Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JULI1999 JSb VERSLUN uði hafði tekið við því embætti. Þar næst gekk svo konungur við hægri hlið landshöfðingja. Næstur á eftir konungi gekk Valdimar prins sonur hans, fallegur unglingur, 16 vetra gamall, og svo sveit konungs, emb- ættismenn og bæjarfulltrúar." (Brynl. Tob.) Um þennan atburð má segja að þar séu tímamót á æviferli sona Kirstínar Knudsen. Lárus, frum- burður Kirstínar, launsonur Ed- vards Thomsens faktors, en kjör- sonur Þórðar dómstjóra Svein- björnssonar, gengur í fararbroddi konungsfylgdar. Seinna á þessari sömu hátíð kemur röðin að hálf- bróður lögreglustjórans, Sveinbirni, syni frú Kirstínar dómstjórafrúar og Þórðar konferensráðs Svein- björnssonar. Við hátíðarguðsþjónustu í Dóm- ' kirkjunni flytur biskup landsins há- messu. Fólkið þyrpist til kirkjunn- ar. Konungur, Valdimar prins og allt stórmenni útlent og innlent sem blaðsmanna skal þess getið að Val- týr Stefánsson ritstjóri átti viðtal við dóttur Hilmars Finsens lands- höfðingja, en hann gengdi embætti landshöfðingja er Kristján IX dvaldist hér á þjóðhátíð. Anna Fin- sen Klöcker fæddist í Stiftamt- mannshúsinu árið 1896. Hún var sex ára þegar konungur kom. „En ég man eftir öllu umrótinu, sem var í húsinu, meðan verið var að undir- búa komu þeirra, Kristjáns IX og Valdimars prins. Húsið var allt fág- að og prýtt. íbúð okkar var á neðri hæð, en skrifstofur og skjalasafn uppi á lofti. Við urðum að flytja okk- ur upp á loftið, jafnvel inn í skjala- kompuna, svo að hinir tignu gestir gætu haft íbúðina niðri. Þeir sváfu alltaf í íbúð okkar, meðan þeir dvöldu í Reykjavík, og borðuðu morgun- og kvöldverð heima hjá okkur. En á hverjum degi var móðir mín „borðdama" konungs. Kristján konungur var mjög blátt áfram og lítilþægur í daglegri umgengni. LÁRUS Sveinbjörnsson og kona hans, frú Jörgina, ásamt börnum þeirra, Astu og Guðmundi. statt var í Reykjavík. Hinn nýi lög- reglustjóri Lárus E. Sveinbjörns- son var viðstaddur sjálfur til þess með aðstoð lögreglunnar að halda uppi reglu. Kertaljós loguðu í kirkjunni, grænir dúkar vafðir blómhrinjum prýddu. Blóm og laufgjarðir voru dregnar kringum altaristöfluna, fögur ábreiða lá undir skírnarfonti. Reykvíska kvenþjóðin hafði að vanda sýnt smekkvísi í handverkum sínum. Kadettasveit af skipinu „Heimdal" gekk inn í kirkjuna og var raðað frá kórnum fram af kirkjudyrum, beggja vegna við göngin sem konungur átti að ganga. Thora Friðriksson, dóttir Hall- dórs Kr. Friðrikssonar latínuskóla- kennara og alþingismanns bjó í for- eldrahúsum örskammt frá Dóm- kirkjunni. Hún var í garði föður síns rétt vestan við Alþingishúsið. „Pét- ur biskup steig í stólinn. Orðaskil var auðvitað ekki hægt að heyra út í garðinn til okkar, en sðngsins naut ég prýðilega, og var það þá, að í fyrsta skipti var sunginn hinn fagri þjóðsöngur „Ó, Guð vors lands." Það var mjög miMll hátíðarblær yf- ir þessari guðsþjónustu." Sagnaritari hátíðarinnar Bryn- leifur Tobíasson segir: „Söngurinn í kirkjunni, undir stjórn Péturs Guðjohnsen, organleikara þótti áhrifamikill. Og var nú fyrsta sinn sunginn sálmur sr. Matthíasar Jochumssonar, er síðar varð þjóð- söngur vor, „Ó, Guð vors lands" undir hinu undurfagra lagi Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar tón- skálds. Hafði lofsöngur þessi djúp áhrif á marga þá er hlýddu." Fara má nærri um hugrenningar bræðr- anna, Lárusar og Sveinbjarnar, hafi þeim orðið hugsað til atburðarins er varð á fæðingardegi konungs þann 28.janúaráriðl838. Svo enn sé róið á mið Morgun- Daginn sem hann kom og fylgd hans, vorum við landshöfðingja- börnin í okkar fínu, nýju fötum. Við systurnar höfðum lært að hneigja okkur. Þegar konungur kom og ég hneigði mig fyrir honum, klappaði hann á kollinn á mér og sagði: „Vel hefir þú lært að hneigja þig, stúlka litla." Eitt sinn spilaði hann kroket á vellinum við Landshöfðingjahúsið (Stjórnarráðið). Það þótti okkur ekki ónýtt. Hans Henrik Koch sjóliðsforingi var kennari Valdimars prins. Systir Önnu Finsen, Ragnhild, sem þá var aðeins 16 ára og Koch sjóliðsforingi felldu hugi saman. Þær systurnar sátu í norðurloftsglugganum í Landshöfðingjahúsinu og horfðu á. „Jylland" er það kom. Þeir gengu saman Finsen landshöfðingi og Koch sjóliðsforingi yfir lækinn og upp stigann að húsinu. Ragnhild spurði Önnu hver þarna kæmi. „Ég þekki þá, að það var Koch. Það þótti henni vænt um. Nokkrum dögum seinna var brúðkaup þeirra haldið. Hún dó 22 ára gömul frá tveim son- um. Hans Henrik Koch var vísiað- míráll í sjóher Dana. Anna Finsen sú sem Valtýr ræddi við dó 24. apríl 1954. Hilmar Finsen landshöfðingi varð síðar yfirborgarstjóri í Kaupmanna- höfn. Innanríkisráðherra varð hann í ráðuneyti Estrups í tæplega eitt ár 1884-85. Frændi Hilmars landshöfð- ingja, Niels Finsen, læknirinn frægi, sem hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði var á mjög öndverðum meiði við frænda sinn í afstöðu til Estrups. Niels Finsen tók á sínum tíma þátt í samsæri gegn Estrup- stjórninni. Vopnuðust Hafnarstúd- entar og hugðu á uppreisn. Estrup var sýnt banatilræði, en hann sak- aði ekki. Anna Finsen greinir frá því í samtali sínu við Valtý ritstjóra að þarna við Landshöfðingjahúsið hafi líka verið stór reyniviður, auk rifs- berjatrjáa. „Sá stærsti í öllum bæn- um". „Við krakkarnir gátum setið til skiptis uppi í þessu tré. Það þótti dæmalaust merkilegt". Tréð sem Anna Finsen segir frá er trúlega tréð það sem Xavier Marmier segir frá þegar hann skrá- ir frásagnir um dvöl sína á íslandi sumarið 1836. Hann segir þá frá heimsókn sinni í þetta sama hús. Þar er þá aðsetur Kriegers stift- amtmanns. Marmier lætur þess getið að Kri- eger hafi sýnt sér reynitré er hann hafi gróðursett nokkrum árum áð- ur. Marmier segir Krieger hafi ver- ið hinn hróðugasta og trúað á þetta framtak sitt. Marmier var þess hinsvegr fullviss að tréð ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum. „Það á fyrir sér að deyja strax og það vex yfir girðinguna sem skýlir því. Na- prir vindar unna því ekki lífs." Af frásögnum Önnu Finsen má sjá að tréð, sé það hið sama, hefir þó náð 45 ára aldri. Olufa Finsen, eiginkona Hilmars landshöfðingja var listhneigð kona og unni hljómlist. Hún gekkst fyrir því að Jónas Helgason tónskáld og smiður fór utan. Kona danska tón- skáldsins Niels W. Gades var æsku- vinkona hennar. Gade varð því fús- lega við þeirri ósk að veita Jónasi tilsögn. Til er skemmtileg frásögn um orðaskipti Kristjáns konungs IX, Hilmars landshöfðingja og Jónasar tónskálds er Jónas stjórnar söng- flokki, sem syngur fyrir konung og föruneyti hans við Landshöfðingia- húsið. Jónas Helgason organisti hafði æft söngflokk og stóð til að hann syngi er konungur stigi á land og gengi upp bryggjuna. Syngja átti ljóð er Matthías Jochumsson hafði ort við lag danska konungssöngsins „Kong Cristian stod ved höjen Mast". Ur þessu varð ekki, en um kvöldið fór Jónas með söngflokk sinn upp í landshöfðingjagarðinn og söng erlend lög „Eldgamla ísafol" (erlent lag, sem þó var einskonar þjóðsöngur). Konungurinn og sveit hans komu þá út á grasstallinn fyrir framan húsið. Þegar söngflokkurinn hafði sungið fyrsta lagið, gekk kon- ungur og með honum landshöfðingi til söngstjórans, Jónasar Helgason- ar, þakkaði honum fyrir sönginn og það flokkinn að syngja „Eldgamla ísafold" og var það gert. Þá spurði konungur, hvort þeir gætu ekld sungið íslenskt kvæði með íslensku lagi (hann ætti að reyna að spyrja íslenska sjónvarpið í dag). Kvaðst Jónas fyrst ekkert slíkt lag þekkja, en landshöfðingi minnti hann þá á lag, sem hann hafi nýlega samið við kvæðið „Ingólfs minni" eftir sr. Matthías Jochumsson, og var kvæð- ið sungið undir lagi Jónasar. Þakk- aði konungurinn sönginn mörgum fögrum orðum og kvað sönglistina vera ein hina fegurstu íþrótt. (Heimild: Brynleifur Tobíasson) Söngstjórn Jónasar Helgasonar á grasfleti Landshöfðingjahússins hefir greitt götu hans til mennta. Kristján konungur þakkaði honum söngstjórnina í tjaldveislu á Þing- völlum. í þá veislu máttu allir koma. Söngflokkur Jónasar söng þar við raust. Þórarinn Guðmundsson fiðlu- leikari minnist þess er hann var við nám í Kaupmannahöfn, að Axel Ga- de, sonur tónskáldsins Niels W. Ga- de, spurði hvort Þórarinn kannaðist við „kleinsmed Helgason". Gade hamraði á borðið til áhersluauka. Hann mundi þá eftir því er Jónas Helgason sótti tíma til föður hans, tónskáldsins fræga. Þangað var hann kominn sem skjólstæðingur frú Olöfu Finsen. Lárus Edvard Sveinbjörnsson starfaði á yngri árum hjá Blixen- Fincke barón. vöxt Hölteranna, lágvaxinn og mjaðmamikill, þá var hann sviflétt- ur í dansi. Þeir sem muna eftir Þor- steini Ö. Stephensen þul og leik- stjóra kannast við svipmót frænd- anna. Ekki má gleyma vináttu þeirri sem til var stofnað af þeim Valdi- mar prins og Eiríki frá Brúnum. Pr- insinn dáðist mjög að reiðhesti Ei- ríks bónda. Eyfellski bóndinn gekk síðar á konungsfund með kistil sinn og kjörgripi. Þá kom í ljós vinátta er Hans Edvard Thomsen, barns- faðir Kirstínar Knudsen, bar í brjósti til íslendinga. Hann bauð Eiríki heim til sín. Fylgdi honum á dýrindis veitingastað og sendi son sinn, hálfbróður Lárusar bæjarfó- geta Sveinbjörnssonar, sem fór með hann á hersýningar sem haldnar voru í Kaupmannahöfn. Til eru skemmtilegar frásagnir af tveimur Knudsenssystrum sem voru vistráðnar hjá frú Bardenfleth stiftamtmanns. Frúin var þóttafull og hélt uppi ströngum húsaga. Þær hófu störf eldsnemma hvern morg- un. Karl einn sótti vatn, sem geymt var í tunnu í eldhúsinu. Þær systur komu með kaffi með sér að heiman og freistuðust til þess að hita sér sopa. Þá kom frúin óvænt í eldhús- ið. Tókst þeim að koma kaffikönn- unni undan og geyma í vatnstunn- unni meðan frúin stóð við. Karl mátti herða sig við vatnsburðinn svo ekki kæmist upp um kaffi- drykkjuna. Tengdasynir Knudsenshjónanna, Lars Michaels og Margrétar Andreu, nutu allir fyrirgreiðslu Bardenfleths og annara danskra embættismanna. Jón Sveinbjörnsson konungsrit- ari var sonur Lárusar E. Svein- björnssonar og konu hans Jörgínu, dóttur Guðmundar Thorgrimsensv- Lefolisfaktors á Eyrarbakka. Það kann að virðast undarlegt örlaga- spil, að enginn íslendingur hefir staðið nær danskri konungshirð, en sonarsonur ungu Knudsenssystur- innar úr Landakoti, sem danskur lögreglustjóri konungs vildi vísa á brott úr samkvæmi í Reykjavíkur- klúbb á fæðingardegi konungs 1838. Þegar danskur hirðmaður kom hingað til lands í opinbera heimsókn sá hann málverk af Þjóðfundinum 1851. Hann sagði er hann leit mál- verkið: Hér eru tveir forfeður mín- ir. Allir kinkuðu kolli. Þeir þekktu Trampe greifa, sem sleit þjóðfund- inum. En hver var hinn? Það vafðist fyrir viðstöddum að svara því. En það var augljóst: Þórður Svein- björnsson konferensráð og Kirstín Knudsen áttu dóttur sem giftist syni Trampe greifa. Þess vegna var danski hirðmaðurinn jafnskyldur Trampe greifa og Kirstínu Knudsen og Þórði dómstjóra. Það er svo til marks um meinleg- ar villur, sem slæðst geta í sagn- fræðirit að dómstjórafrúin Kirstín Sveinbjörnsson er talin vera Rósa í Rósuhúsi í fræðiriti sem Sögufélag hefir sent frá sér. Þar er mynd af_ henni og sögð vera komin frá ætt> ingjum Odds Gíslasonar. Það þyrfti að leiðrétta í tímariti Sögufélagsins við fyrsta hentuga tækifæri. LÆRIÐ HJA ÞEIM SEM ÞEKKJA VINNUMARKAÐINN Umsjón og rekstur tölvukerfa Rafiðnaöarskólinn býður riú upp á áhugavert og spennandi skipulagt starfsnám. Ef framtíðarspár ganga eftir er líklegt að þörfin fyrir starfskrafta með sérþekkingu í umsjón og rekstri tölvukerfa verði mikil. Lengd námsins er 260 kennslustundir og er það sérhannað með þarfir atvinnulifsins í huga. Námið hentar þeim sem eru í atvinnuleit og/eða vilja styrkja stöðu sína með sérþekkingu. * **L Reykvískir embættismenn og hefðarfrúr og ungmeyjar notuðu tækifærið og stigu dansinn af miklu fjöri. Magnús Stephensen, síðar landshöfðingi, hafði æft danskúnst af miklu fjöri. Þótt hann væri með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.