Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Golli Þessi stafsetning er á húsvegg á Aðalstrætishorninu og líka á götuskiltum frá borginni. Götunafnið er skrifað með tveimur s-um á húsi á Garða strætishorninu. Þetta skilti er á gafli Geysishússins. Nú heitir gatan ekki eftir Fischer heldur Ficher og hefur hlotið aukanafnið Götuhúsastígur. Hvað eru mörg s í því? Grjótaþorp ÞAÐ er til saga um lögreglu- þjón sem fann lík í Fischer- sundi en dró það niður í Aðal- stræti til að forðast vandræði við skýrslugerð; hann kunni ekki að stafsetja Fischersund. Þessum laganna verði er nokkur vorkunn því við þessa fáförnu götu í hjarta borgar- innar er að finna götuskilti með þrenns konar stafsetn- ingu á götunafninu. Við Garðastrætishornið er skilti með götunafninu á hús- vegg. Þar stendur Fischers- sund, með tveimur s-um. I götunni sjálfri eru tvö götuskilti frá Reykjavíkur- borg og þar stendur Fischer- sund, með einu s-i. Sama staf- setning er við Aðalstrætis- hornið, á gafli húss nr. 4 við Aðalstræti. En nýlega er búið að setja upp eitt skiltið enn; á gafli Geysisbússins. Þar er að finna nýstárlega útgáfu af götu- nafninu: Fiehersund. Þarna er gatan ekki kennd við Fischer heldur Ficher. Það skilti var sett upp á vegum Árbæjarsafns en Morgunblaðið náði ekki tali af borgarminjaverði eða umsjón- armanni húsadeildar safnsins til að leita skýringa á þessum nýja rithætti. Fischersund, svo notaður sé ritháttur Reykjavíkurborg- ar og símaskrárinnar, er að mörgu leyti óvenjuleg gata og endurspeglar ólíkar hliðar at- vinnulífsms. Þar standa hlið við hlið Utfararstofa Oswalds og nektardansstaðurinn Club Clinton. Þessi ólíku fyrirtæki eru þó bæði í húsum, sem tal- in eru bakhús frá Aðalstræti. Aðeins eru tvö hús við Fischersund. Bæði heita Fischersund 3. I öðru húsinu býr fjölskylda en í hinu er Sögufélagið með starfsemi sína. Ragnheiður Þorláksdóttir, framkvæmdastjóri Sögufé- lagsins, segir að félagið noti alltaf ritháttinn með einu s-i til að kynna sig og starfsemi sína. Ragnheiður benti blaða- manni á sérstöðu fyrirtækja- rekstrar og húsnúmera við götuna en veit sagnfræðing- urinn skýringu á hinum nýjasta rithætti götunafnsins, þess sem Árbæjarsafn ber ábyrgð á? „Ég held að þetta sé bara ritvilla,“ segir hún. Morgunblaðið/Þorkell Foreldrar sex ára barna í Lindaskóla sitja námskeið um þessar mundir þar sem verið er að kynna þeim starfsemi skólans. Foreldrar sex ára barna í Lindaskóla sitja námskeið Kynnast skólaum- hverfi barnanna Kópavogur LINDASKÓLI í Kópavogi stendur um þessar mundir fyrir námskeiði fyrir foreldra sex ára barna í skólanum, en tilgangurinn er m.a. að kynna þeim það skólaumhverfi sem bíður bama þeirra, að sögn Gunnsteins Sigurðssonar skólastjóra. Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn býður upp á námskeið af þessu tagi og hefur það hlotið nafnið „I skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera“. „Ég hafði orðið var við það hjá foreldrum á þessum tveimur árum sem skólinn hefur starfað að þeir væru svolítið óöruggir," sagði Gunnsteinn. „Það hefur tíðkast að börn séu undirbú- in fyrir skólagöngu vorið áð- ur og fannst mér full þörf á að undirbúa foreldrana einnig.“ Lindaskóli, sem staðsettur er í hinu nýja Lindahverfi í Kópavogi austan megin Reykjanesbrautar, tók til starfa fyrir tveimur árum og er því enn í mótun. Fram- kvæmdir standa enn yfir við skólann, en í haust var norð- urhluti hans tekinn í notkun. Innanstokks er aðstaðan eins og best verður á kosið, þótt enn eigi eftir að ljúka frá- gangi utanhúss. I haust hófu 340 böm nám í skólanum og þar af vom um helmingur ný- nemar. Um 70 sex ára börn hófu nám í haust Um 70 böm hófu nám í sex ára bekk í haust og því verða ÍRIS Pálsdóttir foreldri sat að snæðingi inni í skólastofu við skólaborð ásamt nokkrum öðrum foreldrum er blaðamaður settist hjá þeim, en þá var sameiginleg- ur kvöldverður. Aðspurð sagðist hún vera mjög ánægð með þetta fram- tak. „Það sem stendur helst upp úr er fyrirlesturinn um eineltið,“ sagði Iris. „Hann var mjög fræðandi og gott að vita hvernig maður getur fundið út hvort barn er Iagt í einelti, það er hverju maður á að leita að.“ Ingi Örn Andrésson for- eldri tók undir með Irisi, en bætti því við að honum hefði fundist fyrirlesturinn um fjórar bekkjardeildir í þess- um árgangi. Um 90 foreldrar mættu á námskeiðið á fimmtudaginn og var Gunn- steinn mjög ánægður með þátttökuna. Námskeiðinu er skipt upp í tvo hluta, en fyrri hlutinn fór fram á fimmtu- daginn frá klukkan 18 til 21 og sá seinni verður á þriðju- daginn á sama tíma. þroska barna einkar athygis- verður. „Það var athyglisvert að fá að vita hver raunveruleg geta barnanna er á þessu aldursskeiði og hvað þau eru að hugsa,“ sagði Ingi. „Það þýðir ekkert að vera að skamma þau þótt þau séu að týna úlpunni og húfunni, þau bara geta ekki munað þetta allt.“ Þeir foreldrar sem sátu við borðið voru allir sammála um það að námskeiðið væri þarft og gott framtak og einkar gott væri að kynnast starfsfólkinu og öðrum for- eldrum við upphaf skóla- göngu barns síns því þá væri lagður grunnur að frekara samstarfi og samvinnu. Að sögn Gunnsteins er fyr- irmyndin að námskeiðinu að nokkru leyti sótt til Reykja- víkur, þar sem námskeiða- hald af þessu tagi hefur tíðkast víða, en þó væri fyrst og fremst verið að kynna for- eldrum skólaumhverfi bam- anna í Lindaskóla. Hann sagði að á námskeiðinu væri boðið upp á fjölbreytta dag- skrá, þar sem skólinn og skólaskrifstofan væru kynnt og haldnir væru fyrirlestrai’ af ýmsu tagi. Á fimmtudag- inn var m.a. fyrirlestur um þroska barna við upphaf skólagöngu, sem haldinn var af Guðrúnu Soffíu Jónasdótt- ur aðstoðarskólastjóra og fyrirlestur um samskipti, samvinnu og líðan barna í skóla (einelti), sem Olöf Þór- dís Gunnarsdóttir námsráð- gjafi hélt. Auk fyrirlestranna sagði Gunnsteinn það afar mikil- vægt að starfsmenn skólans og foreldrar fengju tækifæri til að kynnast og koma sjón- armiðum sínum á framfæri við hvorir aðra. Gunnsteinn sagði viðbrögð foreldra vera mjög góð og margir hefðu látið í ljós ánægju sína með þetta ný- mæli. Þarft framtak Viðbygging Vestur- bæjarskóla í notkun Vesturbær NÝ viðbygging við Vestur- bæjarskóla var formlega af- hent skóiastjóra við athöfn í gær. Með viðbyggingunni verður Vesturbæjarskóli einsetinn og eru nú 75% skóla í borginni einsetin. Um 300 nemendur eru í 15 bekkjardeildum í 1.-7. bekk í Vesturbæjarskóla. Viðbyggingin er 900 fer- metrar, áföst eldra skóla- húsinu, sem tekið var í notk- un 1988 og miðað við tvíset- inn skóla. í viðbyggingunni eru átta kennslustofur, að- staða fyrir nýbúadeild og heilsugæslu skólans. Einnig hefur eldra skólahúsið verið endurskipulagt. Arkitekt er Ingimundur Sveinsson, sem einnig teikn- aði eldra skólahúsið, en Ár- mannsfell var byggingar- verktaki hússins. Aætlaður byggingarkostnaður er um 170 milljónir króna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nemendur Vesturbæjarskúla söfnuðust saman við athöfn þar sem viðbyggingin var form- lega tekin í notkun og hlýddu m.a. á skólafélaga sína flytja tónlist í tilefni dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.