Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Móðurinn runninn af fellibylnum Floyd - flokkaður sem hitabeltisstormur Víða neyðar- ástand enn vegna flóða FELLIBYLURINN Floyd, sem nú er flokkaður sem hitabeltis- stormur, lagði í gær leið sína út yf- ir haflð eftir að hafa valdið veru- legu tjóni víða á austurströnd Bandaríkjanna. Að sögn Reuters- fréttastofunnar týndu sjö manns lífl, aðallega vegna gífurlegs úrfell- is og flóða, og rafmagnslaust var á stórum svæðum. Ekki þykir lík- legt, að Floyd eða leifar hans komi neitt við sögu hér við land. Mikið hafði dregið úr vind- styrknum snemma í gærdag en þá stefndi Floyd í átt að Kanada. Varð hann aldrei jafn skæður og óttast var en hrinti samt af stað mestu fólksflutningum í sögu Bandaríkj- anna. Urðu meira en 3,5 milljónir manna að yfirgefa heimili sín enda virtist á tímabili sem Floyd kæmist 1 5. flokk fellibylja, sem eru þeir öflugustu. tiL útlanda -auðvelt að muria SÍMINN www.siml.is Bylurinn reif upp tré, felldi raf- magnsmöstur og víða urðu miklar skemmdir á íbúðarhúsum. Sums staðar var úrkoman meira en 46 sm. „Hér hefur orðið mikið tjón,“ sagði James Hunt, ríkisstjóri í Norður-Karólínu. Sagði hann, að þúsundir manna hefðu misst heim- ili sín og áætlaði hann skaðann mundu kosta tugi milljarða króna. I gær var verið bjarga burt um 1.500 manns af þökum húsa, sem voru umflotin vatni, og hluti af vegakerfinu í ríkinu var lokaður vegna vatnselgsins. Neyðarástand vegna flóða í New York, New Jersey, Mar- yland, Delaware og í Austur-Penn- sylvaníu var enn neyðarástand í gildi í gær, aðallega vegna flóða, og skólar voru almennt lokaðir á aust- urströndinni. Þá urðu miklar trufl- anir á flugsamgöngum. Sjö manns að minnsta kosti fórust í veðrinu. Létu fjórir lífið í umferðarslysum, sem rakin eru til ástandsins, tvær stúlkur drukknuðu og maður lést af völd- um raflosts er flæddi inni í íbúð- ina hans. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, veitti í gær rúmlega 36 millj- arða ísl. kr. til aðstoðar við þau svæði, sem harðast urðu úti. Engin áhrif hér Unnur Skúladóttir veðurfræð- ingur sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ólíklegt væri, að leifanna af Floyd myndi nokkuð gæta hér á landi þar sem háloftastraumurinn lægi beint yfír Atlantshaf langt fyrir sunnan landið og honum myndi lægðin vafalaust fylgja. Handklæðaofnar Vandaðir handklæöaofnar. Fáanlegir í ýmsum stærðum. Lagerstærðir: 700 x 550 mm 1152x600 mm 1764x600 mm Meðlimur Rauðu herdeildanna felldur Var eftirlýstur fyrir tvö morð í Þýskalandi Vínarborg. Reuters. MEÐLIMUR þýsku hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildanna var felldur í skotbar- daga í Vínarborg á miðvikudag og var annar meðlimur samtakanna tekinn höndum. Austurriska lögreglan hefur skýrt frá því að konan sem náðist væri Andrea Klump, háttsettur meðlimur í Rauðu herdeildunum. Hún er meðal annars eftirlýst fyrir morðið á Alfred Herrhausen, stjórnarformanni Deutsche Bank, árið 1989. Félagi hennar sem féll var Horst Ludwig Meyer, einnig háttsettur í hryðjuverkasamtökunum. Hann var meðal annars eftirlýstur fyrir morðin á þýska stjórnarerindrekanum Gerold von Braunmuhl og Heinz Beckurts, forstjóra Siemens-fyrirtækisins. Klump og Meyer voru meðal síðustu með- lima Rauðu herdeildanna sem enn léku laus- um hala. Vegfarandi hafði tilkynnt lögregl- unni um grunsamlega hegðun þeirra í Vínar- borg á miðvikudag. Þegar lögreglan hugðist hafa afskipti af þeim dró Meyer upp byssu, afvopnaði einn lögregluþjón og lagði á flótta. Var þeim veitt eftirför og eftir að þau höfðu verið króuð af beið Meyer bana í skotbar- daga við lögregluna. Klump gafst þá upp án mótþróa. Rauðu herdeildirnar voru stofnaðar árið 1970 og voru lengi kenndar við stofnend- urna, Andreas Baader og Ulrike Meinhof. Talið er að samtökin hafi myrt um 30 stjórnmálamenn, frammámenn í viðskipta- lífi og aðra kunna einstaklinga í Þýskalandi á 8. og 9. áratugnum. Samtökin létu einnig nokkuð að sér kveða í Austurríki. Klump og Meyer voru meðal fímm meðlima sam- takanna sem enn voru eftirlýstir af þýsku lögreglunni. Aldamótavandinn Hnökrar en ekki meir Washington. Reuters. ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, sagði í gær, að hugsanlega gætu orðið ein- hveijir hnökrar á efnahagsstarfseminni í landinu vegna aldamótavandans en mjög ólíklegt væri, að þeir yrðu miklir. Greenspan sagði, að lítil ástæða væri til að óttast meiriháttar vandræði en hag- fræðingar hafa velt töluvert fyrir sér afleiðingum hugsan- legra tölvubilana. Til dæmis getur það haft allmikil áhrif í efnahagslífinu ákveði for- svarsmenn margra fyrir- tækja að styrkja birgðastöð- una rétt fyrir áramót til að vera búnir undir bilanir og taflr af þeirra völdum. Lagði Greenspan áherslu á, að mestu skipti, að menn héldu rónni og gripu ekki til neinna vanhugsaðra skyndiákvarðana. Aian Greenspan Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sírni: 5641088 • Fax: 564 1089 Fást i h/Bíingavðruversluiium um Imul allt til útlanda auövelt aö mima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.