Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Opinber heimsókn Igors Ivanovs, utanrfkisráðherra Rússlands, til Islands
RUSSNESK stjórnvöld hafa að
undanförnu lcitast við að bæta
samskipti sín yið Vesturlönd í
kjölfar missættis um leiðir og að-
gerðir til lausnar átökunum á
Balkanskaga fyrr á árinu. Á
meðan á ioftárásum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) á Jú-
góslavíu stóð slitu Rússar sam-
skiptum sínum við bandalagið,
sem þeir sögðu hafa farið sínu
fram á Balkanskaga í trássi við
alþjóðalög. Hafa rússnesk stjórn-
völd lýst vantrú á að friður á
Balkanskaga nái fram að ganga
ef serbneskum stjórnvöldum sé
haldið fyrir utan það uppbygg-
ingarstarf sem þar fer fram, í
(jósi andstöðu Vesturlanda við
siíka samvinnu á meðan Slobod-
an Milosevic Júgóslavíuforseti er
enn við völd.
Igor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að það væri
skoðun rússneskra stjórnvalda að
ef menn ætli sér að ræða af al-
vöru um stöðugleika á
Balkanskaga, án þátttöku Serbíu,
Virða ber grund-
vallarforsendur
væri Ijóst að slíkt væri afar erfitt
í framkvæmd. „Við getum ekki
skapað tengsl við ríkin á svæðinu
á grundvelli þess hvort okkur
líkar við einstaklinga eða ekki,“
sagði Ivanov og ítrekaði að al-
þjóðasamfélaginu bæri að virða
grundvallarforsendur.
„Spurningunni um það hver
fari með stjórn í tilteknu rfld á
eingöngu að svara í lýðræðisleg-
um þingkosningum þess rfkis.
Okkur ber að starfa að út-
breiðslu lýðræðis og aðstoða
þessi ríki við að byggja upp efna-
hag og koma á eðlilegum lífsskil-
yrðum. Ef farið er fram með það
Afar mikil neyð mun
skapast í Serbíu á
næstunni ef einangrun-
arstefnu verður haldið
til streitu, að mati Igors
Ivanovs, utanríkisráð-
herra Rússlands. Andri
Lúthersson ræddi við
Ivanov við lok heim-
sóknar hans í gær.
að forsendu að einangra Serbíu
mun það leiða til, á allra næstu
mánuðum, afar mikillar neyðar
meðal almennings í landinu. Al-
þjóðastofnanir og sérfræðingar,
þ.m.t. Alþjóðaráð Rauða kross-
ins, eru alveg sammála um
þetta,“ sagði fvanov. Taldi hann
að án vissra aðgerða myndi allt
svæðið geta orðið óstöðugleika
að bráð. „Án þátttöku Serbíu er
afar erfítt að ræða lausn mála.“
Aðspurður sagði ívanov að
Rússar hefðu vakið og myndu
halda áfram að vekja máis á
þessum vanda á vettvangi al-
þjóðastofnana og að rússnesk
sfjórnvöld væru reiðubúin að
taka það upp innan öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Til grund-
valiar lægju þegar fyrir ályktan-
ir öryggisráðsins og ekki mætti
hverfa frá þessum ályktunum.
Viss skref verður að stíga svo
traust skapist á ný
Aðspurður hvort samskipti
Rússa við NATO væru komin í
samt lag sagði ívanov að ljóst
væri að 21. mars sl. hefðu sam-
skipti Rússlands og NATO stirðn-
að. Nú um stundir ræddu hins
vegar fulltrúar Rússa um málefni
Kosovo-héraðs á vettvangi
NATO, þar eð rússneskar friðar-
gæslusveitir væru þar við störf.
„Hvað önnur málefni varðar
hafa tengslin ekki verið endur-
nýjuð og við erum þeirrar skoð-
unar að báðir aðilar verði að
stíga viss skref ef gagnkvæmt
traust á aftur að ríkja. Þetta er
erfitt ferli. Við erum þess þó full-
vissir að ef NATO sýni fram á
samstarfsvilja munum við geta
stigið þau skref sem til þarf.“
Morgunb!aðið/Ámi Sæberg
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, undirrituðu samstarfs-
yfirlýsingu landanna í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær.
, , Morgunblaðið/Árni Sæberg
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Igor Ivanov, utanrfkisráðherra
Rússlands, eftir fund þeirra í Stjómarráðinu.
ÍGOR ívanov, utanríkisráðherra Rússlands,
kom í gær í opinbera heimsókn til landsins
og fundaði með Halldóri Ásgrímssyni utan-
ríkisráðherra og Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra auk þess sem hann ræddi við
nefndarmenn utanríkismálanefndar Alþing-
is. Heimsókn ívanovs er fyrsta opinbera
heimsókn utanríkisráðherra Rússlands til Is-
lands. Sagði Halldór Ásgrímsson fund þeirra
ívanovs hafa verið gagnlegan og að brýn mál
hefðu verið rædd, m.a. hefðu ráðherramir
rætt um hvemig styrkja mætti tvíhliða
tengsl ríkjanna og samstarf ríkjanna innan
alþjóðastofnana.
Á blaðamannafundi sem ráðhemamir
efndu til sagði ívanov ljóst að mikill áhugi
væri fyrir því að efla tvíhliða tengsl íslands
og Rússlands. Sagði ráðherrann að rússnesk
stjórnvöld væm afar ánægð með að náðst
hefði að semja um þau málefni sem ríkin
hefði greint á um og vísaði til Smugusamn-
ingsins svonefnda. Fiskveiðimálin væm e.t.v.
mikilvægasti málaflokkurinn í tvíhliða
tengslum ríkjanna en önnur mál væru einnig
brýn og sagði ráðherrann að samkomulag
hefði náðst um að efla tengsl ríkjanna á al-
þj óðavettvangi.
ívanov sagði að það væri hagsmunamál
Rússlands að Evrópa væri álfa stöðugleika,
friðar og samvinnu og að samevrópskar
stofnanir líkt og Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu (ÖSE) og Evrópuráðið
væra í því tilliti afar mikilvægar. Sagðist
ráðherrann bera mikla virðingu fyrir for-
ystuhlutverki Islands í Evrópuráðinu nú
um stundir og kvaðst vilja sjá eflingu Evr-
ópuráðsins, sérstaklega ef málefni
Balkanskagans væru skoðuð. Nauðsynlegt
væri að efla þátttöku allra ríkja sem hags-
muna hefðu að gæta í málefnum
Tengsl Islands
og Rússlands á
alþjóðavettvangi
verði efld
Fullyrðir að hryðjuverkaaldan í Rússlandi
sé studd af erlendum öflum
nú hefði hafist á svæðinu í þá veru að sætt-
ir næðu fram að ganga.
Hryðjuverkaöflin hljóti
erlendan stuðning
ívanov sagði að á fundi þeirra Halldórs
hefði hryðjuverk undanfarinna daga í
Moskvu og víðar í Rússlandi borið á góma og
sagði hann að slík óhæfuverk væru alþjóðleg
vá sem bæri að uppræta með samvinnu n'kja.
„Styrkja verður alþjóðlega samvinnu svo
hryðjuverkastarfsemi og annað sem sundr-
ungaröfl standa að baki verði upprætt,"
sagði ívanov og lagði áherslu á að slíkar vár
þekktu ekki landamæri heldur væm alþjóð-
legur vandi.
er væm starfandi í Norður-Kákasushémðun-
um og stæðu að baki hryðjuverkunum í Rúss-
landi ættu rætur utan Rússlands. Áreiðan-
legar upplýsingar væm fyrir því að öfl þessi
hljóti fjárstuðning, mannafla og vopn sem
send væm bæði til Dagestan og Tsjetsjníu.
„Þá höfum við undir höndum áreiðanlegar
upplýsingar um að hryðjuverkamaðurinn
Osama Bin Laden eigi hluta að máli í þessum
aðgerðum." ívanov sagði að Rússar nytu að-
stoðar fjölmargra ríkja svo bregðast mætti
vtó hryðjuverkunum með viðeigandi hætti.
ívanov taldi að alger eining ríki innan
rússneska stjórnkerfisins um hvernig bregð-
ast ætti við hryðjuverkunum. Á fundum
rússneska þingsins í vikunni hefðu þessi mál
fulltrúa lögregluyfirvalda og þar hefði komið
fram eining um að sundmngaröfl bæri að
uppræta. Atburðirnir ættu að sameina þjóð-
ina að baki Borís Jeltsín forseta sem væri
æðsti yfirmaður herafla ríkisins og hans
hlutverk væri að vernda ríkið. Þá ættu at-
burðirnar að sameina þjóðina að baki ríkis-
stjóm landsins sem væri nú að kljást við
ástandið. „[Hryðjuverkin] eru ekki þess eðlis
að pólitískt þrátefli og valdatafl megi spilla
fyrir málum,“ sagði ívanov.
Baráttan gegn spillingu megi
ekki veikja tvfliliða tengsl
Hvað spillingarmál og fullyrðingar vest-
rænna embættismanna um fjárþvættismál j
fulltrúa rússneski'a stjómvalda varðar, sagði
Ivanov að víst væri spilling í rússnesku samfé- i
lagi en slíkt væri alls ekki óþekkt annars stað-
ar. Leiðtogar Rússlands væm afar fúsir til
samvinnu við önnur ríki um að stemma stigu
við útbreiddri spillingu. „Baráttan við spill- j
ingu verður, líkt og barátta við annað ólöglegt j
athæfi, að þjóna því markmiði að styrkja tví-
hliða tengsl ríkja í stað þess að veikja þau.
ívanov var spurður um hvernig rússnesk
stjómvöld hyggist bæta ímynd landsins eftir
fullyrðingar um útbreidda spillingu innan
stjómkerfisins. „Ég tel að gagnsæi og sam-
vinna í öllum málefnum er varða spillingu og
peningaþvætti sé besta leiðin til að vinna bug
á slíkum fregnum og fullyrðingum. Rússland
þarf ekki að afsaka sig. Mikill meirihluti
kaupsýslumanna í Rússlandi eru heiðarlegir
menn sem halda sig innan ramma laganna.
Borin verða kennsl á þá sem eru ábyrgir fyr-
ir brotum og þeir munu þurfa að svara til
saka. Við emm reiðubúnir til samvinnu á
þessu sviði svo komast megi að því hverjir
standa á bak við þessi mál og sækja þá til