Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 49 ÁLFHEIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Álfheiður Sig- urðardóttir fæddist að Gljúfri í Ölfusi 6. nóvember 1921. Hún andaðist 7. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin er þar bjuggu, Guð- ný Einarsdóttir frá Kotströnd, f. 9.11. 1888, d. 3.8. 1971, og Sigurður Bene- diktsson frá Ein- holti, f. 19.4. 1878, d. 25.4. 1961. Álf- heiður var næstyngst sjö systkina sem voru: Karen, f. 11.11. 1909; Björg, f. 7.4. 1911, d. 5.5. 1978; Margrét, f. 29.3. 1913; Halla, f. 21.1. 1915; Sigmar, f. 18.2. 1920; Einar, f. 3.5. 1928. Þessi systkini ólust öll upp með for- eldrum sínum að Gljúfri. Álfheiður giftist Ingvari Siguijóns- syni í Skógum í Vestmannaeyjum, f. 7.6.1926, en í Eyjum hafa þau búið alla tíð síðan (utan gos- tímans). Börn þeirra eru: 1) Hólmfríður, f. 17.5. 1950, býr á Akureyri. 2) Sigþór, f. 16.10. 1953, býr í Vestmannaeyjum. 3) Sigurlín Guðný, f. 18.6.1959, býr á Sel- fossi, 4) Siguijón, f. 8.6. 1962, býr í Vestmannaeyjum. Barna- börnin eru tíu. títför Álfheiðar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma Heiða. Nú er þér batnað og þú komin til Guðs og englanna sem passa þig alltaf. Ykkur Ingvari afa á ég svo margt að þakka. Það varst þú sem gafst mér fyrstu spariskóna, rauðu lakk- skóna, fyrstu skautana og núna síð- ast, pening til að kaupa fyrstu skólatöskuna. Mamma mín geymir kjólinn sem þú heklaðir handa mér og „bleikustu" peysuna sem þú prjónaðir handa mér. Eg man vel eftir afmælinu mínu þegar þið Ingv- ar afi komuð blaut og köld í Blöndu- bakkann. Þú hlýjaðir þér undir ull- arteppinu mínu á meðan við afi bjuggum til hljómsveit, spiluðum og sungum. I herberginu mínu hanga líka myndirnar sem þú tókst af mér í garðinum þínum síðasta sumar og sendir mér. Eg kallaði þig líka stundum ísömmuna því ef ekki var tO ís í frystikistunni sendh- þú okkur afa út að kaupa hann. Þá man ég allar heimsóknirnar þegar þú komst að hitta læknana þína. Við mamma mín þökkum þér alla alúðina og umhyggjuna og biðjum Guð að hugga Ingvar afa nú þegar þú ert farin. Þín Berglind. Það sem við vildum sagt hafa elskulegri ömmu okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú korain er lífsins nótt. Kg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfín úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við biðjum góðan Guð að geyma ömmu og gefa afa styrk og frið. þín Álfheiður Svana, Eh'sabet, Rannveig, Vagn og Inga Jóna. Nú þegar frænka mín, hún Heiða frá Gljúfri, eins og hún var kölluð í daglegu tali, hefur lokið sinni veg- ferð get ég ekki annað en sett fáein- ar línur á blað. Ekki kannski til að rekja æviferil hennar, fyrst og fremst til að þakka fyrir að hafa átt hana að vini um margra áratuga skeið. Eg man ekki fyi-r eftir mér en Heiða tilheyrði þeim hópi fólks, sem voru sjálfsagður hluti og traust minnar bernsku. Við áttum heima á sama bæ, þar til ég var orðinn nokkuð stór, hér um bil átta ára, þá flutti mitt fólk úr vesturbænum á Gljúfri, vorið 1932. Tengslin við þann bæ rofnuðu þó aldrei alveg í mínum huga meðan foreldrar henn- ar og síðar bræður hennar og þeirra fólk voru þar búandi. Þegar bernsk- unni lauk fórum við krakkarnir frá Gljúfri hvert til síns staðar og starfa og samfundum fækkaði, hver og einn bast við nýja hópa, er árin liðu. Heiða átti heima á Gljúfri þar til hún stofnaði heimili í Vestmanna- eyjum og flutti þangað. Vann oft að heiman á vetrum, oftast í Reykjavík við margs konar störf, í mötuneyt- um, veitingahúsum, saumastofum og sjálfsagt fleira. Að auki sótti hún námskeið og var nemandi í Kvenna- skólanum á Staðarfelli í Dölum. Átti þaðan góðar minningar og hélt sam- bandi við margar skólasystra sinna. Þegar Heiða hleypti heimdraganum hafði hún fjölbreytta þekkingu á daglegum störfum og þekkti margt fólk af mörgum stéttum og ýmsum aldri. Hún gat því verið börnum sín- um góður félagi, fyrirmynd og leið- togi og bónda sínum traustur sam- starfsmaður og hún var það áreið- anlega. Heiða stofnaði sitt heimili í Eyjum með Ingvari og börnin fjög- ur fæddust þar og uxu upp. Þrátt fyrir erfiðar samgöngur við Eyjar héldu þau góðu sambandi við sitt fólk uppi á fasta landinu og komu þangað af og til eftir því sem ástæð- ur leyfðu. AUt var það í nokkuð föst- um skorðum þar til að gos hófst á Heimaey seint í janúai- 1973 og raskaði tilveru allra í byggðarlag- inu, svo allir urðu að flytja burtu, sumir alfarið, aðrir um skemmri tíma. Hús þeirra Heiðu og Ingvars varð undir hrauninu. Þau fengu húsaskjól á Selfossi meðan ógnirnar gengu yfir, en fluttu svo heim aftur 1974. Keyptu þá húsið númer 9 við Brimhólabraut, sem var þeirra bú- staður síðan, þar endumýjuðu þau heimili sitt og áttu þar mörg og góð ár, meðan bæði nutu góðrar heilsu. Þegar gosið var í Eyjum og eftir það hafði ég mikil samskipti við þessa fjölskyldu. Meðan þau dvöldu hér á Selfossi var oft farið milli hús- anna okkar. Ingvar hafði ég ekki þekkt áður nema rétt í sjón, en ým- islegt frá bernsku okkar Heiðu rifj- aðist upp. Tvisvar höfum við hjónin dvalið á heimili þetrra í Eyjum og notið góðra daga og nátta. Þau hafa kíkt inn hjá okkur þegar þau hafa verið á ferð, sem var oftast árlegur viðburður. Síðustu árin voru ferð- irnar fleiri, því oft þurfti að leita hjálpar til Reykjavíkur vegna dvín- andi heilsu, og Heiða var dugleg, naut góðrar umhyggju og aðstoðar bónda síns og bama. Hún var jafn- an glöð í viðmóti og ræddi flest ann- að en vanheilsu sína, sem hún bar ekki á torg, hún var hennar einka- mál. Síðustu vikurnai’ varð hún að dvelja á Sjúkrahúsinu í Vestmanna- eyjum að mestu, naut þar verka góðra starfsmanna, og var þeim þakklát. Hún naut andlegra krafta og kvai’taði ekki um slæma líðan, og þar lauk hún ævi sinni síðdegis 7. september sl. með stillingu og ró. Eg geri mér alveg Ijóst að þá kvaddi góð frænka sem ég er þakk- látur fyrir að hafa kynnst, og kveð með söknuði. Hún var einnig góð húsmóðh’ og uppalandi. Hún gætti vel orða sinna og verka, fór jafnan hægt og hljótt, var hófsöm í allri framkomu. Hún var einnig stefnu- föst, setti hús sitt og barna sinna í fyrirrúm í daglegri hegðan, þar var hennar helgidómur. Við hjónin og böm okkar biðjum öllum ástvinum Heiðu blessunar, og Inga, sem mest hefur misst, kveðjum við með samúð. Guð blessi ykkur öll. Vigfús Einarsson frá Helli. Kær vinkona mín er látin, Álfheið- ur Sigurðardóttir frá Gljúfri í Ölfusi. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Guðnýjar Einarsdóttur og Sigurðar Benediktssonar er þar bjuggu í eina tíð. Heiða var hún ávaÚt kölluð af vinum og vandamönnum. Heiða var glaðsinna, rík af léttu skopskyni, dugleg, samviskusöm og umfram allt trygglynd. Þegar hún var ung stúlka var það til siðs að vinna heimili for- eldranna allt það gagn er verða mætti heimilinu til gagns og það gerði Heiða svo sannarlega. Aldrei réð hún sig til vinnu í Reykjavík nema yfir vetrarmánuðina svo á fyrstu vordögum gæti hún farið heim að Gljúfri tíl að vinna búinu gagn. Þannig gekk þetta til þar til Heiða stofnaði eigið heimili með maka sínum, Ingvari Siguijónssyni í Vestmannaeyjum. Þegar ég lít til baka finnst mér hún hafi alltaf verið mér eins og góð systir. Eg kom á heimili foreldra hennai’ aðeins fjögurra ára gömul með föður mínum sem ráðinn var kaupamaður yfir sumarið. Það er skemmst frá að segja að ég var eftir það send í sumardvöl að Gljúfri sumar eftir sumar og ávallt var mér fagnað af allri fjölskyldunni og fyrir það vil ég þakka. Heiða vai’ sex árum eldri en ég en við urðum mjög nánar vinkonur með áninum. Ef Heiða fór eitthvað af bæ tók hún mig alltaf með sér. Aldurs- munurinn viitist ekki skipta máli, hún unglingur og ég bara krakki en svona var hún mikil jafnaðarmann- eskja. Seinna þegar báðar voru full- vaxta deildum við herbergi saman og frístundum. Aldrei fór styggðaryrði á milli okkar. Eg mun sakna hennar mikið. Eg segi eins og svo margir aðrir hafa sagt á undan mér, sumar- dvölin í sveitinni sem bam stendur upp úr bemskuminningunum og það á ég ekki síst Heiðu minni að þakka. Blessuð sé minning hennar. Ingv- ar, við hjónin sendum þér, bömum ykkai- og öðram aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Gerða Guðjónsdóttir. Áfram streymir lífsins þungi nið- ur. Enn hefur söngfélagi í Kór Landakirkju misst kæran maka og við góðan vin. Það var oft glatt á hjalla í Breiðfirðingabúð og Gúttó er við Eyjapeyjar áttum þar leið um um miðja öldina. Ingvar vakti snemma athygli á dansgólfum landsins og í einni landsreisu var hann svo heppinn að bjóða Heiðu upp - og örlögin voru ráðin. Gerðust hlutir hratt eins og vera ber, er ástin blossar hjá ungum. Á þessum árum vora ferðir oft stopular milli lands og Eyja að vetr- arlagi. Heiða og Ingvar voru á leið til Eyja í janúarbyrjun 1950, sannaðist á þeim að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. HULDA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR + Hulda Ingibjörg Pálsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. september 1917. Hún lést á Drop- laugarstöðum 30. ágiíst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Júlíana Sigurð- ardóttir frá Deild í Bessastaðahreppi, Álftanesi, f. 18.1. 1891, d. 16.2. 1935, og Páll Jónsson frá Tröð í Bessastaða- hreppi, Álftanesi, f. 5.1. 1890, d. 15.2. 1968. Systkini Huldu: Sigur- björg, f. 11.10. 1914, d. 11.7. 1935; Gunnar, f. 9.8. 1916, d. 22.2. 1942; Guðmundur, f. 19.11. 1918, d. 2.12. 1975; Haukur, f. Hulda var fædd í Reykjavík árið 1917 og tilheyrði því þeii’ri kynslóð sem hefur fylgst með þeim breyt- ingum sem orðið hafa á Reykjavík frá því á kreppuárunum til þeirrar borgai’ sem við þekkjum í dag. Hún var mikið borgarbarn og alin upp á Skólavörðuholtinu. Foreldrai’ henn- ar, þau Júlíana Sigui’ðai’dóttii’ og Páll Jónsson, voru frá Álftanesinu en settust að í Reykjavík og bjuggu síðast á Haðarstíg 16. Móður sína missti Hulda á ung- lingsárunum og hafði þá líka orðið að sjá á bak eldri systur sinni, Sig- urbjörgu, og Gunnari bróður sínum en þau dóu ung úr berklum. Þegar Júlíana móðir Huldu lést tók Vigdís systir hennar að sér að annast upp- eldi barnanna en Matthías yngsti bróðirinn var þá átta ára. Bjuggu þau áfram á Haðarstígnum þar sem öll fjölskyldan átti athvarf meðan Vigdís lifði. Vigdís, af skyldfólki sínu jafnan kölluð frænka, var hjartahlý og góð kona og þótti svo vænt um Reykjavík að hún kallaði hana Perluna sína. Hún skildi aldrei hvernig fólk gat unað sér annars staðar á landinu en í Reykjavík og helst á Skólavörðu- holtinu. Samt fór það svo að Hulda yfir- gaf um stundarsakir borgina þegar 23.11. 1919; Matthí- as, f. 3.6. 1924, d. 21.8. 1992. Hulda giftist Garðari Jónssyni veitingamanni, f. 22.1. 1915, d. 22.6. 1972. Þau slitu sam- vistir. Börn þeirra: Borgar, f. 25.10. 1938; Garðar, f. 7.8. 1940; Vignir, f. 26.11. 1941, d. 1.8. 1999. Seinni maður Huldu var Ágúst Arnór Kristjánsson bflsljóri, f. 1.9. 1916, d. 5.4. 1995. Barnabörn hennar eru 13 og barnabarnabörn 20. títför Huldu var gerð frá Fossvogskirkju 8. september síðastliðinn. hún kynntist maka sínum Garðari Jónssyni frá Hnífsdal. Með honum bjó hún m.a. í Sþíðaskálanum í Hveradölum og á ísafirði áður en þau settust að í Kleppsholtinu. Þau bjuggu við Hjallaveginn og í dag ber garðurinn umhverfis húsið þess merki að þar gróðursettu þau þá sprota sem nú eru stæðileg tré. Þar ólu þau líka upp syni sína þrjá, þá Sigurjón Borgar, Garðar og Vigni. Ég kynntist Huldu fyrir liðlega fjörutíu árum. Þá höfðu Garðar og Hulda slitið samvistir og hún bjó ein með yngsta syni sínum Vigni á Hofteigi 36 og vann í Laugarnes- skólanum. Hún tók vel á móti verðandi tengdadóttur og korn- ungum sonarsyni sem komu nokk- uð óvænt inn í líf hennar. Hún hafði þá ekki úr miklu að spila en allt hennar var okkar og þannig var það alla tíð. Það birti aftur í lífi hennar þegai’ hún kynntist Ágústi Kristjánssyni sem varð seinni maður hennar og elskulegur lífsförunautur. Margar góðar minningar eigum við frá þeim dögum þegar Hulda og Gústi bjuggu í Álfheimunum og í Stóra- gerði. Marga skemmtilega bíltúra fórum við um nágrenni Reykjavík- ur og vora Heiðmörkin og Þingvell- ir í sérstöku uppáhaldi. Hulda hafði Þau fóra ekki með í örlagaferð m.s. Helga VE 333, 7. janúar, sem endaði í einu stórslysi aldarinnai’ við Eyjar, er skipið fórst austur af Faxaskeri með allri á höfn og far* þegum. Unga parið missti mest af ný- keyptu innbúi sínu og Heiða öllum sínum fögru handavinnugi’ipum og persónulegu munum, en hún hafði nýlokið námi við Kvennaskólann á Staðarfelli. Heiða bætti sér þetta upp eftir því sem mögulegt var, alla tíð var hún sérlega velvirk, féll aldrei verk úr hendi, meðan ki’aftar leyfðu, eins og heimilið ber fagurt vitni um. Myndarlegt hús reistu þau sér austarlega í bænum við Ásaveg, varð það illa úti í jarðeldunum 1973,“" ákváðu þau þá að flytja vestur á Brimhólabraut, eignuðust þar ágætt hús, og hefur heimili þeh’ra staðið þar síðan. Heiða annaðist vel um heimili sitt og fjölskyldu, sem var henni mikils virði. Þeir sem starfað hafa í áratugi við helgihald kunna vel að meta framlag makanna, sem heima sitja og gæta bús og barna, ekki síst á stórhátíðum, verður þeirra hlutur seint fullþakkaður. Hljómfögur bassarödd Ingvars hefur ómað í Landakirkju síðustu 3 áratugi, vonandi verður engin breyt- ing þar á þótt Ingvar sjái nú á bak sínum trausta lífsförunaut. Biðjurn við félagar hans honum huggunar og blessunar Guðs við fráfall Heiðu, jafnframt því að senda honum, börn- um þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Álfheiðar Sigurðardóttur. Jóhann Friðfinnsson. unnið í Valhöll í nokkur sumur og þótti vænt um þann stað. Hulda vann lengstum við af- greiðslustörf og á öldrunarheimil- inu við Furagerði en að síðustu sjálfboðaliðsstörf á vegum Hvíta- bandsins. Barnabörnunum fjölgaði og barnabarnaböi’nin litu dagsins ljós Huldu og Gústa til mikillar gleði meðan heilsa þeirra entist til að taka þátt í daglegu lífi þessarar stóru fjölskyldu sem tók ýmsum breytingum í tímanna rás. Enga uppgjöf var að finna á Huldu þótt á móti blési og hélt hún reisn sinni til hinstu stundar. Hún hafði orðið að sjá á bak mök- um sínum og systkinum og nú í ágúst fylgdi hún yngsta syni sín- um Vigni til grafar, en hann og fjölskylda hans höfðu verið hennar stoð í gegnum árin þar sem hinir synirnir voru búsettir erlendis. Haukur bróðir hennar var einnig stoð hennar og stytta og hjúkrun- arfólkið á Droplaugarstöðum á þakklæti skilið fyrir góða umönn- un. Far þú í friði og þakka þér sam- fylgdina. Hinstu kveðjur frá Brynjari, Kristínu, Inu, Gunnari og Sigurði. Bryndís Gunnarsdóttir. Kveðja frá Hvíta- bandinu, líknarfélagi Hvítabandið vill minnast látinnar félagskonu, Huldu Ingibjargai’ Pálsdóttur, sem í dag hefði orðið 82 ára, ef hún hefði lifað. En Hulda lést þann 30. ágúst síðastliðinn og fór jarðarförin fram 8. september frá Fossvogskirkju. Hulda gekk í Hvítabandið 10. nóvember 1975 og var því félagi í nærfellt 24 ár. Síðar gekk í Hvíta- bandið frænka hennar, Hulda Kri- stjánsdóttir, en þær vora systra- dætur og unnu þær oft saman í verslun Hvítabandsins að Furu> gerði 1. Meðan Hulda hafði heilsu til vann hún auk verslunarstarfa fyi’ir Hvítabandið að öðrum fjáröflunai’T leiðum félagsins, eins og við basar- og merkjasölu. Hvítabandsfélagar þakka störf hennai’ og hlýhug til fé- lagsins. Blessuð sé minning hennar. Hildur G. Eyþórsdóttir, ^ formaður Hvitabandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.