Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 57
Staðreyndir um tekju-
skerðingu sveitarfélaganna
AÐ UNDANFÖRNU hafa farið
fram í fjölmiðlum töluverðar um-
ræður um fjárhagsafkomu sveitar-
félaganna. I máli ein-
staka ráðherra hefur
komið fram að óeðli-
legt sé að sveitarfélög-
in safni skuldum á
sama tíma og ríkið skili
miklum tekjuafgangi
og áformi hraðain nið-
urgreiðslu iána. Um-
ræðan hefur verið æði
yfirborðskennd og lítið
verið rætt um ástæður
skuldasöfnunar sveit-
arfélaganna á undan-
förnum árum. Það er
mikil einföldun að
halda því fram að af-
koma ríkis og sveitar-
félaga byggist á sömu
forsendum. Lögbundin verkefni og
skyldur sveitarfélaganna, tekju-
stofnar þeirra og svigrúm til breyt-
inga er með allt öðrum hætti en hjá
ríldssjóði. Alþingi og framkvæmda-
valdið setja sveitarfélögunum efna-
hagslegan ramma með löggjöf og
reglugerðum og því er mikilvægt
að löggjafarvaldið tryggi hverju
sinni að tekjustofnar sveitarfélaga
séu í samræmi við þær lögskyldur
sem þau hafa. Einung-
is þannig geta þau
sinnt verkefnum sínum
eins og ætlast er til
samkvæmt lögum og
reglugerðum með tekj-
um sínum en ekki lán-
tökum.
Ástæður skulda-
söfnunar
Ymsar ástæður hafa
leitt til skuldasöfnunar
sveitarfélaganna á
undanförnum árum.
M.a. hafa þau fjár-
magnað margvísleg
þjónustumannvirki og
aðrar mikilvægar
framkvæmdir að hluta til með láns-
fé sem leiðir síðan til auldns
rekstrar- og fjármagnskostnaðar.
Ennfremur hafa lög og reglu-
gerðir, m.a. á sviði félagsþjónustu
og umhverfismála, oft falið í sér
ákvæði, sem leiða smátt og smátt
til kostnaðarauka fyrir sveitarfé-
Skuldasöfnun
Það er skylda sveitar-
stjórna, segir Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, að
ráðstafa fjármunum
sveitarfélaganna með
skynsamlegum hætti.
lög, án þess að þau hafi fengið sér-
staka eða tiltekna viðbótartekju-
stofna til að sinna þessum auknu
verkefnum. Þessu til viðbótar hafa
ýmsar breytingar á skattkerfinu
hin síðari ár bæði orðið til þess að
auka útgjöld sveitarfélaga og
draga úr tekjum þeirra. Margvís-
legar upplýsingar og gögn liggja
fyrir sem sannreyna þetta og hér
er um verulega fjármuni að tefla.
Niðurstaða nefndar um
skattkerfisbreytingar
Nýlega lauk störfum nefnd skip-
uð fulltrúum sveitarfélaga og fé-
lags- og fjármálaráðherra. Nefndin
hafði það verkefni að meta bein og
óbein fjárhagsleg áhrif ýmissa
skattkerfisbreytinga, sem gerðar
hafa verið á undanfömum árum, á
tekjustofna sveitarfélaga. í grein-
argerð nefndarinnar kemur fram
að ýmsar skattkerfísbreytingar
hafa haft í för með sér skerðingu á
tekjum sveitarfélaga. Þar er um að
ræða skattfrelsi lífeyrisiðgjalda,
breytta meðferð á skattlagningu
hagnaðar af sölu hlutabréfa og
arðs af þeim, bein áhrif vegna upp-
töku fjármagnstekjuskatts og
skerðingu á útsvarsstofni vegna
skattlagningar annarra tekna sem
nú eru skattlagðar sem fjár-
magnstekjur. í greinargerðinni er
árlegt tekjutap sveitarfélaganna
metið á 1.914 millj.kr.
í skilabréfi nefndarinnar til fé-
lagsmálaráðherra kemur fram að
fulltrúar ríkis og sveitarfélaga séu
sammála öllum þeim atriðum sem
fram koma í greinargerðinni. Auk
þess er það mat fulltrúa sveitarfé-
laganna í nefndinni að breyting á
einkarekstri í einkahlutafélög
skerði útsvarstekjur sveitarfélag-
anna árlega um 300 millj.kr.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Að hafa skoðun á...
ÞAÐ er óskaplega
ríkt í okkur Islending-
um að þurfa að hafa
skoðanir á öllum sköp-
uðum hlutum og mál-
efnum. Það er þrýst-
ingur víða frá að mað-
ur verði að fylgjast
með og hafa skoðun á
öllu sem er að gerast,
án þess að hafa yfír-
leitt nokkrar forsend-
ur, hagsmuni eða
áhuga á efninu.
Upplýsingar hafa
aldrei verið eins að-
gengilegar almenningi
og nú er, ekki síst
vegna Netsins og auk-
Jóhann
Kristjánsson
ins framboðs af útvarps- og sjón-
varpsstöðvum. Tæknin hefur líka
gert það að verkum að upplýsing-
Upplýsingaþjóðfélag
Það sem ég vil leggja
áherslu á, segir
Jdhann Kristjánsson,
er að fólk tileinki sér
gagnrýna hugsun.
amar sem við fáum eru nýrri en
áður var. Nú er t.d. hægt að fá
skilaboð í GSM-símann sinn á
svokölluðu SMS-formi, með því
einfaldlega að skrá sig fyrir
ákveðnum upplýsingum. Þannig
getur GSM-símanotandi fengið
stöðuna á bankareikningi sínum
senda til sín á hverjum degi í sím-
ann eða fengið uppfærða stöðu á
leikjum í fótboltanum um leið og
leikimir em spilaðir, svo dæmi séu
tekin. Aukið framboð af beinum út-
sendingum frá ýmsum atburðum
gengum Netið, sjónvarpið eða út-
varpið gerir það að verkum að sí-
fellt mefra áreiti er frá þessum
upplýsingaveitum. Þetta hefur það
í för með sér að allir eiga að geta
fylgst með öllu og einhvem veginn
virðist sú krafa vera gerð til okkar
að svo eigi að vera. Það er ekki
lengur hægt að afsaka sig með því
að segja að „maður var ekki á land-
inu“ eða „hefur ekki haft tíma til að
lesa blöðin“ þegar maður er spurð-
ur álits á einhverju hitamálinu.
Þessi mikla breyting
á umhverfi okkar hefur
sjálfkrafa leitt til auk-
ins hraða í samskiptum
manna á milli sem aft-
ur leiðir til meiri þrýst-
ings á kerfinu í heild.
Allur samanburður er
auðveldari, samkeppni
er háð þessum mikla
hraða og öll áhersla er
á að vera fyrstur að
vinna úr upplýsingum.
Sagt er að gæði nútíma
stjórnenda felist íyrst
og fremst í því að nýta
sér upplýsingar frá
rekstrinum og um-
hverfinu á sem
skemmstum tíma. Þannig geti þeir
tekið í taumana fyrr en keppinaut-
amir og aðlagð stefnu fyrirtækisins
breyttum forsendum.
Vissulega getum við þakkað
tækninni og öflugri upplýsinga-
veitu margt það góða sem við
þekkjum í dag. En stundum er
hollt að staldra aðeins við og meta
stöðuna upp á nýtt. Upplýsinga-
bylgjan skall á okkur íslendingum
af miklu meiri krafti en á flestar
aðrar þjóðir, aðallega vegna nýj-
ungagirni okkar og smægðar. Ekki
síst þess vegna þurfum við að vara
okkur og læra að búa við breytt
umhverfi. Okkur er svo nauðsyn-
legt að læra gagnrýna hugsun, sér-
staklega nú þegar hraði samfélags-
ins leggur á okkur auknar kröfur.
Það er ekki sjálfgefið að heil þjóð
taki við svona örum breytingum án
þess að eitthvað láti undan. Því
miður er ég hræddur um að fyrir
marga sé hraðinn orðinn of mikill
og allt of margir séu komnir fram
úr sér, ómeðvitað.
Þetta kemur í ljós á margan
hátt. Nú, þegar á að virkja vegna
nýs álvers fyrir austan, rís fjöldi
fólks upp og hefur miklar skoðanir
á umhverfismati og fleiru sem
tengist fyrfrhugðuðm framkvæmd-
um. I mörgum tilvikum hefur þetta
fólk engar forsendur til að hafa
skoðun á málinu og ætti að vera
hlutlaust þess vegna. Mörg fleiri
sambærileg mál væri hægt að
nefna en læt ég það vera hér.
Það sem ég vil leggja áherslu á
er að fólk tileinki sér gagnrýna
hugsun. í því felst að meta vand-
lega þær upplýsingar sem fyrir-
liggjandi eru og reyna að leggja
mat á gildi þeirra, hvort sem þær
koma úr sjónvarpinu, útvarpinu,
blöðum, samtölum, Netinu eða
annars staðar frá. Það er miklu
betra að vera hlutlaus en að vera
sammála síðasta ræðumanni, því
slíkt hlutleysi færir umræðuna á
vitsmunalegra plan og verður til
þess að kjami málsins kemur í ljós,
hafi málið yfirleitt einhvern kjarna.
Höfundur er rekstrarhngfræðingur
og starfar hjá íslandsbankn F&M.
Tekjustofnar í samræmi
við skyldur
Það er skylda sveitarstjórna að
ráðstafa fjármunum sveitarfélag-
anna með skynsamlegum hætti og
svara gagnrýni þeirra sem telja að
fjármálastjóm þefrra sé ábótavant.
Það er jafnframt skylda löggjafar-
valdsins að sjá til þess að tekju-
stofnar sveitarfélaga séu á hverj-
um tíma í samræmi við þau verk-
efni sem þeim er lögskylt að sinna.
Þeir sem kjósa að gagnrýna sveit-
arfélögin fyrir skuldasöfnun þurfa
að kynna sér ítarlega ástæður
hennar og velta því fyrir sér hvort
löggjafarvaldið hafi gegnt þeirri
frumskyldu sinni að tryggja sveit-
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.
Afkoman er
betri en ársreikn-
ingar sýna
HINN 1. september s.l. birti
Fjármálaeftirlitið greinargerð
um athugun sína á iðgjalda-
hækkunum í lögboðnum öku-
tækjatryggingum. Greinargerð-
in hefur nokkuð komið til um-
ræðna á opinberum vettvangi,
án þess að nægilega hafi verið
bent á þýðingarmikið atriði sem
þar kemur fram og sýnir að af-
komutölur sem félögin birta í
ársreikningum sínum um öku-
tækjatryggingarnar era rangar.
I ársreikningum vátrygg-
ingafélaga eru gjaldfærslur á
tjónakostnaði þeirra byggðar á
áætlunum, þar sem ekki liggur
fyrir við gerð ársreikninganna
hver endanlegur kostnaður
tjóna ársins verður. Ég hef
haldið því fram á opinberum
vettvangi, að þessar áætlanir
hafi verið allt of háar og þess
vegna hafi afkoma í bifreiða-
tryggingunum verið miklu
betri, heldur en reikningarnir
sýna. Hinn gríðarlegi og sam-
felldi vöxtur bótasjóðanna sé
hér sterkasta vísbendingin.
Greinargerð Fjármálaeftir-
litsins staðfestir þetta. I henni
kemur fram að við því megi bú-
ast, að rúmlega 2 milljarðar
króna muni losna úr tjónaskuld
vegna áranna 1991 til 1996.
Þetta mat eftirlitsins er sýnilega
mjög varfærið. I þessu felst að
afkomutölur í ársreikningum fé-
laganna vegna bílatrygginga
íyrir fyrrgreind ár eiga að leið-
réttast sem þessu nemur. Líkast
til er leiðréttingarfjárhæðin
hærri. Afkoma vátryggingafé-
laganna í bílatryggingunum er
því a.m.k. þessari fjárhæð betri
heldur en ársreikningamir þessi
ár hafa sýnt. Félögin birta hins
vegar aldrei eftirá leiðréttingar
sem sýna hver raunveraleg af-
koma tiltekins árs hefur orðið,
þegar öll kurl koma til grafar.
Þau halda bara áfram að þrá-
stagast á því, að bifreiðatrygg-
ingarnar séu reknar með tapi.
Það sýni ársreikningarnir! Þessi
málflutningur hentar betur í
baráttunni við viðskiptavinina
og þjónar betur því markmiði,
að geta haldið áfram að safna
upp gildum bótasjóðum, sem
verða grundvöllur undir mai'g-
víslegum samfélagslegum áhrif-
um forsvarsmanna félaganna.
Peningum fylgja nefnilega völd
og áhrif sem menn gefa ekki eft-
ir baráttulaust.
arfélögunum eðlilega tekjustofna í
samræmi við þær skyldur og kvað-
ir sem lög og reglugerðir kveða á
um. Til þess að sveitarfélögin geti C-
rækt það hlutverk sem til er ætlast
og haldið uppi eðlilegri þjónustu
við íbúa sína, hvort sem um er að
ræða rekstur eða stofnkostnað, svo
sem vegna leikskóla, grunnskóla,
félagsþjónustu, íþróttamannvirkja,
gatnagerðar, sorp- og fráveitumála
og umhverfismála almennt, þurfa
þau að hafa trausta tekjustofna. Sú
skerðing sem nú hefur verið sann-
reynd og nemur um það bil árlegri
skuldasöfnun sveitarfélaganna
sýnir að svo er alls ekki.
Fjölmiðlaumræðan sem fram ^
hefur farið að undanförnu um
skuldasöfnun sveitarfélaga og það
hvort aukin verðbólga sé að hluta
til af þeirra völdum þjónar litlum
tilgangi og skilar engum árangri.
Mikilvægt er að sem fyrst verði
gerðar breytingar á tekjustofnum
sveitarfélaga sem bæti sveitarfé-
lögunum þá tekjuskerðingu sem
þau hafa sannanlega orðið íýrfr.
Jafnframt verða sveitarfélögin að
gæta ýtrasta aðhalds í rekstri og
framkvæmdum. Þetta tvennt er
forsenda þess að skuldasöfnun
sveitarfélaganna verði stöðvuð.
Höfundur er formnður Sambands
islenskra sveitarfélaga.
■/elina
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473