Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Klofning
umfram allt?
„En auðvitað erþað stundum illþolandi
að á Akureyri skuli orðið sólskin í reynd
merkja rigning, þetta veldur oft misskiln-
ingi og óþarfa öjund vegna veðurfrétta
hér fyrir sunnan. “
Eldspýta er lítill,
nettur og gagnleg-
ur hlutur úr viði
með hnúð á öðrum
endanum. Hún er
því ekki lurkur sem auðvelt er
að kljúfa í margar flísar. Samt
er það vafalaust hægt ef ein-
hverjum finnst það alveg bráð-
nauðsynlegt. En tU hvers? Til að
sanna að eldspýta sé, þvert ofan
í viðteknar skoðanir, stór trjá-
drumbur?
Lítil ríki geta verið þannig
vaxin að þar séu ótal færi á að
ýta undir misklíð mUli afmark-
aðra hópa. Þjóðarbrot sem tala
ólík tungumál, játa ýmis trúar-
brögð og hafa margvíslega siði
reyna að halda sínu og þá getur
tortryggnin
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
sigrað, eins og
til dæmis á
Balkanskaga.
„Hínir“ eru
öðruvísi og vondir.
Rætur tortryggninnar geta
verið langar, rán, morð og önnur
ofbeldisverk, sum unnin fyrir
mörgum öldum. Allt er þetta
nothæft fyrir þá sem vUja mis-
nota sér tilfinningar af þessu
tagi til að komast tU valda
og/eða græða fé á upplausn og
stríðsrekstri.
Við erum betur sett hér og
ættum að vera þakklát fyrir það.
Utlendingar sem kynnast Is-
landi eitthvað að ráði taka vel
eftir einu sem við lítum á sem
sjálfsagðan hlut. Hér er þorri
þjóðarinnar svo einsleitur að
varla er hægt að greina mál-
lýskumun sem stendur undir
nafni. Með erfiðismunum er
stundum hægt að grafa upp ein-
hverja siði sem eru eða voru
bundnir við ákveðinn landshluta,
einhverja staðbundna sérvisku.
Hins vegar verður seint hægt
að koma af stað hörðum átökum
með því til dæmis að virkja eðli-
lega minnimáttarkennd
Reykvíkinga gagnvart Akureyr-
ingum. Þá myndu áróðursmenn-
irnir reyna að segjá áð „þeir fyr-
ir norðan“ hafi alltaf fiéytt
rjómann af því sem þjóðin aflaði
í sveita síns andlitis, hafi verið á
sínum tíma launaðir skósveinar
danska valdsins, séu fúlmenni
upp til hópa. Þetta tækist ekki.
En auðvitað er það stundum ill-
þolandi að á Akureyri skuli orðið
sólskin í reynd merkja rigning,
þetta veldur oft misskilningi og
óþarfa öfund vegna veðurfrétta
hér fyrir sunnan. Tilefni styrj-
aldar er það samt ekki.
Stundum veldur það dálitlum
vanda hjá okkur firrtum höfuð-
staðarbúum að í fréttum frá
landsbyggðinni er talað um
Fljótin, Hérað og Öræfasveitina
eins og ekkert sé sjálfsagðara
em að allir landsmenn séu með
það á hreinu hvar þessir staðir
séu. Ætli það sé nú rétt? Ef við
eigum nána ættingja á Höfr. í
Hornafirði eða gamlan skóla-
bróður á Þingeyri vitum við vel
hvar þessir staðir eru. En iand-
fræðiþekkingin hjá ungum, inn-
fæddum borgarbúum er varla
svo góð að þeir þurfi ekki ná-
kvæmari upplýsingar þegar eitt-
hvað fréttnæmt gerist annars
staðar á landinu. Vel upplýstir
sveitamenn austur á landi eru
heldur ekki endilega fróðir um
hverfin í Reykjavík.
Ymislegt getur því dregið úr
samkenndinni og aukið tor-
tryggnina ef við erum ekki á
varðbergi. Því minna sem við
vitum þeim mun auðveldara er
að telja okkur trú um að handan
við fjallið búi undarlegt fólk og
jafnvel óvinir.
Eitt af því sem kemur í veg
fyrir að reiptog milli landshluta
verði hér jafn mikið vandamál
og í mörgum öðrum löndum er
auðvitað að við erum svo skyld.
Innfæddir Reykvfldngar geta
allir rakið ættir sínar út á land
án þess að fara aftur í aldir.
Og þegar ysta lagið er skrapað
af okkur þéttbýlisbúum, hvort
sem er í Reykjavík, á Akureyri
eða Isafirði, kemur sveitamaður-
inn í Ijós. Við þurfum nokkrar
aldir í viðbót til að meðtaka borg-
armenningu, erum enn milli vita
en stundum býsna góð í að láta
eins og við séum heimsvön. Ut-
lendingar láta jafnvel blekkjast.
Þótt við séum þannig ein þjóð,
með dálitlu kryddi frá Póllandi,
Thailandi og fleiri löndum allra
síðustu árin, er aragrúi af fólki
sem tönnlast á fullyrðingum eins
og þeim að í landinu búi tvær
þjóðir. Þá er venjulega verið að
vísa til þess að til sé ríkt fólk og
fátækt fólk á Islandi, eins og í
öllum öðrum löndum veraldar.
Eða þá að aðstæður á höfuð-
borgarsvæðinu séu aðrar en á
landbyggðinni.
Þetta þjóðatal er fáránlegar
ýkjur, orðaval sem veldur því að
lokum að orðið þjóð verður
merkingarlaust og eykur kryt
að óþörfu. Nógu erfitt er samt
að komast að einhverju sam-
komulagi um það hvemig skil-
greina beri þjóð þótt við séum
ekki að rækta með okkur fals-
hugmyndir af þessu tagi og nota
orðið þjóð eins og barefli í hags-
munabaráttu.
Hvar lýkur þessum kæruleys-
islega leik með orðið þjóð? Kon-
ur eru gerólíkar körlum, verður
stofnað hér sérstakt lýðveldi
kvenþjóðarinnar og annaðfyrir
karla? Eiga sjúkraliðar á Islandi
eftir að stofna eigið ríki, lýsa því
yfir að þeir séu ofsótt þjóðarbrot
og vísa til þess að launin þeirra
séu lægri en hjá læknum?
Tímabært er að gera uppreisn
gegn þessu þjóðatali og hvetja
þá sem vilja jafna kjörin í land-
inu eða bæta hlut landsbyggðar-
innar til að íhuga sinn gang.
Vafalaust gengur sumum gott
eitt til þegar þeir segja Islend-
inga í strjálbýli vera af öðru
þjóðemi en Reykvfldnga. Fólk á
fámennum stöðum sem sér fast-
eignir sínar hrynja í verði vegna
byggðaþróunar eigi skilið að-
stoð, eitthvað verði að gera. Og
sumir nota þessi stóru orð í ör-
væntingu vegna þess að þeir eru
sjálfir í þessum spomm, finnst
framtíðin svört. En frasar sem
em augljóslega út í hött duga
ekki og brengla veruleikann.
Sé það ætlunin að vekja sam-
úð meðal fólks á suðvesturhom-
inu er það kolröng aðferð að
reyna að búa til sektarkennd
þar. Nær væri að minna á og
treysta samkenndina - og hætta
að reyna að kljúfa eldspýtuna.
Play-
Station
2 í mars
PlayStation er vinsælasta leikja-
tölva heims þó hún sé komin til
ára sinna. Sega, sem var í eina tíð
helsti keppinautur Sony á leikja-
tölvumarkaði, sendir frá sér á
nlstunni Dreamcast-leikjatölvu
sína, en Sony bregst við með því
að iækka verulega verð á PlaySta-
tion og kynna nýjar vél, PlaySta-
tion 2. Fyrir stuttu voru fyrstu
myndir birtar af PlayStation 2 og
frekari upplýsingar gefnar um
tölvuna. Nýjustu fréttir herma þó
að hún komi ekki eins snemma á
markað og áður var talið.
Samkvæmt fréttum frá Japan
kemur nýja PlayStation töivan á
markað 4. mars á næsta ári í Jap-
an, en áður var talið að hún yrði
tilbúin fyrir jól. Tölvan verður síð-
an sett á markað í öðrum Asíu-
löndum næsta sumar og loks í
Evrópu og Bandaríkjunum næsta
haust.
Austur í Japan mun tölvan
kosta um 27.000 kr., en þeir Sony-
menn hyggjast dreifa milljón ein-
tökum fyrstu vikuna. Um líkt leyti
og fyrstu myndir voru birtar af
nýju tölvunni sendi Sony frá sér
ýmsar fréttir af hugbúnaði og
möguleikum sem fylgja munu.
Meðal þess sem þar er nefnt er að
hægt verður að fá viðbót við tölv-
una til að tengjast Netinu, sérstök
þjónusta verður sett upp til að
dreifa efni yfir Netið, 8 MB
minniskort verða til fyrir vélina
og ný gerð af hliðrænum
stýripinna.
Engum fregnum fer af Dolphin,
nýrri leikjatölvu Nintendo, öðrum
en að hún kemur á markað fyrir
jól 2000.
Risadiskur
frá Sharp
ÞAÐ ER rétt svo að notkun á
DVD-diskum sé orðin almenn að
nýr gagnavistunarstaðall lítur
dagsins ljós. A DVD-disk má
koma hálfu fimmta gígabæti af
gögnum, en 40 sinnum meira á
diskana nýju.
Nýju gagnadiskarnir eru upp
runnir í tilraunastofum Sharp og
fyrirhugað að tæknin verði
markaðshæf á næstu tveimur ár-
um eða svo. Diskarnir eru tals-
vert stærri um sig en hefðbundn-
ir DVD-diskar, 30 cm, eða 12“,
líkt og vínylbreiðskífa. A hvem
disk má rita 200 gígabæti af
gögnum, sem samsvara myndi
um 40 kvikmyndum í fullri lengd.
Til höfuðs Office-
hugbúnaðarvöndlinum
VINSÆLASTI hugbúnaðarvönd-
ull heims er Office-vöndull
Microsoft. Ymsir hafa reynt að
etja kappi við Office en ekki haft
erindi sem erfiði. Sum fyrirtæki
hafa þó náð bærilegri stöðu, til að
mynda Star Office-hugbúnaðar-
fyrirtækið sem náði á síðasta ári
30% markaðshlutdeild í Þýsjka-
landi með Star Offíce-vöndul sinn.
Það þótti því saga til næsta bæjar
þegar Sun-tölvurisinn keypi fram-
leiðanda Star Office, Star Divison,
og lýsti því yfir að framvegis væri
vöndullinn öllum ókeypis. Viðtök-
urnar létu ekki á ser standa, á
fyrstu tíu dögunum sóttu 250.000
manns sér eintak.
Star Office hefur lengi verið
ódýr hugbúnaður og til að mynda
ókeypis til heimilisbrúks og fyrir
skólanema, en ákvörðun Sun um
að gefa hann frjálsan og hverjum
sem er kost á að dreifa honum án
endurgjalds kemur eins og köld
vatnsgusa framan í frammámenn
Microsoft, enda tekjur af Office
drjúgur hluti af gríðarlegum
hagnaði Microsoft. Meira.Jiangir
þó á spýtunni, því forritarar Star
hafa verið að vinna að nýjum
vöndli, StarPortal, sem er sér-
hannaður til að keyra yfir net og
vinna með nettölvum og viðlíka
einföldum biðlurum.
Star Office-vöndullinn hefur
fengið prýðilega dóma og segir
sitt að hann skuli hafa náð þriðj-
ungs markaðshlutdeild í Þýska-
landi. Honum svipar um margt til
Office-vönduls Microsoft og getur
til að mynda unnið með skjöl sem
eru á MS Office-gagnasniði, lesið
þau og vistað. Áþekk forrit eru í
vöndlinum, glæruforrit, töflu-
reiknir, teikniforrit og ritvinnslu-
forrit.
Sun og Microsoft hafa löngum
eldað grátt silfur saman og segja
sumir að fjandskapurinn milli fyr-
irtækjanna sé ekki bara viðskipta-
legs eðlis. Hvað sem því líður hef-
ur Sun reynt ýmislegt til að
bregða fæti fyrir Microsoft, síðast
með nettölvunni svonefndu, sem
hefur þó sótt í sig veðrið undan-
farið innan fyrirtækja. Nýjasta út-
spil Sun telja margir lið í nettölvu-
átaki fyrirtækisins enda hefur
skortur á öflugum hugbúnaði
meðal annars staðið nettölvunni
fyrir þrifum. Star Office-vöndull-
inn er að vísu ætlaður fyrir ein-
menningstölvur líkt og MS Offiee,
en væntanleg útgáfa Star Office,
StarPortal, sem verður ókeypis
líkt og StarOffice, er ætluð fyrir
nettölvur og smærri tæki, því
vinnslan fer að stórum hluta fram
á miðlægri móðurtölvu og þarf
bara einfaldan biðlara til sam-
skipta við móðurtölvuna. Þannig
sýndi Sun í vikunni Java-vædda
PalmPilot-lófatölvu sem keyrði St-
arPortal-vöndulinn á móðurtölvu.
Meðal kosta StarOffice að mati
Sun-liða er að vöndullinn er til
fyrir öll helstu stýrikerfi, Sun Sol-
aris og Linux þar með talin, og
vitanlega einnig fyrir Windows.
Office-vöndull Microsoft er aftur á
móti aðeins til fyrir Windows og
MacOS og að sögn Microsoft-
manna er gluggaumhverfi í Linux
einfaldlega ekki nógu traust og
öflugt til að það borgi sig fyrir fyr-
irtækið að setja saman Linux-út-
gáfu.
Eins og getið er er StarPortal
ætlað fyrir nettölvur og álíka tæki,
en með því að byggja á Java-stuðn-
ingi má gera því skóna að netþjón-
ustur eigi eftir að bjóða gestum
sínum ókeypis aðgang að hugbún-
aðinum sem viðkomandi myndi þá
keyra í vafra sínum og losna við að
kaupa sér. Um líkt leyti og Sun
kynnti kaupin á Star lýsti það því
yfir að hugbúnaðurinn yrði opinn
öllum til dreifingar og endurbóta,
þó Sun hefði síðasta orðið í öllum
viðbótum eða nýjungum. Einnig
verður stefnan tekin frá því gagna-
sniði sem Star notar í dag og kúrs-
inn tekinn í átt að XML, þó fram-
vegis sem hingað til verði stuðning-
ur við gagnasnið MS Office.
Þó ekki séu miklar líkur á að
Microsoft missi yfirburðastöðu
sína á markaðnum með Office-
vöndulinn er erfítt að keppa við
hugbúnað sem er ókeypis, líkt og
Microsoft sannaði svo eftirminni-
lega í slagnum við Netseape.
Þannig gæti Star Office og St-
arPortal orðið til þess að því takist
ekki sú ætlan að vera ráðandi á
lófatölvu- og farsímamarkaði líka,
en á því sviði telja menn að mestir
tekju- og vaxtarmöguleikar séu á
næstu árum og áratugum. Til við-
bótar við StarPortal hefur Sun
annað tromp í erminni sem er
Jini-tæknin og þegar við bætist að
allir helstu farsímaframleiðendur
hafa alfarið hafnað Windows CE
virðist sem Microsoft-menn þurfi
að hörfa og endurskipulegga lið
sitt.