Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁRNIANTONÍUS GUÐMUNDSSON + Árni Antoníus Guðmundsson fæddist á Þorbjarg- arstöðum í Skefils- staðahreppi á Skaga 8. júlí 1927. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Skag- firðinga 11. septem- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristínar _ Arnadóttur frá Mallandi á Skaga, f. 29.6. 1981 og Guðmundar Árnasonar frá Vík- um á Skaga, f. 19.8. 1897, d. 5.12.1983, bænda á Þorbjargar- stöðum. Árni var elstur fjög- urra bræðra. Næstur honum var Ingólfur, f. 19.4. 1929, d. 16.6. 1991, bifvélavirki á Sauð- árkróki, kv. Fjólu Þorleifsdótt- ir, ljósmóður á Sauðárkróki, þau eiga þrjá syni. Haukur, f. 10.8. 1931, bóndi á Þorbjargar- stöðum og síðar verkamaður á Sauðárkróki. Ásgrímur, f. 12.11. 1938, d. 9.11. 1969, bóndi . „ á Þorbjargarstöðum. Árni kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur, f. 17.6.1931, frá Hofsósi, 17.1.1953 og var heim- ili þeirra alla tíð á Sauðárkróki. Þau eignuðust fjögur börn. 1) Kristín Dröfn, f. 9.12. 1952, bankamaður á Sauðárkróki, gift Guðmundi Gunnarssyni, húsgagnasmið, börn: Árni Þór- oddur, Gunnar Gígjar og Ragn- ar Freyr. 2) Guðmundur Þór, f. j 30.12.1955, sjómaður og útgerð- armaður á Sauðárkróki í sam- búð með Ólöfu Hartmannsdótt- ur kennaranema, börn: Árni Rúnar og Guðný Katla. 3) Ólöf Svandís, f. 24.1. 1960, verka- kona á Sauðárkróki í sambúð með Stefáni Jónssyni vélvirkja, börn: Gígja Hrund, Klara Björk, Halla Mjöll og Edda Borg. 4) Eva LiUa, f. 31.8. 1967, iðn- verkakona á Sauðárkróki, börn: Saga Sjöfn og Leó Þeyr. Árni fauk námi í rennismiði hjá Vélsmiðjunni Héðni 1951. Að námi loknu settist Árni að á heimaslóðum og stofnaði bif- reiðaverkstæðið ÁKI ásamt Ingólfi bróður sínum og Karli Simrod. I jan- úar 1969 gerðist Árni framkvæmda- stjóri og einn aðal- eigandi Hraðfrysti- hússins Skjaldar, og starfaði við það þar til Skjöldur var seldur Þormóði ramma. Árni var einn af aðalhvata- mönnum þess að steinullarverk- smiðja var reist á Sauðárkróki, og stjórnarfor- maður þegar verksmiðjan hóf störf. Árni sat í stjórnum margra fyrirtækja á Sauðár- króki s.s. Utgerðarfélagi Skag- firðinga, Máka, Melrakka o.fl. Árni starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margháttuðum trúnaðar- störfum. Hann sat í stjórnum Sjálfstæðisfélaga í Skagafirði og fulltrúaráða og var formað- ur þeirra. Þá sat hann í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra og sat í flokksráði Sjálfstæðisflokksins. Árni var heiðursfélagi í Sjálf- stæðisfélagi Sauðárkróks. Árni sat í bæjarstjórn Sauðárkróks sem aðal- og varamaður um 16 ára skeið, einnig sat hann í ýmsum nefndum á vegum bæj- arstjórnar Sauðárkróks. Hann var formaður stjórnar Hita- veitu Sauðárkróks um árabil. Árni starfaði í mörgum félög- um. Hann var um tíma formað- ur Iðnaðarmannafélags Sauð- árkróks og í hópi þeirra iðnað- armanna sem stóðu að endur- reisn eldsmiðju Ingimundar Bjarnasonar. Sem félagi í Iðn- aðarmannafélaginu starfaði hann í stjórn Félagsheimilisins Bifrastar um árabil. Árni gekk í Rotary-klúbb Sauðárkróks 1960 og tók virkan þátt í starfi klúbbsins og var forseti eitt starfsár. _ títför Árna A. Guðmundsson- ar verður gerð frá Sauðár- krókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég kveð Árna Guðmundsson, frænda minn, með miklum söknuði. Hann reyndist mér alltaf afar vel í margvíslegum samskiptum. Árni var um margt ótrúlega öflugur maður. Hann var einn af máttar- stólpum Sauðárkróks og um langt skeið í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins í bænum. Hann sat í bæj- arstjórn fyrir flokkinn árum saman og kom mjög að uppbyggingu at- vinnulífs í bænum. Árni taldi það skyldu sína að taka þátt í stofnun og rekstri fyrirtækja, sitja í stjórn þeirra eða veita þeim forystu eftir því sem þurfti. Hann áleit þetta vera beina afleiðingu af þeirri ákvörðun að vilja eiga heima <á Sauðárkróki. Á þannig stað yrðu þeir sem eitthvað gætu að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins þannig að byggðin fengi yfirleitt þrifist og dafnað. Árni brýndi oft samflokksmenn sína á þessu og af- staða hans og eftirfylgja reyndist Sauðárkróki og atvinnulífí bæjarins sannarlega vel. Helstu aðalsmerki Ama voru kjarkurinn til að setja djörf mark- mið og gífurleg seigla og þraut- seigja við að ná þeim fram. Hann fluttist til Sauðárkróks eftir að ihann lauk námi í rennismíði og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sín- um verkstæðið Aka við þriðja mann. Árni var síðan einn af helstu stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni þar til fyrir nokkrum ár- um. Ámi tók strax í upphafi við .framkvæmdastjóm fyrirtækisins tíg gegndi því starfi allt þar til meirihlutinn í fyrirtækinu var seld- ur Þormóði ramma hf. Á þeim ár- um sem Árni var framkvæmda- stjóri Skjaldar hf. átti hann mikinn þátt í stofnun og uppbyggingu Út- gerðarfélags Skagfirðinga hf. og sat í stjórn þess, en það var sameig- inlegt útgerðarfélag fyrir fisk- vinnslufyrirtækin í Skagafirði. Meðan Árni rak Skjöld hf. vora aðstæður í sjávarútvegi löngum mjög frábragðnar því sem nú er. Þá reyndi oft á seiglu og úthald Árna við að ná endum saman því ekki flaut hagnaðurinn upp úr fiski- kössunum í þá daga. Árni var ein- staklega nægjusamur maður og það kom fram í miklu aðhaldi og varkárni í rekstri fyrirtækisins, jafnvel svo mildu að samstarfs- mönnum hans fannst ósjaldan nóg um. En Árni vildi, þrátt fyrir að geta sett sér djörf markmið, aldrei taka meiri áhættu í rekstrinum eða leggja í meiri fjárfestingar en svo að hann gæti séð þasr ganga upp. Eitt var það þó sem Árni gat aldrei sparað við sig í rekstrinum en það var áherslan á gæði framleiðslunn- ar. Hann var endalaust að velta því fyrir sér hvernig unnt væri að laga aðstæðurnar við framleiðsluna og hvetja starfsfólkið til dáða þannig að varan yrði algjörlega gallalaus. Hann vildi alls ekki stýra fram- leiðslunni þannig að tekin væri eins mikil áhætta og hægt var að kom- ast upp með við að uppfylla gæða- kröfur, sem var ekki óalgengt sjón- armið við rekstur í fiskvinnslu á þessum áram. Líklega þótti Áma ekki jafn vænt um nokkurn hlut í rekstrinum eins og viðurkenningar- skildina frá Coldwater Seafood í Bandaríkjunum sem hann fékk ár eftir ár og hann hengdi stoltur upp í kaffistofunni til þess að minna starfsfólkið á að það gæti líka verið stolt af störfum sínum sem væra mikils metin. I hans huga stóð Skjöldur hf. ekki undir nafni án við- urkenningarskjalda. Enda líkaði starfsfólkinu vel við Árna og treysti mjög á hann, þótt það þyrfti að sætta sig við nægjusemina og að- haldið. Árni kom mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðj- unnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Þar reyndi mjög á seiglu hans og era til ýmsar sögur af því hvernig hann kom málum áfram þrátt fyrir endalaus nei, mótlæti og hrakspár. Þess vegna gladdi það Árna mjög þegar rekstur verk- smiðjunnar komst yfir erfiðustu hjallana og fór að skila myndarleg- umafgangi. Árni tók mikinn þátt í félags- störfum á vegnum atvinnulífsins. Hann var virkur í félagsstarfi iðn- aðarmanna. Eins sat hann áram saman í stjórn Samtaka fisk- vinnslustöðvanna og hann naut þess mjög að vera með félögum sín- um þar og ræða við þá um gang mála í sjávarútvegi. Árni hvatti mig jafnan óspart á stjórnmálasviðinu og var einn af öílugustu stuðningsmönnum mín- um. Hann var sjálfur alltaf tilbúinn til að hjálpa til við hvað sem þurfti að gera. í stjórnmálaskoðunum var Árni umburðarlyndur íhaldsmaður og lagði mesta áherslu á framfarir og árangur í atvinnumálum. Hann átti gott með að vinna með fólki í öllum þeim félagsmálum sem hann tók þátt í og naut mikiilar virðingar hjá samstarfsfólki sínu. Árna þótti mjög vænt um fjöl- skyldu sína og hún studdi hann með hlýhug til allra þeirra fórnfúsu verka sem hann tók að sér í vinnu og félagsstörfum. Árni er sannar- lega kvaddur með þakklæti af sam- ferðamönnum sínum og ég þakka fyrir þær mörgu stundir sem við áttum saman og votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Vilhjálmur Egilsson. Vinur minn Árni er látinn. Ég kynntist honum fyrir tæpum 30 áram, það var sumarið 1970. Ég kom á skrifstofu hans á eyrinni ásamt öðram mætum manni sem nú einnig er látinn, Adólf Björns- syni, sem var þá rafveitustjóri hér á Sauðárkróki. Erindi okkar á skrif- stofu Árna var um loðdýrarækt, en þá var hér í undirbúningi að flytja inn minka frá Noregi og reka minkabú hér á Sauðárkróki. Ég man vel' eftir þessum fyrsta fundi okkar Árna og þá hvemig hann kom mér fyrir sjónir. Hann hafði mikinn áhuga á að gera allt sem þurfti til að greiða götu fyrir nýja atvinnugrein, að geta orðið öðram að liði var hans metnaður en þannig var Ámi alla sína ævi, hann var ein- stakur maður. Frá og með þessum fundi og fram til síðasta dags hefur Árni starfað að málefnum loðdýra- ræktarinnar meira og minna hér í Skagafirði og einnig á landsvísu. Það yrði langur listi ef taka ætti saman allar þær nefndir og stjórnir sem Árni starfaði í. Til marks um störf Árna að málum loðdýrarækt- innar var haft á orði að Skagfirð- ingar væra lánsamir að hafa slíkan mann til að vinna að málefnum, var á þetta bent þegar betur gekk hér en annars staðar. Það er nokkuð augljóst hvar hugur Árna stóð og hans viðhorf í því samfélagi sem hann starfaði í. Áð standa vörð um atvinnumál og vinna að málum sem geta bætt umhverfi og það mannlíf sem við búum í var hans stærsta áhugamál. Ég minnist þess eitt sinn er við höfðum verið að vinna að málefnum loðdýraræktinnar og ég vissi að það var mikið að gera á mörgum vígstöðum hjá Árna. Ég spurði hann hvort hann sæi ekki fram á neitt frí fyrir sig og Gígju. Hann svaraði því þannig að hann væri í nokkuð góðum málum, þar sem hann og Gígja hefðu farið, bara tvö, vestur í Húnavatnssýslu sum- arið áður og gist í tjaldi og þar hefði hann sofið í tvo sólarhrmga samfleytt. Svo var að skilja að Árni hefði gert vel við sig og að hann byggi enn að þessu fríi. Eg get ekki látið hjá líða að minnast á nokkur atriði er varða loðdýraræktina hér í Skagafirði þar sem Árni var leið- andi fyrir okkar hönd. Þar er fyrst að nefna fóðurstöðina á Gránumó- um, sem varð gjaldþrota. Þá leit út sem allir vegir væra lokaðir þar sem enginn vildi koma nálægt þess- um rekstri á þessum tíma. Þá var það félagi minn Árni sem stóð að rekstrarfélagi til þess eins að fóður- stöðin gæti starfað áfram og í fram- haldi þess tók Ámi virkan þátt í að koma rekstri fóðurstöðvarinnar í þann farveg sem hún er í og hefur reynst greininni mjög vel. Fyrir þremur áram var Árni í forsvari fyrir innflutningi á mink og refum fyrir skagfirska loðdýrabændur og hafði einnig umsjón með rekstri á sóttkvíarbúi sem enn er í fullum rekstri. Einnig hafði hann með að gera innflutnirig á feldkanínum, sem nú era í ræktun víðsvegar um land, og svona mætti lengi telja um áþreifanlegan árangur af störfum Árna í þágu loðdýraræktar hér á landi. Þegar hugsað er um farinn veg verður ekki annað sagt en ég tel að ég hafi verið lánsamur að hafa fengið að starfa með Árna í blíðu og stríðu öll þessi ár. Við er- um Rotaryfélagar og störfuðum mikið saman innan hreyfingarinnar að ýmsum málum. Nú síðustu ár beitti Árni sér fyrir því að Rotaryklúbbur Sauðárkróks endur- reisti vörður á leið í Laxárdal, en hér er um að ræða þá leið er farin var hér á milli á áram áður. Klúbb- urinn hefur farið síðastliðin tvö sumur í þetta verkefni undir leið- sögn Árna. Fyrir þremur árum greindist Árni með þann sjúkdóm sem dró hann til dauða. Árni tók þessum sjúkdómsmálum með still- ingu og ótrúlegum baráttuvilja og stóð Gígja konan hans sem hin styrka rtoð við hlið hans þar til yfir lauk. Ég vil með þessum orðum þakka Arna fyrir allt sem liðið er, ég vil einnig færa þakkir frá öllum loðdýrabændum í Skagafirði fyrir ómetanlegt starf í þágu loðdýra- ræktarinnar. Við biðjum Guð að gefa Gígju, börnum Árna, tengdabörnum og barnabörnum styrk til þess að komast í gegnum missinn. Árni, hvfl þú í friði, Guð blessi þig- Reynir Barðdal. Á sjöunda áratugnum urðu nokk- ur þáttaskil hér á Krók. Þá hófst mikil uppbygging, sem staðið hefur sleitulítið allt til þessa. Einn þeirra sem lögðu drjúga hönd á plóg í því starfi var Árni Guðmundsson frá Þorbjargarstöðum á Skaga, sem í dag verður borinn til hvflu í kirkju- garðinum hér á Nöfum. Þaðan er útsýni fagurt yfir Skagafjörðinn. Því umhverfi sem þaðan blasir við og því mannlífi sem þar er lifað unni Árni Guðmundsson. Hann átti hér drjúgan starfsdag, drýgri en margur kann að átta sig á. í stuttu máli væri hægt að bregða upp lífshlaupi Árna Guð- mundssonar; að hann ólst upp í sveit á fyrri hluta þessarar aldar og naut ekki mikillar skólagöngu, lærði rennismíði í Héðni, sneri heim í Skagafjörð að því námi loknu, sótti lífsföranaut sinn í Hofs- ós, stofnaði hér á Krók bflaverk- stæðið AKI og rak frystihúsið Skjöld í rúm tuttugu ár. En Árni Guðmundsson var um margt sér- stakur maður og verður minnis- stæður þeim sem honum kynntust og tal um lífshlaup í venjulegum skilningi á einhvern veginn ekki við þegar hann er kvaddur nú að leið- arlokum. Það yrði löng þula ef talin yrðu öll þau félög sem Árni Guðmunds- son starfaði í um dagana og sat í stjórnum og veitti formennsku um lengri eða skemmri tíma; Iðnaðar- mannafélag, Félagsheimilið Bifröst sem jafnframt sá um framkvæmd Sæluviku, Útgerðarfélag Skagfirð- inga, Steinullarverksmiðjan, svo fátt eitt sé nefnt og er þá ótalið allt það starf sem hann vann í Sjálf- stæðisflokknum og ónefnd seta í bæjarstjórn Sauðárkróks og nefnd- um á hennar vegum. Og Árni Guð- mundsson sat ekki í nefnd eða stjórn til þess eins að sitja þar eins og margan hendir, heldur varð að skila starfi. Verka varð að sjá stað. Kynni Árna Guðmundssonar og þess sem hér skrifar undir hafa nú staðið í nær fjóra áratugi. Þau hafa verið náin og spannað marga þætti mannlífsins. Ekki verður frekar um þau rætt en brugðið upp nokkram minningum. Þegar Árni Guðmundsson lagði frá sér verkfærin niðri á AKA í jan- úar 1969 og hélt út á Eyri að reka Skjöld þá íylgdu honum ekki heilla- spár. En Árni lét það lítt á sig fá og hófst handa. Og Skagaþráinri reyndist giftudrjúgur, drýgri en margur hafði ætlað. Á fyrstu áram þess rekstrar kom það oft fyrir að Árni kallaði undirritaðan til starfa að kvöldi til eða um helgar, að raða upp bókhaldsgögnum og færa til bókar. Var tekið fram að greiðsla yrði í hlutabréfum. Þau hlutabréf sá undirritaður aldrei. En tuttugu áram síðar hringdi Árni Guð- mundsson eitt kvöld og sagði: Það hafa alltaf legið hérna hjá mér hlutabréf á þínu nafni frá því um árið. Viltu taka tilboði upp á sextíu og fimmfallt nafnverð? Hefur önn- ur vinna ekki verið betur borguð. Einhverju sinni á þessum bók- haldskvöldum var sú fullyrðing lögð fyrir Árna að hann tæki ekki nei fyrir svar. Það kom langt og þungt og hægt haaaa og munnvikin drógust ögn aftur eins og stundum þegar málin voru ígrunduð og síðan fylgdi sú ræða og já væri ekki alltaf gott svar. Það gæti verið loðið, segði ekki alltaf allt. Oft væri gott veganesti að fá nei í byrjun. Þá þyrfti að fara yfir allt í huganum aftur og skilgreina og leggja málið fyrir að nýju. Þá væri öllum ljóst um hvað málið snerist og þá kæmi venjulega já. Saga Skjaldar og Útgerðarfélags Skagfirðinga er sérstakur kapituli í atvinnusögu Sauðárkróks; allt gert af vanefnum en sótt af harðfylgi og dugnaði. Bankakerfið með allt öðr- um hætti en nú. Því háttaði þannig til að Skjöldur eignaðist fyrsta skuttogarann sem á Krókinn kom, lítinn kugg sem hét Hegranes. Allt það skip var keypt í skuld. Síðustu hálfu milljónina - sem var mikið fé 1971 - náði Árni í í Vestur-Skafta- fellssýslu. Mér datt hann í hug einn morguninn, sagði Árni, við höfðum setið nokki-a landsfundi saman. Hann lánaði mér þetta alveg prívat. í upphafí vora nefnd þau um- skipti sem urðu hér á Króknum á sjöunda áratugnum. Margt stuðlaði þar að. Búnaðarbankinn yfirtók þá rekstur Sparisjóðs Sauðárkróks og opnaði hér útibú. Útibússtjóri varð Ragnar Pálsson. Og Skagfírðingar munu skilja þegar sagt er að Ragn- ar hafi rekið þetta útibú, byggð og banka til farsældar. Árni hafði það fyrir háttu, væri málið mikilsvert, að smeygja sér inn í bankann á slaginu fjögur. Það traflaði þá ekk- ert nema kvöldmaturinn, sagði hann. Hér verður ekki fjallað um þau fjölþættu störf sem Árni vann fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það verður af öðram gert. Hér verða aðeins nefnd síðustu afskipti Ái-na á þeim vettvangi, því þau lýsa honum vel. Þegar ákveðið hafði verið að sam- eina sveitarfélögin í Skagafirði - að Akrahreppi undanskildum - kom fram sú hugmynd að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur byðu fram sameiginlegan lista sem fælist í því að oddvitar sætu áfram og skipuðu listann. Þegar málið var kynnt í fulltrúaráði Sjálfstæðisfé- laganna hafði framsögumaður varla þagnað þegar Árni var kom- inn í pontu og hóf mál sitt á sinn sérstaka hátt: Ég hef ekki hug- myndaflug í svona framboð. Þegar rúmur hálfur mánuður var til kosn- inga þótti Árna dauft yfir í kosn- ingabaráttunni og einn morgun er hann mættur hér á stofugólfi; það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.