Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 53
Afi minn í Eyjum, Nonni afi eins
og við systkinin kölluðum hann, er
farinn frá okkur. Þó að við værum
ef til vill viðbúin að sá dagur kæmi
að hann myndi kveðja okkur vegna
þess hversu aldraður hann var
orðinn er það þó sárt. Hann var
alltaf til staðar íyrir okkur systk-
inin alla okkar bernsku. Þegar við
áttum heima í Vestmannaeyjum
borðaði hann alltaf kvöldmat með
okkur. Eg man aldrei eftir því að
hann væri í vondu skapi þær
stundir sem við snæddum kvöld-
mat saman. Hann var orðheppinn
maður og margt sem hann sagði
fannst okkur systkininum mjög
sniðugt og fyndið. Hann hafði
alltaf áhuga fyrir að spjalla við mig
og bræður mína um hvað við hefð-
um fyrir stafni. Hann sat oft með
mér yfir sjónvarpinu eftir kvöld-
mat og þá horfðum við stundum á
dans eða fegurðarsamkeppni í
sjónvarpinu og spjölluðum við um
það saman. Einnig sat hann með
bræðrum mínum yfir fótbolta í
sjónvarpinu og ræddu þeir um
leikmennina og það sem fram fór á
vellinum. Hann var mikill áhuga-
maður um fótbolta og hélt með
sínu liði, ÍBV.
Eftir að við fluttum frá Eyjum
sá ég afa minn ekki eins mikið en
ávallt þegar ég fór til Eyja heim-
sótti ég hann. Eg sá hann síðast í
ágúst þegar ég fór til Eyja. Mér
fannst ég nú bara að vera heim-
sækja afa minn sem mér þótti
vænt um þannig að ég var hissa
þegar pabbi sagði mér nokkrum
dögum seinna hvað honum hefði
þótt vænt um að ég hefði komið.
Ég kveð þig nú afi minn, ég veit að
þú varst sáttur við að kveðja enda
búin að eiga langa og góða ævi.
Guðbjörg Sigurðardóttir.
Farsælli ævi lauk með fráfalli
Jóns Vigfússonar frá Holti, er
kvatt hefur á 93. aldursári.
Föðurland vort hálft er hafið,
helgað þúsund feðra dáð ... segir í
sálmi Jóns Magnússonar. íslend-
ingar hafa alla tíð dáð og virt þá,
sem borið hafa gæfu til að bjarga
mannslífum úr greipum hafsins eða
annarri vá.
Meðal gripa sem vekja mesta at-
hygli á Byggðasafninu í Vest-
mannaeyjum eru hlutir tengdir
einstæðu björgunarafreki Jóns
Vigfússonar 13. febrúar 1928, svo
sem afreksmannapeningurinn frá
Carnige-sjóðnum víðfræga.
Sigríðarstrandið við Ofanleitis-
hamarinn, þar sem 5 manna áhöfn
tókst að komast í land á örskots-
stund áður en báturinn hvarf í
djúpið er alla tíð í minnum haft.
Fárviðri gekk yfir, Eyjan á kafí í
snjó og klaka, þegar Jón 21 árs,
yngsti maðurinn í áhöfninni, freist-
aði þess að klífa Hamarinn, hátt í
30 metra á hæð, við þessar ólýsan-
lega ömurlegu aðstæður. Krafta-
verkið gerðist og Jóni tókst að
komast upp og heim til byggða að
sækja hjálp fyrir félaga sína, sem
biðu í hellisskúta við dauðans dyr.
Varð þetta Sigriðarstrandið en
ekki Sigríðai-slysið. Guði sé lof.
Á sjómannadaginn 2. júní 1966
hafði menningarmálanefnd undir
forystu frú Unnar Tómasdóttur
látið reisa 2 minnisvarða, annan
vestur á Hamri, þar sem Jón
komst upp, afhjúpaði hann varð-
ann, sem þarna mun standa um
ókomin ár til merkis um afrekið
einstæða.
Og austur á Eyju afhjúpaði Guð-
laugur Friðþórsson minnisvarða
um sundafrekið mikla eftir Hellis-
eyjarslysið 11. marz 1984.
Eftirminnilegt var að sjá þær
kempurnar Guðlaug og Jón standa
hlið við hlið við þessar einstæðu at-
hafnir.
Það er gæfan mesta, að alltaf
eru kraftaverkin að gerast.
Þegar við kveðjum og þökkum
Jóni að leiðarlokum, biðjum við al-
föður að blessa minningu hans.
Sonum Jóns og fjölskyldum vott-
um við innilega samúð.
Jóhann Friðfinnsson.
+ Sigrún Sólbjört
Halldórsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. september 1980.
Hún varð bráð-
kvödd á Spáni 19.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 31. ágúst.
Elsku Sigrún Sól-
björt mín, svo ljúft um
þig mig dreymi. Alltaf
mun ég sakna þín,og
aldrei þér ég gleymi.
Elsku besta Sigrún
mín. Mér finnst svo erfitt að trúa
því að þú sért farin héðan, ég
sakna þín svo ógurlega mikið. Ég
kynntist þér fyrst sumarið 1997
eftir 1. bekk og við urðum strax
mjög góðar vinkonur. Þú varst
alltaf svo full af orku, svo dugleg
stelpa, ég dáðist að þér, hvað þú
varst dugleg í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur. Þú varst svo hjarta-
hlý persóna, svo falleg og alltaf svo
vel tilhöfð. Þér fannst svo gaman
að dunda þér að öllu og gera það
vel. Þú varst svo góð við alla, vildir
öllum svo vel. Þess vegna er þetta
allt svo skrítið, af hverju þú, af öll-
um!? Þú geislaðir af hamingju þeg-
ar maður kom til þín og það var
alltaf svo gaman að vera með þér.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
kynnst þér Sigrún Sólbjört, við
gátum alltaf talað um allt og treyst
hvor annarri. Það var svo gaman
þegar við hittumst á skíðamótun-
um, við skemmtum okkur svo vel
saman og við vorum
alltaf að djóka hvor í
annarri. Við deildum
herbergi á Benidorm
og mikið vorum við
búnar að hlakka til að
fara í þessa ferð, allan
veturinn. Við töluðum
ekki um annað. Og
hvað það var skrítið
þegar við loksins vor-
um komnar, þá trúð-
um við því varla. Þetta
var algjör paradís. Við
skemmtum okkur kon-
unglega þarna úti með
öllum vinum okkar.
Ég átti afmæli í byrjun ferðarinnar
og þú gafst mér svo fallega dag-
bók. Þér fannst svo gaman að
gleðja aðra með einhverjum
óvæntum gjöfum, þó það væri ekki
nema litríkt bréf og skraut með
eða teikning sem þú laumaðir til
manns. Það leið ekld á löngu þar til
þú fórst að skipuleggja þitt eigið
afmæli, sem hefði orðið í dag, 18.
september, sem þú beiðst eftir með
eftirvæntingu. Elsku vinkona, mig
langar að segja til hamingju með
afmælið, og ég er viss um að þú
hefur fundið réttu uppskriftina að
réttinum þínum.
Við keyptum okkur alveg eins
línuskauta áður en við fórum út, og
manstu Sigrún þegar við fórum á
línuskautunum á Subway, við vor-
um algjörir byrjendur. Eg held að
fólkið hafi skemmt sér alveg ágæt-
lega að sjá okkur haldast í hendur
og hjálpa hvor annarri að skauta
og klöngrast upp einhverjar tröpp-
ur. Já það var ævintýri út af fyrir
sig.
Elsku Sigrún mín, þú gafst mér
svo mikið, vinátta okkar er nokkuð
sem ég mun alltaf geyma næst mér
og eitt er víst, að ég mun aldrei
gleyma þér. Elsku Sigrún, það er
erfitt að kveðja þig en ég veit að
við munum hittast einhvem tímann
aftur og þá getum við rifjað upp
alla skemmtilegu sólbjörtu dagana
sem við áttum saman hér á jörðu.
Guð á hæðum gaf þér ástríkt þjarta,
gæfu, lán og marga daga bjarta.
Nú er sál þín svifin heimi frá,
sett til nýrra starfa Guði hjá.
Vertu sæll! Kg signi ljósið bjarta.
Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta.
Blómgist þar um eilífð andi þinn,
innilegi vinur minn.
(B.B)
Elsku Gunna, Dóri, Jóhanna,
Óskar og Ómar, missir ykkar er
mikill og bið ég Guð almáttugan að
blessa ykkur og styrkja í þessari
miklu sorg. Minningin um Sigrúnu
Sólbjörtu mun lifa og lýsa okkur
öllum um alla framtíð.
Hjördis Eva Ólafsdóttir.
Með nokkrum orðum viljum við
minnast Sigrúnar Sólbjartar sem
hefði orðið 19 ára í dag, 18. septem-
ber. Sem litil stúlka varð hún vin-
kona dóttur okkar, Sólrúnar Ásu.
Hún var prúð stúlka, svolítið feim-
in en bros hennar og augu lýstu
sem sól. Þetta var alltaf hennar
einkenni ásamt einstakri ljúf-
mensku. Dóttir okkar var ávallt
velkomin á heimili foreldra Sigrún-
ar, Gunnu og Dóra, og systkinanna
Jóhönnu, ðskars og Ómars í
Breiðadal. Þar átti dóttir okkar
SIGRÚN SÓLBJÖRT
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Haukur Jósefs-
son fæddist á
Vatnsleysu í Viðvík-
urhreppi í Skaga-
firði 11. nóvember
1915. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 3. september
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Háteigskirkju 10.
september.
Við kveðjum góðan
dreng, mann sem var
trúr hugsjónum sínum
allt til enda. Haukui-
Jósefsson var samvinnumaður
gegnheill og efaðist aldrei um gildi
samvinnuhugsjónarinnar. Hann
var starfsmaður Sambandsins alla
tíð og að sjálfsögðu framsóknar-
maður. Faðir minn var Skagfirð-
ingur og var Viðvíkurhreppurinn
öllum stöðum fremri á jarðar-
kringlunni þar voru betri hesta-
menn og meiri söngmenn en víðast
hvar annars staðar. Hann hafði
mikið yndi af söng og í mínu ung-
dæmi þegar okkar fjölskylda og
Margrétar systur hans kom saman
var iðulega sest við píanóið og
sungið, faðir minn söng bassann,
það var hans deild, og ég held hann
hafí gert það vel eins og flest annað
sem hann hafði yndi af. Ég minnist
bíltúra sem fjölskyldan fór í út fyr-
ir bæinn og var þá tekið með nesti.
Systir mín var þá vopnuð nýjustu
sönglagatextunum og bróðir hafði
með gítarinn og rennt var í bítlana.
Ég gólaði náttúnilega enskuna aft-
uráþak en var umborin af því að ég
var svo lítill, faðir minn tók hins
vegar upp á því að syngja bassann
og það gátu systkini mín engan
veginn umborið. Föður mínum var
alveg sama um hvernig hinn enski
Paul færi að þessu að sjálfsögðu
þyrfti að syngja bassann. Nú voru
góð ráð dýr og systkini mín lögðu á
ráðin og fengu móður mína í lið
með sér, og næst þegar átti að
syngja bassann í bítlalögunum var
hún vel vopnuð brjóst-
sykri og þegar kom að
bítlunum stakk hún
brjóstsykri í bassann.
Faðir minn hafði
ágætis húmor fyrir
þessu en vildi þó held-
ur syngja eitthvað ís-
lenskt. Hann var alla
tíð í kórum og
söngsveitum og kann
ég ekki að nefna það
utan Skagfirsku
söngsveitarinnar. Fað-
ir minn var mikill
hestamaður, hafði ein-
stakt lag á hestum og gortaði
aldrei af því. Það var einstaklega
gaman að sjá til hans þar sem hest-
ar voru annars vegar; það var eins
og hestar og hann töluðu sama mál,
eitthvað sem er flestum hulið. Við
komum að þar sem menn höfðu
verið að slást við klár daglangt,
faðir minn snaraðist út á tún og
það leið ekki á löngu áður en hann
kom leiðandi klárinn ljúfan sem
lamb. Hann einfaldlega talaði við
þá, leyfði þeim að lykta af sér, lagði
höndina undir snoppuna á þeim og
þeir eltu hann. Hann átti góða
gæðinga, sem bróðir hans Hólm-
járn hafði ræktað á Vatnsleysu í
Skagafirði. Ég minnist þeirra
stunda er kennsla í hestamennsku
fór fram uppi í Fák. Faðir minn
kenndi mér náttúrulega skagfirska
reiðlagið og gaf lítið út á það þegar
menn voru að benda mér á að
menn væru nú ekki sérlega glæsi-
legir á baki með skankana út í loft-
ið. Hann skemmti sér konunglega
þegar maður hleypti á fljúgandi
skeið upp að húsunum í Víðidal og
hafði ekki hugmynd um hvernig
maður fór að því. Einhvem tíma
setti hann mig á bak hesti sem
hann var að temja, sá hentist í loft
upp þegar bréf utan af sælgæti
fauk í veg fyiir hann og fældist
mjög. Faðir minn var sérstaklega
stoltur af því að ég skyldi hanga á
baki og hafði ekki meira um það að
segja. Það var mikið vatn í Elliða-
ánum og þá þurfti að sundríða, það
þurfti að prufa það. í þá daga var
nokkuð um að menn væru dmkkn-
ir á hestbaki, það var Hauki Jós-
efssyni afskaplega á móti skapi, en
allt í lagi að menn fengju sér snafs
að reiðtúr loknum. Faðir minn átti
hest er Bliki hét og var í sérstöku
uppáhaldi hjá honum, svo þíðan
klár að það líkist engu er ég hef
síðar komið á bak á. Ég held að sú
stund er hann kvaddi klárana sína
vegna heilsubrests hafí verið ein sú
þungbærasta í lífi hans.
Fótbolti skipaði stóran sess í
áhugamálum hans, þar var leik-
gleðin ávallt í fyrirrúmi og var
hann leikinn með boltann. Honum
fannst Brasilíumenn skemmtileg-
astir, þannig átti knattspyrna að
vera leikinn enginn ruddaskapur
og menn að leika sér til ánægju.
Hann hélt ekki með neinu sérstöku
félagi, það skipti ekki máli. Vel
leikin knattspyrna var aðalatriði.
Það var aldrei erfitt að fá pabba
með á völlinn og sérstaklega ekki á
landsleiki. Það var gaman að leika
við hann knattspyrnu, alltaf ein-
stakt prúðmenni á vellinum.
Faðir minn var jafnaðarmaður
held ég fæddur, hann fékk þetta
með móðurmjólkini. Hans tími var
ekki að koma, hann sá enga sér-
staka hagsmuni sér til handa í sinni
jafnaðarmennsku, heldur til handa
öllum landsmönnum og trúði því að
það gæti ríkt jöfnuður milli manna.
Ég minnist þess ekki að hafa séð
föður minn öllu reiðari en þegar ég
viðraði þær skoðanir mínar við
hann að loknu námi í Samvinnu-
skólanum að Samband íslenskra
samvinnufélaga gæti aldrei gengið
upp því það væru allt of margir í
ákvarðanatöku í einu fyrirtæki.
Hann vildi öllum vel og aldrei vissi
ég til þess að hann ætti í útistöðum
við nokkurn mann. Hann naut sín í
fjölmenni og vai’ hrókur alls fagn-
aðai’, enda alinn upp á fjölmennum
skóla á Hólum í Hjaltadal. Nú þeg-
ar komið er að leiðarlokum veit ég
að hvenær sem ég heyri þinn
bassahljóm umburðarlyndis og um-
hyggjusemi fyrir náunganum innra
með mér mun ég minnast þín.
Bjöm Torfi.
HAUKUR
JÓSEFSSON
margar ánæjustundir með systkin-
unum í leik og starfi, í fjósinu og
með Dóra á snjósleða og í jóla-
bakstrinum með Gunnu og þa^.
vara sæl stúlka sem kom heim með
piparkökuhúsin sem hún fékk að
taka þátt í að gera.
Sigrún var alltaf tilbúin að
hjálpa til við allt hvort sem það var
einhvað sem féll til í dagsins önn,
afmæli eða aðrir viðburðir og þá
var hún í essinu sínu því hún var
mikið afmælisbarn. Hún hafði mik-
ið keppnisskap og fylgin sér, það
sást best á því hvað hún var dugleg
að æfa og keppa á skíðum og í
hlaupum og voru langhlaup hennar
sérgrein og þar vann hún til verð*
launa. Þegar dóttir okkar lést í
snjóflóði tæplega 15 ára komu vel í
ljós mannkostir Sigrúnar og mikil
var gleði okkar þegar okkur fóru
að berast bréf og kort frá Sigrúnu
þar sem hún veitti okkur hlutdeild í
lífi sínu, bréf sem gjaman voru
skreitt með broskörlum. Hún var
dugleg að ferðast og þau voru
mörg kortin sem við fengum sem
fjölluðu um hvað það væri gaman
að lifa, eitt slíkt var á borðinu okk-
ar þegar við fengum fréttir um
andlát hennar og annað eftir það
sem búið var að skrifa.
Elsku Sigrún, við ætluðum að
fylgjast með lífi þínu og þroska,
þess í stað kveðjum við þig nú o$
þökkum þá samleið sem við áttum
fullviss þess að þú gangir á guðs
vegum. Elsku Gunna, Dóri og
systkini, sorg ykkar er mikil og
sár. Við biðjum almáttugan guð um
að styrkja ykkur og styðja, megi
minningin um yndislega dóttur og
systur verða ykkur huggun á erfið-
um stundum.
Elirí, Gunnar,
Fribjört og Hallfríður.
Afmælis- og
minningar-
greinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblaðinu.
Til leiðbeiningar fyrir greinahöf-
unda skal eftirfarandi tekið fram
um lengd greina, frágang og
sldlatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama ein- ’
stakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega h'nulengd, - eða 2200
slög (um 25 dálksentimetrar í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú
erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra hans,
systkini, maka, og böm, skóla-
göngu og störf og loks hvaðan út-
för hans fer fram. Ætlast er til
að þessar upplýsingar komi að-" ’
eins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: í
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á föstudag. I miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og laug-
ardagsblað þarf greinin að ber- £
ast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrir birtingardag. Þar
sem pláss er takmarkað, getur
þurft að fresta birtingu minning-
argreina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
Berist grein eftir að skilafrestur
er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt aðf*j
lofa ákveðnum birtingardegi.