Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Daði Guðbjörnsson sýnir olíumálverk í Listasafni ASI
Ljóðræn lýs-
ing hins flókna
nútíma
Daði Guðbjörnsson listmálari segist
reyna að lýsa hinum flókna nútíma á
Ijóðrænan og persónulegan hátt án þess að
_____reyna að einfalda myndmálið._
Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við Daða
í tilefni af sýningu hans sem opnuð verður í
------------7---------------------
Listasafni ASI við Freyjugötu í dag.
Morgunblaðið/Kristinn
Daði Guðbjömsson með Gullkálfinn, í bakgrunni.
Á SÝNINGUNNI eru tuttugu olíu-
málverk unnin á síðastliðnum
tveimur árum. Daði segir að
myndlist hans sé þannig að það
verði einfaldlega að skoða hana.
„Myndin er þama á striganum og
þú getur lesið hana þar. Það væri
hægt að skrifa helling í kringum
hana, það er viðbót sem er af hinu
góða en hún er ekki bráðnauðsyn-
leg. Besta myndlistin sem ég veit
um er mynd sem ég horfi á og
dregst að, ég veit ekkert um hana
en sé að hún er athyglisverð," segir
hann.
„Þegar ég bytjaði var ég mjög
hrár í framsetningu og expressjón-
ískari en ég er núna. Síðan hef ég
smám saman verið að endurvinna
myndheiminn og er meira að
spekúlera í ljósi, litum og stemmn-
ingum í kringum það. En þessi
myndlist mín byggist mikið á hug-
myndum og er unnin mjög meðvit-
að,“ heldur Daði áfram.
Hann segir það áberandi í mál-
verkinu nú að fólk leggi meira upp
úr vönduðum vinnubrögðum en áð-
ur. „Málarafagið er á mikilli upp-
leið, mér finnst margt af þessu
unga fólki sem hefur verið að koma
fram á síðustu árum vera mjög fag-
legt og vinna vel.“
Merkingarleysi
orðsins myndlist
í kynningu á sýningunni hefur
Daði skrifað að hann reyni að „lýsa
hinum flókna nútíma á ljóðrænan
og persónulegan hátt, án þess að
reyna að einfalda myndmálið og
kveðja þannig öldina á tímum þar
sem orðið myndlist hefur ekki
neina sérstaka merkingu". Hvað á
hann við með þessu? „Nútímalista-
menn hafa sumir hverjir farið út í
það að reyna að búa til mjög ein-
falda hluti; einn hlut, einfaldan flöt
eða eitthvað slíkt, og svo búa þeir
til fílósófíur í kringum það. Það er
hægt að skrifa langar ritgerðir um
hvernig það kemur til en það sem
ég hef meiri áhuga á er að gera
mynd eins og skáldskap, búa til
stemmningu kringum hlutina. Eg
vil skapa einhvem heim eða raun-
veraleika sem er einskonar tál-
mynd, en ekki reyna að einfalda og
taka út úr,“ segir hann og bætir svo
við: „Þegar ég var í Myndlista- og
handíðaskólanum var ég í ein-
hverju sem hét nýlistadeild. Þá
spiluðu menn kannski tónverk og
sögðu að það væri myndlist, svo
kom sá næsti með performans eða
leikrit og þá var það líka myndlist,
allt bókstaflega gat verið myndlist.
Þess vegna finnst mér orðið myndl-
ist ekki hafa neina sérstaka merk-
ingu lengur. Þess vegna hef ég titl-
að mig listmálara. En ég er hættur
því núna vegna þess að úthlutunar-
nefndimar vilja af einhverjum
ástæðum frekar láta mann hafa
pening ef maður kallar sig mynd-
listarmann, það er miklu vænna
fyrir svona nefndir. Þannig að þeg-
ar ég sæki um eitthvað þá titla ég
mig alltaf myndlistarmann - en það
tók mig tíu, tuttugu ár að sjá í
gegnum þetta,“ segir Daði, sem
enn er þó skráður listmálari í síma-
skránni.
Mjög margir komnir inn í
fagið en alltaf jafnfáir útvaldir
Hann vísar því á bug sem alger-
um misskilningi að allir séu á móti
málverkinu og málurum, eins og
margir hafa viljað vera láta að und-
anförnu. „Eg held að málverkið sé
síður en svo úti núna, þannig að ég
held að þetta sé allt byggt á tómum
misskilningi. Málverkið er ennþá
það form sem er langmest sýnt og
selt. Það eru hins vegar komnir
mjög margir inn í fagið en það era
alltaf jafnfáir útvaldir. Eg á mjög
marga kollega sem eru að mála og
vissulega gengur sumum betur en
öðram. Þeir, sem gengur ekki jafn
vel, taka því margir hverjir af mik-
illi karlmennsku, og bíta á jaxlinn
og standa með sjálfum sér, vitandi
það að þeir eru að gera hluti sem
era heiðarlegir og góð myndlist og
einhvern tíma verða þeh- metnir,
þó að fólk bíti ekki á það í dag. Eg
hef sjálfur lent í því að það koma
svona tímabil. Fólk var til dæmis
ekkert rosalega hrifið af því sem ég
var að gera fyrst þegar ég var að
byrja.“ Sýningin, sem er í Ásmund-
arsal og Gryfju Listasafns ASI við
Freyjugötu, verður opnuð kl. 16 í
dag og stendur til 3. október nk.
Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18. Einnig má
sjá nokkur af verkum Daða á
heimasíðu hans en slóð hennar er
www.mmedia.is/he.art.dadi.
Trúarleg
tónlist úr ýms-
um áttum
Morgunblaðið/Kristján
BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari halda Ijóðatónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á
morgun sunnudag.
Nýjar plötur
• NÚ ljómar vorsins Ijós er með
söng Skagfírsku söngsveitarinnar
í Reykjavik. Heiti plötunnar er
fengið að láni úr ljóði Jóns frá Ljár-
skógum sem heitir Stúlkan mín, en
lagið er eftir söngstjóra kórsins,
Björgvin Þ. Valdimarsson. Skag-
firska söngsveitin í Reykjavík hef-
ur sungið fjölmörg lög eftir stjóm-
anda kórsins, en á plötunni flytur
kórinn, ásamt einsöngvurum og
hljóðfæraleikuram, sjö lög eftir
hann. Auk laga Björgvins era ýmis
þekkt lög, m.a. eftir Eyþór Stef-
ánsson, Sigurð Þórðarson og Sig-
valda Kaldalóns. Helstu ljóðahöf-
undar era Tómas Guðmundsson,
Davíð Stefánsson, Jónas Hall-
grímsson, Jón frá Ljárskógum og
Bjarni Stefán Konráðsson. Ein-
söngvarar með kórnum eru Óskar
Pétursson, Guðmundur Sigurðs-
son, Kristín R. Sigurðardóttir og
Þorgeir J. Andrésson. Píanóundir-
leik annast Sigurður Marteinsson
og Vilhelmína Ólafsdóttir.
Útgefandi er Skagfirska söngs-
veitin en Japis sér um dreifingu.
Verð: 1.999 kr.
------4^*------
50. sýningin
ABEL Snorko býr einn eftir Eric-
Emmanuel Schmitt verður sýnt í
fimmtugasta sinná litla sviði Þjóð-
leikhússins í kvöld Leikendur era
Arnar Jónsson og Jóhann Sigurð-
arson. Kristján Þórður Hrafnsson
þýddi, leikmynd og búninga hann-
aði Hlín Gunnarsdóttir, lýsingu Ás-
mundur Karlsson og leikstjóri Mel-
korka Tekla Ólafsdóttir.
♦ ♦ ♦--
Sýningu lýkur
Geröarsafn
TEXTILFÉLAGIÐ stendur að
viðamikilli sýningu í öllum sölum
Gerðarsafns í Kópavogi. Sýningin
er opin alla daga frá 12-18 og er síð-
asti sýningardagur sunndaginn 19.
september.
BJÖRG Þórhallsdóttir sópran-
söngkona og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari hafa verið á ferð um
landið að undanförnu og haldið
ljóðatónleika, bæði á Norður-
landi, Austurlandi og síðast í gær
í Stykkishólmskirkju á Snæfells-
nesi. Á morgun sunnudag, sækja
þau höfiiðborgarsvæðið heim og
halda ljóðatónleika í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði kl. 17.00.
Björg og Daníel flytja trúarlega
tónlist úr ýmsum áttum en þau
fluttu þessa dagskrá fyrst við
setningu Kristnitökuhátíðar í
Akureyrarkirkju síðastliðið vor.
Björg og Daníel hafa komið fram
á tónleikum víða um land en
þetta er í fyrsta sinn sem Björg
kemur fram á tónleikum á höfuð-
borgarsvæðinu en víst er að
margir bíða spenntir eftir að
heyra hana syngja.
„Ég hlakka mikið til að syngja
fyrir fólkið á höfuðborgarsvæð-
inu,“ sagði Björg er Morgunblað-
ið hitti þau Daníel að máli. „Það
er líka sérstaklega gaman fyrir
mig að halda tónleika undir þess-
um formerkjum.þar sem það er
mér eðlislægt að syngja trúar-
lega tónlist, bæði er ég hjúkrun-
arfræðingur að mennt og eins
vegna rníns uppeldis í kirkjum,“
sagði Björg en faðir hennar heit-
inn, Þórhallur Höskuldsson, var
prestur á Akureyri.
Á efnisskránni er sem fyrr
segir eingöngu trúarleg tónlist,
sem spannar yfir 300 ár í tónlist-
arsögunni. Meðal höfunda eru
Árni Thorsteinsson, Sigvaldi
Kaldalóns, Jón Leifs, Handel,
Schubert, Dvorák, Barber og
Copland.
Daníel sagði tónskáldin nálg-
ast tónlistina á annann hátt þeg-
ar hún væri trúarlegs eðlis og
eins og þeir skynjuðu einhvern
annarskonar þráð. Tónlistin yrði
einlægari og opnari og lyfti í
hæðir. „Það eru í raun for-
réttindi að fá að halda heila tón-
Ieika eingöngu með trúarlegri
tónlist, því maður nær til áheyra-
ndans á allt annan hátt,“ sagði
Daníel.
Gólaði á
kirkjuloftum
Björg lauk þriggja ára námi
við Konunglega Tónlistarháskól-
ann í Manchester á Englandi síð-
astliðið vor en áður hafði hún
stundað söngnám við Tónlistar-
skólann á Akureyri. „Ég byrjaði
snemma að syngja en hóf ekki
söngnám fyrr en árið 1991. Frá
blautu barnsbeini gólaði ég á
kirkjuloftum og naut góðs af.
Það hefiir reynst mér gott vega-
nesti.“
Á námstímanum í Manchester
var Björg svo lánsöm að njóta
góðs stuðnings að heiman. Ann-
ars vegar hlaut hún styrk frá
breska sendiráðinu á Islandi til
náms við skólann og hinsvegar
styrk úr Söngmenntasjóði Mari-
nós Péturssonar, sem er einn
stærsti styrkur sem veittur er
söngvurum á Islandi.
Björg er á leiðinni út aftur, þar
sem hún hyggst reyna fyrir sér
hjá ýmsum umboðsmönnum og
óperuhúsum, auk þess sem hún
tekur einkatíma í vetur.
„Ég ætla að nota tímann til að
undirbúa mig fyrir áheyrnarpróf
m.a. með því að auka við „reper-
toirið“, læra nýjar rullur og
sækja mér sem fjölþættasta
reynslu.. Mér er sagt að þetta sé
harður heimur en það verður
spennandi að skoða hann og ég
hlakka til að takast á við hið
óþekkta."
Björg sagði möguleika sína á
að komast að hjá óperuhúsi
mesta í Þýskalandi en þar væru
120 óperuhús, auk þess sem hún
taldi sína rödd henta vel þar í
landi. Björg sagði að mun færri
óperuhús væru á Englandi, íta-
líu, Frakklandi eða Austurríki og
markaðurinn því lokaðri í þeim
löndum.
Hefur líka tíma
fyrir sjálfan sig
Daníel er búsettur á Akureyri
og kennir við Tónslistarskólann
og Háskólann á Akureyri, þess á
milli hugar hann að list sinni,
eins og hann orðar það sjálfur.
„Akureyri er minn útgerðarstað-
ur og hér hef ég að mestu búið
frá því ég lauk píanónámi í Holl-
andi árið 1993. Kosturinn við að
búa á Akureyri er sá að hér hef-
ur maður líka tíma fyrir sjálfan
sig og það er afskaplega dýr-
mætt - að vera ekki í of miklu ati.
Náttúran hér gefur mér líka
mikið við mfna sköpun en það
var erfiðara að sækja kraftinn í
landslagið í Hollandi á námsár-
unum.“
Daníel sagði ýmislegt á döfinni
í vetur og í raun næg verkefni
framundan. „Maður reynir að
selja sér pósta með hæfilegu
miliibili en ef fyllist upp í götin
verður bara að taka því. Þá
stefnum við Björg að því að
halda okkar samstarfi áfram.
Það er haldið upp á kristnitöku-
afmælið í tvö ár, fram að páskum
2001 og við ráðgerum að fara
víðar um landið á því tímabili og
halda fleiri ljóðatónleika," sagði
Daníel.