Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 66
#66 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf t Vetrarstarf s Arbæjarkirkju EFTIR ágæta hvfld sumarsins er óðum að færast líf í Arbæjarkirkju. Safnaðarstarfið er að hefja göngu sína inn í óræðan tíma vetrarins. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína sunnudaginn 19. september. Hann verður kl. 13, hefur sá tími mælst vel fyrir hjá mörgum. Kirkjuprakkarar, börn á aldrinum 7-9 ára, verða á ferðinni seinni part mánudags 16-17 og í kjölfarið á þeim er starf með 10-12 ára börn. TTT starf er á fimmtudögum í Ár- túnsskóla. Ennfremur er starf með 6-9 ára gömlum börnum í þeim sama skóla og í Selásskóla. Ung- lingastarfið er í tveimur aldurs- flokkum, 13-14 ára eru með klúbb á sunnudagskvöldum kl. 20-22 og 14- 15 ára á mánudagskvöldum kl. 20- 22. Óþarfi er að tala um æskulýðs- mótin og ferðalögin sem klúbbarnir taka þátt í með öðrum æskulýðsfé- lögum eða bara útaf fyrir sig. I vet- ur sc-m og síðastliðnu 5 ár mun yngri deildin lesa biblíuna í sólar- hring og safna um leið fyrir góðu málefni. I ár verður sú undantekn- ing að deildirnar munu vera í sam- starfi við Hið íslenska biblíufélag um lesturinn en það verður kynnt síðar. Mun það væntanlega verða kringum biblíudaginn 27. febrúar árið 2000. Aldraðir eiga sinn samastað í dagskrá vetrarins. A miðvikudög- um hittast hressir karlar og konur og eiga stund saman, taka í spil, föndra og eða rabba saman um líf- ins gang. Gestir koma í heimsókn og miðla af margvíslegri reynslu. Ekki má gleyma í þessu samhengi að kirkjan býður upp á heimsókn- arþjónustu til aldraðra íbúa hverf- isins. Tflgangurinn er sá að rjúfa félaglega einangrun þessa fólks. Allar nánari upplýsingar um þessa þjónustu er að fá hjá prestum og starfsfólki kirkjunnar. Foreldramorgnar eru hvem þriðjudag kl. 10-12. Tilgangurinn með starílnu er einkum sá að rjúfa einangrun foreldra með ung börn. Margt er gert sér til dægrarstytt- ingar í þessu starfi. Fyrir utan að rabba saman yfir kaffibolla er mikið fræðslustarf samfara þessu starfi. Hvetjum við foreldra að koma og njóta samverunnar í kirkjunni. Kvenfélag kirkjunnar er með fundi annan mánudag hvers mán- aðar fyrir utan annað starf sem þetta ágæta félag innir af hendi fyrir kirkjuna án þess að hafa hátt um. Kórastarfið gengur með ágæt- um. Kirkjukórinn æfir á fimmtu- dögum kl. 18-20. Eftir ágæta för kórsins til Prag í sumar er mai'gt spennandi á döfinni í vetur. Gospelkór æfir á miðvikudögum kl. 18-19.30. Ekki þarf að taka fram að alltaf vantar raddir. Ef þú hefur áhuga þá endilega settu þig í sam- band og það verður vel tekið á móti áhugasömum. Fermingarfræðslan byrjar sam- kvæmt stundaskrá þ. 27. septem- ber en henni er skipt niður á 6 hópa. Hver hópur er einn tíma á Hættu\ aö hrjóta „Stop Snoring“ Kættu að Fæst í stórmörkuðum, apótekum og bensínstöðvum Esso Bústaðakirkja í Reykjavík. viku og lýkur henni seinni part marsmánaðar ársins 2000. Guðsþjónustur safnaðarins verða allajafna kl.ll árdegis nema annað sé tilgreint.í vetur verður boðið upp á 5 „poppmessur", tvisar fyrir áramót og þrjár fram á vorið. Með því er leitast við að ná til breiðari hóps safnaðarfólks. Ymis félagasamtök eiga sama- stað í kirkjunni eins og AA sem er með opinn fund á mánudagskvöld- um, lokaðan fund á miðvikudögum og laugardagsmorgnum. A1 Anon er með fund í safnaðarheimili kirkj- unnar á þriðjudagskvöldum. Soroptimistakonur funda fyrsta mánudag hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru í lífi safnaðarins veturinn 1999-2000. Margt meira er í boði sem ekki er vert að tíunda hér á þessari stundu. Bíður síns tíma. Það er einlæg von okkar að sem flestir sjái sér fært að njóta einhvers að þeim tilboðum sem eru í gangi í kirkjunni. Munið að samkvæmt könnun lengir kirkjusókn lífið og gerir það skemmtilegra. Viðtalstímar presta er kl. 11 ár- degis eða eftir nánari samkomulagi. Prestarnir. Æðruleysis- messa í Fríkirkjunni Sunnudagskvöldið 19. september kl. 21 verður messa tileinkuð þeim er leita eftir tólfsporaleiðinni að bata í áfengissýki sinni eða sinna nánustu. Sr. Anna Sigríður Páls- dóttir mun prédika og sr. Jakob Agúst Hjálmarsson leiða helgi- stundina. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir og sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson annast fyrirbæn. Einhver mun verða til þess að segja sögu af reynslu sinni í barátt- unni og í lokin gefst fólki kostur á HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Slmi: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tiilviinóstiir- salai75)hfillnstfivna is að ganga fram til fyrirbænar. Létt tónlist er eitt einkenni æðruleysis- messanna og er hún í höndum Bræðrabandsins og Önnu Sigríðar Helgadóttur. Með þessari messu hefst þriðja starfsár þessarar sér- þjónustu Dómkirkjunnar. Æðru- leysismessurnar hafa verið fjölsótt- ar svo þátttakendur hefur mátt telja í hundruðum hverju sinni. I vetur verður jafnframt þessum samkomum boðið upp á fræðslu- kvöld í vikunni á eftir og verður það fyrsta í Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar föstudagskvöldið kl. 20.30. Þar mun sr. Jóna Hrönn fjalla um efnið Að vaxa í trú út frá lögmálum andlegs vaxtar. Kirkjan kallar I hvert sinn sem hljómur kirkju- klukkunnar berst til þín, þá er hún að kalla á þig. Hún er að minna á starfið, sem fer fram í kirkjunni þinni og vekja ábyrgð þína. I vetur þá mun þetta kall hljóma sem fyrr. Áherslur í starfinu verða áfram á aukna samvinnu kirkju, skóla, æskulýðsmiðstöðvar og félaga í sókninni. Betra líf í Bústaðahverfi er verkefni okkar og við viljum láta það ná til allra þátta mannlífsins. Á hverju hausti taka fleiri og fleiri þátt í safnaðarstarfi Bústaða- kirkju. Ungir sem aldnir eiga sam- leið til kirkjunnar. Starfið ber vitni dugmiklu fólki í sókninni sem lætur sér varða starf kirkjunnar. Hefur þú hugleitt starfið, og hvort þar kunni að vera vettvangur fyrir þig? Almennar guðsþjónustur eru hvern helgan dag kl. 14. Þar er þá hina réttu þögn að finna sem þarf til að heyra, hugsa og biðja. Áth. messurnar eru sniðnar að þörfum fjölskyldunnar. Barnamessur eru haldnar hvern sunnudag kl.11.00. Hér er gott tækifæri fyrir alla fjölskylduna að eiga innihaldsríkar stundir saman í hópi með öðrum fjölskyldum. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, um- ræður og leikir við hæfi barnanna. Hjónakvöld - Fyrir áramót verða haldin tvenn hjónakvöld. Fyrra kvöldið verður 21. október kl. 20.00 og þá mun Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur fjalla um efnið „Hjónabandið og breytingaskeið- ið“. Síðara kvöldið verður 25. nóv- ember kl. 20.00. Þá mun Ingólfur Sveinsson geðlæknir fjalla um efnið „Hvort er A- eða B-týpa betri í hjónabandinu?" Mönnum er gjarn- an skipt upp í það að vera a- og b- fólk. Þess vegna er gott að vita hvað í því felst. Eftir erindi fyrir- lesaranna eru kaffiveitingar og síð- ar fyrirspurnir og umræður. Mömmumorgnar - Eru samverur foreldra og barna alla fimmtudags- mnrorifl milli kl 10*00 ncr 19*00 Tp- og kaffispjall hjá foreldranum ásamt margskonar fræðslu á með- an börnin dunda sér við leiki og létt gaman. T.T.T æskulýðsstarf fyrir tíu til tólf ára Er mikilvægur liður í safn- aðarstarfinu. Undir stjórn hæfra leiðtoga munu börnin vinna að margskonar verkefnum s.s. blaða- útgáfu og fleira. Fundirnir í T.T.T era á þriðjudögum kl.l7:00. Æskulýðsfélögin er staður ung- linganna. Markmið þess er að efla jákvæða og heilbrigða unglinga- menningu undir merki Jesú Ki’ists. Fundimir eru sem hér segir: Fyrir unglinga í 8. bekk á mánudags- kvöldum kl. 19:30 í félagsmiðstöð- inni Bústöðum. Starf aldraðra - Á hverjum mið- vikudegi koma aldraðir saman í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar bíður þeirra hópur kvenna, sem annast um hina öldruðu bæði hvað varðar veitingar og hannyrðir allar. Við höfum nefnt þennan hóp kær- leikshópinn, því starf þeirra er sannarlega vel þegið og metið. Kvenfélag Bústaðasóknar - Kon- ur í félaginu taka virkan þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar, enda er það aðalmarkmið félagsins. Þær aðstoða við messur annan hvern mánuð, afhenda sálmabækur og messuskrár við kirkjudyr og sjá um bæna- og ritningarlestra. Þá sjá félagskonur um starf í þágu aldraðra. Barnakórar og stúlknakór - Barnakórar og stúlknakór er starf- andi í Bústaðakirkju eins og flestir vita. Stjórnandi þeirra er Jóhanna Þórhallsdóttir. Kirkjukór Bústaða- sóknar, Kirkjukórinn, syngur við guðsþjónustur og kirkjulegar at- hafnir og æfir á þriðjudagskvöldum kl.20:30. Kórfélagar eru áhugasam- h- og hafa lagt mikið af mörkum til þess að söngur og tónlist verði virk og sterk í helgihaldinu. Stjórnandi hans er Guðni Þ.Guðmundsson. Bjöllukór - Bjöllukór hefur verið starfandi í Bústaðakirkju um árabil og hefur hann haldið tónleika víða um land. Stjórnandi kórsins er Guðni Þ. Guðmundsson. Allar nánari upplýsingar um safnaðai’starf Bústaðakirkju er hægt að fá hjá umsjónarmanni safnaðarstarfs Bústaðakirkju í síma: 553-8500 Bústaðakirkja. Barnakór Háteigskirkju VETRARSTARF kórsins er að hefjast og era æfingar einu sinni í viku. 7-9 ára æfa á miðvikudögum kl. 17.15-18.15 og 10-12 ára æfa á þriðjudögum kl. 16.45-18.05. Æfing- nr vprrííi f QnfnnrfnrViPimili lrirlHnnn- ar og eru allir velkomnir. Kórstjóri er Birna Björnsdóttir. Vetrarstarf hafið hjá Islensku Kristskirkjunni ÍSLENSKA Kristskirkjan, sem er lúthersk fríkirkja, var stofnuð 4. október 1997, og er því rétt tveggja ára. Vetrarstarf kirkjunnar er nú farið af stað. Alla sunnudaga er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, þar sem veitt er biblíuleg fræðsla fyrir fullorðna og einnig fyrir börnin, sem skipt er í 3 hópa eftir aldri. Einn sunnudag í mánuði eru allir saman. Á sunnudagskvöldum kl. 20 er samkoma með léttu nútímalegu yfirbragði, þar sem er mikil lof- gjörð, prédikun og fyrirbænir. Unglingasamkomur era á föstu- dagskvölduð kl. 20.30. Einnig eru starfandi heimahópar, þar sem fólk safnast saman í heimahúsum til að lesa Biblíuna, biðja saman og ræða um spurningar lífsins. ýmis nám- skeið era haldin í kirkjunni og nú er að hefjast fjórða Alfa-námskeið- ið. En þetta námskeið er enskt að uppruna og hefur farið sigurför umheiminn undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að a.m.k. ein og hálf millj- ón manna hafi sótt það í Bretlandi einu. Það er sögulegur atburður hér á landi, að margar mismunandi kirkjur sameinast nú um að halda Alfa-námskeið. Einnig verður hald- ið fjölskyldumót á vegum kirkjunn- ar í Vatnaskógi helgina 8.-10. októ- ber. Starf kirkjunnar er opið öllum sem vilja kynna sér það. Fjölskylduhátíð Dómkirkjunnar FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Dómkirkj- unnar verður haldin sunnudaginn 19. september kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Dómkirkjusöfnuðurinn heldur hátíð í tilefni af því að nú er barna- starf kh’kjunnar hafið á þessu hausti. Einnig er þetta þakkar- gjörðarhátíð vegna varðveislu guðs yfir sumarnámskeiðum Dómkirkj- unnar á liðnu sumri. Hátíðin verður sniðin að þörfum fjölskyldunnar. Dómkórinn leiðir söng ásamt organistanum Marteini H. Friðrikssyni. Helga Steffensen blæs lífi í bráður sem tala tfl barn- anna. Starfsmenn sumarnámskeið- anna og úr barnastarfi kirkjunnar þjóna ásamt prestunum Jakobi Ágústi Hjálmarssyni og Jónu Hrönn Bolladóttur. Öll fimm ára börn í sókninni era sérstaklega boðin og verður þeim í lok stundar- innar afhent bókin „Kata og Óli fara í kirkju". Allir era velkomnir í Fríkh’kjuna þar sem ríkja mun gleði, tónlist og fræðsla. Sauðár- krókskirkja VETRARSTARF kirkjunnar hefst sunnudaginn 19. september með barna- og fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Kl. 20.30 verður poppmessa. Æskulýðsfélagið, 9. bekkur, verður þriðjudag kl. 20-22 og kyrrðarstund miðvikudag kl. 21. Stubbar. I safnaðarheimilinu er starfræktur klúbbur fyrir 4., 5. og 6. bekk. Fyrsti fundur vetrarins er fimmtudaginn 23. september kl. 17. Fermingarbörn. Fermingarstarf- ið hefst með foreldrafundi í safnað- arheimili sunnudaginn 19. septem- ber kl. 13. Foreldraklúbburinn. Áfram verður opið hús fyrir foreldra og börn þeirra eins og síðsta vetur. Nú ætlum við að breyta til og vera á fimmtudagsmorgnum kl. 10-12. Við hittumst í fyrsta skipti 23. septem- ber. KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Ár- mannsdóttir. 21.9: Bænastund kl. 20.30. 22.9: Samverustund unglinga kl 90 90 Allir vplkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.