Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 40
VIKU IM MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 - Mynd allra tíma Casablanca Meðan á tökum kvikmyndar- innar Casablanca stóð spurði Ingrid Bergman leikstjórann: „Hvorn manninn á ég að elska meira?“ Bergljót Ingólfs- dóttir segir frá hvers vegna. KVIKMYNDIN Casablanca, sem gerð var árið 1942, hefur þótt með betri myndum og menn hafa horft á hana með ánægju í annað, þriðja og jafnvel fjórða sinn. Það er fróðlegt að lesa dómana sem birtust á prenti eftir frumsýninguna. Margir töldu hana miðl- ungsmynd, ósköp venjuleg sögðu sumir, efn- ið margþvælt sögðu aðrir. Þeir hinir sömu sáu hvorki fyrir vinsældir Casablanca né langlífi. Fyrir ári síðan, í júní 1998, birti Banda- ríska kvikmyndastofnunin (The American Film Institute) skrá yfir 100 bestu kvik- myndir allra tíma, þar var Casablanca í öðru sæti. í því fyrsta var Citizen Kane, mynd Or- son Welles. Humphrey Bogart og Ingrid Bergman. Dooley Wilson, Sam, og fleiri í „Rick’s Café Americain" í Casablanca. Kvikmyndahandritið Tilurð kvikmyndarinnar Casablanca var á þann veg, að Warner Brothers keypti kvik- myndarétt á leikriti sem nefnt var „Everybody Goes to Rick’s“, eftir Murrey Burnett og Joan Allison. Þegar þau kaup voru frágengin sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu þess efnis, að í aðalhlut- verkum yrðu Ronald Reagan, Ann Sheridan og Dennis Morgan. Til að gera kvikmynda- handritið voru fengnir þeir Howard Kock og bræðurnir Philip og Julius Epstein. Michael Curtiz var ráðinn leikstjóri og tónlistina samdi Max Steiner. Leikstjórinn fékk því ráðið að hin unga sænska leikkona, Ingrid Bergman, var feng- in í aðalhlutverkið og myndin gerði hana að stjömu. Sagt var að karlhlutverkið hefði beinlínis verið skrifað fyrir Humphrey Bog- art. Hann lék þar í fyrsta sinn í rómantísku hlutverki og þótti gera það vel, önnur slík fylgdu á eftir, en fram að þeim tíma hafði hann eingöngu leikið harðjaxla í hasarmynd- um. Eftir á að hyggja þótti mönnum sem aðrir leikarar hefðu ekki komið til greina í hlutverkin. Auk þeirra sem þegar eru nefnd- ir voru afbragðsleikarar í öðrum hlutverk- um. Þar var Paul Henreid sem hinn tékk- neski Victor Lasclo (eiginmaður Ilse Lund) og Conrad Veidt sem lék nasistaforingjann Heinrich Strasser. I minni hlutverkum voru einnig eftirminnilegir leikarar s.s. Claude Rains, Sidney Greenstreet, Peter Lorre, S.Z. Sagall, að ógleymdum blökkumanninum Dooley Wilson sem lék Sam. Sá síðastnefndi lék á píanó og söng í klúbbnum „Rick’s Café Americain" í Casablanca, þar á meðal lagið „As Time Goes By“, sem varð einkennislag kvikmyndarinnar. Ástar- eða stríðsmynd? Kvikmyndin Casablanca á að gerast árið 1941, stríð geisaði, Ilse og Rick (Bergman og Bogart) kynntust og urðu ástfangin í París og ætluðu að forða sér frá borginni áður en hún yrði hemumin af Þjóðverjum. Eigin- maður Ilse, sem talinn var látinn, kom þá allt í einu fram á sjónarsviðið. Hún var því óneit- anlega dapurleg senan á járnbrautarstöðinni þegar Rick og vinur hans Sam biðu eftir Ilse. A síðustu stundu kom sendiboði með bréf frá henni, þar sem hún bað Rick um að gleyma sér, og sagði að þau myndu ekki sjást fram- ar. Það átti þó eftir að verða síðar, og óvænt, í borginni Casablanca í Marokkó. Þegar skilgreina átti myndina fannst mönnum áhöld um hvort þetta væri ástar- eða stríðsmynd. Hvað sem því líður varð myndin óhemju vinsæl og tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1943 og hlaut þau þrenn, þ.e. sem besta kvikmyndin, fyrir bestu leikstjóm og besta handritið. Atburðir í heimssögunni urðu til þess að Bogart í rykfrakkanum með beltið bund- ið. Þann sið tóku ungir menn upp eftir honum, það þótti flott að hafa beltið þannig, og þykir víst enn. vekja enn meiri athygli á myndinni en ella. Hún var fmmsýnd í New York um leið og Bandamenn gengu á land í Norður-Afríku og baráttan um Casablanca hófst. Þegar mynd- in var svo sýnd á vesturströndinni og flest- um hinna fylkja Bandaríkjanna, bar það upp á sama tíma og þeir Roosevelt og Churchill vom á 10 daga fundi í Casablanca, í janúar 1943, til að krefjast skilyrðislausrar uppgjaf- ar Öxulveldanna, þ.e. Þjóðverja, ítala og Japana. Casablanca var fimmta tekjuhæsta banda- ríska kvikmyndin árið 1943. Þegar 50 ár vom liðin frá fmmsýningu myndarinnar var haldið upp á það með því dreifa henni áj ný til kvikmyndahúsa út um allan heim. Naut hún mikilla vinsælda sem fyrr, í ljós kom að unga fólkið kunni vel að meta myndina ekki síður en áhorfendur fyrri ára. Myndin hefur orðið langlíf og er löngu orðin sígild, hún er víða notuð við kennslu í kvikmyndagerð, jafnt í enskumælandi lönd- um sem utan. Hvorn átti hún að elska meira? I Casablanca var um ástarþríhyming að ræða, tveir karlmenn elskuðu sömu konuna. En það sem var óvenjulegt við myndina var það að handritið var ekki fullgert þegar tök- ur hófust. Lokakaflann vantaði og þar með endinn. Nokkrar útgáfur höfðu að vísu verið Auglýsing myndarinnar. Fyrir nokkrum ámm stóð breska blaðið The Sunday Times fyrir málþingi í London undir heitinu „Hollywood versus Civilization" (Hollywood gegn siðmenningunni). Þar var Frá skilnaðarstundinni á flugvellinum í Casablanca, sú er þetta ritar viðstödd. Til- Claude Rains, Paul Henreid, Ingrid Bergman og efnið var útkoma bókarinnar Humphrey Bogart. „Hollywood Versus America" eftir Bandaríkjamanninn Mich- skrifaðar en það var ekki komið á hreint hvomm manninum Ilse átti að fylgja. Því var það þegar nokkuð var liðið á tökur að Ingrid Bergman spurði leikstjórann: „Hvorn mann- inn á ég að elska meira?“ „Vertu eins við þá báða“ var svarið. Henni féll afar illa að vita ekki hvemig myndin átti að enda en hinir leikaramir létu sér fátt um finnast. Að lokum var það ákveðið að Ilse færi með eiginmanni sínum, skylduræknin var látin ráða. Hún var því tregafull senan á flugvell- inum þegar elskendurnir urðu að skilja - og það í annað sinn. Lag Max Steiner „As Time Goes By“ kom við sögu í myndinni á áhrifamikinn hátt. Lagið var samið á þriðja áratugnum og sungið af bandarískum söngvara, Rudy Val- lee, en náði ekki vinsældum. Þegar lokið hafði verið við tökurnar í klúbbnum, þar sem Sam spilaði og söng, vildi tónskáldið skipta um lag, hafa annað í staðinn. Því var ekki hægt að breyta, Ingrid Bergman var komin með snarstutt hár fyrir hlutverkið í „For Whom the Bell Tolls“ (Hverjum klukkan glymur) gerð eftir samnefndri bók eftir Er- nest Hemingway. Hún var því ekki lík þeirri Ilse sem hlustaði á lag þeirra Ricks, þegar Sam spilaði og söng í „Rick’s Cafe Amer- icain“ í Casablanca. Kvikmyndin Casablanca er sýnd árlega í sjónvarpi í Ungverjalandi, að kvöldi nýárs- dags og er víst alltaf jafn vinsæl. Ef til vill hefur það sitt að segja að leikararnir Peter Lorre og S.Z. Sagall, svo og leikstjórinn Michael Curtiz voru allir fæddir í Ungverja- landi. ael Medvedd. I bókinni segir hann kvik- myndaframleiðendum í Hollywood til stynd- anna, segir að hið ljóta ... tröllríði flestu sem framleitt er, þar sé allt það versta sem mannskepnan hefur gert í fyrirrúmi. í aðal- hlutverkum séu oftar en ekki siðblindir ves- alingar, morðingjar og geðveikir sadistar. Höfundur spyr hvað hefur orðið um hetjur fyrri tíma, þeirra sem hægt var að líta upp til. En þarna var höfundur kominn til að standa fyrir máli sínu, til andsvara voru þekktir menn og konur úr bresku lista- og menningarlífi, tveir kvikmyndastjórar, rit- höfundur, kvikmyndagagnrýnandi og rit- stjóri. Hefði Casablanca orðið betri mynd...? Eftir erindi Medved, sem flutt var af festu og mjög stólmerkilega, komu andmælendur hver eftir annan og komu sínum athuga- semdum að, þeir höfðu ýmislegt út á bókina að setja. Að þeirra máli loknu sté höfundur í pontu á ný, honum fannst lítið til athuga- semdanna koma. Hann hélt snjalla tölu þar sem hann þrábað um betri myndir, þar sem velsæmis væri gætt og ekki gengið fram af siðgæðisvitund hins venjulega áhorfanda. Hann lauk máli sínu með því að bera fram spurningu, dálítið drjúgur með sig, eins og hann væri viss um svarið. „Hefði Casablanca orðið betri mynd,“ spurði hann, „ ef í henni hefði verið djörf kynlífssena?" Þeirri spumingu er beint áfram til þeirra er þetta lesa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.