Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGAKDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stór aur- og grjótskriða féll úr fjallinu Tó rétt ofan við bæinn Tóarsel Mildi að ekki varð manntjón Morgunblaðið/Þorkell Skemman, sem slóð um 20 metra fyrir ofan íbúðarhúsið, eyðilagðist er aurskriðan féli á hana og hænsnakofi, sem stóð fyrir ofan skemmuna, jafnaðist við jörðu og drápust allar hænurnar, tíu talsins. FJÖLMARGAR aur- og grjótskrið- ur féllu úr fjallinu Tó í Norðurdal um 20 km inn af Breiðdalsvík í gær. Stærsta skriðan féll rétt ofan við bæinn Tóarsel og þykir mesta mildi að ekki hafi orðið manntjón, en mannvirki skemmdust mikið og eyðilagðist um 100 fermetra skemma sem stóð um 20 metra fyrir ofan íbúðarhúsið, en hún bjargaði líklega lífi ábúendanna. „Það má í raun segja að það hafi verið keðja af tilviljunum, sem bjargaði íbúðarhúsinu og gamla fjósinu, sagði Stefanía Hávarðsdótt- ir, húsmóðir á Tóarseli." „Það er eins og lánið hafi leikið við okkur í óláninu," sagði Hörður Gilsberg, bóndi á bænum. Þau hjón Stefanía og Hörður, sem eru svo að segja nýflutt að Tó- arseli, en þau tóku þar við búskap í vor, voru bæði í fastasvefni þegar ósköpin dundu yfir. Heyrði urg, sarg og hvin „Eg vaknaði við eitthvert högg og fór að velta því fyrir mér hvað hefði eiginlega fokið á húsið, en komst síðan að því að úti var ekk- ert rok,“ sagði Stefanía. „Síðan heyrði ég urg, sarg og hvin og rauk upp úr rúminu og er ég leit út um stofugluggann sá ég saman- rúllaða þakplötu. Eg kallaði því á manninn minn og sagði honum að skemman væri komin heim að húsi, en hann hefur eflaust hugsað með sér að ég hlyti að verða orðin eitthvað biluð - fyrst fjúka þak- plötur í logni og síðan skemman komin heim að húsi.“ Er betur var að gáð kom í ljós að heljar aurskriða hafði fallið úr fjall- inu, beint fyrir ofan íbúðarhúsið og á skemmuna. Skemman kom því í veg fyrir að húsið kaffærðist í aur og drullu, því aurskriðan rann báð- um megin við húsið og langt niður í átt að Norðurdalsá, sem er um 100 metra fyrir neðan bæinn. Gamalt fjós er áfast íbúðarhúsinu og slapp það einnig tiltölulega vel við skemmdir. Hörður sagðist hafa tekið þessu afar rólega, en Stefanía sagðist hafa gengið um gólf í þrjá tíma og grátið. „Eg byrjaði á að fara inn í fjós að athuga með hundana tvo, Dúllu og Lillu, en fann bara Dúllu,“ sagði Hörður. „Lilla hafði aftur á móti skriðið inn í lítið skot inni í fjósi og fannst því ekki fyrr en klukkan 11 í morgun (gærmorgun), en aðeins sást í skottið á henni, sem stóð út úr skotinu. Skemman bjargaði lifi ábúenda Eg er ekki enn farinn að gera mér grein fyrir því hvað þetta er rosalegt, en það er alveg ljóst að ef skemman hefði ekki verið þarna værum við varla til frásagnar." Að sögn Stefaníu hefur verið búið á Tóarseli síðan 1912 og stóð íbúð- arhúsið fyrst um sinn þar sem skemman var. Aðspurður sagðist Stærsta skriðan, sem féll úr fjallinu Tó í Norðurdal inn af Breiðdalsvík í gær, féll fyrir ofan bæinn Tóarsel. Hörður vita um eitt tilfelli er fallið hafði aurskriða við bæinn, en það hefði verið fyrir um 40 til 50 árum. Skriðan, sem féll í gær, var það öflug að auk þess að leggja skemm- una hreinlega í rúst, mokaði hún jeppa, dráttarvél, heyvagni og öðru lauslegu tugi metra í átt að bæn- um, en Hörður sagði að eflaust hefði þetta hægt eitthvað á skrið- unni. Fyrir framan íbúðarhúsið stóð lít- il, 25 manna, Benz-rúta og tók hún á sig mikinn aur og varnaði því að skriðan spýttist inn í íbúðarhúsið og gamla fjósið, en viðbygging eyði- lagðist að hluta við höggið er rútan lenti á henni. „Ég má þakka fyrir það hvað maðurinn minn er þrár því í allt sumar hef ég verið að biðja hann um að færa rútuna," sagði Stefanía. „Þegar maður horfir á stórgrýtið fyrir ofan skemmuna getur maður í raun ekki verið annað en ánægður með að hún hafi verið þarna,“ sagði Hörður. Hörður sagðist ekki gera sér fulla grein fyrir því hversu tjónið væri mikið, en allt væri þetta tryggt. Hann sagði að á mánudaginn kæmi maður frá Viðlagatryggingu íslands til að meta skemmdirnar. „Skemman er náttúrlega ónýt sem og mikið af heyi, sem stóð í rúllum fyrir ofan hana. í skemm- unni var timbur og plötur, bæði í íbúðarhúsið og fjárhúsið. Þar var einnig dráttarvél í varahluti og mik- ið af verkfærum og líklega er þetta allt ónýtt, sagði Hörður. Að sögn Harðar drápust 10 hæn- ur, en hænsnakofinn var fyrir ofan skemmuna, þar sem skriðan féll. Ekki farinn að spá í framhaldið „Landið, þar sem skriðan féll, var virkilega gróið og fallegt og þar var allt fullt af sauðfé í gær (fyrradag) en ég veit samt ekki til þess að neitt af því hafi drepist. Aðspurður sagðist Hörður ekki enn vera farinn að spá í framhaldið. „Maður veit ekki hvort þessi at- burður muni hafa áhrif á framtíð okkar hér, en eitt er víst að ekki verð ég hér nema ég fái eitthvert hey, stór hluti af vetrarforðanum er ónýtur,“ sagði Hörður. Nokkuð gestkvæmt var hjá þeim hjónum Herði og Stefaníu í gær, en sveitungar lögðu leið sína til þeirra þeim til hughreystingar. Þá komu einnig menn frá Björgunarsveit SVFI í Breiðdal á staðinn til að festa allt lauslegt, en spáð er all- hvössum vindi á þessum slóðum í dag. Fjöldi aurskriðna féll á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Tjónið talið skipta milljónum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sex skriður féllu í sunnanverðum Eskifirði og var sú stærsta í neðanverðum Hólmaháisinum, á móts við bæ- inn. Vegagerðarmenn voru önnum kafnir í gær við að opna leiðina yfir vatnselg og aur. Aurskriður og vatnaskemmdir á Austfjörðum FJÖLDI aurskriðna féll í fyrrinótt á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarð- ar, sú stærsta tæpur hálfur kíló- metri á breidd, en þær minnstu nokkrir tugir metra á breidd. Þjóð- vegurinn fór ekki í sundur en yfir hann flæddi, meðal annars hjá Sel- árbrú, þannig að loka þurfti honum. „Við erum að reyna að hemja vatns- elginn og koma honum aftur undir brúna með hjálp beltagröfu og fleiri tækja,“ segh- Guðjón Þórarinsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Hann segir tjónið skipta milljónum króna. Skriðurnar féllu á um tveggja kílómetra kafla milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Það komu tvö hlaup þarna niður, um það bil 100 til 150 metrar á mOli þeirra, en þegar þau komu í sjó fyrir neðan veginn sameinast þau í rúmlega hálfs kíló- metra breiða skriðu. Það eru feikn- arlegar skemmdir á hlíðinni," segir Guðjón. Feiknarlegar skemmdir Þjóðvegurinn milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar lokaðist um klukkan fimm í fyrrinótt og var ekki opnað- ur aftur fyrr en um klukkan 13.30 í gær, en að sögn Guðjón var líklegt að loka þurfi veginum aftur, þar sem vatnsrennur við veginn voru yf- irfullar af aur og drullu. „Það er búið að rigna mikið und- anfama daga og keyrði um þverbak í nótt [fyrrinótt], með þessum af- leiðingum. Flóð hafa fallið á þessum slóðum áður, en það er langt síðan þau hafa verið svona stór, sennilega ekki síðan um 1950 þegar aurflóð féll við Hólma, eða fyrir tæpri hálfri öld. Við reynum að bjarga þessu þannig að umferðin gangi sæmilega vel og vatnið komist með einhverj- um hætti meðfram veginum, í þær rennur sem enn taka við. Við höfum hins vegar átt í erfiðleikum með að komast að rennunum, vegna aur- flóðanna," segir hann. Fjöldi ökumanna beið eftir að vegurinn opnaðist fyrir hádegi í gær, sitt hvorum megin við skrið- urnar, en tilkynnt var um lokanir snemma í gærmorgun. Ekki er hins vegar vitað um tjón á ökutækjum eða meiðsli á fólki vegna skriðanna. Um tíu manns á vegum Vegagerð- arinnar unnu við að opna og lagfæra veginn og var notast við sjö stór- virkar vinnuvélar og vörubíla. Á sjö- unda tímanum í gærkvöldi var nán- ast hætt að rigna og mat manna að vegirnir væru orðnir sæmilega fær- ir, að sögn Guðjóns. Geysileg vinna eftir „Við erum búnir að ná grjóti og aur nær öllum af veginum og beina vatninu að mestu í burtu, þó ekki al- i veg. Þama eru þó ennþá skemmdii' | í köntum og víðar og menn verða að í aka með gát. Það er geysilega mikil j vinna eftir og viðgerðarkostnaður- inn mun nema milljónum króna,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.