Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 60
Öð LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN í FLESTUM lönd- um sem aðild eiga að Evrópuráðinu er menningararfi þjóðar- innar árlega helgaður einn dagur. Menning- arsöguleg söfn velja þá til umfjöllunar ein- hvern þátt arfsins og gera honum skil með ýmsu móti, t.d. sýn- ingum, fyrirlestrum •«Sa skoðunarferðum fyrir almenning. Þjóðminjasafn Islands hefur tekið þátt í þessu starfí og í fyrra var húsasafn Þjóð- minjasafnsins kynnt almenningi. Að þessu sinni hefur 18. september verið valinn minja- dagur og kynningarefnið er ís- lenskar fornleifarannsóknir. Mikil gróska er í fornleifarann- sóknum hér á landi um þessar mundir eins og reyndar ýmsum öðrum greinum sem fjalla um menningarsögu þjóðarinnar. Þessi mikli áhugi tengist vafalítið árþús- undamótunum sem eru í nánd en jjá eru talin þúsund ár liðin frá tveimur merkum menningarsögu- legum atburðum, kristnitöku Is- lendinga og fyrstu ferðum nor- rænna manna til Ameríku. Þótt þarna séu tengsl á milli þá á vax- andi áhugi á menningarminjum hér á landi sér miklu dýpri rætur. Al- menn menntun hefur farið sívax- andi og með henni aukin meðvitund um menningarmál. Vinnutími hef- ur styst mikið frá því sem tíðkaðist til skamms tíma og allur almenn- ingur hefur nú svigrúm til að njóta Sfverunnar á annan hátt en fyrr. Hollir og uppbyggilegir lifnaðar- hættir, útivist, ferðalög, menning pg listir eru orðin keppikefli þorra íslendinga. Við ferðumst meira um landið okkar en áður og æ fleiri út- lendir ferðamenn flykkjast hingað til að kynnast menningarsögu okk- ar og náttúru. Þetta má líka sjá í stöðugt vaxandi mæli í umhverfi okkar. Um- gengni um landið og útlit bæjanna er að breytast og við áætl- anir um atvinnuupp- byggingu og ráðstöfun lands höfum við verið að temja okkur ný og vandaðri vinnubrögð en áður. Ihugul og gagnrýnin athugun á afleiðingum gerða okkar er núorðið skil- yrðislaus undanfari þess að ákvarðanir séu teknar. Fornleifar og minjastaðir koma líka við sögu í sameiginlegu átaksverkefni Evróp- uráðsins undir heitinu Sameiginleg menningararfleifð Evrópu (Eur- ope, a common heritage). Þjóðmin- jaráð hefur nýlega samþykkt að gera aðhlynningu og merkingu minjastaða víðsvegar um landið að framlagi Islands til þessa átaks. Hafist verður handa í september 1999 og átakinu lýkur ári síðar. Vonir standa til þess að þá hafi tek- ist að merkja og kynna nokkra minjastaði í hverjum landshluta, en þeir verða valdir í samráði við minjaverði landshlutanna og stjórnendur byggðasafna. Fornleifar eru skilgreindar í þjóðminjalögum sem „leifar fornra mannvirkja og annarra staðbund- inna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á“ . . . Þar segir líka að fornleifar skuli skráðar við gerð skipulags eða landnýtingar- áætlana. Núorðið er litið á skrán- ingu fornleifa sem sjálfsagða gagnaöflun þegar skipulagsupp- drættir eru gerðir og þegar unnið er að mati á umhverfisáhrifum, enda er slík skráning nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að meta fomleifar, hveijar eru mikilvægari en aðrar, hverjar þeirrar skuli gerðar aðgengilegar ferðamönn- um, hvaða fornleifar skuli rannsa- kaðar nánar o.s.frv. Skráning forn- leifa er aðferð til að ná yfirsýn yfir þennan þátt menningararfsins og alger forsenda skynsamlegra ák- varðana um ráðstöfun lands. A seinustu áratugum hefur einn- ig orðið töluverð þrópn í aðferðum fomleifafræðinnar. Ymsum grein- Fornleifar 18. september hefur verið valinn minjadag- ur, segir Hjörleifur Stefánsson, og kynning- arefnið er íslenskar fornleifarannsóknir. um og aðferðum raunvísinda er nú beitt í ríkara mæli en áður til að rýna í hin smæstu sönnunargögn um líf og störf manna á fyrri öldum og nú má lesa úr þeim ýmislegt sem okkur var áður hulið. Rannsóknir á fornleifum er lík- lega sú tegund menningarsögu- legra rannsókna, sem einna mest höfða til almennings. Þær fara oft- ast fram undir bem lofti og hægt er að fylgjast með þeim og sjá þar menn að störfum. Að vísu er sú vinna sem fomleifafræðingar vinna við uppgröft fomleifa aðeins hluti af rannsóknarvinnunni. Urvinnsla þeirra gagna sem uppgröfturinn leiðir í ljós og túlkun þeirra fer að jafnaði fram síðar og þá fyrir lukt- um dymrn að mestu leyti. Upp- gröfturinn er hins vegar athöfn sem hægt er að horfa á og fylgjast með. Dæmi eru um það í nágranna- löndum okkar að fornleifarann- sóknir hafi verið notaðar beinlínis til að laða að ferðamenn og veita þeim fræðslu um viðkomandi fom- leifar. Hér á landi eram við byrjuð að fikra okkur inn á slíka braut. Fomleifarannsókn Þjóðminjasafns Islands í Reykholti er auðvitað fyrst og fremst ætlað að leiða í ljós nýja þekkingu á búskapar- og hí- býlaháttum á fyrri öldum en jafn- framt er rannsóknin skipulögð til að styrkja Reykholtsstað og efla á alla lund. Sérstakur starfsmaður gegnir því hlutverki að taka á móti áhugasömum ferðamönnum og fræða þá um það sem fyrir augu ber og það sem verið er að ranns- aka hverju sinni. Fræðslugildi rannsóknarinnar á meðan á henni stendur skal nýtt til hins ýtrasta. Hér að framan var nefnt að líta má á fomleifar sem sönnunargögn um líf og hætti fyrri kynslóða. I öllu starfi að fornleifarannsóknum er einmitt mjög mikilvægt að haft sé í huga, að við rannsóknina eyðast sönnunargögn og því er nauðsyn- legt að rannsaka þau til hlítar. Hversu nákvæmlega og skyn- samlega sem fornleifarannsókn fer fram hlýtur hún alltaf að verða til að rýra heimildargildi þeirra forn- leifa sem rannsakaðar era. Aður en ráðist er í fornleifarannsókn á mik- ilsverðum minjastað þarf að vera ljóst að forsendur séu fyrir hendi til þess að rannsóknin verði unnin af hámarksmetnaði og úr efniviðinum sóttar allar upplýsingar sem hægt er að ná með tiltækum ráðum. Allar grundvallarapplýsingar sem rann- sóknin leiðir í ljós þurfa að vera að- gengilegar öðram fræðimönnum, sem síðar kunna að vilja rýna í gögnin og álykta af þeim á nýjum forsendum. Kynning á fornleifarannsóknum á degi menningarminja, sem er laugardagurinn 18. september, fer nú fram með tvennum hætti: I fyrsta lagi með nokkram stutt- um fyrirlestram í Odda, hugvís- indahúsi Háskóla íslands og í öðra lagi með farsýningu á myndspjöld- um um þær fomleifarannsóknir sem nú er unnið að á Islandi. Fyrsta fyrirlesturinn flytur Þór Magnússon þjóðminjavörður og fjallar hann um fornminjar á ís- landi. Erindi Helga Þorlákssonar sagnfræðiprófessors heitir: Hvem- ig Eiríksstaðir urðu til og Orri Vésteinsson fomleifafræðingur fjallar um rannsóknir á Hofsstöð- um í Mývatnssveit og fomsögu Is- lands í ljósi fornleifarannsókna. Farsýningin verður opnuð sam- tímis á fimm stöðum á landinu og einnig á veraldarvefnum í tengslum við heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Sýningin er unnin í samvinnu við ábyrgðaraðila rannsóknanna. Gerð er grein fyrir öllum helstu rann- sóknarverkefnum sem nú er unnið að og þeim gerð skil í stuttu máli, teikningum og myndum; Reyk- holtsrannsókn Þjóðminjasafns fs- lands undir stjórn Guðrúnar Sveinbjamardóttur, rannsókn Þjóðminjasafns á Eiríksstöðum undir stjórn Guðmundar Olafsson- ar, Hofsstaðarannsókn Fornleifa- stofnunar íslands undir stjórn Adolfs Friðrikssonar og Orra Vést- einssonar, rannsókn á Neðra-Ási í Hjaltadal, samvinnuverkefni Þjóðminjasafns og Fornleifastofn- unar undir stjóm Orra Vésteins- sonar, rannsókn á Þórarinsstöðum á Seyðisfirði undir stjóm Steinunn- ar Kristjánsdóttur, rannsókn á Hólmi í Laxárdal hjá Höfn í Homa- firði undir stjóm Bjarna F. Einars- sonar, Bessastaðarannsókn Þjóð- minjasafns íslands undir stjórn Guðmundar Olafssonar og Sigurð- ar Bergsteinssonar og rannsókn á Stóra-Borg undir Eyjafjöllum sem unnin var undir stjóm Mjallar Snæsdóttur en úrvinnslu stjórnar Orri Vésteinsson. Sýningamar verða opnaðar 18; september á eftirtöldum stöðum: í Stykkishólmi verður sýningin í anddyri sundlaugarinnar. A Akur- eyri verður hún í bókasafni Háskól- ans, á Egilsstöðum í Safnahúsinu, á Selfossi verður hún í verslunarmið- stöðinni Miðgarði og í Reykjavík verður sýningin á annarri hæð Kringlunnar. A veraldarvefnum er sýninguna að finna á slóðinni: www.natmus.is./ syningar/fornleifarannsoknirl999. Höfundur er minjastjóri Þjóðminjasafns Islands. . Dag’ur menningarminja Hjörleifur Stefánsson Er vit í velli? ÁSTÆÐA er til að fagna tillögu Reykjavíkurlistans um almenna at- kvæðagreiðslu í borginni vegna nýs flugvallar í Vatnsmýri. Um leið er vert að gefa gaum því sjónarmiði samgönguráðherra og nokkurra al- þingismanna að réttara væri að landsmenn allir segðu hug sinn til þess hvort Reykjavíkurflugvöllur á að vera eða fara. Kosturinn við að láta þjóðina kjósa um þetta er m.a. sá að í slíkum kosningum hefði hver maður eitt atkvæði. Upp á slíkt lýð- ræði er ekki boðið í alþingiskosn- ingum þar sem atkvæði hinna fáu á landsbyggðinni vega þyngra en hinna mörgu á höfuðborgarsvæð- inu. Þannig hefur verið meirihluti svokallaðra landsbyggðarþing- manna á Alþingi alla þá öld sem er Hef hafiö sölu á glæsilegum samhuæmisfatnaöi, pilsum, drögtum og toppum frá Ronald Joyce London. Garðatorgi, sími 565 6680 Opið Kl. 9-16, lau. kl. 10-12 Gjaldþrota fyri 2 árum - 1.5 m. á mánuði í dag! |Gjaldþrotí 456 -1- Reykjavíkurflugvöllur Ef eins væri í pottinn -búið og Svanfríður Jónasdóttir heldur, segir Einar Karl Haraldsson, yrði þá nokkurt vit í rekstri Reykj avíkurflugvallar? á sínu síðasta versi. Þessum meiri- hluta á Alþingi hefur þó mistekist hrapallega sú ætlan sín að halda jafnvægi í byggð landsins. Það er vegna þess að lengst af hefur hreppapólitíkin, sem stjómar þing- inu, komið í veg fyrir borgarmynd- un annars staðar en á suðvestur- hominu. Leyfíst Reykvíkingum? Okkur sem búum í Reykjavík hlýtur þó að leyfast það fyrir hátt- virtum byggðameirihluta að leið- beina borgarstjóminni um það hvort hún eigi að vinna að því að flugvöllurinn fari eða veri. Auðvitað á borgarstjómin þetta mál ekki að- eins við sig sjálfa heldur einnig rík- isstjómina og önnur þau yfirvöld landsins sem gæta þjóðarhags. Við Reykvíkingar þurfum hinsvegar nauðsynlega að fá að ræða flugvall- armálið í botn áður en nýr flugvöll- ur, sem endast á næstu öld, verður grafinn ofan á fast í Vatnsmýrinni. Á málinu era margir fletir sem til- valið er að velta upp í ljósið í aðfara könnunar á hug borgarbúa. Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður heldur í Morgunblaðsgrein 15. sept. sl. að hinn nýi Reykjavíkur- flugvöllur eigi í framtíðinni að gegna því göfuga hlutverid eingöngu að þjóna innan- landsflugi, og það hljóti að vera mikil blessun fyrir Reyk- víkinga að horfa upp á minni meng- un og meira öryggi, væntanlega vegna fækkandi ferða og dvínandi umferðar á komandi áram. Þessa framtíðarsýn má að sönnu grunda á efirfarandi forsendum: Samkvæmt stefnumótun borgaryf- irvalda á helst ekkert snertiflug, ekkert æfingaflug, ekkert ferjuflug og ekkert þotuflug milli landa að vera á ReykjavíkurflugveUi heldur aðeins innanlandsflug. Á næstu áratugum mun innanlandsflug með Islendinga eiga í vaxandi sam- keppni við vegakerfið og þegar er ljóst að nýkeyptir bílar og batnandi vegir era oft betri kostur en aldrað- ur flugfloti innanlands. Flugi með erlenda ferðamenn um landið má auðvitað alveg eins sinna frá Kefla- vík eins og Reykjavík. Nýting' bönnuð? En ef þetta væri svona í pottinn búið verður þá nokkurt efnahags- legt vit í rekstri Reykjavíkurflug- vallar? Að sjálfsögðu ekki. Ekkert einkafyrirtæki fengi fjármagn út á viðskiptaáætlun sem boðaði minnk- andi umsvif og samdrátt í tekjum. Ekki þarf að búa nálægt vellinum, það nægir að lesa blöðin, til þess að komast að raun um að það er verið að auka millilandaflug, aðallega vöra- og póstflug, um Reykjavíkur- flugvöll. Ýmis fyrirtæki sem séð hafa um þjónustu við ferjuflug, æfingaflug og útsýnisflug sjá sér hag af því að byggja upp starf- semi sína í Reykjavík. Onnur fyrirtæki sjá sér hag í að aka öllum 200 þúsund erlendu ferða- mönnunum frá Keflavík til Reykjavíkur og skammta þeim svo þaðan út á landsbyggðina. Nýr flugvöllur, ný flugstöð, ný flughlöð, ný bflastæði og nýir aðvegir era til þess að þjóna þessum hags- munum. Ef þeir eru taldir vega þyngra en öryggi borgarbúa, skipulag borgarinnar og þróunarmöguleikar hennar ætti vitanlega að hlú að þeim og leyfa þeim að blómstra, í stað þess að þrengja að þessum fyr- irtækjum og úthýsa þeim. Rétt er taka fram að mér sýnist mikið óráð að byggja nýjan flugvöll á svo við- kvæmum stað að banna verði frá upphafi hagkvæma nýtingu hans. Hvað má það kosta? En látum nú svo vera að allt verði eins og Svanfríður heldur að það verði. Þá koma hér tvær upp- lagðar spumingar sem hægt væri að leggja fram á háttvirtu Alþingi: 1. Hvað kostar rekstur Reykja- víkurflugvallar á ári og hverjar eru tekjur vallarins? 2. Hvað er gert ráð fyrir að heild- arfjárfesting í samgöngumiðstöð landsins á Reykjavíkurflugvelli verði lengi að borga sig upp miðað við innanlandsflug eingöngu? Það vantar svar við þessum tveimur spumingum og fjölmörg- um öðram. Því varla má völlurinn kosta hvað sem er í byggingu og rekstri? Eða hvað? Höfundur erritstjóri og félagi í Samtökum um betri byggð. Einar Karl Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.