Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 LAUGARDALUR MORGUNBLAÐIÐ f-ARFUG HÉIMIUi SAMKOMU.QG...H VETRARLEiKJASVÆÐI KASTVÖLLUR 'ÞVOTT/ IDLAUGAR Deilt um Laugardal TENNISVELUR (BÍLASTÆDI) Deilt hefur verið um skipulagsmál í Laugardal og áform um að reisa þar höfuðstöðvar Landssímans og kvikmynda- og tómstundahús. Arna Schram og Pétur Gunnarsson kynntu sér byggingaráform in og ræddu við væntanlega byggingaraðila og talsmenn andstæðra viðhorfa 1 borgarstjóm, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarst jóri Skynsamleg umræða verði um skipulagstillögu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgar- sljóri segir mikilvægt að fram fari skyn- samleg umræða um nýjar tiliögur að deiliskipulagi í Laugardalnum og leggur áherslu á að menn fari ekki í víking gegn tillögunum áður en þeir hafí kynnt sér öll gögn og rök í málinu. „Aðalatriðið er að fram fari skynsamleg umræða um málið, fólk vegi og meti öll rök og taki svo af- stöðu á grundvelli þess,“ segir hún, en eins og kunnugt er samþykkti borgarráð Reylqavíkur nýlega að auglýst verði breyting á deiliskipulagi í Laugardal. Er það í framhaldi fyrirheita Reykjavíkur- borgar um að úthluta Landssima Islands hf. um 25 þúsund fermetra lóð á horni Suðurlandsbrautar og Engjavegar. Þá hefur fyrirtækið Bíó hf., í eigu Jóns Ólafs- sonar, sótt um lóð vestan við fyrirhugaða lóð Landssímans, en borgarstjóra hefur verið falið að ræða við forsvarsmenn Bíós hf. um þarfir fyrirtækisins og hvernig þær hugmyndir sem umsóknin byggist á falli að notkun og skipulagi Laugardalsins. Þær viðræður eru enn í gangi, en forráða- menn fyrirtækisins lögðu fram nánari greinargerð um hugmyndir sínar á fundi borgarráðs í síðustu viku. Þegar Ingibjörg er spurð að því hvort R-listinn væri tilbúinn til þess að falla frá umræddum breytingum á deiliskipulagi Laugardalsins komi upp hörð andstaða gegn þeim meðal Reykvíkinga, segir hún eftirfarandi: „Auðvitað værum við ekki að setja þessa vinnu af stað ef við tryðum því ekki að þetta gæti verið til hagsbóta fyrir borgina og borgarbúa. Við vissum, að sjálfsögðu, að það yrði ágreiningur um málið. En það sem ræður úrslitum á end- anum er það hvort tekst að koma fólki í skilning um það [að nýtt deiliskipulag sé til hagsbóta fyrir borgarbúa] og hvort tekst að halda uppi skynsamlegri og vit- rænni umræðu um þetta mál.“ Lóðirnar ekki boðnar út Aðspurð telur Ingibjörg að fyrirhugað- ar hugmyndir Bíós hf. um kvikmynda- og tómstundahús eigi eftir að falla mjög vel að Laugardalnum. En hver er afstaða hennar til starfsemi Landssímans hf.? Tel- ur hún að sú starfsemi eigi eftir að falla vel að dalnum? „Það má auðvitað alltaf deila um það,“ segir hún en tekur fram að sú krafa hafi verið gerð á hendur for- svarsmönnum Landssímans að þeir stuðli að því að boðið verði upp á einhveija af- þreyingu í húsakynnum sínum. „Og það finnst mér vera forsenda fyrir því að þeir geti verið þarna á þessum stað,“ segir hún. Einhveijir hafa orðið til að setja út á meirihluta borgarstjórnar fyrir að bjóða ekki út lóðirnar á umræddu svæði í Laugardalnum, en þess í stað megi segja að forsvarsmenn Landssimans hf. og Bíós hf. séu með vilyrði fyrir þeim lóðum. Um þessa gagnrýni segir Ingibjörg m.a. að Landssiminn hafi fyrir allnokkru komið að máli við fulltrúa Reykjavíkurborgar og óskað eftir nýrri lóð undir starfsemi sína. Að sögn Ingibjargar var í fyrstu farið fram á það við forsvarsmenn Landssímans að þeir færu yfir húsnæðis- mál sín í miðborg Reykjavíkur en síðar í umræðunni bentu fulltrúar borgarinnar þeim á gamla Sigtúns-húsið svokallaða við Múlastöð, sem er við Suðurlands- braut. Eftir að Landssímamenn hafi kom- ist að þvi að sú staðsetning kæmi ekki til greina var farið að ræða um lóð í Laug- ardalnum. „Um 1300 manns vinna hjá Landssfmanum og við höfum ekki verið með Ióðaumsókn frá öðrum slikum fyrir- tækjum inni á okkar borðum,“ segir Ingi- björg og telur afar mikilvægt að fyrir- tækið verði með starfsemi sína innan borgarmarkanna. „Við erum einfaldlega að reyna að koma til móts við þetta fyrir- tæki sem hefur verið í Reykjavík, nánast alla þessa öld, og okkur finnst skipta miklu máli fyrir höfuðborgina að það sé hér áfram.“ Varðandi Bíó hf. segir Ingibjörg að lóðaumsókn frá því félagi hafi legið lengi fyrir hjá Reykjavíkurborg ásamt óskum um leyfi til að byggja upp kvikmynda- og tómstundahús. „Það er ekki um marga staði að ræða þar sem hægt er að setja niður hús af þessu tagi, þ.e. svona tóm- stunda- og kvikmyndahús. Nú þegar er eitt slíkt í Mjóddinni og annað í Kringl- unni.“ Ingibjörg tekur auk þess fram að ekki hafi þótt skynsamlegt að koma slfkri starfsemi fyrir í miðborginni þar sem talið er að hún dragi til sín mikið af ung- lingum. „Þannig að það var ekki mörgum stöðum til að dreifa," útskýrir hún og er spurð hvort það hafi verið þess vegna sem Laugardalurinn hafi verið valinn fyrir umrædda starfsemi. „Já, af því að svona starfsemi höfðar kannski ekki síst til ung- linga og þeir ættu að eiga sér samastað þarna [í Laugardalnum] ekkert síður en smáfólkið sem fer í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn." Ingibjörg segir að siðustu að skipu- lags- og umferðarnefnd, borgarstjórn og borgarráð þurfi endanlega að leggja blessun sína yfir nýtt deiliskipulag, en þegar því hefur verið lokið muni lóðun- um verða úthlutað formlega til Lands- símans og Bíós hf. og framkvæmdir væntanlega hefjast. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDALUR LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 27 jElWBTýj FJÖtFÖTLI RÆKTUNARSTOÐ hOsdýragírður BÍLASTÆÐI BYGGIN6AR- RBTUR Alfabrekka LAUGARDALSHÖU ✓V-y\ L=a —t—-— j vv -JRHk' f i 1 I . *// ,v .. r]M\nk Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Um þessa nýtingu getur ekki orðið sátt INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarsljórn, segir að sjálf- stæðismenn séu algjörlega mótfallnir þeirri tillögu að deiliskipulagi í Laugar- dalnum sem nú liggi fyrir og eigi að aug- lýsa á næstunni. „Um þessa nýtingu getur aldrei orðið sátt,“ segir hún m.a. og telur að tillagan sýni í raun og veru að það sé mjög erfitt að láta fara saman nýtingu á atvinnustarfsemi og þeirri starfsemi sem sjálfstæðismenn vilji að Laugardalurinn þjóni. „Við viljum að skipulaginu verði breytt þannig að þetta rými, sem um ræð- ir, sé geymt fyrir framtíðarþarfir í íþrótta- og útivistarstarfsemi. Við verðum að hugsa fram í tímann og eiga þetta svæði eftir til framtíðarráðstöfúnar fyrir þess konar starfsemi," segir hún. „Þetta svæði sem er nú verið að sýna í deiliskipulagi er síðasti reiturinn sem er óbyggður í dalnum. Starfsemi sem hefur verið að þróast þar á undanförnum árum, t.d. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, hef- ur þurft ákveðinn tíma til að öðlast sess í hugum Reykvíkinga og það er orðið alveg Ijóst, í mínum huga að sú starfsemi hefúr áunnið sér það mikla hylli að við verðum að gera ráð fyrir því að hún þurfi stærra svæði,“ segir hún og fullyrðir að Húsdýra- garðurinn sérstaklega þurfi nú þegar á stærra svæði að halda og bendir máli sínu til stuðnings á bréf forstöðumanns Ejöl- skyldu- og húsdýragarðsins til borgar- stjóra í lok mars sl., þar sem segir m.a. að mjög hafi þrengt að starfsemi Húsdýra- garðsins á síðustu árum. „Þannig að við getum ekki Ieyft okkur að taka þetta svæði til annarra nota heldur en þeirra sem þegar hafa verið kynnt í Laugardaln- um þ.e. íþrótta-, tómstunda- og útivistar- starfsemi," segir hún. Ekki verður aftur snúið En hvað segir Inga Jóna um þá gagn- rýni, sem borgarstjóri hefur m.a. haft í frammi, að umrætt svæði í Laugardal hafi að minnsta kosti frá aðalskipulagi 1962 verið merkt sem stofnanasvæði. Hafa sjálfstæðismenn skipt um skoðun? „Ég bendi á að umrætt aðalskipulag er mjög gamalt og að menn hljóti að endurskoða skipulagshugmyndir reglulega með tilliti til nýs tíma og nýrra þarfa.“ Inga Jóna segir að sjálfstæðismenn í borgarsljóm telji, miðað við þá þróun sem hefur verið í borginni á undanförnum árum og þá breytingu sem átt hafi sér stað á lífshátt- um manna, að Reykvíkingar verði að hafa stór græn útivistarsvæði til umráða innan borgarmarkanna. „Það er nyög dýrmætt fyrir borgarbúa að eiga svæði inni í borg- arlandinu sem em opin og fijáls og þar sem menn geta eitthvað hreyft sig.“ „Ef þau hrapaliegu mistök verða gerð að öllu þessu svæði verður úthlutað, öllum þessum skika, sem nú er einn eftir í Laug- ardalnum, þá er það gjörð sem ekki verð- ur aftur tekin, þá verður ekkert hægt að stækka eða skapa meira rými í kringum núverandi starfsemi í dalnum. Það má líka benda á að við höfum verið að ræða að það sé þörf á því að stækka skautahöllina sem hefur líka sýnt sig að vera mjög vin- sæll og eftirsóknarverður staður og við þurfum að huga að því á næstu ámm að skapa þeirri starfsemi meira rými. Það er auðvitað mjög dýrt að þurfa að fara að byggja upp þessa tengdu starfsemi annars staðar. Borgarsljóri hefur einnig orðið til að gagnrýna og minna á að borgarráð og þar með sjálfstæðismenn hafi samþykkt ein- róma í mars sl. að gefa Landssimanum fyrirheit um lóð í Laugardalnum. Inga Jóna segir það rétt að sjálfstæðismenn hafi einnig staðið að þessari samþykkt en bendir á að það hafi verið gert með ákveðnum skilyrðum um uppbyggingu á reitnum. „Skilyrðin fólust m.a. í því að unnið yrði deiliskipulag fyrir svæðið og það kynnt fyrir borgarbúum. Uppbygging á þessum austasta reit svæðisins, þ.e. næst Glæsibæ, yrði að falla vel að umhverfí Laugardalsins. I framhaldi af þessari sam- þykkt kom hins vegar í ljós að allt annað og miklu meira hékk á spýtunni hjá borg- arstjóra, þegar hún skömmu siðar lagði fram umsókn Bíós hf. um lóð fyrir kvik- myndahús og leiktækjasal á næsta reit við. Þar með var Ijóst að borgarstjóri ætlaði að úthluta öllu svæðinu til annarra nota en íþrótta - og útivistarstarfsemi. Sú tillaga að deiliskipulagi sem nú hefur verið sam- þykkt af R-listanum til auglýsingar er að okkar mati algjörlega ófuilnægjandi. Verði sú tillaga samþykkt heftir hún alla þróunarmöguleika fyrir íþrótta- og úti- vistarstarfsemi í Laugardalnum. Um slíkt getur aldrei orðið sátt meðal Reykvíkinga og nú þegar hefur íþróttabandal Reykja- víkur (ÍBR) skorað á borgaryfirvöld að hverfa frá slfkum fyrirætlunum," segir Inga Jóna og vísar þarna til bréfs sem ÍBR sendi til borgarstjórnar í maí sl. í bréfinu kveðst stjórn ÍBR skora á borgarstjórn að ráðstafa ekki landi í Laugardalnum undir aðra starfsemi en þá sem snýr að íþróttum og útvist. „Haldi R-listinn þessari tillögu til streitu munu sjálfstæðismenn greiða at- kvæði gegn henni,“ segir Inga Jóna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.