Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 37
þennan hnjúk og er þar einum 60
metrum hærra en á sléttlendinu í
kring. Því er þar nokkuð bratt í hlíð-
unum. Eldstöðin Strýtur, sem hraun-
ið rann úr fáum árþúsundum eftir lok
Isaldar, eruí háaustur, en Rjúpnafell
til vinstri og Kjalfell til hægri. í bak-
grunni er svo hinn bungubreiði Hofs-
jökull með fjallið Álftabrekkur við
norðvestur- en Blágnípu suðvestur-
hom hans. Þar fyrir sunnan taka svo
Kerlingarfjöllin við með sína mörgu
og nafnkunnu hnjúka. Vestan þeirra
eru Skeljafell og Mosfell, en búast
má við að erfitt sé að greina þau að í
svo mikilli fjarlægð. Ef litið er heldur
nær, sést yfir syðri hluta Kjalhrauns,
sem er jafnlent og víða með nokkrum
jarðvegi. Handan þess og austan við
Svartá er Innri-Skúti og Kjalvegur
austan í honum. Hringurinn lokast
svo við Fúlukvísl, sem rennur að
mestu við vesturjaðar Kjalhrauns.
Niðurlag
Hér hefur verið reynt að varpa
nokkm ljósi á Þjófadali og svæðið
umhverfis þá. Lýsingin hefur fyrst
og fremst verið miðuð við bjartan
sumardag, enda em mestar líkur á
að fólk hafi bæði ástæður til og
áhuga á að koma þar á slíkum dög-
um. Aðrir árstímar og annað veður-
far hafa samt líka sína töfra. í hlýju
sumarregni er gróðurinn líflegur og
loftið tært, og í vetrarsnjónum eru
formin skýr og hrein.
Þeir sem unna og bera virðingu
fyrir íslenskri náttúm geta alltaf
firndið í henni fegurð og unað í hvaða
formi, sem hún birtist. Þetta á ekki
síst við um hálendið, en það er að
ýmsu leyti viðkvæmt og ber því að
umgangast með varúð og tillitssemi.
Ekki er að efa að allir, sem slík
viðhorf hafa, geta notið dvalai- í
Þjófadölum.
Góða ferð.
Höfundur er bóndi í Amarholti í
Biskupstungum. Hann hefur í rúma
fjóra áratugi farið í haustleitir á
Biskupstungnaafrétti, sem nær m.a.
yfir Þjófadali og nágrenni þeirra. Á
síðasta ári skrifaði hann bækling-
inn „Fótgangandi um Ijallasali -
Tólf gönguleiðir á Kili“, sem Ferða-
félag Islands gaf út.
Austan við Hrútfell em ávalir
hnjúkar, sem nefnast Múlar. Sunn-
an í þeim er gróðurreiturinn Þver-
brekkur og skammt sunnan þeirra
sæluhús FI, sem kennt er við hæð-
ina Þverbrekknamúla, sem það
stendur undir. Nær em Sandfellin
tvö, Fremra- aðeins fjær og til
vinstri frá þessum sjónarhóli, en
Innra- nær og til hægri. Bæði að
mestu gróðurlaus fjöll. Austan
þeirra rennur Fúlakvísl ýmist á eyr-
um eða í þröngum gljúfrum á leið
sinni í Hvítárvatn. Hún á efstu upp-
tök vestan við Þjófadalafjöllin, en í
hana bætast kvíslar frá skriðjöklun-
um í austurjaðri Langjökuls og
óteljandi smálækir. Vatnsmagn
Kvíslarinnar er mjög mismunandi
eftir árstímum, úrkomu og hitastigi.
Oft er hún auðvæð, þar sem hún
breiðir vel úr sér á eyram, og á
henni em tvær göngubrýr, önnur
sunnan við Þverbrekknamúla og hin
á Hlaupunum við norðanverða Múl-
ana.
Til hægri teygir Langjökull sig
svo langt sem augað eygir til suðurs
og eina 10 km norður fyrir þennan
útsýnisstað. Austur úr honum geng-
ur Skriðufell í Hvítárvatn, og eld-
stöðin Sólkatla, sem hraunið
Leggjabrjótm- kom úr við lok Isald-
ar, er rétt við jaðar hans sunnan
Hrútfells. Nokkrir fjallahnjúkar em
upp úr jöklinum, og er Fjallkirkja á
móts við Hrútfell þeirra mest áber-
andi. Þar er samnefndm- fjallaskáli.
Hengibjörg era hár hamar í jökulj-
aðrinum í hávestur. Lengra til vest-
urs er hábunga jökulsins, um 1350
metra yfir sjávarmáli.
Skammt undan í suðvestri
gengur dálítill hnjúkur út frá jökulj-
aðrinum. Sá nefnist Fagrahlíð, og
lýsir nafnið áhrifum hans á nafn-
gjafann. Væntanlega hefur fallegur
gróður í skjólgóðri suðurhlíðnni ráð-
ið þar mestu, en þar er lyngið
gróskumikið á sumrin ásamt ýmis-
konar blómun og öðram grösum.
Vestur við jökul má glöggt sjá
hversu mikið hann hefur hopað á
síðustu áratugum og hve gróðurinn
hefur fest vel rætur þar sem jökul-
rönd var fyrir um 7 áratugum. Lita-
dýrð verður mikil í lynginu á
Þjófadalir og Þjófafell með Kjalhraun og Kjalfell í baksýn.
haustin, en meira litaskrúð er í
Fögrahlíð því einkum í henni norð-
an- og austanverðri er nokkurt líp-
arít og í því skærir litir. Norðurhlíð-
in er vaxin mosa með lítilsháttar víði
og lyngi, og myndar hún suðurkant
á dalverpi, sem að norðan markast
vestanvert af skriðjökulstungu en
austanvert af hárri klapparbrún, þar
sem efsta upptakakvísl Fúlukvislar
fossar fram af. Kvos þessi er oftast
nefnd Jökulkrókur eins og flestir
slíkir staðir á þessu svæði, en sumir
kalla hana Svartakrók enda er þar
fremur dökkt og drangalegt.
Norðavert við Langjökul ber
hæst fjallið Krákur, nærri 1200 metr-
ar yfir sjó, og er það á mörkum milli
Mýrasýslu og Austur-Húnavatns-
sýslu. Austar er Lyklafell, rúmir
1000 metrar yfir sjávarmáli, og norð-
an þess Hundavötn. Austan þeirra
era Búrfjöll, sem teygja sig í norður
frá Djöflasandi og enda í Búrfellshala
um 10 km norðar. Austan við þau era
bæði Efri- og Neðri- drög Seyðisár,
sem rennur i Blöndu 7-8 km austar
eftir að bæði Beljandi og Þegjandi
hafa sameinast henni.
Þegar horft er til norðausturs
af Rauðkolli, sést yfir stórt jafnlent
svæði, sem er í kringum 600 metra
hæð yfir ssjávarmáli, og því víð sýn í
góðu skyggni. Sandkúlufell er til
vinstri við það, og liggur Kjalvegur
austan þess, en Dúfunefsfell er til
hægri og vegurinn vestan við það. í
fjarlægð má greina Mælifellshnjúk,
sem víða sést af þessu svæði.
Hveravellir einkennast af guf-
unni, og era þeir í um 10 km fjarlægð
miðað við loftlínu. Þeir era í norður-
jaðri Kjalhrauns, sem breiðir sig í
stefnu frá norðaustri til suðvesturs.
Fjallshnjúkurinn Stélbrattur er í
norðvesturhomi hraunsins, og hefur
aðeins lítilli hrauntungu tekist að
komast fram hjá honum. Brautin frá
Hveravöllum á Þröskuld liggur yfir
Ljósmynd/Arnór Karlsson
Fagrahlíð, Jökulkrókur og Hengibjörg í Langjökli.
Draumar að hausti
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
.. ^ Mynd/Kristján Kristjánsson
Orlögin spá um fjörfisk draumsins.
í RÁS tímans sýnist flest tíðum
bundið. Að loknu sumri kemur
haust, það kólnar, náttúran hægir
á sér, laufin gulna, roðna, verða
brún og brátt kemur grár kuldinn
og hvítur vetur. Ætla mætti að
draumarnir hefðu svipuð viðmið
en svo virðist ekki vera því þar
haustar ekki, vetur gengur ekki í
garð frekar en annað það er tím-
inn heldur í greip sinni og við tök-
um sem sjálfsögðum hlut. Tilurð
drauma virðist óháð afli tímans og
tilvera þeirra sjálfstæð, þó er sem
draumurinn hafi tímann sér til
framdráttar á þann hátt, að hann
noti tákn tímans sem hlutgerv-
inga en ekki öfugt eins og vakan
kennir manni. Ef svo reynist að
draumar eða það vitundarástand
sem við köllum draum sé óháð
tímanum, þá er draumurinn það
ástand sem hefur tímann í hendi
sér og geymir hann líkt og gull-
fisk í kúptri glerkúlu. Þá situr
draumurinn eins og drengur við
gullfiskabúr sitt og horfir á tím-
ann (gullfiskinn) synda um í kúpu
sinni hring eftir hring, vetur,
sumar, vor og haust. Hann elur
tímann á næringaríkum sögum,
vítamínbættum litílygsum og
orkumiklum ímyndunum svo tím-
inn eflist og dafni í kúlunni en
gliðni ekki í sundur og leysist upp
í ekki neitt eða það sem kallað er
svart hol. Drengurinn skiptir
reglulega um vatn (sálmynd) og
passar að lýsingin (innri birta) sé
jöfn sem og saltmagn vatnsins
(grunntónn tilverunnar) og hita-
stig (verand). Þá verður litli fisk-
urinn með stóru draumslæðu ugg-
ana og sporðinn liðuga tápfimur
(tímahröðun) gullfiskur sem geisl-
ar af hamingju. Það slær gullnum
ljóma á rauðgula kroppinn
(stjörnuþyrping) hans þegar hann
skýst á örskoti (afstæðum tíma)
um heim sinn allan.
Draumur frá „Rós“
Mér fannst ég vera stödd í
ókunnugu húsi og sat ég þar við
stórt borð ásamt dóttur minni,
móður og systkinum en maðurinn
minn sem er látinn var ekki við
borðið. Mér verður litið út um
gluggan og sé þá mann nálgast
eftir veginum að húsinu. Þegar
hann kemur nær þekki ég þar
skólabróður minn (Bjöm Jóhann-
esson) úr barnaskóla. Hann var
klæddur ljósum rykft-akka. Þaðan
sem hann kom var mjög dökkt
eins og um nótt, en birti eftir því
sem hann nálgaðist. Allt í einu er
hann kominn inn í húsið án þess
að banka og gengur rakleiðis til
mín og fagnar mér innilega.
Ráðning
Draumar era þeim eiginleikum
búnir að geta nýtt sér merkingar
úr vöku á þann hátt að mál þeirra
er alltaf sannleikanum sam-
kvæmt en ekki endilega skýrt í
hugum okkar. Ástæðan gæti verið
sinnuleysi okkar að þjálfa ímynd-
unaraflið enda er það ekki kennt í
skólum. En þessi draumur þinn
spinnur litla sögu vegna einhvers
atburðar sem átt hefur sér stað í
lífi þínu og gert þig fráhverfa
sjálfinu (ókunnuga húsið), þú hef-
ur þó vini (fjölskyldan) nálæga til
stuðnings. Þá gerist það að upp
skýtur kollinum löngu gleymt at-
vik (Björn og barnaskólinn) sem
setur af stað ferli í huga þér og
kollvarpar fyrri kenningum þin-
um og viss umpólun á sér stað.
Ný stefna er tekin og henni fylgir
hamingja (Bjöm) og friðsæld (Jó-
hannes).
„Dulrún Draumland“
sendi þessa
1. Ég var stödd í járnbrautar-
lest á ferð og lá í rúmi. Skammt
frá mér við glugga lá ókunnur
maður. Allt í einu steig engill
upp frú manninum, snjakahvítur
með stóra vængi. Hann lyfti
vængjunum og sveif út um
gluggann og það síðasta sem ég
sá voru berir fæturnir á englin-
um.
2. Ég var að skoða kápur á slá í
verslun. Bláar stuttar, gular síð-
ar. Ég mátaði skósíða, ljósgula,
vattstungna, aðsniðna kápu og
hneppti að mér. Ég var mjög
ánægð með valið.
3. Ég sá iðandi rauða orma og
var sagt að þetta væri njálgur úr
mér. Sumir vora slitnir í sundur,
ég varð hrædd og reið við þessa
sýn.
Ráðning
Þessir þrír draumar bera með
sér sterk tákn um huglæga vinnu
þína og endursköpun sálrænna
þátta. I þeim fyrsta ertu á ferð
um þetta líf þitt (lestin) og sérð
hæfileika þína (ókunni maðurinn)
taka á sig nýjar myndir (upp frá
honum steig engill). Sá næsti
sýnir þig komna á ákveðið and-
legt stig sem líkja mætti við blik
jóga heimspekinnar en þar merk-
ir gulur litur bliksins (kápunar)
vitsmuni. Þriðji draumurinn
snýst svo um þá orkuhlið sem
snýr að kynhvöt þinni en þar ertu
þú ekki sátt eigin kraft og er það
miður.
•Þeir lesendur sem vilja fá
drauma siua birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi
og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaði
Kringlunni 1
103 Reykjavík