn þrotinn að kröftum hafði hann mikla ánægju af ferða- laginu auk þess sem við Jón Áki og Inga eigum góðar minningar úr ferðinnisem munu lifa lengi með okkur. Á leiðinni heim var Leifur orðinn nokkuð lasinn og höfðum við áhyggjur af því að hann gæti ekki setið í bfl frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Er skemmst frá því að segja að hann þvertók fyrir að fara flugleiðina til að hlífa heils- unni og sagðist frekar detta niður dauður. Þetta var lýsandi fyrir Leif sem vildi ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það liðu síðan ekki nema þrjár vikur þar til hann var allur. Leifs verður sárt saknað og það verður tómlegt að koma í Hnífsdal- inn án þess að hitta hann. Eg mun ætíð minnast hans með hlýju og þakklæti. Fari hann í friði. Sigríður Inga Sigurðardóttir. Ég kveð nú í hinsta sinn minn hressa og frændrækna föðurbróð- ur. Með honum er genginn enn einn af stórum systkinahópi úr Pálshús- inu í Hnífsdal. Það var mikil gleði í systkinahópnum þegar þau komu saman á hátíðum í Dalnum og sungu raddað og töluðu hátt, enda höfðu þau ávallt frá miklu að segja. Frá Hnífsdal höfðu í gegnum árin komið fræknir sjósóknarar og margir af okkar frægustu togara- skipstjórum og slitið þar barns- skónum. Leifur var alinn upp í þessum anda og varð því togarajaxl á sínum yngri árum og dvaldist þá langdvölum í burtu. Þegar hann kom í land var ávallt mikið um að vera og hann á ferðinni út um allt að hitta fólk og var hann glaðvær og gjafmildur. Eg minnist þess eitt sinn sem lítill drengur á gangi nið- ur á höfn á ísafirði og Sólborgin í landi að stór bfll renndi upp að mér og niður var dregin önnur afturrúð- an. Þar birtist í gluggagættinni brosandi andlit Leifs og hann rétti mér fullt af seðlum og sagði: „Kauptu þér nú eitthvað, greyið mitt." Þegar hann fór að verka harðfisk sendi hann svo frændum sínum og vinum pakka af úrvals vestfirskum harðfiski. Heimili hans og Ingu var alltaf opið fyrir gestum og gangandi, sannkallað rausnar- heimili. Hann hafði yndi af því að segja frá og gat hann þulið upp heilu ljóðabálkana og sagt sögur með svo mikilli innlifun að unun var á að hlýða. Mannglöggur var hann og minnugur svo af bar. Leifur bar ávallt mikla virðingu fyrir menntun og menntuðu fólki. Það gladdi hann því mikið að börn- in hans öll gengu menntaveginn. Við frændurnir áttum oft löng samtöl um pólitíkina og landsins meistari. Þau eiga þrjár dætur, Herdísi Ingu, Asdísi Rögnu og Védísi Fríðu. 2) Páll Skúli, Iektor í dýralækningum, f. 10. ágúst 1960, maki Júlíana Guðrtín Reynisdóttir, skrifstofumaður. Þau eiga tvö börn, Ingu Lilju og Sindra. 3) Jón Áki, efnaverk- fræðingur, f. 30. október 1966, maki Sigríður Inga Sigurðar- dðttir, blaðamaður. Leifur var fæddur og uppal- inn í Hnífsdal og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hann hóf sjó- mennsku fjðrtán ára gamall og starfaði við hana lengst af. Leif- tti' lauk meira fiskimannaprófi frá Sjómannaskólanum í Reylgavík árið 1949 og var stýrimaður og skipstjóri á ýms- um fiskiskipum til ársins 1972. Leifur stofnaði fyrirtækið Vír hf. árið 1977 ásamt öðrum á ísa- firði og starfaði við það til árs- ins 1986. Leifur verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. gagn og nauðsynjar, það síðasta daginn fyrir andlát hans. Hans mikli raddstyrkur var ekkert far- inn að gefa sig en fæturnir orðnir fúnir að hans sögn, en það er betra að kalka frá réttum enda. „Hvenær verður minnisvarðinn um Fjalla-Eyvind í Hrafnsfirðin- um settur upp?" var það síðasta sem hann spurði um. Með Leifí er genginn einn af þeirri kynslóð sem skóp grunninn að auðlegð þessa lands. Hann stundaði sjóinn frá blautn barns- beini, fyrst með föður sínum á smá- bátum og síðar á togurum og bátum sem stýrimaður og skipstjóri. Hann var mikill íslendingur og unni landi sínu og þjóð og vildi hvergi annars- staðar vera en í Hnífsdal þar sem ræturnar voru og minningarnar. Við sem áttum því láni að fagna að þekkja Leif munum sakna hans, en um leið minnast margra stunda með honum með miklu þakklæti. Kæra Inga og fjölskylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð okkar og vonum að Guð veiti ykkur styrk í sorginni. Kristján Pálsson. í dag kveð ég frænda minn, Leif Pálsson, með söknuði og virðingu. Við andlát flæða minningarnar fram og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Líf okkar Leifs hefur verið sam- ofið allt frá bernsku minni, saman til sjós og síðar í landi. Bernskuminningar mínar um Leif eru margar. Hæst ber hversu Leif- ur var með afbrigðum gjafmildur. Einnig sýndi hann okkur börnun- um ávallt athygli og vinsemd. Stærstur hluti af okkar sam- skiptum var til sjós. Leifur var ein- stakur til sjós enda fjölhæfur með afbrigðum. Hann starfaði sem há- seti, kokkur, vélstjóri, stýrimaður og skipstjóri. Öllum þessum hlut- verkum skilaði hann með miklum sóma. Til þess þurfti bæði áhuga, elju, skóla- og sjálfmenntun. Þegar við vorum saman á vakt til sjós liðu vaktirnar skjótt enda Leif- ur óþrjótandi uppspretta sagna og almenns fróðleiks. Hann var vel les- inn og ættfróður með afbrigðum enda kallaður „ættfræðingurinn í ættinni". Hann miðlaði mér af sínum þekkingarbrunni og kom það sér vel síðar á mínum sjómannsferli. Eftir að Leifur fór í land hélt vin- skapur okkar áfram en þá var hann vaktmaður í Páli Pálssyni. Leifur starfaði samhliða við vírasplæsing- ar hjá Vír hf. Leifur sinnti mörgum störfum samhliða sem staðfesti dugnað hans og áræði. Margt var í fari Leifs sem ein- kennir góða og trausta menn. Hann var hreinskiptinn með afbrigðum og dró aldrei neitt undan. Þeir sem kunnu að meta hreinskipti hans hugsuðu eflaust til gamla máltækis- ins: „Sá er vinur sem til vamms segir." Hann var því í raun vinur vina sinna þótt hann segði þeim sín- ar skoðanir. Leifur bar hag sinnar fjölskyldu, ættingja og vina fyrir brjósti. Börn- um sínum og barnabörnum sýndi hann sömu athygli og vinsemd eins og mér í bernsku. Andlát Leifs var að nokkru tákn- rænt. Hann var fróðleiksfús og fylgdist því afar vel með fréttum. Landsins hagir og þá sérstaklega hagsmunir Vestfjarða voru honum hugleiknir. Hann fékk hægt andlát hlustandi á fréttirnar fimmtudag- inn 22. júlí. Hann féll frá með tign og virðingu sem einkenndi hann í sínu lífi. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að eiga samleið með frænda mínum Leifi Pálssyni. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég eiginkonu Leifs, Ingu, og börnum hans, þeim Guðbjörgu, Páli Skúla og Jóni, sem og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu. Kristján Jóakimsson. Góður maður er genginn. Kær vinur, Leifur Pálsson, er látinn á 81. aldursári. Hann var sonur hjónanna Páls Pálssonar út- vegsbónda og Guðrúnar Guðleifs- dóttur. Leifur missti móður sína ungur og hefur sá missir áreiðan- lega haft mikil áhrif á æsku hans og unglingsár. Leifur var sjómaður mestan hluta ævi sinnar, tók próf úr Sjómannaskólanum og var stýri- maður á togurum og skipstjóri á bátum. Okkar fyrstu kynni hófust þegar þeir voru saman á togaranum ís- borgu í nokkur ár, maðurinn minn og hann. Og um svipað leyti eða 10. júlí 1958 kvæntist Leifur æskuvin- konu minni, Ingu Þ. Jónsdóttur frá ísafirði, og þá urðu vináttuböndin sterkari. Með þeim Ingu var mikið jafnræði, bæði fljúgandi greind, orðheppin og skemmtileg. Og börn- in þrjú, Guðbjörg, Páll Skúli og Jón Áki, bera foreldrum sínum fagurt vitni, öll greind, framúrskarandi skemmtileg og vel af guði gerð. Leifur var skemmtilegur heim að sækja, gestrisinn, kátur og minnug- ur. Minni hans var með ólíkindum. Hann var mjög mannglöggur, þekkti helminginn af íslendingum og kannaðist við hinn og gat rakið, ættir þeirra sundur og samaÆ" Hann var minnugur á liðna atburði. Það var hægt að fietta upp í honum eins og alfræðiorðabók og það var ótrúlegt hvað hann kunni af vísum og kvæðum. Mér eru minnisstæð áramót, lík- lega 1963 eða 4. Þá héldu Hnífsdæl- ingar álfadans og brennu og gengu fylktu liði um dalinn með Leif í far- arbroddi. Hann var forsöngvari og söng með sinni sterku rödd. Og það var ekki verið að syngja eina eða tvær vísur eins og venjulega ef þær voru tólf. Það voru sungnar allar. vísurnar við hvert lag. Veðrið var fallegt vetrarveður með glaðatungl- skini og logni. Þessi minning greyptist í hugann. Og sonur minn, sem var fimm ára eða sex ára þegar þetta var, sagði mörg ár eftir þetta þegar hann heyrði gömlu áramóta- lögin sungin: „Þetta söng Leifur." Það er hvers manns gæfa að eiga góða vini. Og við Gunnar erum gæfusöm að hafa átt Leif og Ingu að vinum. Kveðjan hans til okkar var alltaf sú sama: „Komið þið sæl ungu hjón," - hann var 12 og 14 ár- um eldri en við. Hún yljaði okkur þessi kveðja og ekki síst eftir að við komumst á sjötugsaldurinn. Nú þökkum við áralanga vináttu> Bridskvöldin á vetrum sem urðu alltof, alltof fá; sunnudagsheim- sóknir þar sem setið var og spjall- að; skötuveislurnar á Þorláks- messu; heimsóknirnartil Gunnars í vélstjórakompuna í íshúsfélaginu og margt, margt fleira. Leifur minn. Far þú í friði, • friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem.) Innilegar samúðarkveðjur. Ebba og Gunnar. t Elskulegur ástríkur eigínmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir minn og mágur, KRISTJÁN G. HALLDÓRSSON KJARTANSSON, andaðist á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur að morgni föstudagsins 30. júlí. Iðunn Björnsdóttir, Edda Birna K. Kjartansson, Magnús Gústafsson, Birna M. Gústafsson, Halldór K. Kjartansson, Björn K. Kjartansson, Áslaug H. Kjartansson, Björn Björnsson. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, ERNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Ránargötu 28, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Kristjánsson, Halldóra Emilsdóttir, Theodóra Emilsdóttir, Guðríður Arna Sigurðardóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN Ó. MELAX, áður Ljósheimum 4, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 26. júlí verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Börn og tengdabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.