Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 §5 MINNINGAR l l I I GUÐNY ÞORKELSDÓTTIR + Guðný Þorkels- dóttir fæddist í Hjarðarhaga á Jök- uldal 28. júní 1905. Hún lést á EUi- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 24. júli' síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bene- dikta Bergþóra Bergsdóttir, f. 8.6. 1885, d. 7.4. 1978, og Þorkell Jónsson, f. 1.6. 1877, d. 6.12. 1922, bóndi á Arn- órsstöðum á Jökul- dal. Systkini Guðnýjar eru: Sól- veig, f. 27.3. 1907, d. 24.8. 1934; Jón, f. í mars 1908, dó á fyrsta ári; Margrét, f. 4.11. 1909, maki 1 Lúðvíg Þorgrímsson, látinn; maki 2 Þorsteinn Vilhjálmsson, látinn; Jón, f. 23.4.1911, d. 29.5. 1996; Bergur, f. 12.7. 1912, d. 5.8. 1961, maki Þórey Björns- dóttir, látin; Sigríður, f. 30.11. 1914, d. 22.5.1930; Jón Sigurðs- son, f. 17.6. 1916, d. 22.6. 1916; Loftur, f. 23.12. 1917, maki Margrét Hallsdóttir, látin; Svanfríður, f. 30.1. 1919, maki Eyjólfur Guðmundsson; Guðrún Sigurbjörg, f. 6.3. 1920; Arnór, f. 26.5. 1921, maki Hulda Ingv- arsdóttir. Systir Guðnýjar, sam- mæðra, er Ragna S. Gunnars- dóttir, f. 20.10. 1929, maki Sveinbjörn Jóhannsson. Guðný var elst þrettán systk- ina. Hún var heima til 17 ára aldurs en fór þá til Seyðisfjarð- ar og lærði þar fatasaum hjá + Mig langar til að kveðja Guðnýju systur mína með örfáum línum. Háöldruð kona farin að heilsu og kröftum getur ekki fengið betri gjöf en hvíldina. Við brottför náinna ætt- ingja rifjast jafnan upp ótal margt sem hefur legið í gleymsku um ára- bil. Ég var litla barnið í systkina- hópnum, en Guðný elst og þess vegna minnist ég hennar aðeins sem fullorðinnar stúlku, stundum dálítið virðulegrar og strangrar, en þó æði oft hláturmildrar og spaugsamrar og umfram allt syngjandi í tíma og ótíma. Guðný hafði sérlega fallega söngrödd og hefði eflaust getað náð lengra á því sviði ef hún hefði verið ung í dag. Á tímabili söng hún í kór- um hér í Reykjavík og hafði af því óblandna ánægju. Það áraði ekki til söngnáms á hennar uppvaxtarárum. Hún missti föður sinn 17 ára gömul og var þá að læra að sauma á Seyðis- firði. Sá missir varð henni ákaflega sár og bjó hún lengi að því. Um tvítugt nam Guðný við Kvennaskólann á Blönduósi einn vet- ur og bjó hún að því námi alla ævi, bæði hvað snerti handavinnu og mat- argerð. Guðný vann við margskonar störf um ævina og mun það of langt mál að telja, svo óskyld sem þau voru, eins og síldarsöltun og mat- ráðskonustörf, svo nokkuð sé nefnt. Þegar Guðný var rúmlega sextug keypti Jón bróðir okkar íbúð í Safa- mýri og lagði Guðný í hana að hluta til. Þau systkinin önnuðust móður okkar síðustu æviár hennar uns hún fór á öldrunardeild í Hátúni og and- aðist þar 93 ára. Jón fluttist í íbúðir aldraðra á Egilsstöðum, en Guðný bjó ein í Safamýrinni í mörg ár. Þar eignaðist hún góða vini, bæði leigj- endur og sambýlisfólk sem reyndist henni mjög vel og aðstoðaði hana á margan hátt. Öllu þessu fólki langar mig að færa bestu þakkir. Guðný var náttúruunnandi og hafði mikla ánægju af ferðalögum. Inni í dalnum ennþá sólin sMn, þar ennþá kveða fuglar íjóðin sín, þar ég áður átti sporin mín. Frá æskudögum íifir minning þín. Það er ein minning sem stendur upp úr öllum öðrum hjá mér og hún er frá því að ég var fimm ára gömul vaknaði einn morgun og sá að á veggnum yfir rúminu mínu hékk skrautlegt ílát, blátt á litinn, með barnamyndum utan á og loki á hjör- um. Það hékk í festi sem átti að hafa Rósu Vigfúsdóttur, og síðan í vinnu við algeng sveitastörf. Um tvítugt var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi einn vetur. Guðný gekk til ýmissa verka um ævina, meðal ann- ars var hún ráðs- kona um tíma hjá bræðrum sínum á Arnórsstöðum. Hún vann um skeið á Korpúlfsstaðabúinu og handmjólkaði þar fjölda kúa dag- lega og gekk iðulega til Reykja- víkur að loknu dagsverki. Hún vann á fleiri býlum í grennd við Reykjavík, bæði Breiðholti og Fífuhvammi. Um árabil var hún matráðskona á ýmsum stöðum. Þá fór Guðný stundum í sfld og vann í frystihúsum. Jón, bróðir Guðnýjar, keypti íbúð í Safamýri 51 í Reykjavík og lagði Guðný í hana að hluta. Þau tóku móður sína þangað til sín og sáu um hana uns hún fór á ellideild í Hátúni þar sem hún andaðist 93 ára að aldri. Jón fluttist í eldriborgarahús á Egilsstbðum og eftir það bjó Guðný ein í Safamýrinni uns hún farin að heilsu og kröftum fór á EUi- og hjúkrunarheimilið Grund og dvaldi þar síðustu tvö árin. Útför Guðnýjar fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 3. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. um hálsinn. Þetta ílát var nefnt berjatína, því þetta var á þeim tíma sem menn tíndu ennþá ber, en rifu þau ekki upp með járngöddum af lynginu. Það spilli ekki ánægjunni að flátiðvar fullt af súkkulaðikaramell- um. Ég, fávíst barn, hafði aldrei séð neitt svona fallegt eða svona gott. Guðný hafði komið um nóttina, hún var þá búin að vera að vinna í Reykjavík og færði litlu systur þessa dýrmætu gjöf. Ég man ennþá mynd- ina á tínunni og súkkilaðikaramellur eru ennþá besta sælgæti sem ég fæ. Guðný systir mín var ekki allra, eins og sagt er, en hún var trölltrygg þar sem hún tók því. Hún var í eðli sínu hjálpsöm og höfðingi í öllum út- látum, hún safnaði ekki auði en hafði nóg fyrir sig, allavega á seinni árum. Hún var frændrækin og kunni því illa hvað maður stóð sig stundum illa í ættfræðinni. Guðný giftíst ekki né eignaðist af- komendur, en hún hlúði oft að æsku- fólki bæði skyldu og vandalausu. Farin að heilsu og kröftum fluttist Guðný á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund fyrir rúmum tveimur árum. Þar fékk hún góða umönnun sem ég vil þakka öllum sem að henni hlúðu. Guðnýju systur minni þakka ég samfylgdina og óska henni góðrar ferðar á ókunnum brautum. Ragna S. Gunnarsdðttir. Guðný frænka er dáin. Hún var orðin 94 ára þegar hún lést. Aldurinn bar hún vel og var teinrétt og tiguleg í fasi allt fram á síðustu ár. Margir muna hana líka glæsilega uppábúna, ýmist á upphlut eða peysufötum, með sitt mikla og fallega hár, upp- sett af mikilli snilld. Kjarkur og þor voru hennar aðals- merki, sem sýndi sig meðal annars í því að hún vildi hugsa um sig sjálf svo lengi sem stætt var. Það sannað- ist best þar sem Guðný fór, að aldur- inn er afstæður. Komin fast að átt- ræðu dreif hún sig á sundnámskeið hjá eldri borgurum og fór að læra að synda. Einnig man ég að hún sagði mér um þetta leyti að hún væri á ensku-námskeiði. Svo ekki sé minnst á þann draum sem hún lét rætast að kaupa sér píanó. Guðný föðursystir var ógift og barnlaus, en lét sig miklu varða systkinabörn sín, sem hún átti mörg. Guðný er því samofin bernskuminn- ingunni, því hún var með eindæmum dugleg að ferðast og fara í heim- sóknir. Eitt minningarbrot kemur upp í hugann sem tengist persónu- leika hennar. Hún hafði verið í heim- sókn hjá Svönu systur sinni og bað Svana hana að fara varlega á leiðinni heim, þar sem hálka væri mikil. „Hafðu ekki áhyggjur af mér, ég stíg þá bara fastar til jarðar," voru henn- ar tilsvör. Síðustu árin sem Guðný bjó í Safa- mýri dvaldi hún oft hjá mér og fjöl- skyldu minni á jólum. Eg mun geyma og gleðjast yfir fallegri minn- ingu um hana. Uppábúna, sitjandi i eldhúsinu, syngjandi jólasálma með sinni fallegu söngrödd, meðan ég út- bjó jólamatinn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Birna Bergsddttir. Langur ævidagur er liðinn. Hann hófst þegar lítil stúlka kom í þennan heim á Jökuldalnum árið 1905. Hún hlaut nafnið Guðný. Ný öld var rétt hafin. Fyrstu stormar hennar þustu yfir vöggu litlu stúlkunnar og fyrstu sporin tók hún á gengnum götum margra alda kynslóða. En það var komin ný sólarsýn. Beint samband við önnur lönd, góð skip og allt fór að taka á sig nýjar myndir. Litla stúlkan varð stór og sá og heyrði það sem á gekk, það var bara um að gera að fylgjast með og verja sig falli. Við segjum núna tækni og vísindi ruddu veginn. Inn á þær nýju götur ætla ég ekki með þessum línum. Þeir sem til þekkja held ég, að muni taka undir með mér að það megi tileinka Guðnýju vísuna hans Þorsteins Eriingssonar, þar sem hann segir: Enginn ratar ævibraut öllu skuggum fjarri. Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. Guðný var lengst af skert á heilsu sem gerði það að allar götur voru henni ekki jafnfærar. En hún hélt samt sína leið og bað ekki um hjálp, fann sólskinsbletti og brosti við þeim. Hún var glaðlynd, hafði frá- bært minni og góða greind. Þegar hún á efri árum gat farið að sinna ýmsum hugðarefnum sér til gamans, svo sem hannyrðum, bar handbragð- ið vott um færni og góðan smekk. Og yfir Guðnýju var einhver jafnvel svo- Íítið dularfull reisn. Hún skartaði líka því fallegasta höfuðhári sem ég hef séð um mína nær áttatíu ára gengnu daga. Ég held að þótt hún aldrei hafi borið í það greiðu hefði það ekki haggast. Það var kúfþykkt, fagurlega liðað og á gráa litinn sló gullnum blæ. Hún hafði eftirtektar- verðar fallegar hendur og fætur. Þegar hún vildi láta taka eftir sér, fuku orðin svo að fáir lögðu í andsvör. Þannig man ég hana við leiðarlok. Á hinn bóginn voru sam- skipti okkar mest í spjalli og kannski hef ég ekki í annan tíma talað og hlustað á aðra manneskju meira eða lengur. Við drukkum saman margan kaffisopann. Hún flaug með mig yfir Jökuldalinn fram og aftur. Hún þekkti fólk, staði og málefni eins og flett væri í orðabók. Margar sagnirn- ar kitluðu mig í magann; mér fannst ég vera að velta niður brekkurnar að sjálfri Jökulsá. Það var ekki í þjóð- sagnastíl, allan tímann var hún í samfylgd, eða rétt við veginn. Við fórum báðar jafnsnemma úr Safa- mýri 51. Það ætluðum við samt aldrei að gera. Við bjuggum í land- nemahúsi og undum staðnum mjög vel. Við áttum sameiginlegt að ætla að pússa okkur í íslenskum búningi og fara með glaum og gleði yfir kom- andi aldamót. Nú kveðjumst við þeim einu faðmlögum sem aldrei verður raskað, og allt fær óhaggað að standa. Fjölskylda mín kveður hana. Hún var einn af föstu punktunum í Safa- mýrinni. Var okkur öllum hlý og góð. Við minnumst þess með vinarhug. Systkinum hennar og þeirra fjöl- skyldum sendum við kærar kveðjur og þökkum ánægjuleg kynni. Megi öllum vel farnast. Jónína Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR SIGURÐSSON, elliheimilinu Grund, áður Bræðraborgarstíg 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Elís Heiðar Ragnarsson, Helga Soffía Gísladóttir, Ragnar Ragnarsson, Sigrún Árnadóttir, barnaböm og barnbarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FINNUR G. K. DANÍELSSON fyrrverandi skipstjóri, Víðilundi 20, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli mánudaginn 26. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Guðmunda Pétursdóttir, Guðmundur Finnsson, Hallbera Ágústsdóttir, Valur Finnsson, Arna Dóra Svavarsdóttir, barnabörn og langafabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON frá Dröngum, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð njóta þess. Valborg V. Emilsdóttir, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Herdís Jónsdóttir, Krístjana Emilía Guðmundsdóttir, Jón Hilberg Sigurðsson, Unnsteinn Guðmundsson, Hildigerður Skaftadóttir, Rósa V. Guðmundsdóttir, Kári Þórðarson, Kristfn Björk Guðmundsdóttir, Friðbjörn Örn Steingrímsson og fjölskyldur. t Utför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, OLAFS OLSEN flugstjóra, Melgerði 35, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 4. ágúst kl. 10.30. Lilja Enoksdóttir, Sigrún Olsen, Þórir Barðdal, Linda Olsen, Jónas Sveinsson, Edda Olsen, Gunnar H. Gunnarsson, Kjartan Olsen, Erna Olsen, Gunnar Guðnason og barnabörn. -i3 t Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, ELSA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Holtsgötu 35, Reykjavík, sem lést föstudaginn 23. jarðsungin frá Útskálakirkju, daginn 4. ágúst kl. 14.00. júlí sl., verður Garði, miðviku- Guðni E. Gestsson, Helgi Gestsson, Guðmundur Gestsson, Ingibjörg Gestsdóttir, Jenný Steindórsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Ámý M. Jónsdóttir, Sólveig Daníelsdóttir, Páll Kristófersson, Halldór Guðmundsson, bamabörn, barnabamaböm og bamabamabarnabam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.