Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 47*
Ný kynslóð skjáhraðla
Slagurinn á skjákorta-
markaðnum stendur
sem hæst og umskipti
eru hröð. Arni
Matthíasson sótti
kynningu á nýjum
byltingarkenndum
skjáhraðli í Stokkhólmi.
PRÓIJN í skjákortatækni hefur verið
ótrúlega hröð á síðustu misserum og
svo er komið að flækjustig skjáhraðla
slagar upp í fullkomnustu örgjörva.
Tii að standast samkeppni er síðan
ekki nóg að vera búinn að ná yfirburð-
um á markaði, því hlutirnir gerast
hratt. Þannig náði hraðlaframleiðand-
inn 3Dfx góðum árangri með Voodoo-
kort sín, en missti tökin fyrirvaralítið
þegar keppinautar tóku stökkið fram
úr með nýja tækni, þar fremstur í
flokki nVidia, sem kynnti enn heljar-
stökk framávið í Stokkhólmi á dögun-
um.
nVidia hefur verið lengi að en náði
helst almennri athygli fyrir TNT-
skjákort sín sem þóttu standast mun
dýrari og flóknari kortum snúning,
en þau bjuggu meðal annars yfir
þeim kosti að ráða vel við tvívídd
ekki síður en þrívídd. Með TNT náði
nVdia vissu forskoti á markaðnum,
sem 3Dfx svai’aði með Voodoo 2 og
síðar Voodoo 3, en næsta kynslóð af
TNT, sem kallaðist einfaldlega TNT2,
var aftur á móti enn hraðvirkari en
nokkuð sem 3Dfx bauð upp á og
TNT2 Ultra kort, 16MB og 32MB,
voru og eru hraðvirkustu skjákort á
almennum mai’kaði.
3Dfx kynnti nýja tækni á ECTS-
leikjasýningunni fyrir stuttu, en það
var gamalt vín á nýjum belgjum og
sumar viðbætur til að breiða yfir það
sem Voodoo-kortin ráða ekki vel við.
nVidia var með kynningar fyrir boðs-
gesti á sýningunni þar sem sagt var
frá byltingarkenndri tækni og í
Stokkhólmi kynnti Creative síðan
hvemig fyrirtækið hygðist nýta sér
nýjungar nVidia.
Creative hefur smám saman sótt í
mun betur örgjörvann sjálfan, auka til
að mynda gervigreind til muna, eða
keyra einfaldlega fullkomnustu leiki á
tölvum sem áður hefðu ekki ráðið við
það, því með GeForce-korti er til að
mynda hægt að keyra leiki með sömu
upplausn og hraða hvort sem er á
P300 eða PIII450.
í GeForce 256 T&L-örgjörva nVi-
dia eru 25 milljón smárar, álíka fjöldi
og í fyrstu gerð Pentium II örgjöva
Intel, sem gefur ágæta hugmynd um
hvert í skjáhraðlaþróun. Örgjörvinn
sér um það sem grafíkfróðir kalla
Transfer & Lightning, T&L, en allir
hraðlasmiðir hafa leynt og ljóst leitað
leiða til að færa þá vinnslu inn í hrað-
alinn sjálfan.
Pegar tölva keyrir leik með þrívídd-
arstuðningi fara um 50% af vinnslu-
getu örgjörvans í grafíkvinnslu, um
25% í gervigreind leiksins og annað í
gagnastreymi, I/O, hljóðvinnslu og
Windows tekur sitt. Megnið af
grafíkvinnslunni er T&L og
gefur augaleið að með því að
flytja það úr örgjörvanum nýt-
ist hann mun betur.
Þeir Creative-menn kyrmtu
meira varðandi fyrirhuguð
GeForce-skjákort, þar á meðal AGP
4x, sem gefúr gagnaflutningsgetu
upp á GB á sekúndu, en það er frekar
markaðshjal en að það skipti verulegu
máli í tölvuleikjum; AGP hefur al-
mennt lítið að segja og ekki meira
þótt það verði hraðvirkara; á meðan
skjákortaminni eykst stöðugt minnk-
ar enn þörfin fyrir AGP. Eftir því sem
kom fram á kynningu Creative verða
GeForce-kortin með 32 MB minni til
að byrja með og styðja 64 MB ef þörf
krefur. Sú þróun á eflaust eftir að
halda áfram, minni á kortinu sjálfu
eykst hröðum skrefum og AGP veður
sífellt öflugra og gagnsminna.
GeForce-örgjörvi þeirra nVidia-
manna er vissulega byltingarkenndur,
en kemur ekki að miklum notum
nema til séu leikir sem styðja hann.
Þrír til fjórir leikir munu fylgja Cr-
eative-kortinu, en til viðbótar geta
flestir helstu leikir á markaðnum í dag
sýnt mun meiri og betri grafík ef kort-
ið ræður við það á annað borð. Lík-
lega þarf þó viðbætur við leikina eða
nýjar útgáfur til að nýta kortið af ein-
hverju viti.
sig veðrið í íhlutum fyrir tölvur, en
fyrirtækið var það fyrsta sem náði ár-
angri í framleiðslu hljóðkorta í ein-
menningstölvur, svo góðum árangri
reyndar að keppinautamir neyddust
til að laga sín kort að Sound Blaster
örgjörvasetti Creative; öll kort urðu
að vera Sound Blaster-samhæfð. Fyr-
fr nokkrum árum hellti Creative sér
síðan út í framleiðslu á skjákortum,
geisladrifum og öðrum íhlutum fyrii-
tölvur og hefui' gengið bærilega, með-
al annars með því að vera fljótt til að
taka upp nýja tækni og staðla.
Creative framleiðir ekki eigin graf-
íkhraðla, en hefur treyst á náið sam-
starf við framleiðendur, meðal annars
með því að óska eftir ákveðnum við-
bótum eða leggja þeim til fé til að
flýta fyrir þróun. Creative átti þannig
gott samstarf við 3Dfic og gerði
að hætta að leggja skjákortaframleið-
endum til hraðla en framleiða eigin
kort í fyrirtæki sem það keypti. nVi-
dia hefúr aftur á móti haldið fyrri iðju
í mjög góðu samstarfi við Creative,
sem hefur skilað báðum fyrirtækjun-
um góðum hagnaði. Creative verður
þannig fyrsta fyrirtækið til að nýta
sér nýja kortatækni nVidia, og fyrsta
kortið sem nýtir nýja tækni, 3D Blast-
er GeForce Annihilator, er væntan-
legt þegar í næsta mánuði. Útgáfu-
dagur hefur ekki verið ákveðinn og
ekki verð en það verður líklega í
kringum 20.000 kr. vestan hafs, en
óljóst er hvaða
verð verð-
ur á
sitt í að gera
fyrstu Voodoo-kortin eins vinsæl og
raun bar vitni, en einnig var það með
fyrstu fyrirtækjum sem settu á mark-
að skjákort með TNT-örgjörvasettinu
frá nVidia.
Undanfarin misserri hafa verið
skjákortaframleiðendum erfið og
þannig sprakk Hercules, brautryðj-
endafyrirtæki í skjági-afík, á limminu
fyrir nokkru og fornfrægur korta-
framieiðandi, Matrox, er hættur að
selja kort beint; framvegis verða ör-
gjörvasett frá Matriox aðeins fáanleg
í samsettum tölvum. Creative hefur
aftur á móti haldið velli og gott betur;
síðasta ár var besta ár fyrirtækisins
til þessa og ekki annað að ætla en það
bæti enn við sig með 40 milljörðum
króna í þróunar- og markaðssjóðum.
Á síðasta áin tók 3Dfx þá ákvörðun
kortunum í Evrópu.
Ný kynslóð skjáhraðla
Eins og getið er framleiðir nVidia
hraðvirkasta skjáhraðal fyrir almenn-
an markað, TNT2, en í Stokkhólmi
kynnti fyrirtækið um daginn nýja
kynslóð skjáhraðla, margfalt öflugri
og beitir nýrri og byltingarkenndri
tækni og kallast GeForce.
Samspil skjáhraðla og örgjörva er
yfirleitt þannig að örgjörvinn sér um
eðlisfræðilega útreikninga, Ijós og
gervigreind í leikjum, en skjáhraðall-
inn áferð og fyllingu, dælir úr mynd-
þríhyrningum. Fyrir vikið skiptir
miklu máli að örgjörvinn í tölvunni sé
hraðvirkur þegar verið er að keyra
öfluga leiki í mikilli upplausn; ekki er
nóg að hafa gott þrívíddarskjákort.
Byltingin í hraðli nVidia er að ör-
gjörvasettið tekui- við allri graf-
íkvinnslu, sem gefur færi á að nýta
Gallaður
þjónustu-
pakki
ÞAÐ ER til að æra óstöðugan
að henda reiður á öllum ör-
yggisholum í stýrikerfum og
helsta hugbúnaði Microsoft og
heldur virðist böggum fjölga
en fækka. Fram að þessu hafa
gallarnir helst verið í
Windows 9x-stýrikerfinu, en
fyrir stuttu komst upp um
galla í Windows NT með þjón-
ustupakka 4 upp settan, en
það mun algengasta uppsetn-
ing á NT í dag.
Mikið hefur verið um örygg-
ismál NT fjallað og Microsoft
gripið til ýmissa ráðstafana til
að berja í bresti og reka af sér
slyðruorðið. Átti þjónustu-
pakkinn SP4 meðal annars að
loka fyrir síðustu smugumar,
er kom á daginn að með hann
upp settan var stýrikerfið
varnarlaust fyrir fyrirsjáan-
legri IP-talnaröð. Yfirleitt eru
netkerfi þannig upp sett að
þau taka bara við skipunum
frá biðlurum sem þau treysta.
Tölvuþrjótar þykjast oft vera
að koma frá slíku kerfi en til
að bregðast við þannig árásum
svarar þjónninn hverri skipun
með talnaröð sem verður að
fylgja næstu skipun og þar
sem sú talnaröð er send beint
til viðkomandi biðlara, sem
þrjóturinn þykist vera, fær að-
eins biðlarinn röðina og getur
illvirkinn því ekki haldið
áfram. Margir grípa þeir þá til
þess að giska á tölurnar og ef
röðin er of einföld, h'kt og í
Windows NT 4 SP4, er eftir-
leikurinn auðveldur.
Unix-menn glímdu við álíka
vanda og leystu hann fyrir
mörgum árum. Að sögn er bú-
ið að setja fýrir þennan leka í
Windows 2000/NT5, en nýjasti
þjónustupakkinn, SP5, er til
einskis nýtur hvað þetta varð-
ar.
cDSchneldersmo22
Þýsku gæðatækin loksins
komin aftur! ________—
Black FST myndlampi m O
Sjálfvirk
stöðvainnsetning ^
Nicam Stereo ofl. ofl.
TARGA (JKj
pentium®
áSOMH^rkj:
l7" sJí|ir i im |
8.4 GB diskur j S
64 MB miimivf
56 KB mótalcMt
c3Schneider svceoo
• 6 hausa Stereo • NTSC afspilun
Ef þú kaupir sjónvarpu^LJ
myndbandstæki um helgina
færðu 2 óáteknar 240 mín.
j Sony myndbands-
■_ •• / spólur I kaupbæti
• Upptökuminni
Ef þú kaupir
tölvu hjá BT laugardag eða
sunnudag færðuTarga
myndlesara i kaupbæti!
Targa Fun Line myndlesari
30 bita litadýpt
300 x 600 pát raunupplausn!
Ein sú öflugasta í
skólann, leikina eða
vinnuna. Vélin inniheldur
Pentium III, nýjasta
örgjörvann frá Intel. Plll er
sérhannaður fyrir internetið!
hplÐ
$unnuda9a
Jagged Alliance 2
og Championship
Manager 3
Pottþétt 17
og Robbie
Williams
Wlyndlesari
í kaupbæti
BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 • BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020