Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
215 tilboð bárust í tilboðsflokki hlutafjárútboðs Össurar hf.
Hæsta gengi 37,5%
hærra en lágmarksgengi
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, opnar tilboðin. Jón
Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., fylgist með.
HLUTAFJÁRÚTBOÐI í stoð-
tækjafyrirtækinu Össuri hf. lauk í
gær en alls bárust 215 tilboð í til-
boðsflokki. Lágmarksgengi var 24
en tilboðin hljóðuðu upp á gengi
allt að 33, frá Hávöxtunarfélaginu
- Sjóði 1 og sjóði á vegum Kaupt-
hing Luxembourg. Hæsta gengi
sem boðið var er 37,5% hærra en
lágmarksgengi. Óskað var eftir
hlutabréfum fyrir 69,3 milljónir að
nafnverði en í boði voru 22,8 millj-
ónir að nafnverði. Umframeftir-
spum var því 46,5 milljónir. Ljóst
er að lægsta gengi sem hlutabréfin
seljast á verður á milli 29 og 30. Nú
er lokið útboði 25% hlutafjár í Öss-
uri hf. þar sem tveir þriðju hlutar
eru nýtt hlutafé en þriðjungur í
eigu Össurar Kristinssonar, stofn-
anda Össurar hf.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össur-
ar hf., sagðist ánægður í samtali
við Morgunblaðið eftir að tilboðin
höfðu verið lesin upp. „Mér sýnist
þetta vera mjög góður árangur.
Við höfum að vísu ekki farið yfir
þetta en svo virðist sem þetta liggi
talsvert hærra en útboðsgengið
var. Það er greinilega mjög mikill
áhugi, meiri en við bjuggumst við.
Miklar væntingar em gerðar til fé-
lagsins og við teljum okkur geta
staðið undir þeim,“ segir Jón.
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, segir þátttöku í hluta-
fjárútboði Össurar hf. umfram
væntingar, bæði í áskriftar- og til-
boðshluta. Kaupþing annaðist
framkvæmd hlutafjárútboðsins.
„Þátttaka í áskriftarhluta fór langt
fram úr björtustu vonum okkar.
Það á eftir að vinna nákvæmlega
úr tilboðshlutanum en gengið fór
hæst í 33 og er töluvert hærra en
það sem við mátum fyrirtækið á.
Niðurstaðan er lýsandi fyrir félag-
ið sem um er að ræða, Össur hf.
hefur vaxið mjög hratt og hagnast
jafnframt," segir Sigurður.
Hæsta einstaka tilboðið
4 milljónir að nafnverði
Að sögn Jóns er stefnt að skrán-
ingu á Verðbréfaþing Islands hið
íyrsta, um leið og lágmarkskröfur
VÞÍ hafa verið uppíylltar. Sigurður
segir ljóst af þátttökunni að dæma
að allar kröfur verði uppfylltar.
Flest verðbréfafyrirtæki gerðu
tilboð í bréfin, ýmsir lífeyrissjóðir,
auk einstaklinga. Oft bárust fleiri
en eitt tilboð frá sama aðila, á mis-
munandi gengi. Sigurður segir
það fyrirkomulag í samræmi við
væntingar í ljósi útboðsskilmál-
anna.
Hæsta einstaka tilboðið var 4
milljónir að nafnverði, frá Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins á genginu
24,5 en eins og íyrr segir verður
lægsta sölugengi á bilinu 29-30. Há-
marksupphæð sem hver mátti bjóða
í var 11,4 milljónir að nafnverði.
Greining FBA á stöðu og horfum
í efnahagslífínu
Staða krónunnar
áfram sterk
ÚTLIT er fyrir að staða íslensku
krónunnar verði sterk á næstu
mánuðum ef aðstæður í efnahagslif-
inu verða áfram jafn hagstæðar og
nú. Hins vegar ef verðbólga verður
viðvarandi hér á landi mun það
veikja stöðu gjaldmiðilsins til lengri
tíma litið.
I nýútkominni greiningarskýrslu
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins,
um stöðu og horfur á innlendum og
erlendum mörkuðum, kemur fram
að íslenska krónan hafi verið sterk
frá því Seðlabankinn hækkaði stýri-
vexti fyrr í sumar og fátt sem bend-
ir til annars en að svo verði áfram.
Fram kemur að vaxtaálagið nú
þurfi að nægja fyrir afskriftum,
rekstri og hagnaði bankanna sem
iyrr og nú jafnframt lausa fénu að
auki, sem er af skomum skammti í
bankakerfinu. Áhrifin eru talin vera
í samræmi við væntingar Seðla-
bankans enda reglumar að sumu
leyti settar til að stöðva hina miklu
útlánaaukningu bankanna. ,Ahrif
þessa á gengi krónunnar era ekki
augljós en þó má sjá fyrir sér tvær
meginafleiðingar sem geta átt sér
stað. Annars vegar stuðla minni lán-
tökur innlendra aðila, sem vel að
merkja era að miklu leyti í erlend-
um gjaldmiðlum, að veikari krónu.
Hins vegar hljóti háir vextir hér-
lendis að freista þeirra sem geta
orðið sér úti um erlent lánsfé hjá
öðram aðilum en innlendum bindi-
skyldum stofnunum."
Skýrsluhöfundar benda á að það
sem ráði úrslitum um gengi krón-
unnar til skemmri tíma séu vænt-
ingar markaðsaðila og fjöldi þeirra.
Með nokkurri einföldun megi segja
að hreinar erlendar lántökur þurfi,
til lengri tíma, að samsvara við-
skiptahalla. Skammtímahreyfingar
stjómist svo af tímabundnu ójafn-
vægi þessara þátta og því sem
meira skiptir, hreyfingum skamm-
tímafjárfesta.
Einar Öm Ólafsson hjá FBA,
segir krónuna hafa verið stöðuga að
undanfomu og jafnframt hafi hún
styrkst. Hann bendir á að vextir séu
háir í landinu þar sem vextir bank-
anna era talsvert hærri en hjá
Seðlabankanum. „Við sjáum engar
vísbendingar um að sú þróun muni
breytast á næstunni og þ.a.l. verður
staða krónunnar áfram sterk. Hins
vegar ef verðbólgan nær að hreiðra
um sig til lengri tíma mun það hafa
óhagstæðar afleiðingar í för með
sér og veikja krónuna,“ sagði Einar.
Gæti gefið eftir innan
tveggja ára
,Á meðan menn sjá fjárfestingar-
möguleika hér á landi hvort sem er í
spennandi fyrirtækjum eða háum
vöxtum, þá munu fjárfestar halda
áfram að flytja fjármagn inn í land-
ið. Næstu misserin eigum við von á
að verðbólgan verði nokkuð hærri
en þau 3% sem stjórnvöld hafa sett
sér að markmiði. Ef það gengur eft-
ir fellur raungengi krónunnar og
nafngengið verður að fylgja á eftir.
Rætist sú spá okkar má allt eins bú-
ast við að krónan gefi eftir á næsta
eða þamæsta ári.“
Spá FBA um gengi krónunnar
næstu mánuðina er því óbreytt, eða
spá um stöðugt gengi og því ættu
áfram að vera möguleikar á að nýta
vaxtamuninn.
Amór Sighvatsson, deildarstjóri
hjá Seðlabanka íslands, vildi lítið
segja um málið í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Hann sagði þó aug-
ljóst að hækkanir á neysluverðsvísi-
tölu síðustu mánaða væra meiri en
gert var ráð fyrir. Miðað við fyrri
forsendur liti því út fyrir að verð-
bólgan hækkaði meira en menn áttu
von á.
Athugasemd frá Fjármálaeftir-
litinu vegna athugasemdar
Neytendasamtakanna
Engar forsendur
til þess að taka
málið upp á ný
HINN 16. september sl. sendu
Neytendasamtökin fjölmiðlum
skriflegar athugasemdir við grein-
argerð Fjármálaeftirlitsins, dags.
31. ágúst sl., vegna athugunar
stofnunarinnar á iðgjaldahækkun-
um lögboðinna ökutækjatrygginga.
Vegna umfjöllunar Neytendasam-
takanna telur Fjármálaeftirlitið sig
knúið til að koma eftirfarandi á
framfæri:
„Ranghermt er að Fjármálaeftir-
litið hafi ekki aflað sér fullnægjandi
gagna við athugun sína. Þar sem
fjallað er um ófullnægjandi upplýs-
ingagjöf vátryggingafélaganna í
greinargerð stofnunarinnar er vísað
til upplýsingagjafar í skýringum
með ársreikningum og til Fjármála-
eftirlitsins á liðinni tíð. Fjármálaeft-
irlitið fékk hins vegar öll gögn frá
vátryggingafélögunum sem unnt
var að veita og nauðsynleg vora í at-
huguninni. Fjármálaeftirlitið tók
ákvörðun í máli þessu á grundveUi
ítarlegrar athugunar. Það er því
rangt hjá Neytendasamtökunum að
niðurstaða Fjármálaeftirlitsins hafi
verið byggð á ófullnægjandi gögn-
um.
Fjármálaeftirlitið mun óska eftir
fundi með Neytendasamtökunum
þar sem farið verður yfir fullyrðing-
ar samtakanna og óskað skýringa á
ýmsum atriðum sem fram koma í
erindi þeirra. Tekið skal fram að
Neytendasamtökin töldu ekki
ástæðu til að óska skýringa Fjár-
málaeftirlitsins við einstök atriði í
greinargerð þess áður en bréf
þeirra var sent.
Fjármálaeftirlitið telur engar for-
sendur til þess að taka athugunina
upp á nýjan leik. Niðurstöður stofn-
unarinnar byggjast á fullnægjandi
upplýsingum og athugunum. Lýsir
greinargerð Fjármálaeftirlitsins,
sem send var til fjölmiðla, afstöðu
stofnunarinnar tO málsins, auk þess
sem reynt er að varpa frekara ljósi
á málið og auðvelda efnislega um-
ræðu.
Fjármálaeftirlitið harmar mála-
tilbúnað Neytendasamtakanna, en
mun áfram leitast við að eiga góð
samskipti við samtökin.
I