Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 55 MINNINGAR DRÖFN BERGSDÓTTIR + Dröfn Bergs- dóttir, Hólma- hjáleigu, Austur- Landeyjum, fæddist 17. september 1988. Hún lést 7. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kross- kirkju, Austur- Landeyjum 14. sept- ember. Síminn hringir að kvöldi. Bergur er í sím- anum og segir okkur að Dröfn, dóttir hans og vinkona mín, hafí látist í hörmu- legu slysi fyrr um daginn. Og minn- ingamar frá síðustu árum hrannast upp. Við Dröfn kynntumst fyrir þrem- ur árum þegar ég kom íyrst í sveit á Hólmahjáleigu. Við urðum strax ágætis vinir og áttum mörg sameig- inleg áhugamál, t.d. hestamennsku, hjólreiðar o.m.fl. I fyrra fórum við t.d. á Flúðir. Okkur þótti þá svo gaman að fara í sund að við fórum sex sinnum í sund sama daginn. Einn daginn tókum við uppá því að fara í pollagalla og renna okkur á rassinum í belju- skurðinum sem er ekkert nema drulla. Síðan fórum við líka oft að vaða í einhverjum skurðum, annað- hvort beljuskurðinum eða í ein- hverjum skurði hjá Mattíasi á Guðnastöðum, vini okkar. Við fórum líka oft að Guðnastöðum að tjalda eða bara að leika okkur við Mattías. Annars tjölduðum við líka á Hólma- hjáleigu af og til. Haustið nálgaðist. Við kvöddumst að sinni því skólinn var að byrja. Margt hafði verið brallað þetta sumar eins og sumarið á undan. Við Dröfn í tjaldútilegu í garðinum eða hjá Matthíasi, að hjóla eitthvert, að hoppa og vaða í skurðum, á útreið- um, út í fjöru að tína kúlur og fara út að sjó að horfa á selina. Ekki óraði mig fyrir því að við Dröfn myndum ekki hittast aftur bráðlega. Tala saman um skóla- göngu, bækur og komandi sumar. Dröfn, ég þakka þér fyrir allt á undanfömum árum. Eg veit að Alf- heiður systir mín tekur á móti þér. Elsku Bergur, Agnes, Rafn, Fannar, Sirrý og Sindri Már, ég sendi samúðarkveðjur frá húsi okk- ar. Björn Ástmarsson. um þegar þú lékst eina af systrunum í Litlu Ljót (manstu þegar Rósa fór að hlæja), rebbamömmuna í Litlu hvítu hænunni og Mel C í Spice girls. En þessa dagana lætur Nenni níski í Latabæ mig ekki í friði, ég man svo vel hvað þú naust þín vel í því hlutverki sl. vetur. Eg man líka hvað þú gast verið þijósk ef þú fékkst ekki þínu framgengt, en það var alltaf hægt að tala þig til þótt það tæki stund- um smátíma. Eg man hvernig þú snerir upp á þig þegar ég vildi ekki hjálpa þér með hiuti sem þú gast svo vel unnið sjálf og glettninni í augunum þegar þú varst búin með verkefnið ein og án aðstoðar. Eg man eftir ferðalögunum sem við fórum þessi tvö síðustu ár sem ég kenndi þér. Manstu þegar þú varst að spá fyrir okkur og krökk- unum eða þegar þú og Kiddi voruð meira en hálftíma að losa ykkur úr „hjónabandinu“ í vor, hvað við hlóg- um mikið og skemmtum okkur. Eg man líka eftir því að þú máttir ekk- ert aumt sjá og hvað þú hafðir mikl- ar áhyggjur af því ef einhver af skólasystkinum þínum átti bágt eða var beittur rangindum. Eg man líka eftir glettninni, stríðninni og ákefð- inni þegar við vorum að gera eitt- hvað sem þér þótti skemmtilegt. Elsku Dröfn, ég kveð þig kæra vina, en það er erfitt að kveðja þig á þennan hátt. Við öll sem eftir lifum eigum erfitt með að skilja hvað fyrir guði vakir þegar hann kallar bömin okkar til sín svo snögglega. Við verðum þó að trúa því að það hver og einn hafi ákveðið hlutverk í þess- um heimi og þegar því lýkur þá hef- ur guð ákveðið okkur annað hlut- verk á öðrum stað. Ég bið góðan guð að varðveita þig og okkur öll sem eftir lifum og eigum um sárt að binda við fráfall þitt. Elsku Agnes, Bergur, Rabbi, Fannar, Sirrý, Sindri Már, skólafé- lagar, kennarar í Grunnskóla A- Landeyja og aðrir ásvinir; megi góður guð styrkja ykkur og vemda í sorg ykkar og láta minninguna um Dröfn lifa með okkur eins og sólar- geislinn sem yljar okkur. Svanhildur M. Ólafsdóttir. Elsku Dröfn. Mig langar til að kveðja þig með nokkram fátækiegum orðum, orð- um sem mega síns lítils þegar við stöndum frammi fyrir þeirri sorg og erfiðu staðreynd að þú ert ekki lengur á meðal okkar. Minningarnar streyma fram, ég man eftir lítilli mömmu- og pabbastelpu sem ég kenndi í 1. og 2. bekk. Stelpu sem var iðin, dugleg og kappsöm, lærði fljótt að lesa og skrifaði skemmtilegar sögur en hélt því fram að hún gæti ekki lært að reikna. Annað kom þó í ljós þegar þú fórst að gefa stærðfræðinni tækifæri. Ég man eftir árshátíðun- Elsku Dröfn. Leiðin þín með okkur varð ekki löng mín kæra, en sporin sem þú skildir eftir verða aldrei máð út og sporin þín eru óvenju létt einn morgun þegar þú kemur til mín inn í skólastofuna, dálítið feimnisleg, með eitthvað falið í hendinni þinni. Og þú laumar til mín mynd af þér og nýfædda frænda þínum og ömmubami mínu honum Sindra Má. I augum þínum er svo mikil ást og svo mikil hlýja sem á eftir að ein- kenna samband þitt við litla mann- inn upp frá þessu. Þessi augu þín eiga líka til svo mikla samúð með öðram því þú mátt ekkert aumt sjá. Stundum bregður þar fyrir stríðnis- Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg íyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. glampa og á öðrum- tímum era þau full af kæti og þá fylgir dillandi hlát- ur. Allra þessara eiginleika þinna á Sindri Már eftir að njóta. Það líður ekki á löngu þar til þú hefur heillað snáðann upp úr skónum. Með þér er gaman að vera og þú getur fengið litla manninn til að veltast um af hlátri. Hann er þér sem lítill bróðir og það kemur að því að þér er falið ábyrgðamikið starf. Þú ætlar að hjálpa til við að gæta htla frænda sem nú er farinn að hlaupa um allt og kallar þig Böbbu. Þú fylgir hon- um fyrstu sporin á vit ævintýranna í sveitinni og það era ófá sporin sem þú hefur hlaupið í sumar á eftir litla manninum og gætt hans eins og sjá- aldurs augna þinna. Manstu í fjós- inu um daginn þegar þú varst að hjálpa pabba þínum? Þú gekkst svo rösklega til verks að ég dáðist að dugnaði þínum en Sindri þvældist fyrir og hellti fóðurbæti um alla ganga. Nú kemur Sindri litli í sveit- ina og finnur ekki Böbbu sína því þú ert farin til himna að leika við hann bróður þinn. Þótt hann sjái þig ekki er ég viss um að þú heldur áfram að gæta hans og eitt er víst að sporin ykkar saman og birta augna þinna munu fylgja honum inn í framtíðina. Þakka þér fyrir allar góður stundimar okkar saman. Góða nótt litla Ijúfa. Elsku Agnes, Bergur, Rabbi, Fannar, Sirrý, Sindri Már og aðrir ástvinir. Við Sigmar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi fallegar minningar frá björt- um dögum ylja ykkur og lítill snáði verða Ijósgeish í myrkrinu. Guð veri með ykkur öllum. Guðlaug H. Valdimarsdóttir. Við viljum með þessum orðum votta Agnesi og Bergi og fjölskyldu þeirra allri okkar innilegustu samúð og hluttekningu við sviplegt fráfall Drafnar. Agnes hefur verið félagi okkar í stjóm samtakanna í þrjú ár. Það var mikill fengur í að fá til starfa, móðurina, bóndann og reyndan sveitarstjómarmanninn. Hún hefur miðlað okkur hinum upplýsingum og fræðslu á aðstæðum bama og fjölskyldna í sveit, á heimilum og í skóla. Samveran og spjalHð, sem fé- lagsstarfinu fylgir, opnar okkur glugga inn í líf og aðstæður hvert hjá öðra og þannig kynnumst við hvers annars bömum og þau verða óbeinir þátttakendur í því. Um- hyggja fyrir þeim og öllum öðram bömum era hvati og ástæða sjálf- boðaliðastarfsins og þau era hverju okkur og einu jafnframt hinn nauð- synlegi afl- og orkugjafi. Því þökk- um við Dröfn fyrir samstarfið við móðurina og lánið á henni á fundi á liðnum áram. Hugur okkar allra er hjá ykkur, kæra Agnes, og hjá yndislegu Utlu stúlkunni ykkar sem nú hefur kvatt. Við biðjum ykkur huggunar og Guðs hjálpar. Jónína Bjartmarz, stjóm og starfsmenn Heimila og skóla. Blómalmð ín öarðskom v/ T"ossvogskii*l<jugQ**ð Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Svemr Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Simi 581 3300 + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall eiginmanns míns og tengdamóður, VIGNIS GARÐARSSONAR, Heiðarbraut 4, Sandgerði, og HULDU INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, er létust í ágúst sl. Fyrir hönd vandamanna, Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTAR EIRÍKSSONAR, Löngumýri, Skeiðum. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann af ástúð og umhyggju í erfiðum veikindum. Albert B. Ágústsson, Jóhanna B. Guðmundsdóttir, Guðni Ágústsson, Jóna Sigurðardóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir, Friðrik Friðriksson, Eiríkur Ágústsson, Erla Gunnarsdóttir, Magnús Á. Ágústsson, Rannveig Árnadóttir, Kristín Þ. Ágústsdóttir, Stefán Muggur Jónsson, Móeiður Ágústsdóttir, Eggert Sigurþór Guðlaugsson, Kjartan H. Ágústsson, Dorothee K. Lubecki, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAFSTEINS GUÐMUNDSSONAR bókaútgefanda. Helga Hobbs, Dröfn H. Farestveit, Arthur Farestveit, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Alexander Jóhannesson, Guðmundur Hafsteinsson, Anna Benassi, Guðrún Hafsteinsdóttir, Jón Árni Þórisson og afabörnin. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR GEORGS ODDGEIRSSONAR frá Sandfelli, Stokkseyri. Aðalbjörg Katrín Haraldsdóttir, Erlingur Georg Haraldsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Karl Haraldsson, Guðleif Erna Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum allan hlýhug og samúð við fráfall hjart- kærrar móður okkar, ÖNNU SIGMUNDSDÓTTUR, sem lést laugardaginn 4. september. Erling Jónsson, Edda Jónsdóttir og fjölskyldur. f Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.