Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Greinargerð frá Reykjagarði hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Bjarna Ásgeiri Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Reykjagarðs hf: „Hjálagt er bréf sem lögmaður Reykjagarðs hf. sendi Heilbrigðis- nefnd Suðurlands 19. ágúst sl. Rétt þykir að birta bréfið í tilefni dæma- lausrar ófrægingarherferðar sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suður- lands standa fyrir gegn fyrirtæki « mínu á opinberum vettvangi dag eftir dag. Að gefnu tilefni er rétt að rifja upp að í yfirlýsingum Reykjagarðs frá 23. júlí 1999 og Félags kjúklingabænda frá 29. júlí 1999 er tekið fram að engir fagni því frekar en kjúklingaframleiðendur ef hægt verði að sýna fram á með rann- sóknum hvaðan kampýlóbakter komi og hvernig bakterían berist í matvæli. Kjúklingabændur taka hollustu- og heilbrigðismál í framleiðslu sinni alvarlega nú sem fyrr og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast fyrir rætur vandans með vönduðum rannsóknum og vinnu- brögðum. Fulltrúar Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands virðast hins vegar hafa meiri áhuga á að skaða Reykjagarð og ímynd fyrirtækisins en taka alvarlega lög og reglur sem þeim er ætlað að starfa eftir. Reykjavík 19. ágúst 1999. Til mín hefur leitað Bjarni As- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., sem rekur kjúklingabúið á Asmundarstöðum. Tilefnið er að umbjóðandi minn tel- ur að framkoma heilbrigðisfulltrú- anna Birgis Þórðarsonar og Matth- íasar Garðarssonar í garð starf- seminnar á Asmundarstöðum hafi verið óeðlileg, andstæð lögum og valdið rekstri Reykjagarðs hf. gríðarlegu tjóni. Erindið er sent yður vegna þess að í 15. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 kemur fram að heilbrigðisnefnd á viðkomandi svæði ræður heilbrigð- isfulltrúa til starfa. í lagagreininni er sérstaklega tekið fram að heil- brigðisfulltrúarnir starfi í umboði heilbrigðisnefndar. Heilbrigðis- nefnd Suðurlands ber því ábyrgð á störfum heilbrigðisfulltrúa sinna gagnvart umbj. mínum. Ekki þarf að fjölyrða um mikil- vægi starfs heilbrigðisfulltrúanna og hversu viðkvæmt það getur verið þegar opinberu valdi er beitt. Þeim sem fá í hendur opin- bert vald er skylt að beita því af hófsemi. Þetta felst í meðalhófs- reglunni, sem er ein af grundvall- arreglum íslensks stjórnsýslurétt- ar. Að auki hefur verið sett sér- stakt ákvæði í 16. gr. laga nr. 7/1998, sem leggur heilbrigðisfull- trúunum á herðar sérstaka skyldu um þögn og varfærni í samskipt- um við fjölmiðla. Umrædd grein er svohljóðandi: Þeir sem starfa samkvæmt lög- um þessum eru bundnir þagnar- skyldu um atriði er varða fram- leiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vit- neskju um og leynt skulu fara sam- kvæmt lögum eða eðli máls. Upplýsingar og tilkynningar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til fjölmiðla skulu vera efnislega rök- studdar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða íyrir- tæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Sama gildir um aðra sem starfa samkvæmt lögum þess- um. Ekki fer á milli mála að framan- greind lagaregla hefur verið þver- brotin og það margsinnis að und- anförnu. Framkoma heilbrigðis- fulltrúanna í garð umbj. míns hefur verið með slíkum ólíkindum að erfitt er að skilja hvað þeim gengur til. Hér á eftir skal þetta nánar rökstutt: 1. í DV 23.07.99 er viðtal við Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Suðurlands, um starfsemi umbjóð- anda míns, undir fyrirsögninni „Neytendur í lífshættu" (fskj.l). í viðtalinu er m.a. haft eftir fram- kvæmdastjóranum: „Það er ekki eðlilegt að fólk þurfi að fara í rúss- neska rúllettu þegar það kaupir kjúkling í kjötborðinu og verði síð- an að fara í grænan skurðlækna- búning við matreiðsluna í eldhús- inu og í reynd að vera í lífshættu ef það borðar íslenskan mat. Þetta er ekki það ástand sem við viljum hafa í íslenskri matvælafram- leiðslu." Fleira kræsilegt kom fram í viðtalinu. Umbjóðandi minn hefur ekki orðið var við að athugasemd hafi komið frá heilbrigðisfulltrúan- um um að rangt hafi verið eftir honum haft. 2. Framangreindri „frétt“ fylgdu heilbrigðisfulltrúarnir eftir með því að láta taka við sig heilsíðuviðtal sem birtist í DV þann 30. júlí sl.(fskj.2). Með viðtalinu íylgir mynd af þeim félögum þar sem þeir halda saman á stórum bakka af kjúklingum, sem allir eru merkt- ir með áberandi hætti vörumerkinu „Kjúlli". í skýringartexta kemur fram að þarna haldi heilbrigðisfull- trúarnir á ósýktum kjúklingum. Vörumerkið „Kjúlli“, er frá einum helsta samkeppnisaðila Reykja- garðs á markaðnum. I viðtalinu eða fréttinni er gefin mynd af hetju- legri baráttu heilbrigðisfulltrúanna við kerfið þar sem þeir hafi tekið hagsmuni neytenda fram yfir hags- muni framleiðandans. Er baráttu þeirra félaga líkt við baráttu blaða- mannanna Woodward og Bernstein í Watergate-málinu á sínum tíma. Framleiðslu umbj. míns er líkt við meinsemd og því haldið fram að kerfið allt reyni að beina athyglinni frá meinsemdinni. Öll umfjöllunin í greininni er með þeim hætti að kraftaverk má teljast ef einhver lesandi væri reiðubúinn til þess að kaupa framleiðsluvöru umbj. míns að lestri loknum. Ekki fer á milli mála að í viðtalinu fóru heilbrigðis- fulltrúarnir langt yfir það strik sem dregið er í 16. gr. laga. nr. 7/1998 auk þess sem það er mjög alvarlegt mál að þeir skuli hafa tekið að sér að sitja fyrir í auglýs- ingu frá keppinauti Reykjagarðs og hafi gefið í leiðinni út þá ósönn- uðu yfirlýsingu að kjúklingar það- an séu ósýktir. 3. í grein sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra birti í Morgun- blaðinu fóstudaginn 6. ágúst sl. kemur fram að árið 1991 hafi Holl- ustuvernd ríkisins gert úttekt á tíðni campylobacter í frystum kjúklingum (fskj.3). í ljós hafi komið hátt sýkingarhlutfall (69-100%) frá öllum sláturleyfis- höfum sem framleiddu kjúklinga á þeim tíma (5 sláturhús). ísfugl hf., sem framleiðir „Kjúlla", var einn sláturleyfishafanna á þessum tíma. Það er því ekki rétt sem haldið hef- ur verið fram í umræðunni að und- anförnu, sem heilbrigðisfulltrúarn- ir á Suðurlandi hafa tekið að sér að auglýsa, að engar campylobacter- sýkingar hafi fundist í fugli frá Is- fugli hf. Kjarni málsins er sá að þessar sýkingar eru umhverfis- vandamál sem framleiðendur kjúklinga hafa verið og munu berj- ast við og er þar enginn einn und- anskilinn. 4. Það hefur komið fram í fjöl- miðlum að Heilbrigðisnefnd Suður- lands hafi á fundi 27. júlí sl. ákveð- ið að óska eftir opinberri rannsókn á því hvernig greinargerð Heil- brigðiseftirlits Suðurlands um As- mundarstaðabúið frá 14. júlí sl. hafi borist í hendur fjölmiðla. Væntan- lega er ósk heilbrigðisnefndarinnar sett fram í því skyni að fá fram nið- urstöðu um hvort trúnaður hafi verið brotinn af hálfu starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins með því að afhenda greinargerðina fjölmiðl- um. I huga umbj. míns skiptir vissulega máli að fram komi hver braut trúnað með þessum hætti. Það breytir hins vegar ekki því að brot heilbrigðisfulltrúanna, sem að framan er lýst, eru svo alvarleg að þau hljóta sjálfstætt að kalla á að- gerðir af hálfu heilbrigðisnefndar- innar, hvað sem umbeðinni rann- sókn líður. Aðhafist heilbrigðis- nefndin ekkert gagnvart þessum starfsmönnum sínum verður að líta á athafnaleysið sem samþykki nefndarinnar við athöfnum starfs- mannanna. Vakin skal athygli á því að umbj. minn lítur svo á að fjár- hagslegt tjón, sem hann verður og hefur orðið íyrir vegna ólögmætrar háttsemi heilbrigðisfulltrúanna, sé bótaskylt. Er allur réttur áskilinn í því efni. 5. Umbj. minn fékk nýlega í hendur ljósrit af umræddri grein- argerð frá 14. júlí sl. og bréfi Heil- brigðiseftirlits Suðurlands til umbj. míns írá 12. apríl sl. (fskj.4). Þessi gögn eru trúnaðarmál skv. 16. gr. laga nr. 7/1998. Efst á ljósritunum kemur fram að umrædd gögn hafi verið send úr myndsendi Heil- brigðiseftirlits Suðurlands þann 23.07.99 kl. 11.11. Á fremsta blaðið er skráð nafn viðtakandans sem er Eiríkur Jónsson DV. Það er sá sami maður og skrifaði fréttina í DV 23. júlí undir stöfunum EIR. Á ljósritinu sést einnig að greinar- gerðirnar hafa verið sendar úr myndsendi Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufyrirtækis DV, nokkru síðar. Strikað er yfir tímasetningu þar sem viðtakandinn vill ekki láta fram koma hvenær gögnin voru send honum frá DV. Þessi gögn veita óneitanlega sterka vísbend- ingu um að ekki þurfi að leita langt til þess að finna skýringu þess að greinargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bái-ust í hendur fjöl- miðla. Að lokum vill umbj. minn taka fram að mál þetta er mjög alvar- legt og snýst um mikla hagsmuni. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda kjúklinga og neyt- enda að allt verði gert til þess að berjast gegn campylobactersýk- ingum í kjúklingakjöti sem og annarri matvöru. Þekkingarleit í formi vandaðra rannsókna ásamt sífelldri viðleitni framleiðenda til þess að halda sýkingarhættu í lág- marki eru réttu viðbrögðin. Jafn- framt þarf að upplýsa almenning um að campylobacter er ekki bundinn kjúklingum heldur er víða í náttúrunni. Rétt meðhöndlun við matargerð er það eina sem tryggir að til sýkingar geti ekki komið. Rógsherferð eftirlitsaðila gegn einstökum framleiðanda er ein- ungis til þess fallin að skaða við- komandi rekstur, stofna verðmæt- um og atvinnu manna í háska. Það er mjög mikilvægt að Heilbrigðis- nefnd Suðurlands reyni, eftir því sem unnt er, að rétta hlut umbj. míns í þeirri erfiðu stöðu sem hann er eftir það sem kalla verður aðför heilbrigðisfulltrúanna að rekstri hans. Virðingarfyllst, Gestur Jónsson hrl. ISLEIVSKT MAL Sigurbjöm Einarsson biskup sendir mér afskaplega vandað og fróðlegt bréf, og þótti mér betur fengið en ófengið. Það birtist hér með kærri þökk, að slepptum ávarps- og kveðjuorðum: „Vegna fyrirspurnar í þættinum um íslenskt mál í Mbl. á laugar- daginn var leyfi ég mér að benda á, að í Biblíunni frá 1981 er Hebr. 10.39 þýtt svo: „En vér skjótum oss ekki undan og glötumst, held- ur trúum vér og frelsumst." I öðru lagi bendi ég á, að í 38. versi stendur (eins og áður): „En skjóti hann sér undan...“ Þarf ekki lengra að fara til þess að sjá, hvemig orðið „undanskotsmenn“ er myndað og hvað það merkir. Sbr. „undanskot", sem er aug- ljósrar merkingar og í orðabókum. „Undanskotsmenn" hafa hins veg- ar ekki komist í orðabækur, enda ekki víða á prenti né oft í munni. Það orð kemur fyrst fram í þeirri þýðingu Nýja testamentis, sem var prentuð 1906. Þýðandi Hebr- eabréfs þá var síra Þórhallur Bjamarson, síðar biskup, smekk- vís maður og orðhagur, þótt smekkur hans kunni að hafa bragðist á stundum eins og gerist um aðra menn. Mér þykir líklegt, að hann hafi smíðað þetta orð og meðnefndarmenn hans samþykkt. Þessari nýsmíði var haldið, þegar sú biblíuþýðing var leidd til lykta, sem var prentuð árið 1912 og var í gildi til 1981. Gríski frumtextinn hefur nafn- orð á þessum stað og hefur síra Þórhalli og öðram þýðendum þess tíma þótt réttara að taka tillit til þess, því það var krafa samtímans til vísindalegra þýðinga, að orða- fari frumtextans væri fylgt sem nákvæmlegast. Þessi tímabundna krafa leiddi einatt til þess, að þýð- í ingar urðu óþjálli en skyldi og komu efninu ekki til góðra skila. En ekki er „undanskotsmenn" torskilið orð í sjálfu sér, þegar hugað er að sambandinu, þótt fá: um muni þykja eftirsjón að því. í öllum íslenskum þýðingum þess- arar ritningar fram til 1906 er not- uð sögn, ekki nafnorð. Guðbrand- ur fylgir Oddi (sbr. tilvitnun í nefndum þætti) orði til orðs. Þor- lákur breytir til: „Vér eram ekki af þeim, sem víkja og fyrirdæmdir verða.“ Steinn (1728): „... ekki af þeim, sem smeygja sér undan til töpunar.11 Nýja testmentið 1813 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1023. þáttur hverfur aftur til Þorláks, en Nt. 1827 segir: „... sig í hlé draga sjálf- um þeim til fortöpunar." Þetta er óbreytt 1859, svo og 1866, nema þar er „tO glötunar" í stað „fortöp- unar“. Þýðingin, sem gefin var út 1981 og Jón Sveinbjömsson, prófessor, vann mest að, er á þessum stað í samræmi við hefð, sem var rofin 1906. Jafnframt samkvæm því eðli íslenskrar tungu, sem nú er farið að misbjóða illilega, að sneiða hjá nafnorðastagli. En „að skjóta sér undan“ nær merkingu framtext- ans betur en „draga sig í hlé“ eða „víkja“. „Smeygja sér undan“ í Steinsbiblíu er þá sönnu nær.“ ★ Hlymrekur handan kvað: Björk er viss um að hálmstráin halda í hretviðrum lífsins og kalda, „og þó gildnað sé mittið, ég geri margt hittið, og víst skal ég klófesta Valda." •k Bréf Haralds Sigurðssonar. III. kafli. „8. Skipting orða milli lína. Oft era það tölvumar sem gera okkur lífið leitt. Mbl. 28/10 1993: lo- snuðu... Mbl. 20/7 1994: ga-skút- urinn... Hú-svíkingar. Mbl. 13/4 1994: le-sandans... kerfisk-arlarn- ir ... sjálfumg-löðu ... ti-lætluðum. Mbl. 2/6 1994: ... að bjóða fr-am. Sjónvarpshandbók DV 12.-26. ág. er morandi í slíkum villum. Algjör safngripur um óvandvirkni. 9. Röng beyging orða, eða engin. í bamatíma Sjónv. 23/10 1994: „Já, klöppum fyrir Egil...“ (fyrir Ágli, að sjálfsögðu). Mbl. 27/7 1999: „Bjóðum Eirík A. Auðunsson mat- reiðslumaður velkominn til starfa... Fiskbúðin Vör. Hér gleymdist að beygja líka mat- reiðslumanninn! (bjóðum Eirík matreiðslumann velkominn...) Sér- nöfn eins og Nonni Travel (Nonna- ferðir?) eða Bræðumir Ormsson er erfitt að hemja innan íslenskra beygingarreglna. Hvað þá um ýmis erlend orðskrípi á veitingahúsum eða hljómsveitum. Erlent skal það vera. Það „selur“ betur. 10. Röng orðaröð. í DV 28/11 1998: „Fundur um ofbeldi í Selja- kirkju.“ (!) Era það ekki hrein ósannindi, Gísli minn, að prestar í Seljakirkju dundi sér við að berja sóknarbömin? Auðvitað átti fyrir- sögnin að vera: „Fundur í Selja- kirkju um ofbeldi." „Land míns fóður“ (er það skáldaleyfi?) Ekki myndum við segja við barnið: Sæktu nú pípu þíns afa eða hvar era inniskór þinnar ömmu?? (Odags.): „Hundur tekinn af lögreglunni"! Var það lögreglan sem tók hundinn eða voru það ein- hverjir sem náðu hundinum úr klóm lögreglunnar? Oþarflega óljóst. Útv. 9/2 1996 BBI: „... ég man ekki eftir svona miklu tjóni vegna náttúrahamfara á sauðfé." Já, náttúrahamfarir á sauðfé geta verið skelfilegar(i) Væri ekki rétt- ara: „... svona miklu tjóni á sauðfé, vegna náttúruhamfara." Rás I 6/12 ár?: „Sjómannasamtökin boða verkfall frá áramótum á föstudag- inn.“ Er það nú víst að áramótin beri upp á föstudaginn? Eðlilegra væri: „Á föstudaginn boða Sjóm. verkfall frá áramótum.“ (Odags.): „... þeir ætla að ræða um bann við tilraunum með kjamorkuvopn í Hvíta-húsinu í Washington." Já, hvílíkt bommsarabomm yrði það, Gísli minn, ef þeir sprengdu í tætl- ur fínustu stofuna hans Clintons!!, vonandi sleppa þau Bill og Moniea út í tæka tíð! Að sjálfsögðu átti setningin að vera: „... þeir ætla að ræða í Hvíta húsinu um bann ...“ 11. Leiðinlegt og óþarft þágu- falls-i. Fréttist nokkuð af þeim Leói, Vali eða Arthúri ... Þetta er ólíkt Ottó-i... Bréf kom frá Jens-i og Jóel-i. Mbl. 28/4 1999: „Múlinn á Sóloni íslandusi"...! 12. Þrítuggið orð. Sjónv. 5/7 1994 (Mex.-Búlg.) Bj.Fel.: „Hann er greinilega öragg vítaskytta hann Garcia...“ Er þetta ekki of- hlaðið? Hann-hann-Garcia. Nóg var bara: „Garcia er hörku skytta." Eða „Garcia er öragg vítaskytta.“ 13. Vafasöm nýsmíði. Bj.Fel.: „Að lúta í gras.“ Er það hægt ef leikið er á malarvelli og hvergi er stingandi strá??“ ★ Þuríður þaðan sendir: Pótti Sigmundi Sólheimaklerki (hans sonur var Jónmundur sterki) að rákéttusnark og hánæturhark væri sanníslenskt menningarmerki. ★ Bagalegt þótti mér að heyra vanan fréttamann í Ríkisútvarp- inu nota orðið „ráðahagur" í merk- ingunni ráðagerðir, fyrirætlanir. Hver vill ekki hafa 200.000 á mánuði? | Hver v Í56 1- í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.