Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 24

Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 24
gsp. 24 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ innakstur bannaður nema veflna áfylHngar og frágangs “V ■ Breyttir tímar, betra verð Það eru breyttir tímar á íslenskum matvöru- markaði. Kerfi heildsala og milliliða er á undan- haldi og nýir verslunarhættir halda innreið sína. Með tilkomu Aðfanga, sem kaupir inn vörur fyrir verslanir Baugs, hefur tekist að byggja upp dreifikerfi sem nýtir fjármagn og mannafla betur en áður. Geymslupláss og tæki eru nýtt til fullnustu og með nýjustu tækni er tryggt að vörur komist á réttan stað á sem stystum tíma með sem minnstum tilkostnaöi. Þetta er mikil breyting frá þeim tímum þegar hálftómir flutningabílar óku milli verslana með litlar pantanir. Stærðin gerir okkur einnig kleift að semja beint við erlenda aðila um innkaup á nauðsynjavöru. Þannig getur íslensk matvöruverslun í fyrsta sinn staðist alþjóðlegan samanburð í úrvali, verði og þjónustu. Verslanir Baugs þjóna ólíkum neytendum. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að óska eftir góðum vörum á hagstæðu verði. Hagkvæm innkaup og hagræðing í rekstri skila sér í lægra vöruverði til þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.