Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 71
BREF TIL BLAÐSINS
Hvar eru
öryrkjarnir?
FRETTIR
EG ARKA I
SKÓLANN
Umferðarsaga
cfiir IiS'unni Sieinsdóuur
Mvndir: Hlín Gunnarsdóttir
Forsíða bæklingsins „Ég arka í skólann“.
Athygli beint að
börnum í umferðinni
Frá Margréti Guðmundsdóttur:
ÞAÐ er sama hvað ég fletti og fletti
hvergi er að sjá nein skiif um mál-
efni öryrkja. Pyrir kosningar fletti
maður varla svo dagblaði eða
kveikti á sjónvarpi að ekki væri
verið að fjallað um málefni þeirra
og þau ömurlegu kjör sem flestir
öryrkjar búa við.
En núna er allt
hljótt. Ég spyr,
hafa kjör ör-
yrkja lagast það
mikið að ekki sé
lengur ástæða til
að fjalla um þau?
Ég hef ekki trú
á því. En hvað
veldur? Ætli það
sé gamla þreyt-
an og vonleysið
sem svo auðveldlega leggst á fólk
sem lengi hefur búið við mjög
kröpp kjör, sem lengi hefur ekki
haft hvorki til hnífs né skeiðar, sem
lengi hefur þurft að sætta sig við að
lítið sem ekkert sé á það hlustað.
Það skyldi þó ekki vera.
Ég vil minna á að ekkert hefur
breyst frá því fyrir kosningar. Enn
er örorkulífeyririnn 16.829 kr. á
mánuði. Enn er einhleypingi sem
ekki hefur aðrar greiðslur en frá
Tryggingastofnun ríkisins og býr í
leiguhúsnæði ætlað að lifa af rúm-
lega 60.000 krónum. Ég veit að
þetta er óþægilegt. Það er óþægi-
legt að vera minntur á þessi
óhreinu börn, sem eru til og búa í
þjóðfélaginu. Hundruð fjölskyldna
lifa langt undir fátækramörkum.
Við erum að tala um manneskjur.
Það eru þekkt vinnubrögð hjá
stjórnvöldum að aðhafast sem
minnst og helst ekkert í málefnum
öryrkja nema kannski rétt á síð-
ustu vikum fyrir kosningar. Rétt
svona til að reyna að ki’ækja sér í
fjöður í hattinn. Nýjasta dæmið um
þetta er þegar hæstvirtur heil-
brigðisráðherra lét í það skína rétt
fyrir síðustu kosningar að hún væri
að „leiðrétta" misskilninginn sem
hefði ríkt hjá Tryggingastofnun
ríkisins í mörg ár hvað varðaði
gi’eiðslur á bótaflokkunum heimilis-
uppbót og sérstök heimilisuppbót.
Og sagði eftir það að nú væri búið
að „leiðrétta“ svo mikinn miskiln-
ing að nú ættu öryrkjar að vera
ánægðir lengi, lengi. En eins og
flestir vita sem lesa blöð og horfa á
fréttir „leiðrétti" ráðherra þetta í
kjölfarið á því að skjólstæðingur
Tryggingastofnunar var komin með
lögfræðing inn í andyri stofnunar-
innar til að fá framgengt leiðrétt-
ingu á þessu lagabroti. Því hvorki
þurfti að breyta lögum né reglu-
gerðum til að hefja greiðslur þess-
ara bóta til þeirra öryi’kja sem rétt
hafa til þeirra. Það eru einhleyping-
ar sem búa með börnum sínum og
hafa ekki fjárhagslegt hagræði af
því. Engöngu þurfti að breyta
vinnubrögðum innan Trygginga-
stofnunar.
Það er úr öllu samhengi að tala
um að örorkulaun og lægstu laun í
landinu séu upphæðir á milli 50 og
100 þúsund krónur. Það er skömm
að heyra ráðamenn halda upp vörn-
um fyrir því að þetta sé í lagi og
ekki sé hægt að gera betur. Ennþá
ömurlegra er að heyra mektar-
menn samfélagsins segja að það
hafi alltaf verið til fátækt fólk á ís-
landi og þannig sé það bara. Það er
löngu orðið mál að þessu linni.
Þetta verður að taka enda núna.
Ekki einhvern tímann í einhverri
óljósri framtíð.
Ég veit að flest hugsandi fólk er
sammála um að ráðstöfunarfé ein-
staklings á mánuði sér til fram-
færslu þurfi að vera á bilinu 150 til
180 þúsund krónur. Ég er að tala
um einstakling, svo koma börnin.
Þá gjörbreytast allar forsendur.
Við erum öll einstaklingar hvort
sem við erum í hjúskap eða eigum
börn. Við höfum alveg sömu þarfir
hvort sem við búum ein eða með
öðrum.
Við erum að tala um manneskjur.
Við teljum okkur siðmenntaða þjóð.
Komum okkur upp úr smáninni.
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
skrifstofumaður hjá
Háskóla Islands og öryrki.
NÚ er starfsemi grunnskólanna
komin í fullan gang og má ætla að
liðlega 40 þúsund börn fari í og úr
skóla daglega. Sum þeirra eru að
hefja skólagöngu og verða í fyrsta
sinn sjálfstæðir þátttakendur í um-
ferðinni.
Umferðarráð bregst við þessu
með ýmsum hætti. Meðal annars
sendir Umferðarskólinn Ungir veg-
farendur öllum sex ára bömum
bókina Ég arka í skólann eftir Ið-
unni Steinsdóttur rithöfund, en
myndir í henni eru eftir Hlín Gunn-
arsdóttur. í sögunni eru góð ráð til
skólabarna um ferðir í og úr skóla.
Öll böm sem em að hefja nám í
grunnskóla fá afhent fræðsluefnið
um umferðarmál við upphaf
kennslu. Þar er um að ræða
fræðsluefnið Á leið í skólann - við
upphaf skólagöngu. Þetta er efni
sem foreldrum er ætlað að lesa og
kynna sér, til að auðvelda þeim að
veita bömum sínum tilsögn um
hvemir þau komist af sem mestu
öryggi í og úr skóla.
í bæklingnum er fjallað um hlut-
verk og ábyrgð foreldra á bömum
sínum. Útskýrt er hvemig foreldrar
geta metið þroska bamanna og
hæfni þeirra til að takast á við um-
ferðina og þær hættur sem henni
fylgja. Talað er um gönguleiðir og
hvemig ganga beri yfir götur. Loks
eru þar nokkur góð ráð sem skipt
geta miklu varðandi öryggi barn-
anna. Einnig er fræðsla um öryggi
bama í bílum þar sem foreldrar eru
hvattir til að hafa bílbelti spennt í
bílum.
Þá hefur íþróttasamband lög-
reglumanna gefið úr bæklinginn Við
upphaf skólagöngu í samstarfi við
Umferðarráð. Þar eru skilaboð til
bama, foreldra og ökumanna um
þær hættur sem fylgja umferðinni.
Meðal þess sem þar er til umfjöllun-
ar er notkun endurskinsmerkja sem
skipta verulegu máli fyrir öryggi
gangandi vegfarenda í haustum-
ferðinni. Þessum bæklingi verður
dreift til grunnskólanemenda um
land allt.
Norskir
dagará
Seyðisfirði
NORSKIR dagar verða haldnir á
Seyðisfirði dagana 19. til 24. sept-
ember nk. Á Seyðisfirði er starfandi
norskur konsúll, Birgir Hallvarðs-
son, sem ásamt nokkrum öðram
hefur haft veg og vanda af dagskrá
Norskra daga 1999.
Dagskráin hefst sunnudaginn 19.
september í Skaftfelli, menningar-
miðstöð. Skaftfell var fyrr á öldinni
rekið sem Norsk Fiskarheim í eigu
Norsk misjonen.
Á dagskrá Norskra daga verður
m.a. ferðakynning, tengsl íslenska
og norska þjóðdansins rifjuð upp,
kenndur verður norskur þjóðdans
af félögum úr þjóðdansaflokknum
Fiðrildunum á Egilsstöðum. Sýning
á fágætum norrænum bókum frá
því fyrir og eftir síðustu aldamót
verður opnuð í Bókasafni Seyðis-
fjarðar.
Vísnasöngvarinn Geirr Lystrup
og fiðluleikarinn Hege Rimestad
koma frá Noregi til að skemmta
bæði börnum og fullorðnum
fimmtudaginn 23. sept. Verslanir
munu hampa norskum vörum og
Hótel Seyðisfjörður verður með
norskar veitingar á matseðlinum.
Norskum dögum og þá um leið
listahátíðinni A seyði lýkur síðan
formlega með stuttri dagskrá í
Skaftfelli föstudaginn 24. septem-
ber kl 16.30. Forseti íslands, Olafur
Ragnar Grímsson, mun koma í
stutta heimsókn, Muff Worden leik-
ur íslensk þjóðlög á hörpu og Björg
Blöndal, formaður ferða- og menn-
ingannálanefndar slítur listahátíð-
inni Á seyði.
Margrét Guð-
mundsdóttir
HUGSKOT
jd*s \ •» \y > iss sF tí í•>
T3oi‘namynt lti+öl<ui’
1 5/o afslóllur í september
Nethyl 2 ♦ S. 587 8044
Krisfján Sigur&ssor\ Ijásm.
JF" Antikhúsgögn
Gili, Kjalamesi, s. 566 8963
Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn.
Ath. einungis ekta gamlir hlutir.
Úrval borðstofuhúsgagna.
Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri.- og fimkvöld kl. 20.30-22.30,
eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur.
STÓR ÚTSALA
UM ALLT LAND
útivistar & vinnufatnaður
66°N Skúlagötu 51 Reykjavík • Akureyri • Vestmannaeyjum
Hafnarbúðin ísafirði • SÚN Neskaupstað • Skipaþjónusta Esso Ólafsvík
Vélsmiðja Hornafjarðar • Skeljungsbúðin Keflavík
LISTMUNAUPPBOÐ
ANNAÐ KVÖLD KL. 20.00 Á RADISSON SAS HÓTEL SÖGU
VINSAMLEGA KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍI FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14,
í DAG KL. 10.00—17.00 EÐA Á MORGUN KL. 12.00-17.00.
SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA Rauðaccf!í?r!f