Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Kæri pennavinur,
Þú átt engan pennavin.
0, ekki? Þá þarf ég ekki að vera að
skrifa honum, er það?
Nei, það held ég ekki.
Gleymdu þér!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Nauðsyn
þekkingar
Frá Atlu Hraunfjörð:
ÉG HEF um nokkurt skeið fengið
birtar eftir mig lesendabréfsgreinar
í Morgunblaðinu um málefni tengd
nýalskri hugmyndafræði. Ég er
ákaflega þakklátur ritstjóm blaðs-
ins að gefa þessu málefni rúm á síð-
um þess.
Maður verður áþreifanlega var
við að vangaveltur lesenda og við-
brögð þeirra við greinunum sýni að
töluvert vantar upp á að fyrir hendi
sé það þekkingarstig sem þarf til að
skapa hér aðstæður, tO að stdla td
sambanda við öflugar, þroskaðar
verur stjamanna og þiggja þaðan
vit og aukna þekkingu á mikilleika
heimsins. Helstu boðberar aukinnar
þekkingar á lögmálum þessa heims
og annars hafa ekki riðið feitum
hesti frá tOraunum sínum tO að
fræða almenning í samtímanum.
Fyrir hundrað og níutíu áram
reyndi Jean Baptiste de Lamark
1744-1829. með bókinni „Heimspeki
dýrafræðinnar“ 1809, að koma fram
undirstöðuatriðum til skönings á
framsókn lífsins á jörðinni með litl-
um árangri. En Charles Darwin
1809-1882. tókst það alllöngu síðar
með bók sinni „Upprani tegund-
anna við náttúruval" 1859. Það gekk
þó ekki þrautalaust, þar sem hedt
trúfélag rakkaði hann niður. Það
má minnast á, hvað haft var eftir
Galdeo Galflei 1564-1642, er hann
var þvingaður td að afneita sann-
leikanum um gang jarðar og stöðu
sólar. Hún snýst nú samt, tautaði
hann á leið út úr réttinum.
Hann athugaði fyrstur manna
stjömuhimininn í sjónauka og er
talinn vera upphafsmaður tdrauna-
eðlisfræðinnar.
Giordano Brúnó 1548-1600 gekk
frekar í dauðann heldur en að af-
neita þeim þekkingarauka er hann
vddi boða samfélaginu. Brano hélt
því fram að alheimurinn væri óend-
anlegur og ætti sér engan miðpunkt
og að td væra óendanlega mörg sól-
kerfi önnur en okkar. Nú er öldin
önnur og vísindamenn keppast hver
um annan þveran að afla sem
mestra upplýsinga um sólir og
reikistjörnur og um möguleika
þeirra til lífssköpunar.
Víða í nýal fjallar dr. Helgi um
nauðsyn aukinnar þekkingar, það er
að segja, ákveðið þekkingarstig á
lögmálum sambands lífs í alheimi.
Þar ræðir hann um litla þekkingu á
mikideika heimsins og þeim fjar-
lægðum sem ljósgeislinn þarf að
fara, jafnvel áður en hann berst td
okkar og hefur þá lagt að baki millj-
ónir mdljóna af áram. Ehmig talar
hann um stjömusambönd, hundrað
þúsund mdljónir sólna, sem era eins
og öragnir miðað við enn stærri
heimshverfi. Eins og áður hefur
komið fram setti dr. Helgi fram full-
yrðingar í upphafi aldarinnar um að
framlífið (það er líf eftir dauðann),
fari fram á öðrum hnetti.
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til annars, frekar hitt að
samkvæmt nýjustu upplýsingum af
rannsóknum, er verið að kanna full-
yrðingar þeirra framliðnu um að
þeir séu jafn efnislegir og við jarð-
arbúar. Dr. Helgi fékk stuðning
fjölmargra af gáfuðustu mönnum
landsins, en ekki almennan stuðn-
ing sem þurfti og er það miður, því
hugmyndakerfi hans er eitt hed-
steyptasta vísindaframlag sem lagt
hefur verið fram, td skýringar á
hinu órannsakanlega og dularfuda
sem ekki verður lengur óljóst, held-
ur dagljóst hverjum og einum er
hugsun leggur að.
Ur grein í „Framnýal", þar segir
dr. Helgi: „Ef mannkynið væri í
sannieika á framfaraleið þá mundi
öll fullkomnun aukast með aldrinum
og 100 ára kona væri t.d. í alla staði,
fegri en tvítug." Einnig, „Samband
við guðina á grandveUi nægdegrar
þekkingar hefir aldrei verið td á
þessari jörð,“ og „en þær þurfa að
fá samband við mannkyn jarðar, svo
þær geti komið við áhrifum sínum
betur miklu en nú er“. Ennfremur:
„Því sundurleitari og ósamstdltari
sem líftegundimar era, því erfiðara
er um samband við hinn skapandi
kraft.“
Dr. Helgi Pjeturss benti á, að
verulegur skilningur þurfi að koma
td hjá öllum almenningi á undir-
stöðulögmálum náttúrunnar, td að
samband við hinn æðsta kraft náist
svo að gagn verði að.
Allir þeir sem hafa kynnt sér
kenningar vísindamannsins dr.
Helga Pjeturss og telja sig hafa það
þekkingarstig, að skflja samband
lífs í alheimi, vita að draumar era að
mestu, samband við starfandi íbúa
annarra hnatta, hafa skilið að fram-
lífið eigi sér stað á ótal mörgum
jörðum alheimsins, auk skOnings á
stfllilögmálinu, era komnir á það
þekkingarstig að geta tekið þátt í
tilraunum, tö stórkostlegra sam-
banda við þroskaðri verar veraldar,
hverjum og einum tö vitauka og líf-
hnetti okkar til mögnunar. Þannig
leggjum við grunn að bestu framtíð
afkomenda okkar og afls lífrflds
hnattarins.
ATLI HRAUNFJÖRÐ,
Marargrund 5, Garðabæ.
AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
ViJ hreinsum:
Rimla, sfrimla, plíseruð og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskaö er.
NíJ«
tnknibmrmnm
Mllwinwr H • llmli »1 MM • QSMl »97 MM