Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 35 NEYTENDUR LIKAMSRÆKTIN 1999-2000 1 MÁN. 3 MÁN. 6MÁN. 1 ÁR Yoga studio Auðbrekku 14, Kópavogur 5.800 12.900 25.000 Baðhúsið 1) Brautarholti 20, Reykjavík 5.500 13.500 Betrunarhúsið 1) Garðatorgi 1, Garðabæ 5.900 13.900 22.900 29.900 Hress 1) Dalshrauni 1, Hafnarfjörður 5.490 11.990 19.900 35.500 J.S.B. Lágmúli 9, Reykjavík 15.000 22.300 36.000 Gym80 Suðuriandsbr. 6, Reykjavík 5.500 13.900 19.900 27.900 Hreyfing 1) Faxafen 14, Reykjavík 5.300 12.900 Nautilius Heilsurækt 1) Sundlaug Kópav.,Suðurb.laug Hf. 13.990 22.900 Kramhúsið 3) Skólavörðustíg 121, Reykjavík 5.400 Sporthöllin 1)2) Smiðjuvegur 1, Kópavogur 5.100 9.900 18.900 28.900 Technosport Bæjarhrauni 2, Hafnarfjörður 4.500 10.500 18.200 Ræktin 2) Suðurströnd 4, Seltj.nesi 5.390 11.900 19.500 29.900 WorldClass 1) Fellsmúla 24, Rvk. 5.490 11.950 18.950 34.990 Þokkabót 1) Frostaskjóli 6, Rvk. 5.490 11.490 21.790 36.000 Mecca Spa Nýbýlavegur 24-26, Kópav. 12.000 Bjarg Akureyri Bugðusíðu1,Akureyri 3.000- 4.200 World Class Akureyri 2) við Strandgötu 5.450 11.950 18.950 34.990 Vaxtaræktin Akureyri 2) KA heimilið, íþróttahöllin 4300 9.900 25.000 TILBOÐ A BINDITÍMAKORTUM verð á mánuði 6 MAN. 3.890 3.590 3.690 12MAN. 2.990 2.990 2.990 2.900 2.990 3.000 8.000- 13.900 36 MAN 1.890 1.990 1.990 1.990 1.990 2.600 YNIIS TILBOÐ Hálfur mánuður 3.200 kr. Binditímakort í KK-kúbbi 15 tímakortá 7.990 kr. Binditímakort, árskort meðlima lækka um 200 kr. á ári. JSB-gjafakort: 24 tímar í 6 mán. á 8.500 kr. eða 15 tímar í 3 mán. á 6.000 kr. JSB-Bónuskort: 3ja mán. einn frir. Tilboð á árskortum til 1. okt.'99 á 25.000 kr. Binditímakort í Bónusklúbbi Tilboð á árskortum til 6. okt. á 17.990 kr. en fyrir námsmenn og öryrkja 13.990 kr. Leikfimi í eina önn, 14 vikur á 15.500 kr. Binditímasamningur Kort í 8 vikur á 6.000 kr. Kort í 8 v. og 3 mán. í sund á 9.500 kr. Binditímakort Tllboð á árskortum til 1. okt'99 á 27.990 kr. og með árskorti í sundlaugar Reykjavíkur 29.990 kr. Binditímakort, árskort meðlima lækka um 200 kr. afslátt á ári Gjafapakkar á 5.900-26.470 kr. á snyrtistofu og líkamsrækt Haustönn 10.200-14.200 kr., vorönn 11.600-16.000 kr. Vildarklúbbur 18 mán. 18-28.000 kr. Binditímakort. Tilboð á árskortum 1) Bamagæsla 2) Afsláttur fyrir nemendur og eldri borgara 3) Barnastarf Aukin áhersla lögð á jafnvægi líkama og sálar í líkamsræktarstarfsemi Islendingar nýjunga- gjarnir í spriklinu ✓ Ahugi á heilsufari, heilbrigði og alls kyns líkamsrækt er nánast í algleymingi þessi misserin. Islendingar hafa löngum verið ginnkeyptir fyrir hvers kyns nýjungum og keppast flestar líkamsræktarstöðvarnar nú sem fyrr um að svala nýjunga- og hreyf- ingafýsn landans. Rósa Erlingsdóttir kynnti sér alls konar sprikl og innti heilsusetrin eftir verðlagningu. RAMMT verðstríð hefur geisað á milli líkamsræktarstöðva landsins síðastliðin ár sem auk sívaxandi að- sóknar endurspeglast í verðlagn- ingu á þjónustu þeirra tD neytenda, sem virðist hækka sáralítið á milli ára og vera álíka eða jafnvel lægri en á meginlandinu. Líkamsræktar- stöðvar og heilsufrömuðir sem eru afsprengi nútíma lífshátta reyna hver á sinn máta að bregðast við og fyrirbyggja velferðarsjúkdóma sem á okkur herja í lok tuttugustu aldar- innar. Við, sem verðum að teljast viljug verkfæri allra þæginda nú- tímans, erum æði dugleg við að strengja alls kyns heit og ákveðum með stuttu millibili að taka okkur á, og að huga að aukinni hreyfingu og hollu mataræði. Islendingar koma jafnan afar illa út úr öllum saman- burði við önnur lönd þegar horft er til heilsusjúkdóma sem orsakast af slæmum matarvenjum og mikilli streitu og því jafnvel ekki furða að heilsufrömuðir landsins skuli bregð- ast við vandanum með því að bjóða upp á allar fáanlegar nýjungar er um getur í líkamsræktariðnaðinum. Allt frá þolfimi til kínverskra nálarstungna Margt af því sem er í boði virðist falla vel að streituanda samtímans eða þolfimi, pallapuð, spinning, sparkbox, tai bo eða stór- og fitu- brennsla þar sem ungir sem aldnir á hraðri uppleið kosta svita og tár- um fyrir hverja brennda hitaein- ingu. Annað er á rólegri nótunum en þar má helst telja jóga, thai, músíkleikfimi, afró, salsa, sund, nudd eða jafnvel kínverskar nál- arstungur. Ekki er lengur lögð höfuðáhersla á að bjóða upp á erfiða leikfimitíma sem hafa það eitt að markmiði að viðkomandi missi tugi kílógramma á örskömmum tíma heldur hefur færst í aukana að tvinna saman hugræna og líkamlega orku sem miðar að jafnvægi líkama og sálar sem á að heita forsenda góðrar lík- amsræktar. Reynt er að leggja áherslu á góða og persónulega þjón- ustu í afslöppuðu umhverfi og fjöl- breyttu úrvali heilsuræktartíma ásamt tækjasölum útbúnum marg- víslegum tækjum. I kjölfarið af ár- angri Gaua litla í meðferð offitu bjóða margar líkamsræktarstöðvar upp á fjölbreytt aðhalds- eða stór- átaksnámskeið fyrir fólk sem léttast vill um 25 kíló eða meira og fylgja árángrinum eftir í léttri líkams- rækt. Nudd og líkams- meðferðir Stærri stöðvarnar bjóða margar upp á snyrti- og eða nuddstofur auk gufu- og ljósbaða. A öðrum er hlúð að öllum líkamanum og snyrtingu húðarinnar eins og í Baðhúsi Lindu Pétursdóttur, á snytistofu Mecca Spa og í Planet Pulse þar sem boðið er upp á meðferðir við vöðvabólgu, grennandi og styrkjandi nudd, cellulite- og sogæðanudd svo ein- hver dæmi séu nefnd. Auk þess bjóða snyrtistofurnar, að eigin sögn, upp á alhliða þjónustu sem hægt er að nýta sér eftir púlið í leik- fimitíma og eða afslöppunina í gufu- baði eða heitu pottunum. Rétt er að taka fram að Mecca Spa og Planet Pulse eru mun dýrari en aðrar líkamsræktarstöðvar. Þær segjast bjóða upp á þjónustu ekki sambærilega annarri á höfuðborg- arsvæðinu sem miði við að hver og einn sé í umsjá einkaþjálfara allan þann tíma sem líkamsrækt sé stunduð og að líkamsnuddi og böð- um sé sömuleiðis hagað eftir þörf- um hvers og eins. Planet Pulse gef- ur ekki upplýsingar um verð á lík- amsræktarkortum en segir það vera samningsatriði milli stöðvar- innar og kúnnans sem gengið er frá í lok kynningartíma. Mecca Spa og Planet Pulse bjóða, eins og reyndar allir aðrir, upp á ókeypis kynningar- tínia. I World Class hefur verið opnað útisvæði sem býður upp á tvo heita nuddpotta með mismunandi hita- stigi, gufubað og sólbaðsstofu. í Jassballetskóla Báru og í World Class er í sturtunum varmaskipt kísilfrítt vatn sem, að sögn stöðv- anna, á að viðhalda stinnleika húð- arinnar. Fjölmargar stofur bjóða upp á sjúkraþjálfun og segjast flest- ir heilsufrömuðir leggja mikið upp úr að tekið sé á móti fólki af þjálfara sem veiti því persónulega þjónustu enda sé það mismunandi eftir lík- Samstarfsverkefni NS og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu Athuga- semd við verð- könnun SAMSTARFSVERKEFNI Neytendasamtakanna og ASI-félaga á höfuðborgar- svæðinu vill koma eftirfar- andi á framfæri: í Morgunblaðinu 16. sept- ember sl. segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, að matvöru- verðskönnun Neytendasam- takanna og ASI-félaga á höf- uðborgarsvæðinu sem fram- kvæmd var 14. september gefi ekki rétta mynd af verð- mun milli verslana vegna þess að ferskvara eins og ávextir, grænmeti og kjöt hafi verið tekið út úr könnun- inni. Samstarfsverkefni Neyt- endasamtakanna og verka- lýðsfélaga á höfuðborgar- svæðinu vill benda á að aðeins voru tómatar, agúrkur og kjötvara tekin út úr könnun- inni. Fimmtudaginn 16. sept- ember framkvæmdi sam- starfsverkefnið óformlega könnun á kjötvörum í versl- ununum 11 sem voru í könn- uninni 14. september. Sýnir niðurstaða þeirrar athugunar sáralitlar breyt- ingar á verðmun milli versl- ana og verðbreytingum síðan í júní. amsástandi hvers og eins hvemig æfingar henti best og nauðsynlegt að leita ráðgjafar í upphafi líkams- ræktar ef ná á góðum árángri. Ýmsar nýjungar Helstu nýjungar á sviði hefð- bundinnar líkamsræktar síðastliðin misseri em innan þolfiminnar og kallast spinning, taí bó og sparkbox. Spinning em leikfimitímar byggðir upp á stöðugri fitubrennslu á sérút- búnum hjólum. Taí bó er sambland af þolfimi, sjálfsvamaríþrótt og hnefaleikum og er að sögn þeirra er til þekkja það „heitasta" í almenn- ingsíþróttum í Bandaríkjunum og Evrópu í dag. Sparkboxið þróaðist út frá taí boxi, sem er sjálfsvamarí- þrótt sem stunduð hefur verið í Ta- flandi til fjögur hundruð ára. Þolfimisparkboxið er hins vegar samsuða úr taíboxi, karate og þolfimiæfingum. Þessar líkams- ræktaraðferðir era sagðar mjög vinsælar og þá einkum hjá konum. I lokin er vert að minnast á þá staði er bjóða upp á líkamsrækt á léttari nótunum. Eins og áður kenn- ir ýmissa grasa í Kramhúsinu á Skólavörðustíg. í haust komu til landsins tónlistarmenn frá Gíneu, sem munu spila tónlist í afríkönsk- um danstímum. Auk þess að bjóða upp á ýmsa leikfimi- og danstíma em í Kramhúsinu námskeið í trommuleik, tónmennt, leiklist og jóga, sem hvert stendur í eina önn. I Heilsudrekanum, sem var stofnaður um síðastliðin áramót, kennir kín- versk ung kona að nafni Guan Dong Qing Islendingum kínverskættaða leikfimi. Hjá henni er einnig boðið upp á kínverskar nálarstungur, böð og nudd gegn ýmsum streitukvill- um. Eins kennir Qing hugræna teygjuleikfimi, sem er samblanda af nútíma og kínverskri leikfimi, sem á sér aldagamla sögu. Flestir ættu að geta fundið sitt hvað við sitt hæfi til líkamsræktar og dægrastyttingar í vetur, enda valkostimir í heflsuræktinni margir og fjölbreyttir að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.