Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tímenningarnir sem leitað var að við Landmannalaugar Átta af níu nemendum sem fóru í gönguferðina ásamt Helgu Jensdóttur, kennara sínum. Myndin er tekin um tíuleytið morguninn eftir ferðina. I hópinn vantar eina stúlku, sem var farin að baða sig í laugunum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson. Helga Jensdóttir kcnnari og Hjörtur Sigurðsson í herbergi skálavarðar í Landmannalaugum. Voru í fasta- svefni í skálanum í Hrafntinnuskeri EFTIR víðtæka leit við Land- mannalaugar í fyrrakvöld að kennara og níu 15 ára nemend- um úr Breiðholtsskóla, fannst hópurinn í fastasvefni í skálan- um í Hrafntinnuskeri kl. 2 um nóttina. Hópurinn skilaði sér ekki á tilsettum tíma í skála Ferðafélagsins við Land- mannalaugar eftir gönguferð og kallaði skálavörður út björgunarsveitir um kl. 21. Leitin hófst síðan á tólfta tím- anum í gærkvöldi. Hópurinn hafði hins vegar ekki fundið rétta leið að Landmannalaug- um og hélt því áfram að skál- anum í Hrafntinnuskeri. Skálavörður í Landmanna- laugum sagði að kennarinn sem fylgdi krökkunum hefði staðið rétt að öllum málum. Hún hefði greinilega ákveðið að taka ekki neina áhættu með hópinn, heldur fara beint í næsta skála. Helga Jensdóttir kennari, sem fylgdi nemendunum, er vön hálendisferðum og þekkir svæðið vel. Hún sagði að ætl- unin hefði verið að fara stuttan hring í Laugahrauni, en þar sem göngumenn hefðu verið hressir hefði verið ákveðið að ganga upp á Bláhnúk. Villtust í þoku „Þegar við komum yfir Brennisteinsöldu villtist ég, enda var þokan tekin að þétt- ast. Þegar ég áttaði mig á því ákvað ég að halda áfram eftir stikunum. Þetta tók okkur fjóra tíma og við vorum komin í skálann í Hrafntinnuskeri um kl. hálfsex.“ Helga sagði að þau hefðu kannski ekki verið alveg rétt klædd til að fara í svona ferð og sumir hefðu verið orðnir svolitið kaldir þegar í skálann var komið. Þeir náðu þó mjög fljótt upp hita í skálanum eftir að hafa fengið heitt að drekka, enda var húsið hlýtt og notalegt. „Um leið og við komum í Hrafntinnusker tókum við af okkur það sem blautt var og hengdum það til þerris og var mjög hlýtt í kofanum. Síðan fengum við okkur heitt te og ávexti í dósum sem við fund- um þarna og elduðum okkur pasta og hálfa dós af fiskiboll- um. Síðan lékum við okkur svolítið og Hjörtur las fyrir okkur skemmtilega sögu. Um níuleytið voru síðan vel flestir farnir að sofa.“ „Þá sá ég nú um hálfsex- leytið að það væri ekkert vit í að vaða áfram, þó að mér þætti það næstum verra. Ekki kom til greina að skilja þau eftir ein þó að ég gæti stokkið af stað sjálf, enda ekki hægt að skilja hópinn eftir forystu- lausan.“ Enginn súni í skálanum Helga segir aðstöðuna í skálanum í Hrafntinnuskeri hafa verið frábæra, en það sé þjóðinni til vansa að ekki sé hægt að skilja eftir öryggis- tæki eins og síma í skálanum. Þeim sé hreinlega stolið úr skálunum. „Það hefði aldrei þurft að kalla neinn út ef ég hefði klukkan hálfsex getað hringt í skálann í Landmannalaugum og sagt að við hefðum villst, værum öll í góðu formi.“ Þegar leitarmennirnir komu voru allir steinsofandi, en vöknuðu við heimsókn björg- unarsveitarmannanna. „Við létum þá ráða því hvort við yrðum áfram í skálanum eða létum þá flytja okkur yfir í skálann við Landmannalaug- ar. Við gátum alveg verið þarna og komið til baka dag- inn eftir,“ sagði Helga, en nið- urstaðan varð sú að allir voru fluttir um nóttina í skálann í Landmannalaugum og voru komnir þangað um kl. 5. Hjörtur Sigurðsson er einn nemendanna niu sem tóku þátt í ferðinni og sagði að þeir hefðu upplifað þetta sem smá- svaðilför. Þeir hefðu hins veg- ar aldrei fengið á tilfinning- una að þeir væru týndir eða villtir. Hann sagði að engum hefði orðið meint af og morg- uninn eftir hefðu allir verið orðnir frekar hressir. Að sögn Helgu stóðu krakkarnir sig allir frábærlega vel. Þá sagði hún að ekki mætti gleyma því að Björn, sam- kennari hennar, hefði haft í nógu að snúast við að hafa of- an af fyrir þeim 18 nemendum sem sátu í skálanum í Land- mannalaugum og höfðu áhyggjur af afdrifum félaga sinna. „Það var ekkert mál fyrir okkur að sitja í hlýjum skálanum og bíða. Það hefur örugglega verið mun erfiðara fyrir hina krakkana að vita ekkert um afdrif okkar í óviss- unni sem þar ríkti,“ sagði Helga. Helga vildi koma á framfæri kæru þakklæti til Flugbjörg- unarsveitarinnar á Hellu og Björgunarsveitarinnar Da- grenningar á Hvolsvelli fyrir skjót viðbrögð og fórnfúst starf. Einnig vildi hún þakka öllum þeim sem staddir voru í Landmannalaugum þetta kvöld og tóku þátt í leitinni. Félag íslenskra leikskólakennara Ursögn úr BSRB samþykkt FÉLAG íslenskra leikskólakenn- ara hefur samþykkt í atkvæða- greiðslu að segja sig úr BSRB og sækja um aðild að nýju kennara- sambandi. Björg Bjarnadóttir, for- maður Félags íslenskra leikskóla- kennara, segir ljóst af þessari nið- urstöðu að félagið mun ganga úr BSRB. A kjörskrá um úrsögn úr BSRB voru 1.275 leikskólakennarar og greiddu 785 atkvæði, eða 61,6%. Já sögðu 768, eða 97,8%. 1.348 voru á kjörskrá um aðild að nýju kennara- sambandi. Atkvæði greiddu 865, eða 64,2%. Já sögðu 828, eða 95,7%. A grundvelli niðurstöðunn- ar mun Félag íslenskra leikskóla- kennara ganga úr BSRB um næstu áramót. Þá sækir félagið um aðild að Kennarasambandi íslands á stofnþingi nýs kennarasambands 11.-13. nóvember næstkomandi. Björg segir að ekki verði ljóst með framhaldið íyrr en umsókn fé- lagsins hafí fengið umfjöllun þar. „Við höfum enga tryggingu fyrir því að við verðum samþykkt sem eitt af stofnfélögum nýs kennarafé- lags,“ segir Björg. ------------ Brotist inn í bíl við Laufásveg Tveimur trompetum stolið BROTIST var inn í bifreið sem stóð við vestanverðan Laufásvegi aðfaranótt fimmtudags og stolið úr henni tveimur trompetum ásamt fylgihlutum. Að sögn eigandans átti innbrotið sér stað milli kl. 1 og 7 um nóttina. Stórum steini vai- kastað inn um hliðarúðu farþega- megin og voru glerbrot úti um alla bifreiðina. Tekin var trompettaska sem lá í aftursætinu með tveimur trompetum. Um er að ræða at- vinnuhljóðfæri sem hafa mikið til- finningalegt gildi fyrir eigandann og er erfitt að bæta. Annað hljóð- færið er gulllitað en hitt silfurlitað. Þeim sem kynnu að hafa einhverj- ar upplýsingar um téð hljóðfæri er bent á að hafa samband við lög- regluna. Atkvæðagreiðsla um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar Andlát Ásakanir í borgar- RAGNAR ÞORSTEINSSON stjórn um tvískinnung í BÓKUN borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um tillögu borgarfulltrúa R-listans um almenna atkvæða- greiðslu meðal borgarbúa um framtíð Reylqavíkurflugvallar, sem lögð var fram á borgarstjómarfundi í fyrra- kvöld, segir að tillagan lýsi ótrúleg- um tvískinnungi. Borgarráð hafi fyrir tveimur vikum samþykkt samhljóða framkvæmdaleyfi vegna endurbóta a flugvellinum. Framkvæmdirnar grundvallist á deiliskipulagi um Reykjavíkurflugvöll sem samþykkt hafi verið með atkvæðum fulltrúa R- listans í borgarráði 15. júní sl. Með þeirri samþykkt ásamt samþykkt að- alskipulags Reykjavíkur til ársins 2016, sem afgreidd var fyrir tæpum tveimur árum, hafi staðsetning flug- vallarins í Vatnsmýri verið fest í sessi Út slripnlagstfmahilió ............... í bókuninni segir ennfremur að aldrei hafi við vinnu þessa máls kom- ið fram tillaga af hálfu fulltrúa R-list- ans að leitað yrði eftir afstöðu borg- arbúa. Það skjóti því skökku við nú að bjóða borgarbúum til atkvæða- greiðslu um málið. Þessi tillöguflutn- ingur sé því ekkert annað en sýndar- mennska og lágkúruleg tilraun borg- arfulltrúa R-listans til þess að víkja sér undan ábyrgð á ákvörðunum sín- um og varpa henni yfir á samgöngu- ráðherra. „Til að leggja grunn að skynsam- legri umræðu um þetta mikilvæga mál væri rétt að borgarstjórn Reykjavíkur í samvinnu við sam- gönguráðuneytið léti gera ítarlega athugun á mögulegum staðsetning- um flugvallar fyrir innanlandsflugið í framhaldi. af, þeirri vinnm-sem_ nú. stendur yfir um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Þegar slík at- hugun liggur fyrir er eðlilegt að borgarstjórn taki ákvörðun um fram- hald málsins,“ segir í bókun borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. í bókun sem Ingibjarg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lagði fram segir að tillagan feli það í sér að borgarstjórn Reykjavíkur lýsi yfir þeim vilja að bera framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni undir dóm borgarbúa. Með almennri atkvæðagreiðslu með- al borgarbúa að undangenginni mál- efnalegri umfjöllun sé von til þess að þetta mikilvæga skipulagsmál verði til lykta leitt með lýðræðislegum hætti. Ljóst virðist að sjálfstæðis- menn treysti ekki borgarbúum fyrir málinu og því hafí þeir ekki greitt at- kvædi með tillögunnL............... RAGNAR Þorsteins- son, fyrrverandi kenn- ari á Reykjaskóla, er látinn, 85 ára að aldri. Ragnar stundaði nám í ensku og enskum bókmenntum við Leeds University í Bretlandi. Hann hóf kennslustörf á Skaga- strönd og síðan kenndi hann við grunnskól- ann á Ólafsfirði í ellefu ár. Að því loknu kenndi hann í héraðs- skólanum á Reykjum í Hrútafirði frá árinu 1956 til ársins 1973 og í barnaskól- anum á Klébergi á Kjalarnesi árið 1975-1976. Að því loknu gerðist hann starfsmaður hjá Sakadómi Reykjavíkur og starfaði síðar hjá Rannsóknarlögreglu i-íkisins. ari og átti þær á um 1.270 tungumálum en hann gaf Þjóðarbók- hlöðunni safnið við opnun þess fyrir nokkrum árum. Þá stundaði Ragnar þýð- ingar, og þýddi bæði smásögur og heilar skáldsögur. Þar á meðal voru Útungun- arvélin eftir Nasov, 1976, Þegar pabbi var lítill eftir Alexander Raskin, 1976 og Sagan um Skápalinga eftir Michel Bond árið 1977, allar þýddar fyrir útvarp. Einnig þýddi hann Þá reiddust goðin eftir Henry Meyers árið 1979. Ragnar var kvæntur Sigurlaugu Stefánsdóttur og eignuðust þau . R.agnar. var þp.kktur. hihlínsafn-1 . nín börn,.þar af.em áttaá.lífi._
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.