Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Smíði á nýjum stúdentagarði að hefjast
29 íbúða hús
á 7 hæðum
HAFIST verður handa við bygg-
ingu nýs stúdentagarðs Félags-
stofnunar stúdenta á Akureyri í
næstu viku, en hann verður við
Drekagil.
Um er að ræða sjö hæða hús með
29 íbúðum alls, 14 þeirra eru
þriggja herbergja, jafnmargar
tveggja herbergja og ein einstak-
lingsíbúð. Þá er einnig kjallari í
húsinu.
SJS-verktakar reisa húsið og
mun Félagsstofnun stúdenta á
Akureyri í íyrstu lotu kaupa 10
íbúðir í húsinu og skuldbindur sig
til að taka hinar 19 á leigu. Stefnt
er að því að sögn Ólafs Búa Ólafs-
sonar, framkvædastjóra Háskólans
á Akureyri, að kaupa allar íbúðim-
ar í húsinu svo fljótt sem auðið er,
sennilegast á árunum 2000 til 2001.
Hann sagði þetta íyrirkomulag
nýmæli hjá Félagsstofnun stúd-
enta á Akureyri, þ.e. að kaupa hús í
áföngum. Fyrsti stúdentagarður-
inn, Útsteinn við Skarðshlíð, var
tekinn í notkun árið 1989 en þar
eru 10 íbúðir og 14 einstaklings-
herbergi. Á árunum 1992 til 1993
voru teknar í notkun íbúðir við
Klettastíg 2, 4 og 6, en þar eru 18
íbúðir og 12 einstaklingsherbergi.
Frá þeim tíma hafa ekki verið
teknar í noktun nýjar stúdentaí-
búðir. Gert er ráð fyrir að íbúðirn-
ar í húsinu við Drekagil verði til-
búnar 1. ágúst árið 2000.
Bætir úr brýnni þörf
„Það ljóst að ef við hefðum fleiri
íbúðir til umráða hefðu komið hing-
að fleiri nemendur. Þetta er mjög
stórt skref sem við tökum núna og
bætir mjög úr brýnni þörf fyrir
fleiri námsmannaíbúðir á Akur-
eyri,“ sagði Ólafur Búi. Hann sagði
að þrátt fyrir skort á íbúðum hefði
nemendum skólans fjölgað um 15%
milli ára, þeir voru um 500 á síð-
asta skólaári en eru nú um 590.
Gult og gott
KÝRNAR hans Þorláks Aðalsteinssonar í Bald- mjaltir. Sumarrepja er kjarngott fóður sem kýrn-
ursheimi í Arnarneshreppi í Eyjafirði eru hrifnar ar kunna vel að meta og ekki skemmir hinn
af sumarrepjunni sem þeim er boðið upp á eftir skærguli litur ánægjuna af velheppnaðri máltíð.
Kynning á starfsemi
þýskrar listastofnunar
Morgunblaðiö/Kristján
Hita- og vatnsveita Akureyrar
Skemmdir urðu
á aðveituæð
KYNNING á starfsemi Stiftung
Kunstlerdorf Schöppingen, sem er
listastofnun í bænum Schöppingen
í Þýskalandi, verður í Listasafninu
á Akureyri næstkomandi mánu-
dagskvöld, 20. september, kl. 21.
Stofnunin býður myndlistar-
mönnum og rithöfundum að dvélja
nokkra mánuði og vinna að list
sinni í björtum og rúmgóðum
vinnustofum í tveimur húsum,
annars vegar húsi skálda og hins
vegar húsi myndlistar.
Listamenn styrktir
Dr. Josef Spiegel, forstöðumað-
ur stofnunarinnar, mun kynna
starfsemina og það sem í boði er
fyrir myndlistarmenn og rithöf-
unda. Einar Öm Gunnarsson, rit-
höfundur, sem verið hefur gestur á
Kunstlerdorf mun jafnframt
greina frá dvöl sinni þar.
Stofnunin býður styrki að upp-
hæð 2.000 þýsk mörk auk afnota af
íbúð og vinnustofu til sex eða níu
mánaða. Hverju sinni dvelja þar
sjö myndlistarmenn og sjö rithöf-
undar. Sýningaraðstaða er til stað-
ar og lítið gallerí. Stofnunin að-
stoðar listamenn við að koma list
sinni á framfæri við listhús og
bókaforlög í Þýskalandi.
Kynningin er í boði Myndlistar-
skólans á Akureyri í samstarfi við
Listasafnið á Akureyri, Sigurhæð-
ir - hús skáldsins og Amtsbóka-
safnið.
SKEMMDIR urðu á aðveituæð
Hita- og vatnsveitu Akureyrar í
Naustabrekku ofan skautasvells-
ins við Krókeyri þegar hjóiaskófla
ók á æðina.
Magnús Finnsson, tæknifræð-
ingur lijá Hita- og vatnsveitu
Akureyrar, sagði að aðveituæðin
hefði laskast nokkuð og færst til á
undirstöðum. Gert var við æðina
til bráðabirgða í gær, en viðgerð
fer fram á næstunni. Taka þarf
æðina í sundur og setja inn nýjan
bút þar sem hún skemmdist. Hann
sagði þetta töluvert verk og
kostnaður gæti numið einhverjum
hundruðum þúsunda. Magnús
sagði að fáir notendur myndu
verða viðgerðarinnar varir, helst
þeir sem væru á svæðinu sunnan
skautasvellsins og að Kjarna-
skógi. Þannig væri líklegt að
vatnslaust yrði á Akureyrarflug-
velli þann tíma sem viðgerð stæði.
Á myndinni eru þeir Hreinn
Grétarsson og Sigurður Blöndal,
starfsmenn Hita- og vatnsveitu
Akureyrar, að vinna að bráða-
birgðaviðgerðum á aðveituæð
veitunnar.
Kirkj’ustarf
AKURE YRARKIRK J A: Lesmessa
kl. 11 á morgun, sunnudag. Altaris-
ganga, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir
messar. Morgunbæn í Akureyrar-
kirkju ki. 9 á þriðjudagsmorgun, 21.
september. Mömmumorgunn í Safn-
aðarheimilinu kl. 10 til 12. Kyrrðar-
og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtu-
dag og hefst hún með orgelleik.
Bænaefnum má koma til prestanna.
GLERÁRKIRKJA: Messa verður í
Lögmannshlíðarkirkju kl. 14 á morg-
un, sunnudag. Kyrrðar- og til-
beiðslustund í kirkjunni kl. 18.10 á
þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til
13 á miðvikudag, 22. september.
Orgelleikur, fyrirbænir, altar-
issakramenti og léttur hádegisverð-
ur á vægu verði. Opið hús íyrir mæð-
ur og börn frá 10 til 12 á fimmtudag.
Barnakór Glerárkirkju æfir á
fimmtudögum frá kl. 17.30 til 18.30.
Nýir félagar velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæn á
sunnudag kl. 16.30, almenn sam-
koma kl. 17 sama dag og unglinga-
samkoma um kvöldið kl. 20. Heimila-
samband kl. 15 á mánudag. Hjálpar-
flokkur kl. 20 á miðvikudag.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Kvöld-
messa í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20.30 á
sunnudag, 19. september.
Alþjóðlegi Alz-
heimer-dagurinn
Kynningar-
og fræðslu-
fundur
í TILEFNI af alþjóðlega
Alzheimer-deginum á ári aldr-
aðra, þriðjudaginn 21. septem-
ber, verður haldinn kynningar-
og fræðslufundur hjá FAASAN,
Félagi áhugafólks og aðstand-
enda Alzheimer-sjúklinga og
heilabilaðra á Norðurlandi.
Fundurinn verður kl. 20.30 í
Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
í salnum vestan við aðalinngang-
inn. Gestur fundarins verður
Arna Rún Óskarsdóttir, sérfræð-
ingur í öldrunarlækningum við
FSA á Kristnesi. Hún mun fjalla
um heilabilun og Alzheimer-sjúk-
dóminn.
Starfsemi FAASAN, saga fé-
lagsins og framtíðaráform verða
kynnt og eru allir sem áhuga
hafa á málefnum tengdum Alz-
heimer-sjúklingum og heilabil-
uðum hvattir til að mæta. Fund-
urinn er öllum opinn.