Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsókn vegna meintra svika í Austurríki Allir eigendur íslenskra hesta yfirheyrðir ALLIR, eða nánast allir kaupendur íslenskra hesta í Austurríki, hafa verið yfirheyrðir af lög- reglu- og tollayfirvöldum vegna gruns um að verð hrossanna hafi verið of lágt skráð í toll- skýrslum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að semja þurfi við Evrópusambandið og Noreg um breytingar á tollareglum. Bjöm Steinbjömsson dýralæknir, sem starfað hefur fyrir eigendur íslenskra hesta í Þýskalandi síðustu tvö árin, segir að rannsókn Evrópusam- bandsins muni fyrr eða síðar beinast að milli- göngumönnum um útflutning hestanna og selj- endunum, hrossabændunum á Islandi. „Tollayfírvöldin em yfirþjóðleg, þau geta starfað í hvaða landi sem er sem er aðili að samn- ingum við Evrópusambandið um þessi málefni, meðal annars á Islandi. Menn verða að gera sér grein fyrir því að tollamir sem verið er að leggja á em ekki þýskir tollar, þetta em Evrópusam- bandstollar. Þýsk yfirvöld eru ekki að innheimta þá fyrir sig, þau verða að standa skil á þeim til Evrópusambandsins." Bjöm segir að ef svo fari, sem ráð sé gert fyrir í tollareglum, að greiða þurfi tolla tíu ár aftur í tímann fari margir hestainnflytjendur á hausinn. „Það em líka aðrar aðstæður þama úti heldur en hér heima, að menn geta ekki farið á hausinn og byrjað síðan aftur undir öðm nafni og kennitölu. Ef menn borga ekki er þeim bara stungið inn. Aðiia á íslandi sem fá á sig dóm í þessu sambandi verður ekki hægt að fangelsa, en þeir verða eftir- lýstir í Evrópusambandinu og verður stungið inn ef þeir koma þangað." Semja þarf við Noreg og Evrópusambandið um tollamál Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vandamálið hafi farið vaxandi, en segist engar vísbendingar hafa um að staðið hafi verið í skattsvikum vegna útflutnings íslenskra hesta. „Auðvitað er er rétt sem hestamenn segja, að Þjóðverjar geri oft og tíðum þá kröfu að þetta verð sé gefið upp þótt þeir borgi kannski hærra. Þetta vandamál er til staðar og svo kannski hitt sem ýtir kannski á þetta, að það em miklir hrossaræktendur í Þýskalandi til dæmis sem viija þrengja að íslenskum útflutningi." Guðni segir mikinn vanda kominn upp í út- flutningi á íslenskum hestum og telur nauðsyn- legt að sest verði að samningaborði við Evrópu- sambandið og Noreg til að marka framtíðar- stefnu í tollamálum tengdum hrossaútflutningi og segist hafa skrifað utanríkisráðuneytinu bréf þessa efnis fyrir nokkm. Nauðsynlegt er, að mati Guðna, að bmgðist verði við þeim vanda sem nú sé kominn upp. Kveðst hann hafa ritað utanríkisráðherra bréf fyrir nokkm og beðið um samstarf ráðuneytanna um hvemig hægt væri að standa að útflutningi hrossa og við að koma á samningaviðræðum við Evrópusambandið og Noreg um tollamál og finna þeim farsælan gmndvöll. Telur Guðni nauðsyn- legt að mörkuð sé framtíðarstefna í þessum efn- um og vonast til að hægt verði að semja um tolla- lækkanir. Guðni vildi ekki tjá sig um hvernig tekið yrði á hugsanlegum skattsvikum íslenskra aðila. Sagði hann að fyrst yrði að koma í ljós hvort um svik væri að ræða. Síðan yrði ákveðið til hvaða að- gerða þyrfti að grípa. Hringdu og vöruðu við yfirheyrslum Höskuldur Aðalsteinsson, hrossabóndi í Aust- urríki, segir að rannsóknarmenn yfirvalda hafi komið til þeirra fyrir rúmlega ári. Á sama tíma hafi aðrir eigendur íslenskra hesta í landinu fengið sams konar heimsóknir. „Þeir fyrstu sem þeir heimsóttu hringdu og vömðu hina við,“ segir Höskuldur. Hann segist ekki vita til þess að neinn eigend- anna hafi teldð það ráð sem sumir hafa gert í Þýskalandi, að leggja fram kæm gegn sjálfum sér til að tollar séu aðeins reiknaðir þrjú ár aftur í tímann, en ekki tíu ár, eins og gert er að öðmm kosti. Höskuldur segir að þær skýringar sem hann hafi gefið á sínum tollamálum hafi verið teknar gildar af rannsóknarmönnunum og hann hafi ekki heyrt frá yfirvöldum síðan í þessu máli. Hann segir að mismunandi sé hversu ítarlegar rannsóknir yfirvalda gegn einstökum hestaeig- endum hafi verið. Barnabætur lækka Um 900 millj. lækk- un á 3 árum ENDURGREIÐSLA ríkis- sjóðs vegna barnabóta og bamabótaauka hefur farið minnkandi undanfarin ár og nemur hún nú tæpum 3,8 milljörðum en var í fyrra 4,1 milljarður. Lætur nærri að þessi upphæð hafi lækkað um 900 milljónir síðustu þrjú ár- in. Árið 1995 vom greiddar bamabætur og bamabótaauki að upphæð 4,6 miiljarðar króna^ og 4,7 milijarðar árið eftir. í fyrra var upphæðin 4,1 milljarður eins og áður sagði og 3,8 milljarðar í ár. Hefur hún lækkað um 900 milljónir króna þessi ár sem stafar af því að bæturnar em nú tekju- tengdar og fara með öðmm orðum lækkandi eftir því sem tekjur aukast. ÞRÍR menn á þrítugsaldri, sem villtust á gúmmíbáti í þoku á Breiðafirðinum í fyrrinótt, komu fram heilir á húfi í Hvallátmm á Breiðafirði í gærmorgun. Leit björgunarsveitarmanna og sjó- manna að þeim hafði staðið yfir að- faranótt föstudags. Ekkert amaði að mönnunum utan þess að þeir vom þreyttir. Þeim tókst að gera vart við sig með því að hringja úr farsíma sem þeir fengu lánaðan hjá fólki sem var í Hvallátmm og var leit þá hætt. Á milli 20 og 30 manns á átta bátum leituðu mannanna á Breiðafírðinum og annar eins fjöldi var í viðbragðsstöðu. Mennimir fóm frá Flatey á 10 manna Zodiac-gúmmíbáti með ut- anborðsmótor út í Skjaldmeyjar- eyjar á lundaveiðar í fyrradag og ætluðu sér að vera komnir til baka um kvöldmatarleytið sama dag. Þegar þeir skiluðu sér ekki á til- skildum tíma tilkynnti faðir eins þeirra að þeirra væri saknað og var þá hafin leit. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leit gerð að þremur mönnum á Breiðafírði Komu fram heilir á húfi í Hvallátrum Breiðafirðinum og vanir lunda- veiðimenn, en hins vegar reyndist þokan þeim of erfið viðfangs. Þeg- ar þeir höfðu siglt í um fimm mín- útur frá Flatey áleiðis til Skjald- meyjareyja, sem er í 6-8 sjómflna fjarlægð, hvarf skyggnið að baki þeim vegna þoku á skömmum tíma, en þeir komust hins vegar tfl Skjaídmeyjareyja vandræðalaust og stunduðu sína veiði þar í þrjár klukkustundir. Aðstandendur í Flatey vissu um tíma- og staðará- kvörðun mannanna og sagði tt—:— tía------- n..ai___i____ skipstjóri, einn mannanna þriggja, að þeir hefðu átt að láta fyrirberast í Skjaldmeyjareyjum, þ.e. á þeim stað sem fólk vissi að þeir ætluðu til. Sé það sá lærdómur sem draga megi af atburðunum. Sigldu milli eyja á Breiðafirðinum Þeir sigldu hins vegar frá Skjaldmeyjareyjum í fremur lygn- um sjó en afleitu skyggni á fimmtudagskvöld. „Við komum fyrst að landi í TT 1.1..1-1- OA C'------------ á milli eyja,“ sagði Hreinn. „Við fórum í land í Sandeyjarhólma um klukkan 21 og vorum þar nokkum tíma. Við heyrðum í ferjunni Baldri og heyrðum að þeir flautuðu til að gera vart við sig og ætluðum að keyra á hljóðið, en þegar við vorum komnir út fyrir misstum við það. Þá ákváðum við að taka stefnu og tókum að því er ég taldi rétta stefnu og römbuðum á Skeley.“ Þaðan átti að vera fimm mínútna sigling til næstu eyjar en þegar mennimir höfðu siglt í hálftíma, j-.'.-.. u~:.. .< ..ai:—: ~~ iai... — Nýr fram- kvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna MARGRÉT María Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Húsavík, tekur við stöðu fram- kvæmdastjóra Neytendasamtak- anna í haust af Jó- hannesi Gunnars- syni. Margrét, sem er lögfræð- ingur að mennt, hefur setið í bæj- arstjóm Húsavík- ur fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins. Sæti hennar tekiu- Sigurjón Benediktsson tann- læknir og fyrrverandi bæjarfulltrúi. Verður formaður áfram Jóhannes Gunnarsson er jafhframt formaður Neytendasamtakanna og verður það áfram þótt hann láti af störfum sem framkvæmdastjórí „Ég verð starfandi formaður áfram en það kemur inn nýr liðsmaður sem framkvæmdastjóri. Ég ætlaði mér aldrei að verða framkvæmdastjóri hér á nýjan leik. Mál þróuðust bara með þeim hætti fyrir síðasta þing Neytendasamtakanna að þetta end- aði svona. Með þessari ráðstöfun er einfaldlega verið að styrkja skrifstof- una,“ sagði Jóhannes. Ferðamenn í stað eld- flauga VÉLSLEÐAFERÐIR á jökla ís- lands njóta sívaxandi vinsælda og þykja allt að því ómissandi hluti af ferð um landið. Ekki leggja þó allir í slíka ævintýramennsku og þá getur verið gott að vita af þessum bíl sem fyrirtækið Geysir- vélsleðaferðir hefur nú tekið í notkun til ferða á Langjökul. Að sögn Garðars K. Vilhjálms- sonar, firamkvæmdastjóra Geysis- vélsleðaferða, er hér um 8 hjóla MAN-bfl að ræða, sem mun hafa verið notaður sem eldflaugaskot- pallur í Þýskalandi á síðustu dög- um kalda striðsins. Þeir Geysis- menn hafa hins vegar skipt eld- flaugapallinum út fyrir sérstakt búr fyrir farþega, en alls komast 50 í hveija ferð. Þá er bfllinn út- búinn sérstökum dekkjum sem auðvelda honum för um jökulinn og segir Garðar minni sprungur ekki vera honum nokkur fyrir- staða. Telur hann raunar að hér sé um hreina byltingu í jöklaferð- um að ræða. reka í tvo tíma til að spara bensín. „Það fór kannski ekki vel um okkur í bátnum og við ákváðum að taka stefnu inn og komum að Göngukletti, sem er lítill hólmi suð- vestur af Hvallátrum. Þangað vor- um við komnir á miðnætti og létum fyrirberast þar í nótt [í fyrrinótt] og vorum þar til klukkan sex í morgun [í gærmorgun].“ í gærmorgun rofaði síðan til og þá sáu mennirnir hús í Hvallátrum og fóru þangað yfir og ræstu heimamenn, sem gáfu þeim morg- unmat og kaffi. Mennirnir hringdu úr Hvallátrum og gerðu vart við sig ogjum klukkan hálfeitt lögðu þeir af stað til Flateyjar, sem er um tuttugu mínútna sigling á góð- um hraðbát. Mennirnir verða í Flatey út vik- una við lundaveiðar á Breiðafirðin- um. í fyrrinótt höfðu mennirnir engin fjarskiptatæki meðferðis og segir Hreinn aðspurður hvort fjar- skiptatæki verði með í fór í næsta skipti, að hafður verði NMT-far- —: UÞ s;„
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.