Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ 76 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 FÓLK í FRÉTTUM Framlínumaður óháðra kvikmyndagerðarmanna, Hai Hartley. Isabelle Huppert og Martin Donovan í Amateur, sem höfundur kýs að iýsa sem „spennutrylli með sprungið dekk“. VIÐ íslendingar höfum stund- um hlaupið á okkur þegar til stendur að erlendir kvikmynda- gerðarmenn noti landið okkar í kvikmyndatökur. Man einhver The Quest For Fire eða Enemy Mine. Síðast greip þessi glímu- skjálfti um sig í sumar þegar spurðist út að nú ætti að taka upp stórmyndina Mars einhvers staðar uppi á hálendinu, með sjálfum Val Kilmer í aðalhlut- verki. Gott ef hann er ekki orð- inn „íslandsvinur", menn hafa orðið það fyrir minna. Ekki leið á löngu uns barst önnur til- kynning, öllu dapurlegri, um að ekkert yrði af ævintýrinu. Fast- ir Iiðir eins og venjulega. Því er þetta riíjað upp að nú er afráð- ið að einn ágætasti óháði leik- stjóri Bandaríkjanna, Hal Hartley, kemur hingað til að 'Tilma hluta næstu myndar sinn- ar, Monster. Þær upplýsingar fengust staðfestar hjá Friðriki Þór Friðrikssyni, einum fram- leiðandanna. Bendir allt til þess að unnið verði við myndina á næsta ári. Líkt og fleiri góðir menn hef- ur Hartley komið við sögu Kvikmyndahátíðar. Þar kynn- ast íslenskir kvikmyndahús- gestir honum fyrst - enda leik- stjórinn verið lítið riðinn við af- þreyingarefni hefðbundinna kvikmyndasýninga. Hartley nýtur þó talsverðra vinsælda í Evrópu, í heimalandinu er hann enn sem komið er kunn- astur sem „költmynda“-leik- stjóri. Sem slíkur er hann í há- vegum hafður hjá gagnrýnend- um sem kröfuharðari gestum. Hann skrifar einnig handritin sjálfur og semur tónlistina, not- ar hana reyndar mjög hófsam- lega til áherslu. Vinnur gjarn- an með sama fólkinu, leikurum og tæknimönnum. Hartley er fyrirtaks dæmi um hinn full- komna, óháða kvikmyndagerð- armann. Handritin eru sá þátt- ur sem er mest einkennandi í kvikmyndum hans. Andrew Sarris heldur því fram að hann ipinni bæði á David Mamet (House Of Games) og Harold Pinter (um það leyti sem hann skrifaði The Homecoming). Samtölin verða gjarnan kald- hæðnisleg og stefna í átt að fá- ránleikanum. Stöku sinnum bráðfyndin, jafnan kostuleg, einkum þegar persónur gjör- sneyddar öllu skopskyni hafa orðið. Af leikurum hefur Hártley notað Martin Donovan með hvað ánægjulegustum ár- angri. Af öðrum „Hartley-leik- IStrum" má nefna þær Karen Sillas og Adrienne Shelley, Ro- bert Burke og Bill Sage. Málin gerast flóknari ef á að flokka myndir Hartleys undir tegundir (Genre). Mun auðveld- ara er að skilgreina verk flestra annarra óháðra leik- ííljóra, jafnvel Todds Haynes og Jims Jarmusch. Myndir hans vekja margvíslegar þversagnir HAL HARTLEY Ólíkir bræður (Robert Burke og Bill Sage) í Ieit að týndum föður. Hafa fundið vinkonu hans, sem hér tekur sporið undir tónlist Sonic Youth. og ósamkvæmi og oft djúpt á fléttunni. Hartley er fæddur ‘59, í New York, með háskólagráðu í kvik- myndafræðum frá State Uni- versity of New York (SUNY), þar sem hann nam m.a. hjá Aram Avakian. Útskriftar- myndina, Kid (‘84), vann hann með tökumanninum Michael Spiller, sem hefur oftsinnis sinnt því hlutverki síðan. Þá tók við byggingavinna hjá verktakanum, karli föður hans. 1987 lauk hann svo við The Un- believable Truth, fyrstu mynd- ina í fullri lengd. Hún sló í gegn á hátíðaferlinu og var að lokum dreift af Miramax. Byggingarvinnan endanlega að baki. Myndin sýnir skýr ein- kenni kvikmyndaskáldsins, sem heldur nánast um alla enda. Leikstýrir, skrifar, klippir og framleiðir. The Unbelievable Truth skilaði höfundi sínum hagnaði, enda tókst Hartley að gera hana fyrir litla 75.000 dali. Þá var röðin komin að Tr- ust, (‘91), sem hlaut undantekn- ingarlaust fráhæra dóma. Þó einhverjum kunni að þykja það undarlegt. Aðalpersónan er stúlka í smábæ sem verður að hætta námi er hún verður ófrísk eftir ruðningshetjuna í skólaliðinu. Faðir hennar hrekkur uppaf við fréttirnar, en stúlkan fínnur félagsskap í náunga sem getur ekki einu sinni skúrað klósettgólf and- skotalaust. Maltin gefur irirk. Næsta umtalsverða mynd Hartleys er Simple Men (‘92), sem féll í góðan jarðveg hjá öllu áhugafólki um frumlegar, öðruvísi myndir. Sömu móttök- ur fékk Amateur (‘94); Hartley var orðinn eitt fremsta jaðar- skáldið í bandarískri kvik- myndagerð. Flirt (‘95yk, sem Hartley-sérfræðingurinn Jos- eph Miclica segir einstreng- ingslegasta mynda leikstjórans. Lýsir viðhorfum elskenda hvors til annars, í þremur heimshlutum (Þýskalandi, Jap- an og Bandaríkjunum). í þrí- skiptri mynd þar sem aðalper- sónurnar skipta um kyn, þjóð- erni og kynhneigð. Henry Fool birtist á tjaldinu 1997, lýsir á sinn Hartleyska, óhefðbundna hátt sambandi titilpersónunnar, heimspekings á flandri, og ruslakarls sem lúrir á vafa- samri skáldskapargáfu. For- vitnilegar persónur og vanga- veltur, dökkleit og dularfull, ekki síst fáránlegust mynda leikstjórans. Henry fer með fímm ára son sinn á nektarbúll- ur, leyfír honum að reykja og drekka. Enda segir þessi fyrir- myndarfaðir að heimurinn sé fullur af óþverra. Við getum öll tekið undir það. Það er öllum heiður að því að næsta verk þessa eftirtektar- verða listamanns verður tekið í íslensku umhverfí. Forvitnilegt að fylgjast með hvernig honum tekst að halda jafnvæginu á milli klækjabragða og ósvik- inna tilfinninga. Og fást við ófreskjur í landi sjálfs skrímslafræðings Hennar há- tignar! Eitt getum við bókað: Skrímslið verður ekki á kunn- uglegum nótum. Sígild myndbönd SIMPLE MEN (‘92) ■kkrk'k Makalaus gamanmynd um bræð- ur tvo, annar krimmi, hinn náms- maður, leggja land undir fót í leit að föður sínum, fyrrverandi hafna- boltahetju, nú eftirlýstum hryðju- verkamanni. Sagan víkur sjaldan frá þeim og afstöðu þeirra til föður- ins. Bræðurnir eru vitaskuld skrýtnir fuglar. Krimminn kald- hæðinn og svalur, nemandinn lítt lífsreyndur og fellur fyrir ním- enskri stúlku sem reynist ástkona karls föður hans. Sem skammar hann fyrir að sýna ekki tilhlýðilega virðingu þegar strákur bendir henni á að karlinn sé kvennabósi. Nunna með áhuga fyrir slagsmálum kemur við sögu. Myndin og persónurnar eru því allt annað en venjulegar. Engu að síður ríkja ósviknar tilfínn- ingar undir niðri. AMATEUR (‘94) krkk'A Úr dæmalausum hugarheimi Hartleys skjótast yndislegar persón- ur, engu öðru líkar, uppá tjaldið. Að því getum við gengið vísu. Ein þeirra er nunna (Isabelle Huppert), sem álítur köllun sína í lífinu að skrifa klámsögur. Kynnist náunga sem þjá- ist af minnisleysi (Martin Donovan) og er augsýnilega fyrrverandi óbóta- maður, haldinn kvalalosta. Að hætti höfundar flokkast myndin jafnvel undir rómantíska gamanmynd. Ná- unginn leitar uppruna síns í slagtogi við undarlegustu jaðarpersónur, sem skjóta upp kollinum við hvert fótmál. Ekki fyrir allra smekk, frekar en önnur kvikmyndaverk Hartleys, en þem sem kunna að meta hann eiga óborganlega stund í þessum geggj- aða félagsskap. Sæbjörn Valdimarsson MYNDBÖND Oheppinn fjárhættu- spilari Phoenix Spennu-/glæpamyiid ★ y2 Leikstjórn: Danny Cannon. Aðalhlut- verk: Ray Liotta, Anthony LaPaglia, Daniel Baldwin og Angelica Huston. 101 mín. Bandarisk. Háskólabíó, ágúst 1999. Aldurstakmark: 16 ár. SPILLING innan lögreglunnar er gamalkunnur efniviður spennu- mynda. Hér segir frá löggu sem er vænsta skinn innst inni, en á í erfiðleikum með að halda spilafíkn sinni í skefjum og lendir því í vanda. Þetta er meðalmynd að flestu leyti, en góður leikur vinnur henni inn hálfa auka- stjörnu. Handritið er í sjálfu sér ekki slæmt, en þó er fátt nýtt á ferð. Myndin er dökk yfírlitum, gerist að miklu leyti um nætur, enda er það tími myrkraverka. Angelica Huston er alltaf áber- andi þar sem hún kemur fram og stelur hún senunni hér eins og endranær, með yfirveguðum og heillandi töffaraskap. Myndin er sæmilegasta afþreying, en ekkert kvikmyndalegt stórvirki, enda ekki verið að reyna við þann flokk- inn. Guðmundur Asgeirsson. Ástalíf norna Nornafár (Witch WayLove)____ Gamanmynd ★★% Leikstjórn: René Manzior. Aðalhlut- verk: Vanessa Paradis, Jean Reno, Gil Bellows og Jeanne Moreau. 102 mín. Bandarísk. Háskólabíó, ágúst 1999. Öllum leyfð. GOÐSAGNIR um nornir ganga meðal annars út á að göldrótt tál- kvenndi tæli til lags við sig grun- lausa karla með fulltingi djöfuls- ins. Hér er þessi aðferð notuð sem grunnur fyrir sögu um norn sem berst gegn hinu illa en þarf á aðstoð karlkyns sak- leysingja að halda. Þetta er þokkaleg gaman- mynd sem sækir í hefð franskra gamanmynda frekar en þá engil- saxnesku, þó að í myndinni sé nær eingöngu töluð enska. Þetta gerir myndina dálítið framandlega og skrýtna og er hún bara betri iýrir vikið. Rómantíkin skipar auðvitað mikilvægan sess og ástarævintýi-ið er bara sætt og skemmtilegt. Leik- urinn er í lagi, þótt það sé svolítið undarlegt að sjá alla þessa Frakka tala ensku allan tímann. Þetta er fínasta afþreying og ágæt tilbreyt- ing frá Hollywood-gamanmyndun- um. Guðmundur Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.