Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR VIOLA J PÁLSDÓTTIR + Viola Pálsdóttir fæddist á Siglu- fírði 8. ágúst 1950. Hún lést á heimili sínu, Hlíðarvegi 44, Siglufírði, 11. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar: Páll G. Jónsson, f. 12. október 1917, d. 26. mars 1988, og JEivor Jónsson, f. 24. ' maí 1927. Viola giftist 24. júlí 1972 Kristni Rögnvaldssyni, f. 21. júní 1945. Foreldrar hans voru Rögnvaldur S. Sveins- son, f. 9. mars 1908, d. 11. janúar 1974, og Margrét Jóhannsdóttir, f. 19. október 1914, d. 9. Júní 1978. Böm Violu og Kristins em: 1) Guðrún Sonja, f. 1969, gift Baldri Benonýssyni. Þeirra börn era: Arna Björk, Krist- inn, Margrét Yr og Bjarki. 2) Margrét Ragna, f. 1972, gift Sigurði Má Sigmars- syni. Þeirra börn era: Hulda Karen og Telma Rut. 3) Katrín, f. 1981. Útfór Violu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag er jarðsett langt fyrir aldur fram, systir mín, Viola. Við systkin- in, móðir okkar, makar og börn syrgjum hana af heilum hug. Við syrgjum örlög hennar sem voru henni svo grimm. Að þurfa að fá lömunarveiki sem bam og svo þenn- an ömurlega sjúkdóm sem MND er. íin þrátt fyrir þetta sem flestum þætti nú nóg bar hún höfuðið hátt. Hún var stolt og hélt virðingu sinni til síðasta dags. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hana kvarta, aldrei bað hún um að- stoð og ég held hún hafí aldrei talað um eigin heOsu. Gamli kennarinn og presturinn hennar söng henni sálumessu í vikunni og minntist þá þeirra fyrstu kynna. Hann hitti hana í fyrsta skipti þegar hún var lítil stúlka og þurfti hjálp við lær- dþminn sökum veikinda, hann sþurði um heOsuna en hún brosti og spurði á móti hvort ekki hefði átt að tala um lærdóminn. Þannig var hún. Hún höndlaði lífshamingjuna með Kidda sínum og dætrunum. Hún var svo stolt og ánægð með öll barnabörnin 6 og þreyttist aldrei á að sýna manni myndir af þeim öll- um. Það sem er efst í huganum þessa dagana er þakklæti; þakklæti tO Guðs fyrir að taka hana áður en hún varð alveg rúmföst, þakklæti fyrir að hún fékk að vera heima, því það var það sem hún vildi. Þakklæti til Kristins, mágs míns, fyrir hetju- skap hans, til dætranna fyrir dugn- •■v*) þeirra og til allra þeirra sem réttu þeim hjálparhönd þessa erfiðu mánuði. Síðan er ég mest þakklát Guði fyrir að hafa fengið hana sem systur, geta talað um hana og geymt allar góðu minningamar í hjaptanu. Eg er viss um að pabbi okkar og Björn, fósturpabbi hennar, taka á móti henni og að þau ganga glöð og frísk um himnasalina. Hvfl í friði, kæra systir. Maj-Britt Pálsdóttir. Hún horfui er, ó, hverfullegu skiftin, svo hýr um kvöld, að morgni fólur nár; Hve tómt í húsum eftir sjónarsviftin '"þar sanna gleði skóp hún mörg um ár. Sú blessuð lilja er brotin dauðans hendi, svo björt og hrein, svo innilega kær. Hún angan Ijúfa lífs í blóma sendi. Nú lögð í duft er prýðin hennar skær. Og hvíl með friði, góða víf í guði, sem gaf og tók, hans náðin veitti þér að endurvakna í sælum samfógnuði til samfunda með því sem kærast er. (Steingrímur Thorsteinsson) Með fáeinum kveðjuorðum langar mig tfl að minnast mágkonu minnai-, vinkonu og spflafélaga, Violu Páls- dóttur, sem lést fyrir aldur fram hinn 11. september sl. Kynnin hófust þegar bróðir hennar, maður- inn minn, kynnti mig fyrir Violu og Kidda fyrir tuttugu árum. Fljótlega mynduðust sterk vináttubönd sem héldust óslitið fram tfl síðustu stundar. Heimsóknirnar voru tíðar. Annaðhvort sátum við og spjölluð- um um lífið og tflveruna, eða spOuð- um vist. Strákarnir voru saman á móti okkur stelpunum. Niðurstaða hvers spOs var samviskusamlega skráð í sérstakar bækur og aftast samanlögð úrslit kvöldsins. Oft var setið fram eftir nóttu, sérstaklega ef strákunum gekk vel. Öll höfðum við það að markmiði að hafa gaman hvert af öðru og njóta samvistanna. Miðað við fjölda spOanna tókst það greinOega vel. Næstyngstu böm okkar eru jafnaldrar. Þegar að fermingu þeirra kom var ekkert annað inni í myndinni en að halda sameiginlega veislu. Yngstu bömin em líka jafn gömul. En þegar að fermingu kom vomm við flutt tO Akureyrar. Þrátt fyrir fjarlægðina var ekki slakað á í spilamennskunni. Þau komu tO okkar og gistu yfir helgi eða við vestur á Sigló tO þeirra. Viola fékk lömunarveikina sem bam og bar þess nokkur merki alla tíð. Hún þurfti því oft að synda á móti straumi lífsins. Fötlun sína ræddi Viola aldrei að fyira bragði, bar hana í hljóði og gerði sem best úr öllu. Það gerði hún meðal annars með því að gera sömu kröfur tO sín og annarra. Stóra ástinni í lífi sínu kynntist Viola fyrir tæpum þrjátíu árum þegar hún kynntist Kidda. Það sem einkenndi sambúð þeirra hjóna var hjálpsemi, vinskapur og síðast en ekki síst djúp virðing hvors fyrir öðra. Viola greindist með sjúkdóminn MND fyrir fáein- um áram. Þetta er afar sjaldgæfur sjúkdómur sem ekki er vitað mikið um. Kiddi annaðist Violu fram á síð- asta dag heima á Hlíðarveginum með dyggri aðstoð dætranna. Eins og fram kemur hér að ofan er það fjölmargt sem við hin getum lægt af því hvernig Viola mágkona mín tókst á við lífið og tilverana samhliða baráttunni við tvo mjög erfiða sjúkdóma sem hún mætti á stuttri lífsleið sinni. Hún tók örlög- um sínum af æðraleysi og var ætíð styrk stoð manni sínum og bömum og okkur öllum sem á aðstoð hennar þurftum að halda. Fyrir það ber að þakka. Nú þegar sjúkdómsþrauta- ganga þín er á enda vO ég þakka fyrir allar góðar stundir sem lifa í Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar %'omi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. munu í minningunni. Kidda, dætr- unum og öðrum nánum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur. Blessuð sé minning Violu Pálsdóttur. Jóhanna Hlín Ragnarsddttir. Hugurinn leitar norður tO Siglu- fjarðar þegar ég sest niður til að minnast góðrar vinkonu, Violu Páls- dóttur, sem lést fyrir aldur fram að- eins fjöratíu og níu ára gömul. Viola fæddist árið 1950 á Siglu- firði, elst sex alsystkina. Arið 1955 fékk hún lömunarveikina sem oUi því að hún þurfti að dvelja langtím- um saman í Reykjavík tO lækning- ar. Þar dvaldist hún hjá góðu fólki, föðurbróður hennar og konu hans, sem hún tók miklu ástfóstri við. Efa ég ekki að það hefur verið erfitt fyr- ir foreldra hennar að senda hana frá sér aðeins fimm ára gamla. Eflaust hafa þessir erfiðleikar mótað hana, en hún var alla tíð mjög lokuð og hlédræg. Kynni okkar hófust þegar við unnum á skrifstofu Sfldai-verk- smiðja ríkisins á Siglufirði í kring- um 1968. Viola gekk þá með sitt fyrsta bam, hana Guðrúnu Sonju. Hún var einstæð móðir tfl að byrja með. Eg man hvað mér fannst hún eitthvað einmana og var svo inni- lega ánægð fyrir hennar hönd þegar hún kynntist honum Kidda sínum og tvær dætur bættust við, þær Margrét og Katrín. Kiddi hafði lent í skíðaslysi nokkrum áram áður en þau kynnt- ust og hafði ekki síður en Viola mátt þola mótlæti. Allt þetta herti þau og heyrði ég þau aldrei kvarta. Stund- um vai-ð mér nóg um þegar ég spurði hana um heOsufarið hjá henni og Kidda og hún sagði: „Við höfum það bara gott“ og þá var ég vön að segja: „Það getur ekki verið, Viola.“ Þá hló hún bara að mér. Haustið 1996 greindist Viola með sjúkdómin MND, sem dró hana tO dauða. Kiddi stóð eins og klettur við hlið hennar í öllum hennar veikind- um. Við Kjartan komum alltaf við á ferð okkar um Norðurland og þótti okkur alltaf jafn gaman að heim- sækja þau hjón. Eg vO fyrir hönd okkar beggja þakka fyrir vináttuna og bið góðan guð að vera með þér, Kiddi minn, og dætrum ykkar. Góða ferð síðasta spölinn, Viola mín. Guðrún Sigurðardóttir (Gurra). Elsku Viola. Mig langar tO að kveðja þig með nokkram línum. Það var sárt þegar Siggi Már hringdi í mig á laugardaginn og sagði mér að þú værir dáin. Það varð allt svo tómt. Svo varð svo óra- langt til Siglufjarðar. Eg get huggað mig við það að ég fékk að vera í samvistum við ykkur Kidda fyrir mánuði þegar þið kom- uð tO barnanna okkar á Akranesi. Þá örlaði á smávegis fíflalátum sem var algengt á milli okkar. Það var mikil gæfa fyrir mig og mína fjölskyldu þegar bömin okkar fóru að vera saman. Það myndaðist mikO og góð vinátta á milli okkar allra frá fyrstu stundu. Fyrir það er ég þakklát og mun ætíð minnast stundanna okkar saman. Þú fékkst að skipta um jarðvist í faðmi Kidda og bamanna þinna, þannig vildir þú hafa það. Elsku Viola, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þó ég sé látinn hannið mig ekki með táram. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo næmi að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig hald- ið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins; verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Elsku Kiddi. Þú sem stóðst eins og klettur við hlið hennar og hugs- aðir um hana fram á síðustu stund. Elsku Eivor, Guðrún Sonja, Bald- ur, Maggý, Siggi Már, Katý og börn. Guð styrki ykkur öll í þessari miklu sorg. • • ■'Hulda Sigurðardóttir. FRIÐRIK INGVARSSON + Friðrik Ingvars- son fæddist í Keflavík 16. desem- ber 1950. Hann lést í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 21. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 27. ágúst. Elsku Frikki. Þegar Holla systir hringdi og sagði mér að þú værir dáinn, hugsaði ég að nú væri þjáningum þínum lokið. Við kynntumst þér árið 1973 þeg- ar þú hittir Hollu þína, sem fór til Keflavíkur þegar gaus í Eyjum og fór að vinna á dvalarheimili aldr- aðra á Faxabrautinni. Þú áttir heima beint á móti og var afi þinn dvalargestur þar. Þú varst einstak- lega duglegur að heimsælga hann, ætli stelpan úr Eyjum hafi ekki ver- ið ástæðan. Þið byrjuðuð að búa í Keflavík og komum við Stebbi oft í heimsókn og brölluðum við margt saman. Árið 1981 fluttuð þið til Eyja og var alla tíð mikill samgangur á milli. Mörg ferðalög fóram við saman í, síðast yfir þjóðhátíð 1998 til London. Var mikið gert á fimm dög- um og er sú ferð okkur einkar minnisstæð. í byrjun október greindist þú með krabbamein í vél- inda og áttir að fara í uppskurð 19. október. Aldrei gleymi ég þeim degi, þegar Holla systir hringdi í mig og sagði mér að ekkert hefði verið hægt að gera. A næstu 10 mánuðum kom hvert áfallið á eftir öðra þar til 21. ágúst að þú kvaddir þennan heim. Elsku Frikki, við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar stundimar sem við áttum saman. Elsku Holla systir, Júlía, María, Sigurður, Birgir, Jón, Steinn, Aníta, íris Eir og Friðrik Hólm, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari mikiu sorg. Þuríður og Stefán. Elsku Frikki. Minningarnar hvolfast yfir mig, þær fyrstu era úr Eyja- byggðinni í Keflavík. Árið 1981 fluttuð þið Didda til Eyja, gladdi það engan meira en hana mömmu að fá litlu systur aftur heim.. Mikill og ánægjulegur samgang- ur hefur alltaf verið milli heimil- anna. Einnig veit ég að þú varst ánægður með þá ákvörðun mína að flytja á þínar æskuslóðir, bítlabæ- inn eins og þú kallaðir alltaf Kefla- vík. Gladdi það mig mjög hvað þú varst iðinn við að koma í heimsókn þegar þú áttir leið um. Elsku Frikki, ég á margar góðar minningar um þig og þær sþundir sem fjölskyldan átti saman. Eg hef þær fyrir mig og munu þær gefa mér styrk á erfiðum stundum. Mig langar að enda þessar fáu línur með ljóði sem amma Bína kenndi mér og er mér mjög kært. 0 amma ó amma æ ansaðu mér því ég er að gráta og leita að þér. Þú fórst út úr bænum þú fórst út á Mað þú fórst upp til Jesú í sæluna þar. Elsku Didda, Júlía Elsa, María Rós, Sigurður Oddur, Birgir Már og fjölskyldur. Megi guð og allir hans englar gefa ykkur styrk í ykkar djúpu sorg og mikla missi. Hulda Björk og fjölskylda í Keflavík. SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR + Sólveig Snæ- björnsdóttir fæddist að Tanna- nesi í Tálknafirði 19. desember 1915. Hún lést á heimili sínu hinn 6. septem- ber síðastliðinn. Útför Sólveigar fór fram frá Víði- staðakirkju föstu- daginn 10. septem- ber. Mig langar að minn- ast með nokkram orð- um frænku minnar og nöfnu, Sólveigar Snæbjörnsdóttur, sem andaðist 6. september sl. Hún hefur fylgt mér eins og rauður þráður í gegnum lífið. Við fædd- umst báðar í Tálknafirði hvor sinn daginn í desember, voram systra- dætur og voram báðar skírðar í höf- uðið á Sólveigu ömmu okkar. Það verður skrítið að fá ekki hringingu á afmælisdaginn, því það brást aldrei. Sólveig fluttist til Patreksfjarðai- og giftist þar. I minningunni þegar ég var barn og við þurftum að fara til Patreksfjarðar gistum við alltaf hjá Sólveigu þó svo hún væri með stórt heimili, alltaf var pláss fyrir okkur. Vináttubönd okkar urðu sterkari eftir því sem árin liðu. Hún var svo trygg, ef hún heyrði ekki í mér í einhvem tíma þá hringdi hún til að vita um okkur, hún vildi fylgj- ast með okkur öllum. Alltaf tók hún jafn vel á móti mér og oft hlóg- um við mikið saman, hún var alltaf jafn kát, hress og þakklát fyrir að ég kæmi. Eg kom til hennar þrem dögum áður en hún lést, þá datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta skiptið sem við sæumst í þessu lífi. Hún var svo glöð. Eg þakka henni fyrir alla tryggðina og um- hyggjuna sem hún hef- ur sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum öll árin. Mig langar að enda þessar línur á fyrsta versi í uppá- haldssálminum hennar móður minnar. Skín, guðdóms sól, á hugarhimni mínum, Sem hjúpar allt í kærleiksgeislum þínum. Þú, Drottinn Jesú, lífsins ljósið bjarta, 0, lýs nú mínu trúarveika hjarta. (Olína Andrésdóttir.) Eg bið guð að geyma börnin henn- ar, tengdabörn, barnaböm og barnabarnabörn. Eg veit að vel hef- ur verið tekið á móti henni af fólk- inu okkar sem farið er. Eg bið guð að geyma nöfnu mína og blessuð sé minning hennar. Sólveig Guðmundsdóttir frá Eyrarhúsum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.