Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 47
_ph MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 47 rsokknir í bingóið. Eng- i á spjöld spilaranna. IREYKJAVÍK var 12 stiga hiti er Þjóðverjarnir gengu frá borði árla dags og fóru ýmist upp í Land-Rover jeppa eða rútur til að skoða landið. Heldur hlýnaði þ<J er leið á daginn. ÞAÐ var engu logið til um skemmtiatriðin og fólk mætti prúðbúið á ton- leika á meðan Delphin sigldi fyrir Vcslfjarðakjálkanii. mynd að ferðalagi væri verið að sejja farþegunum sagði hann að um væri að ræða skemmtisiglingu með hefð- bundnu sniði. „Við bjóðum fólki fyrst og fremst upp á afar þægilegan og öruggan far- kost, góð skemmtiatriði og höfum samskipti við góðar ferðaskrifstofur um allan heim sem sjá um afþreyingu í landi. Skipið okkar er 25 ára gamalt og var síðast innréttað fyrir 110 miHj- ónir dollara árið 1993 og fólk sem ferðast oft með okkur veit að við get- um tryggt mikil gæði," sagði Martin. Hann sagði að kostirnir við að sigla milli landa fremur en að fljúga lýstu sér einkum í því að á skipi væri heim- ilislegra að dvelja en á mismunandi hótelum og þá væri ekki síður þægi- legt að þurfa einungis að taka upp úr ferðatöskunum einu sinni þótt farið væri til margra landa. Farþegunum þætti einnig gott að eiga sinn fasta stað í matsalnum og síðast en ekki síst að sleppa við síendurtekna vega- bréfaskoðun á flugvöllum. Þegar skemmtiferðaskip koma til nýrrar hafnar fara fram reglubundin samskipti við yfirvöld viðkomandi þjóðar, svo sem tollinn, útlendingaeft- Morgunblaðið/Ásdís irhtið, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og því um lflrt áður en leyfi er gefið fyrir landgöngu. Séð um vegabréfaskoðunina í morg'uuinat num Á Delphin þurfa farþegarnir ekki að hugsa neitt um slíka hluti þar sem áhöfnin tekur ómakið af þeim á með- an þeir snæða morgunmat í rólegheit- unum en leiða má hkur að því að eitt- hvað svipað tíðkist um borð í öðrum skemmtiferðaskipum. „Yfirvöld senda fulltrúa sína um borð til að kanna alla þætti, s.s. hvort „VIÐ bjóðuni íólki fyrst og fremst upp á afar þægilegan og öruggan far- kost og góð skemmtiatriði," sagði Martin Dijkhuis, fulltrúi skipaféiagsins sem á Delphin. pappírar skipsins séu ekki í lagi, hvort farþegar séu haldnir einhverjum sjúk- dómum, hvort glæpamenn séu meðal farþega og svo eru vegabréfin skoðuð," sagði Martin, en áhöfnin geymir öll vegabréf farþega sinna og sér um að framvísa þeim við yfirvöld í hverri höfn. Að þessu loknu er gefið leyfi fyrir landgöngu og þá tílkynnir áhöfnin far- þegunum að þeir megi ganga frá borði. Siglir án þess að menn taki eftir því „Á meðan farþegarnir sitja að snæðingi eða njóta skemmtiatriða um borð er skipið á ferð án þess að þeir taki eftir því og að morgni næsta dags þurfa þeir ekki annað en að ganga niður landganginn við nýja höfn án þess að eiga sjálfir við toll eða lög- reglu. Þá má skella sér upp í næstu rútu, leigubíl eða fara í gönguferð. Þannig getum við vaknað í nýju landi en hótelið fiýtur alltaf með. Það er hreinasta unun að koma til fallegra borga eins New York, Lissa- bon eða Rio með skipi, því menn sjá þær með öðrum augum frá skipshlið. Stundum eru líka tónlistarmenn á hafnarbakkanum að spila þegar skip- ið leggst að og fólk veifar til skipsins með ýmsu móti þótt margt sé í boði og grípa í spil ef þeim J sýnist svo. ÞAÐ er engu líkt að liggja úti á þilfari undir teppi og móka í hafgolunni, sem var einstaklega hlý á Eyjafirðinum. og þess háttar. Þetta sést ekki lengur á flugvöllum, en hefur haldist í hefð- inni hvað snertir skipakomur." Ferðin frá Akureyri til Reykjavík- ur á þriðjudagskvöld tók um 19 klukkustundir, enda var siglt á 17-18 hnúta hraða, sem jafngildir rúmlega 30 km á klukkustund. Það var engu logið til um skemmtiatriðin sem Mart- in nefndi, því tvær hhomsveitir léku þetta kvöld baðaðar marglitum ljósum á meðan Delphin sniglaðist fyrir Vest- fjarðakjálkann. Þá kom danspar og sýndi listir sínar og ennfremur var boðið upp á bingó og diskótek og allir barir voru að sjálfsögðu opnir. Gera sínar kröfur . Langflestir farþegarnir á Delphin eru komnir á efri ár en að sögn Mart- ins er meðalaldur farþeganna um 60 ár. Hér er ekki um að ræða auðmenn sem eru að drepa tímann heldur er meginþorrinn úr þýskri millistétt, sem gerir engu að síður sínar kröfur eins og sjá mátti af framkomu þjónustu- fólks og umbúnaði öllum, en geta má þess að Delphin er fjögurra stjörnu skip. Allnokkrir farþeganna hafa slíka ánægju af þessum skemmtisiglingum að þeir bóka sig árlega með sMpinu án þess að vita endilega hvert förinni er heitið í hvert skipti. Til að gefa hugmynd um verð fyrir ferð sem þessa er hægt að fá talsvert út úr henni fyrir 150 þúsund krónur á ^' mann en verðið er mismunandi eftir því hversu dýra káetu menn fá sér. Reyndar er „káeta" rangnefni í sum- um tilfellum þar sem dýrustu vistar- verurnar eru æði stórar og geysivel búnar. I áhöfn sldpsins eru 235 manns og þótt fleyið teljist fráleitt tU stærstu skemmtíferðaskipa segja tölur um stærðina engu að síður sína sögu. Delphin er 16 þúsund tonna fley eða um tíu sinnum steerra en stærstu tog- arar í flota landsins. Á hverjum sólar- hring eru notuð ein 200 tonn af vatni | til þvotta, matargerðar og fleira, en skipið getur tekið rúm 900 tonn af vatni. Þá er um borð í Delphin kvik- myndasalur, bókasafn, líkamsræktar- stöð, sólbaðsstofa, útisundlaug, hár- greiðslu- og snyrtistofa, gjafa- og skartgripaverslanir, að ógleymdum börunum og veislusölum. Eftir viðdvöl í Reykjavík sigldi-- Delphin áleiðis til Orkneyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.