Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 84
Upplýsingar þurfa að komast hratt og örugglega til skila! Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! f Tölvukerfi sem virkar 563 3000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBSÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RIISTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Rán framið í matvöruverslun Strax í Kópavogi Þriggja manna leitað Morgunblaðið/Ingvar Lögreglan á slysstað í gærkvöldi. Ekið á gangandi mann ELDRI maður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann á Breiðholts- brautinni klukkan átta í gærkvöldi. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur og eru meiðsl hans tal- alvarleg. Slysið átti sér stað til móts við Select-bensínstöðina á Breiðholts- braut. Ökumaður var á austurleið og virðist, að sögn lögreglu, ekki hafa séð manninn sem kom gang- andi yfir götuna. Breiðholtsbrautin var lokuð á meðan rannsókn lögreglu fór fram en var opnuð á ný fyrir umferð klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. RÁN var framið í matvöruversl- uninni Strax í Hófgerði í Kópavogi á fjórða tímanum í gær. Lögreglan leitaði enn þriggja manna, sem réðust inn í verslun- ina, í Kópavogi og á nærliggjandi svæðum, þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Að sögn Sigrúnar Guðmunds- dóttur, verslunarstjóra Strax, réð- ust mennimir inn í verslunina og á meðan einn þeirra hélt henni og annarri starfsstúlku létu hinir greipar sópa og rændu peningum úr búðarkössum og peningaskáp í bakherbergi verslunarinnar. „Þeir grýttu okkur í gólfið og einn lá ofan á okkur á meðan pen- ingarnir voru teknir og gamli mað- Fullorðinn maður barinn til óbóta urinn laminn og reynt að binda hann. Hann var ansi illa farinn, bólginn í framan og virtist líka vera með einhvem skurð á and- liti,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir verslunarstjóri Strax. Viðskipta- vinurinn var inni í versluninni þeg- ar ránið átti sér stað og sagðist Sigrún ekki skilja tilganginn með því að ráðast á hann. Hann var fluttur á slysadeild en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Mennirnir voru óvopnaðir og huldu ekki andlit sín. Sigrún taldi líklegt að þeir væm á aldrinum 20-25 ára og þeir hefðu komist á brott með rúmlega 100.000 krónur auk greiðslukortakvittana. Hún taldi ekki ólíklegt að þeir hefðu kynnt sér aðstæður í versluninni þar sem þeir hefðu farið í bakher- bergi þar sem peningaskápurinn var. Verslunin Strax var opnuð fyrir réttum mánuði en Sigrún var einnig verslunarstjóri í verslun- inni 11-11 þegar svipað atvik átti sér stað þar í febrúar síðastliðn- um. Verslunin er búin myndavél- um svo líklega hafa ræningjamir náðst á mynd. Alvarleg bilun í GSM- kerfinu ÁAGFÆRINGUM á GSM-kerfi Landssímans lauk um áttaleytið í gærkvöldi, en truflana í símasam- bandi hafði gætt frá því á hádegi. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssímanum, segir Landssímann líta málið alvarlegum augum og þegar sé búið að óska eftir að kerfið verði yfirfarið. Ekki er vitað hvað traflununum olli, en Ólafur segir ekki ólíklegt að mikið álag á GSM-kerfinu undan- farna daga hafi leitt veikleikann í Ijós. Viðskiptavinum hafi fjölgað meira en gert var ráð fyrir, auk þess sem óvenju margir gestkom- andi GSM-símar hafi verið á land- -'ínu. Það var upp úr hádegi í gær sem afköst stöðvarinnar duttu niður í um 20% venjulegrar getu og rétt um fimmtungur símtala náði í gegn. I gærdag var því unnið að viðgerð- um og GSM-símstöðinni lokað í hlutum sem voru síðan keyi'ðir upp á ný. Um fimmleytið var stór hluti kerfisins orðinn virkur á ný og það orðið fullvirkt um kl. 20. Strax í gær var haft samband við Ericsson, framleiðanda kerfisins, og farið fram á að það yrði yfirfarið í heild sinni og ráðstafanir gerðar sem fyrst til að þetta endurtæki sig ekki. 80 grömm af hassi gerð upptæk LÖGREGLAN í Borgamesi lagði í fyrradag hald á 80 grömm af hassi. Fjórir gistu fangaklefa um nóttina vegna málsins. Hass fannst þegar bíll var m » stöðvaður og leiddi það af sér • víðtæka leit í öðram bíl og tveimur íbúðarhúsum þar sem nokkurt magn efnisins fannst. Þá leiddu ábendingar frá fjór- menningunum til þess að hass fannst einnig falið á víðavangi. Fjórmenningunum var sleppt úr haldi í gær eftir að hafa ját- ^að á sig aðiid að málinu sem nú telst upplýst. Morgunblaðið/Þorkell Mikil úrkoma á Austurlandi Aurskriður valda millj- ónatjóni AUR- og gijótskriða úr fjallinu Tó hreif með sér skemmu og bar upp að íbúðarhúsinu á bænum Tó- arseli í Breiðdal. Skriðan bar einnig með sér litla rútu sem lenti á viðbyggingu. Hörður Gilsberg bóndi telur að skemman hafi bjargað íbúðarhúsinu og þar með lífi þeirra hjónanna. Fjöldi aurskriða féll í fyrrinótt á milli EskiQarðar og Reyðar- fjarðar. Þjóðvegurinn milli kaup- staðanna lokaðist um klukkan fimm í fyrrinótt og var ekki opn- aður aftur fyrr en um klukkan 13.80 í gær. ■ Mildi að/4 * Seðlabanki Islands hækkar vexti til innlánsstofnana um 0,6% 16,6% útlánaaukning innlánastofnana á árinu BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands hefúr ákveðið að hækka vexti bankans í viðsldptum hans við lánastofnanir um 0,6% eða 60 punkta. Vaxta- hækkunin tekur gildi 20. og 21. september. Vaxta- hækkun bankans nú er hin fjórða á liðlega einu ári en alls hafa vextimir hækkað um 1,8% frá því snemma í september á síðasta ári. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Islands, er ákvörðun um að hækka vexti nú tekin með hliðsjón af meiri verðbólgu um þessar mundir en Seðlabankinn hafði spáð í júlímánuði og sé hún meiri en hægt sé að una við. Á föstudaginn í síðustu viku, þegar hækkun vísi- tölu neysluverðs var kynnt, sagði Birgir ísleifur í Morgunblaðinu að Seðlabankinn hefði ekki tekið neina ákvörðun um að hækka vexti. Að sögn Birg- is Isleifs fékk bankastjóm Seðlabanka Islands í þessari viku nýjar tölur um útlán innlánastofnana í ágústmánuði. „Þessar tölur ollu okkur nokkrum vonbrigðum þar sem útlán þeirra hafa aukist á ný í ágústmánuði. Það dró úr þeim á tímabilinu maí til júlí en í ágúst jukust útlán innlánastofnana um 2,3% og ef litið er á liðinn útlán og markaðsskulda- bréf þá er um 1,8% aukningu að ræða. Þetta þýðir að á fyrstu átta mánuðum ársins hafa útlán og markaðsskuldabréf aukist um 15,3% en útlánin ein um 16,6%. Það er einn tilgangurinn með vaxta- hækkun nú, að spoma áfram gegn þessari aukn- ingu útlána sem era í sjálfu sér þensluvekjandi.“ Reynt að draga úr vexti imilendrar eftirspurnar Birgir ísleifur segir að vegna vaxandi verðbólgu hafi raunvextir Seðlabankans lækkað og þar með dregið úr aðhaldi peningastefnunnar. Markmið vaxtahækkunar bankans nú sé að draga úr vexti innlendrar eftirspumar, styrkja gengi krónunnar og þar með að stuðla að því að það dragi úr verð- bólgu á ný og að stöðugleiki ríki í verðlagsmálum á komandi misseram. Vaxtahækkun bankans nú er hin fjórða á liðlega einu ári. Snemma í september 1998 hækkaði bank- inn vexti um 0,3%, í febrúar sl. um 0,4%, í júní um 0,5% og nú um 0,6%. Auk þessa lagði banldnn lausafjárkvöð á lánastofnanir sl. vetur sem kom til framkvæmda í áfóngum á tímabilinu frá mars til júlí sl. „Enda þótt reglunum hafi einkum verið ætlað að stuðla að bættri lausafjárstöðu lánastofn- ana og öruggari fjármögnun útlána þeirra fólst ákveðið peningalegt aðhald í þeim á meðan lána- stofnanir löguðu starfsemi sína að þeim,“ að því er fram kemur í frétt frá Seðlabanka Islands. Gæta þarf ýtrasta aðhalds í opinberum fjármálum Þar kemur einnig fram að Seðlabankinn hafi fylgt aðhaldssamri peningastefnu undanfarin misseri og hún endurspeglist m.a. í miklum vaxta- mun gagnvart útlöndum. „Samspil aðhaldssamrar peningastefnu og strangs aðhalds í opinberum fjármálum er nauðsynlegt til þess að tryggja áframhaldandi litla verðbólgu hér á landi. Vaxta- hækkunin nú staðfestir þann ásetning bankans að fylgja peningastefnu sem stuðlar að lítilli verð- bólgu. Til þess að það megi takast þarf einnig að gæta ýtrasta aðhalds í opinberam fjármálum á næsta áii,“ að því er fram kemur í frétt Seðla- bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.