Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR UNNUR FJÓLA -* JÓHANNESDÓTTIR árum. Þakklæti og stolt koma fram í hug- ann þegar ég minnist þeirra. Við Offý kynntumst haustið 1973 og stuttu seinna var ég orðin heima- gangur á heimili henn- ar, hlustaði á plöturn- ar hans Jóa bróður og heyrði um fjarlæg lönd þar sem Þorgeir bróðir dvaldist. Sam- band Fjólu og Offý var mjög náið. Fjóla var vinkona okkar. Hún lá samt ekki á skoðunum sín- um þegar ráðleysið og aumingja- skapurinn hjá okkur ungviðinu + Unnur Fjóla Jó- hannesdóttir fæddist í Hrísey á Eyjafirði 11. desem- ber 1922. Hún lést í Landsspítalanum i Reykjavík 11. sept- ember siðastliðinn. Útför Unnar Fjólu var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 17. sept- * ember. Nú er íbúðin að Framnesvegi 63 tóm- leg, æskuheimili Oddfríðar Höllu eða Offý vinkonu minnar. Fjóla er dáin og Þorsteinn lést fyrir fáum keyrði úr hófi fram. Skoðanir Fjólu byggðust á dugnaði og greind, það var ekki auðvelt að andmæla. Eg minnist líka fádæma hlýju og örlætis sem þau Fjóla og Þorsteinn voru samtaka í að veita mér og mínum bæði á Framnes- veginum og austur í sumarbú- staðnum við Hvítá. í mörg ár ræktuðu þau hjón vinkonuskyldur dóttur sinnar meðan hún bjó er- lendis. A viðkvæmum tímamótum í lífi mínu fékk ég að búa hjá þeim og heimsækja og fyrir það þakka ég. Elsku Offý mín, þú og fjöl- skyldan þín hafið misst mikið. En minningin um góða konu lifir. Elín G. Helgadóttir. Allir eiga sér sínar fyrirmyndir. Oft eru það frægir leikarar og söngvarar. Eg er engin undantekn- ing í þeim efnum nema að því leyt- inu að á mínum lista var að finna Fjólu frænku. Ég dáðist að Fjólu frænku fyrir marga hluti. Má þar nefna glaðværð hennar og skop- skyn og það að hún hafði ákveðnar skoðanir sem hún var ekki hrædd við að deila með öðrum - en var samt alltaf tilbúin að hlusta á þína hlið á málinu. Það er samt einn kostur sem ég hef alltaf metið mest og hann lang- ar mig að nefna sérstaklega. Það er það að ég gat alltaf talað við Fjólu frænku og hún skildi mig alltaf. Hún var með svörin þegar ég var lítil, deildi unglingavanda- málunum með mér þegar sá tími kom og rökræddi við mig þegar ég varð eldri. Það var alveg sama á hvaða þroskastigi ég var - hún fylgdi mér alltaf. Ég var ekki ein um þessa skoðun því að það var oft sagt um Fjólu frænku að hún væri aldrei eldri en sá sem hún talaði við. Þegar ég valdi mér starf studdi hún við bakið á mér og varð aldrei RAÐAUGLÝSINGAR þreytt á að hvetja mig áfram og segja að þetta starf hentaði mér vel. Hún hafði mikla trú á þeirri braut sem ég valdi mér. Takk fyrir það, Fjóla frænka. Þá er kominn tími til að kveðja og það geri ég með þakklæti fyrir þann tíma sem ég átti með Fjólu frænku. Henni til heiðurs ætla ég að reyna af fremsta megni að láta hana lifa áfram í mér. Guðbjörg Grímsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ATVINNU- AUGLÝSINGAR Sýslumaðurinn í Reykjavík óskar að ráða ritara til starfa í sifja- og skipta- deild embættisins. Um er að ræða fjölbreytt starf m.a. við ritvinnslu, símaafgreiðslu, mót- töku og önnur almenn skrifstofustörf. Umsóknir sendist til skrifstofustjóra fyrir 1. október nk. Sýslumaðurinn í Reykjavík, «- Skógarhlíð 6, 101 Reykjavík. Vilt þú vinna frá kl. 12 til 18? Ömmubakstur óskar eftir starfsfólki til fram- leiðslu- og pökkunarstarfa o.fl. frá kl. 12 til 18 alla virka daga. Uppl. gefur Haraldur milli kl. 14 og 16. Uppl. eru ekki gefnar í síma. Ömmubakstur ehf., Kársnesbraut 96. kraftVaki RAFVERKTAKAR Rafvirkjar óskast Rafvirkjar óskast. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 861 3740 Smiðir og verkamenn óskast Upplýsingar í símum 896 2282 og 896 0234. Mark-Hús ehf., byggingaverktakar. Bakarar — bakarar Okkar vantar vaktstjóra í bakarí á höfuðborgar- svæðinu. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., fyrir 22. september, merktar: „Bakari — 8738". FÉLAGSSTARF "Söngfólk óskast í KórÁskirkju í Reykjavík, fjölga þarf í öllum röddum. Upplýsingar gefa: Birgitta Rós- mundsdóttir í síma 587 5408, Gunnar J. Geirs- son í síma 551 5131, Kristján Sigtryggsson í síma 893 2258, Petrína Steindórsdóttir í síma ^51 1261 og Rósa Jóhannesdóttir í síma 551 9919. HEIMDALLUR Aðalfundur Heimdallar f.u.s. Aöalfundur Heimdallar f.u.s. verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 25. september nk. og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar lagðir fram. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar, og tveggja endurskoðenda og eins til vara. 5. Önnur mál. Framboðum til stjórnar ber að skila til stjórnar eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir fundinn. Árshátíð félagsins verður haldin um kvöldið og verður hún auglýst frekar á frelsi.is. Stjórn Heimdallar. FUISIDIR/ MAMIMFAGNAOUR Málþing og sýning á degi menningarminja verður haldið í stofu 101 í Odda laugardaginn 18. september næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 15.00 og hvert erindi tekur um 20 mínútur í flutningi. 1. Þór Magnússon, þjóðminjavörður — Árangur íslenskra fornleifarannsókna. 2. Helgi Þorláksson, prófessor? Hvernig Eiríks- staðir urðu til. 3. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur? Forsaga íslands í Ijósi fornleifa. Af sama tilefni mun Þjóðminjasafn íslands standa fyrir kynningu á fornleifarannsóknum sem farið hafa fram á þessu ári með sýningu sem verður opnuð samtímis á 5 stöðum, í sam- vinnu við minjaverði Vesturlands og Austur- lands, Minjasafnið á Akureyri og Byggðasafn Árnesinga. Sýningarstaðireru: I anddyri sund- laugarinnará Stykkishólmi, í bókasafni Háskól- ans á Akureyri, í Safnahúsinu á Egilsstöðum og í Miðgarði á Selfossi. í Reykjavík verður hún til sýnis í Odda, meðan á málþingi stendur, en verður síðan flutt í Kringluna, þar sem hún mun standa til 1. október. Einnig verður hægt að skoða sýninguna á heima- síðu Þjóðminjasafnsins á slóðinni: www.natrnus.is/syningar/fornleifarannsóknir1999 TIL SÖLU Sölusýning á málverkum gömlu meistaranna í Kirkjuhvoli, Kirkjustræti 4við hliðina á Pelsinum. Opið kl. 14 til 18 í dag. Verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jóns- son, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Finn Jónsson, Svein Þórarinsson, Mugg, Gunnlaug Blöndal og Snorra Arinbjarnar. SUMARHÚS/LÓÐIR Til sölu sumarbústaður ca 50 fm að stærð við Kiðárbotna 28 í Húsafelli. Húsið er byggt í kringum 1980 en innréttingar og gólf endurnýjað 1994. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar í síma 431 2823 alla virka daga milli kl. 11 og 13.30. Til sölu BÁTAR SKIP Þetta skip ertil sölu án aflamarks eða aflahlut- deildar. Skipið er útbúið til dragnóta- og neta- veiða. Upplýsingar í síma 420 4400 (Eiríkur). G ÝMISLEGT Mömmur athugið ef barnið pissar undir Undraverður árangur með nýrri uppgötvun i óhefðbundnum að- ferðum. Ekki söluvörur. Sigurður Guðleifsson, svæða- nuddfræðingur, ilmolíufræðingur og reikimeistari, sími 587 1164. Geymið þessa auglýsingu. KENNSLA Rússneska í MÍR Námskeið, ætluð byrjendum og framhaldsnemum, hefjast f lok september ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar á Vatnsstig 10 sunnu- daga kl. 14—18, sími 551 7928, á öðrum tímum í síma 551 7263. Félagsstjórn MIR. HÁMARKS ÁRANGUR s: 557 2450 • www.sigur.is FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MOfíKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 19. sept. Kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð. Viðdvöl í 3—4 klst. Verð 3.000 kr. Kl. 10.30 Kristrúnarborg — Óttarsstaðasel. Um 4 klst. fróð- leg og skemmtileg ganga suð- vestan Straumsvíkur undir leið- sögn Jónatans Garðarssonar frá Umhverfis- og útivistarfélagi Hafnarfjarðar. Verð 1.000 kr. Kl. 13.00 Selatangar, fjöl- skylduferð. Forn verstöð aust- an Grindavíkur. Margt að sjá, m.a. sérstæð strönd, minjar um útræði fyrri tíma, fiskabyrgi, refagildrur o.fl. Verð 1.500 kr„ frítt f. börn 15 ára og yngri. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. í ferðir kl. 10.30 og 13 er stansað v. kirkjug. Hafnar- firði. Laugardagur 18. sept. Mýrdalsferð er frestað, en munið skógargönguna kl. 10.00 frá horni Vonarstrætis og Suð- urgötu: Álmurinn í borginni. Sjá nánar um ferðir á textavarpi bls. 619. Dagsferð sunnudaginn 19. sept. Frá BSI kl. 10.30. Baka- leiðin 8. áfangi. Lokaáfangi f raðgöngu sumarsins. Gengið frá Kolviðarhól að Fossvöllum. Verð 1.400/1.600. Næstu helgarferðir 15.—17. okt. Óvissuferð. Fjalla- ferð með nýkviknuðu vetrar- tungli. 26.-28. nóv. Aðventuferð í Bása. 4.-5. des. Aðventuferð jeppa- deildar í Bása. 30. des.—2. jan. Áramótaferð. Miðasala hafin í hina sívinsælu áramótaferð í Bása. Heimasíða: www.utivist.is Haustlitir á Þingvöllum Laugardagur 18. sept. Göngu- ferð í Ölkofradal. Hefst við Flosgjá (Peningagjá) kl. 13.00 og tekur u.þ.b. 3 klst. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar í þjónustu- miðstöð í síma 482 2660. Biblíufræðsla alla laugardaga kl. 11 í Hlíðarsmára 9, Kópavogi. Steinþór Þórðarson prédikar. Námskeið um spádóma Opin- berunarbókarinnar er nýbyrjað á Hótel íslandi, Ásbyrgissal, mánu- daga og miðvikudaga kl. 20. Þátt- taka ókeypis. Allir velkomnir. KRISTIÐ SAMKÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14. Ræðumaður: Helga R. Ármannsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.