Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsókn stóra fíkniefnamálsins heldur áfram Tveggja Islendinga leitað í Danmörku Morgunblaðið/Árni Sæberg Fíkniefnin sem lagt var hald á voru sýnd fréttamönnum í gær og gat þar að líta þau ókjör af efnum sem komin eru í leitimar. Lögreglan er þó ekki hætt leit að meira magni efna og er rannsókn enn í fullum gangi. DANSKA lögreglan leitar nú tveggja íslendinga á þrítugsaldri í Danmörku vegna málsins og að auki hafa tveir lögreglumenn frá Lögreglunni í Reykjavík verið sendir út í sama skyni. Handtöku- skipun á hendur mönnunum hefur verið komið á framfæri við alþjóða- deild ríkislögreglustjóra sem hefur lýst eftir mönnunum í allri Evrópu í gegnum Interpol. Ennfremur hefur lögreglan rætt við efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra um að efnahagsbrotadeildin aðstoði við rannsóknina að því er viðkemur eignafærslum þeirra manna sem handteknir hafa verið. Að sögn lög- reglu hafa dönsk yfirvöld sýnt áhuga á rannsókn málsins vegna stærðar sem þykir talsverð, jafnvel á danskan mælikvarða. Yfirmenn lögreglunnar létu það uppi í gær að annar þeirra manna, sem leitað er að í Danmörku, sé staifsmaður Samskipa þar ytra. Þá staðfesti lögreglan að einn þeirra sem nú sitja í gæsluvarðhaldi sé einnig starfsmaður Samskipa. Hald lagt á fleiri dýrar bifreiðir Lögreglan í Reykjavík og toll- gæslan sýndu fréttamönnum hið mikla magn fíkniefna, sem lagt var hald á fyrir réttri viku, á frétta- mannafundi í höfuðstöðvum lögregl- unnar í gær og gerðu grein fyrir stöðu mála í rannsókninni. Eins og fram hefur komið lagði lögreglan hald á þrjár glæsibif- reiðir í upphafi málsins en á síð- ustu dögum hefur verið lagt hald á fleiri slíkar bifreiðir þ.á m. Benz- bifreiðir og ameríska jeppa. Alls eru nú átta bifreiðir í vörslu lög- reglunnar. Að sögn lögreglunnar eru allar bifreiðirnar á vegum þeirra fjögurra sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Einn þeirra fjögurra manna sem sitja í gæsluvarðhaldi hefur kært gæsluvarðhaldsúr- skurðinn til Hæstaréttar, en hinir una úrskurðinum. Margháttaður ávinningur lög- reglu og tollgæslunnar Þótt lögreglan telji það mikinn árangur að leggja hald á svo mikið magn fíkniefna, sem hér um ræðir, þ.e. 24 kg af hassi, 6 þúsund e-töfl- ur, 4 kg af amfetamíni óg 1 kg af kókaíni og loka með því aðflutn- ingsleiðinni sem notuð var telur hún þann ávinning ekki minni að koma í veg fyrir að efnin komist í hendur neytenda, bæði þeim sem eru í neyslu fyrir og ekki síður að koma í veg fyrir að nýir neytendur bætist í hópinn. Þá telur lögreglan það mikinn ávinning að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem slík efni í notkun geta haft, þ.e. annars konar afbrot sem fylgja fíkniefn- um. Ánægja ríkir meðal lögreglu og tollgæslu með samstarf það sem ieitt hefur af sér þann árangur sem náðst hefur nú þegar málinu. Telur tollgæslan að í málinu hafi reynt á samstarfssamning í fíkniefnamál- um, sem gerður var milli embættis ríkislögreglustjóra og toligæslunn- ar í vetur. Þá hefur mannafli beggja aðila verið samnýttur og tollgæslan tekið aukinn þátt í rannsókninni sem slíkri, m.a. farið í húsleitir ásamt lögreglu sem telst nýlunda í starfsemi tollgæslunnar. Blönduós Timburhtís brann illa EITT elsta timburhúsið á Blönduósi skemmdist mikið í eldi í gærkvöldi. Ibúar hússins voru ekki heima svo engan sak- aði en eignatjón er að öllum líkindum verulegt. Húsið var tvílyft timburhús og stóð í elsta hluta bæjarins. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 21.30 í gærkvöld og gekk slökkvistarf vel en það stóð í um tvær klukkustundir. Ekki er vitað um eldsupptök, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Bill út af veg- inum við Gljúfurá LAND ROVER bflaleigubQl, sem í voru níu skiptinemar, fór út af veginum við Gljúfurá í Borgarfirði í gær. Engin alvar- leg slys urðu á fólkinu sem var á norðurleið, en tvennt var þó flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari athugunar vegna bakmeiðsla. Mikil mildi er að ekki fór verr, en bfllinn staðnæmdist skammt frá gljúfrinu, sem er mjög djúpt. Töluverðar skemmdir urðu á bflnum og eru tildrög slyssins talin þau að ökumaður hafi misst bflinn út í vegkant. Morgunblaðið/Ingvar Einn fluttur á slysadeild ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið eftir árekstur tveggja bifreiða á Bæjarháisi á fimmta tímanum í gær. Aðrir sem voru í bifreiðunum fundu tfl eymsla að sögn lögreglu en ekki þurfti að flytja þá með sjúkra- bifreið á slysadeild. Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt á vettvang til að ná hinum slasaða út með klippum þar sem bifreiðin klesstist mikið. Hin bifreiðin skemmdist einnig og voru báðar dregnar af vettvangi með kranabifreið. Aðalfundur Samtaka fískvinnslustöðva Þenslan neikvæð fyrir samkeppnisstöðuna AUKIN þensla í þjóðfélaginu, með tilheyrandi kostnaðarhækkunum, hefur neikvæð áhrif á samkeppnis- stöðu útflutningsgreina og þann stöðugleika sem hefur haft áhrif á af- komu atvinnurekstrar og verið grundvöllur bættra lífskjara hér á landi á undanförnum árum. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva sem hald- inn var í gær. Fundurinn ítrekaði ennfremur fyrri áskoranir til stjórnenda ríkis og sveitarfélaga að gæta aðhalds í rekstri og framkvæmdum og nýta þann mikla tekjuauka sem skapast hefur í stórauknum hagvexti hér á landi til að greiða niður skuldir. Nú sé orðið ljóst að skuldasöfnun sveit- arfélaga hafi haldið áfram og ekki hafi tekist að draga nægilega úr um- svifum ríkisins í því góðæri sem ríkt hafi. Kvótaþing verði lagt niður hið fyrsta Þá er í ályktuninni skorað á sjáv- arútvegsráðherra að flýta endur- skoðun laga um starfsemi Kvóta- þings íslands með það fyrir augum að starfsemi þess verði lögð niður hið fyrsta. Áhyggjur um að starfsemi þingsins myndi raska starfsumhverfi fiskvinnslunnar hafi reynst réttar. Fundurinn taldi að opinbert eftirlit með skiptaverði verði fyllilega tryggt með starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs og það sé með öllu ólíð- andi íyrir íslenskan sjávarútveg að starfsemi Kvótaþings hefti eðlileg viðskipti fyrirtækja og trufli með þeim hætti hráefnisöflun fiskvinnsl- unnar. I ályktuninni segir ennfremur að uppiýsingar um þróun afurðaverðs, hráefiiiskostnaðar og helstu rekstrar- þátta í fiskvinnslu, staðfesti þá rekstr- arstöðu sem við er að glíma í afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Þessar tölur sýni ennfremur að afkoma í rækjuiðn- aði er erfið vegna mikils samdráttar í rækjuveiðum. Góð afkoma í mjöl- og lýsisvinnslu undanfarin ár hafi einnig breyst til hins verra á undaníornum mánuðum vegna mikilla verðlækkana. Fiskimjölsframleiðendur geri sér þó vonir um að botninum sé náð í verð- þróun á mjöli og lýsi. ■ Mikill kraftur/26 NEVWC i.isriii WÖOHH-OI Serbloð i dag ALAUGARDOGUM ¥ ¥7C¥¥¥^*^ LCöDU MOR(>UNBLAÐSINS Fimm lið hafa sýnt Tryggva Guðmundssyni áhuga / B1 Stjarnan fylgir Fylki upp í efstu deild / B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.