Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM L LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 77 Breski poppsöngvarinn Robbie Williams hélt tónleika í Höllinni í gærkvöldi. Hann ámiklum vinsældum að fagnaí Bretlandi og verður fróðlegt að sjá hvernig hann fellur í kramið hjá íslenskum ungmennum. Pétur Blöndal átti símaviðtal við hann sem Ein vinsælasta lækningajurt heims eilsuhúsið SkólavörBustíg, Kringlunni, Smöratorgi fékk óvæntan endi. OLINMÆÐI er ekki sterkasta hlið söngvarans Robbie Williams. Hann gekk út úr viðtali við NME eftir aðeins fimm mínútna spjall og það var ekki út af neinu sem blaða- maðurinn sagði. Hann áttaði sig bara á því að hann hefði aldrei átt að leyfa viðtalið; hann var ekki upplagður. Það er því enginn hægðarleikur að búa sig undir viðtal við þennan vinsælasta söngvara Bretlandseyja. Blaða- maður náði tali af Williams þar sem hann var á hraðbraut í Berlín og eftir að hafa farið í gegnum nokkra aðstoðarmenn var goðið sjálft á línunni. Einhvem veginn atvikaðist viðtalið svona. Hvar ertu staddur íheiminum? „Eg er svo sannarlega í heimin- um núna,“ svarar Williams og virðist í góðu skapi. „Ég er í Berlín, aftan við vörubíl á leið á hótelið.“ Hefurðu gert þér einhverja mynd af íslandi íhugarlund fyrir komuna hingað? Alls ekki,“ svarar hann. „Ég var einmitt að velta þessu viðtali fyrir mér áðan því þetta er eitt af fáum löndum í heiminum sem ég hef ekki komið til. Ég veit að Björk er frá ís- landi og að þarna eru hverir; eru þeir ennþá heitir?" Þeir eru heitir árið um kring. „Það er gott,“ svarar hann og virðist ánægður - ennþá. „Eru einhverjir þeirra í Reykjavík?" Ekki í borginni sjálfri en í grennd við Reykjavík. „Hvað er það langur akstur?“ Ætli það sé ekki hálftími ... Mér skilst að þú sért að fara í ævintýraferð upp á Langjökul. „Það er þá í fyrsta skipti sem ég heyri af því,“ svarar hann og hefur ekki fleiri orð um það. ú er þetta síðasti liður tónleikaferðar um Evr- ópu; við hverju megum við búast á tónleikunum,? spyr blaðamaður. „Tónlist,“ svarar Robbie Willi- ams þykkjuþungur. Og það á eftir að þykkna meira yfir höfuðborg Þýskalands. Eftir að þú hættir í Take That og náðir vinsældum upp á eigin spýtur; hefur þú tekið öðmvísi á frægð- inni og því sem henni fylgir? „Hvað heldur þú,“ svarar Williams. S g myndi halda að þú værir þroskaðri og reynslumeiri, svarar blaðamaður og reynir að setja sig í spor viðmæl- andans. „Frægðin er sú sama og þeg- ar ég var með Take That,“ svar- ar hann þá. „En að þessu sinni geri ég allt á mínum hraða. Ég sem lögin með Guy Cham- bers. Ég hef síðasta orð- ið í allri ákvarðanatöku.“ Afhverju tókstu þá ákvörð- un að hætta í Take That og hefja sólóferil? „Þú getur fundið svarið við þessu í einhverju gömlu viðtali,“ svarar Williams stuttlega. „Ég veit ekki til þess að það hafi birst við þig viðtöl í íslensk- um fjölmiðlum og þetta er því nýtt fyrir íslenskum lesendum,“ svarar blaðamaður en Williams bregst þolinmæðin til að halda viðtalinu áfram og slítur símtalinu. Fólk, viðtöl, dagskrá Dagskrárblað Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuð. í blaðinu er einnig að finna viðtöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsend- ingar frá íþróttavióburðum og fjölmargt annaó skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! XWct ib f * skm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.