Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 72
'72 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ TR mætir Rússum í fyrstu umferð SKAK Reykjavfk Evrdpukeppni taflfélaga 24.-26.9.1999 TAFLFÉLAG Reykjavíkur mætir hinni gríðarsterku sveit Síberíu frá Tomsk í fyrstu um- ferð Evrópukeppni taflfélaga sem fram fer í Hellisheimilinu um næstu helgi. Eins og fram kom í síðasta skákþætti teflir fjórði stigahæsti skákmaður heims, Alexander Morozevich (2.758), á fyrsta borði sveitar Sí- beríu. Ef að líkum lætur kemur það í hlut Margeirs Péturssonar að etja kappi við Morozevich í fyrstu umferð. TR þarf greini- lega að tefla fram sínu sterkasta liði til þess að eiga mögu- leika á sigri. Þeir munu meðal annars freista þess að fá Guðmund Sigur- jónsson, stórmeist- ara, til þess að tefla með liðinu, en ekki er ljóst hvort hann gefur kost á sér. Þá er einnig einn er- lendur stórmeistari, Igors Rausis, skráð- ur í liðið. Hvernig svo sem lið TR verður skipað munu íslenskir skáká- hugamenn fylgjast spenntir með viðureigninni. Taflfélagið Hellir teflir við Oslo Sehakselskap í fyrstu um- ferð. Ljóst virðist að sterkasti maður þeirra, Simen Agdestein, verði ekki með í liðinu. Hellir ætti því að eiga nokkuð góða sig- urmöguleika gegn norska liðinu. Norðmenn lentu í vandræðum með að fá flugfar til íslands, en á síðustu stundu tókst að bjarga málinu eftir krókaleiðum. Röðun í fyrstu umferð verður þessi: Hellir - Oslo Schakselskap Crumlin - Invicta Knights Síbería - Taflfélag Reykjavíkur Cardiff Chess Club - SK34 Nykobing Svo framarlega sem ekki verða fleiri vandamál með flug og gistingu er ljóst að bæði Rússar og Englendingar munu stilla upp sínum sterkustu liðum og ætla sér sigur í riðlinum. Is- lensku liðin ætla sér að sjálf- sögðu að koma í veg fyrir það, enda hafa bæði TR og Hellir áð- ur staðið sig vel í Evrópukepn- inni. Brekkuskóli fær bronsið Norðurlandamót grunnskóla- sveita í skák var haldið 10.-12. september í Skara í Svíþjóð. Sveit Brekkuskóla á Akureyri var fulltrúi Islands í keppninni að þessu sinni. Sveitin lenti í 3. sæti og fékk 10V4 vinning af 20 mögulegum. Lokastaðan á mót- inu varð þessi: 1. Svíþjóð I 14'/a/20 v. 2. Danmörk 12/2 v. 3. Brekkuskóli 1014 v. 4. Noregur 10/2 v. 5. Svíþjóð II 71/- v. 6. Finnland 4V4 v. Sveit Brekkuskóla skipuðu: 1. Stefán Bergsson i'h v. af 5 2. Halldór B. Halldórsson 314 v. af 5 3. Egill Öm Jónsson 2 v. af 5 4. Ágúst B. Bjömsson 0 v. af 1 vm.'Pétur B. Árnason 2’/2 v. af 4 Fararstjóri og liðsstjóri sveit- ar Brekkuskóla var Þór Valtýs- son. Anand - Kasparov aflýst Ekkert verður af einvígi þeirra Anands og Kasparovs sem fyrirhugað var að halda í október. Búið var að fínna styrktaraðila íyrir einvígið, en Margeir Pétursson hann dró sig í hlé þar sem hon- um mislíkaði sú mikla athygli sem Microsoft fær um þessar mundir vegna skákar Kasparovs gegn heiminum. Þetta veldur skákáhugamönn- um miklum vonbrigðum og An- and nagar sig örugglega í hand- arbökin fyrir að hafa orðið af miklum tekjum að undanfömu. Hann hætti t.d. við þátttöku í heimsmeistarakeppni FIDE til þess að geta sinnt undirbúningi fyrir einvígið við Kasparov. Þá hefur hann einnig afþakkað boð um þátttöku í ýmsum sterkum mótum á næstunni. Undanrásir vegna íslands- móts í atskák Undanrásir vegna Islands- mótsins í atskák árið 2000 verða tefldar um helgina og hefjast í dag, 18. september. Teflt verður í Reykjavík, á Akureyri og á Vestfjörðum. I Reykjavík verður teflt laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. september og hefst taflið báða dagana kl. 13 í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Mótshaldarar á Akureyri og á Vest- fjörðum munu aug- lýsa tímasetningar á sínum mótum. Þátttökugjald fyrir fullorðna er kr. 1.500, en kr. 800 fyrir ung- linga 15 ára og yngri. Verðlaun í Reykjavík: 1. verðlaun 15.000 2. verðlaun 10.000 3. verðlaun 5.000 Akvörðun um verðlaun á Akureyri og Vestfjörðum er í höndum mótshaldara. Fullorðinsmót á mánudag Taflfélagið Hellir hleypti af stokkunum nýjum þætti í starf- semi félagsins síðastliðið vor með því að bjóða upp á skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Sjötta fullorðinsmót Hellis og það fyrsta eftir sumarfrí verður haldið mánudaginn 20. septem- ber klukkan 20. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Tefldar verða sjö skákir eftir Monrad-kerfi þar sem hvor keppandi hefrn- 10 mínútna um- hugsunartíma. Ekkert þátttöku- gjald er á fullorðinsmótum Hell- is. Eins og áður sagði eru mótin aðeins hugsuð fyrir 25 ára og eldri. Garðbæingar styrkjast enn frekar Eins og greint var frá í síðasta skákþætti bættist Taflfélagi Garðabæjar nýlega liðsstyrkur þar sem eru hjónin Ian og Cathy Rogers. Listi erlendra félags- manna Taflfélags Garðabæjar hefur nú lengst enn frekar, en stórmeistarinn Igor Glek var að ganga í félagið auk alþjóðlegu meistaranna Fernando Braga og Jesper Hall ásamt Vassallo frá Argentínu. Alþjóðlegi meistar- inn Slavco Cicak er einnig á fé- lagaskrá Taflfélags Garðabæjar frá fyrri tíð. Skákmót á næstunni 17.9. Norðurlandamót framhalds- 18.9. Grand-Rokk. Hraðskák kl. 14 18.9. íslandsmót í atskák, undanr. 20.9. Heilir. Fullorðinsmót kl. 20 24.9. Hellir & TR. Evrópukeppnin Daði Örn Jónsson í DAG VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Eyjabakkar ÞAð hefur trúlega ekki farið framhjá neinum um- ræðan um fyrrnefnda Bakka. Ég er í þeim hópi er finnst að eigi að láta þetta svæði í friði og ég held að álver á Reyðarfirði skapi ekki þær aðstæður að það hefti brottflutning af þessum landshluta. Ég hefi þá trú á Austfirðing- um að þeir skapi sér önnur atvinnutækifæri til að fást við. Ég minnist þess að á síðsta vori voru mennt- skælingar á Egilsstöðum spurðir um framtíðaráætl- un. Þeir sögðust ekki vera að mennta sig til að fara í álver á Reyðarfirði. Ég held að Austfirðing- ar ættu að þakka Ómari fyrir hans frábæru kynn- ingar á landinu, ekki síst Austfjörðum, sem hann hefur verið ötull að kynna. Þakka þér, Ómar, fyrir þitt framlag. Þökk sé biskupi fyrir hans orð til verndar þessu landsvæði. Ég segi því bara: Látið Eyjabakkana í friði með sína fuglum og hreindýr. Brottfluttur Austfirðingur. Tapað/fundið Nokia gsm-týndur FYRIR u.þ.b. tveimur vik- um hvarf Nokia gsm-sími 8110 úr bíl sem stóð við sundlaugina á Laugum í Sælingsdal skammt frá Búðardal. Síminn er svart- ur með renndu slíðri. For- eldrar og forráðamenn eru vinsamlega beðnir um að gæta að símanum og hafa samband við írisi í síma 554 6027. Hjartalaga gullmen týndist GULLMEN, hjartalaga með steinum, týndist fyrir nokkru, líkast til í Kringl- unni eða á leiðinni á Sel- tjarnarnes. Menið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvis finn- andi hafi samband í síma 553 6682 eða 588 1578. Fundarlaun. Flíspeysa týndist í Laugardal FLÍSPEYSA, grá og svört og rennd, týndist á gervi- grasvellinum á Laugardal sl. þriðjudag, 14. sept. Inni í peysunni stendur EÞS. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 557 2234 eða 567 2026. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili ÞRÍR kettlingar, kassa- vanir og mjög fallegir, óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 868 4906 eða 554 2314. Kanínuungar fást gefíns FJÓRIR fallegir kanínu- ungar, 7 vikna gamlir, fást gefins. Upplýsingar í síma 564 3927. Kettlingur fæst gefins TVEGGJA mánaða falleg- ur kassavanur kettlingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsinar í síma 588 0262 og 695 1066. Kettlingur fæst gefins KETTLINGUR, blending- ur af skógarketti, fjögurra mánaða gamall, fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 552 8585. Mosi er týndur MOSI sem er silfurgrár týndist frá Ljósaklifi í Hafnarfirði sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 555 0535. Morgunblaðið/Ómar I Laugardalnum Víkverji skrifar... VÍKVERJI er þjóðhollur íslend- ingur og sannfærður um að við stöndum öðrum þjóðum á sporði á fjölmörgum sviðum. Þó örlar enn á sveitamennskunni hjá landanum og aulaháttur og vanþroski skýtur af og til upp kollinum við ólíklegustu að- stæður. Til dæmis virðist okkur seint ætla að lærast að umgangast ökutæki með tilhlýðilegri virðingu og umferðarmenningu á Islandi er mjög ábótavant í samanburði við sið- aðar þjóðir. Víkverji nefnir þetta hér því að litlu munaði að hann lenti í umferðarslysi nú í vikunni, fyrir þjösnaskap og tillitsleysi annars ökumanns, sem raunar er dæmi- gerður íslendingur undir stýri. Málsatvik voru þau að Víkverji þurfti að skipta um akrein, frá vinstri til hægri, á fjölfarinni um- ferðargötu til að komast út af ak- brautinni og inn á hliðarveg. Eins og lög gera ráð fyrir gaf Víkverji stefnumerki til hægri og leit í bak- sýnisspegilinn og sá að bfllinn á rein- inni til hægri var nokkuð fyrir aftan þannig að lag var fyrir Víkverja að skipta um akrein. Þá bregður svo við að ökumaðurinn í hægri reininni gef- ur í og er á einu örskoti kominn upp að hlið Víveija, brúnaþungur mjög og með fylda grön. Um leið og hann ók framhjá leit hann manndrápsaug- um til Víkveija og gaf dónalegt merki með löngutöng, eins og Vík- veiji hefði gert honum eitthvað. Þessum ökumanni og öðrum hans nótum á íslenskum vegum er hér með vinsamlegast bent á að svona framkoma og tillitsleysi í umferðinni þekkist hvergi meðal siðaðra menn- ingarþjóða. Þar þykir það sjálfsögð kurteisi að hleypa mönnum milli akreina og raunar óskráð lög að draga úr ökuhraða um leið og aðrir ökumenn gefa merki um að þeir vflji skipta um akrein. Hvað það er í ís- lenskri þjóðarsál sem gerir menn svona illvíga og tillitslausa um leið og þeir setjast undir stýri veit Víkverji ekki, enda er það rannsóknarefni fyrir sálfræðinga og félagsvísinda- menn. xxx TALANDI um umferðarmenn- ingu hér á landi má benda á sitthvað fleira sem betur mætti fara. Sumir íslenskir ökumenn virð- ast til dæmis ekki hafa gert sér grein fyrir að í velflestum bifreiðum eru svokölluð stefnuljós. Ef til vill vita þeir að þessi tækjabúnaður er tfl staðar, en gera sér bara ekki grein fyrir því hvernig á að nota hann. Eða stafar það kannski bara af leti og meðfæddu kæruleysi að ökumenn nota ekki stefnuljós þegar þeim ber að gera svo? Virðingarleysi margra íslenskra ökumanna gagnvart lífi og limum samborgara sinna kemur meðal annars fram í glannaskap og lífs- hættulegum hraðaakstri. Á þetta einkum við um unga karlkyns öku- menn, sem líklega eru að sanna karlmennsku sína með þessu hátt- arlagi. Þessum ungu ökuníðingum skal bent á að það er ekkert töff eða „kúl“ við það að aka hratt. Slíkt ber aðeins vott um dómgreindarskort og hreinan og kláran fábjánahátt. Að lokum skal farið hér nokkrum orðum um símaaulana í íslensku umferðinni. Hvergi nokkurs staðar á byggðu bóli sjást ökumenn á ferð tala í síma í sama mæli og hér á landi. Það liggur nærri að annar hver maður undir stýri sé jafnframt að tala í síma þegar hann ætti með réttu að vera með hugann við um- ferðina. Hvernig það hefur komist inn hjá Islendingum að bfllinn sé heppilegasti staðurinn tfl að slá á þráðinn tfl kunningjanna er hulin ráðgáta. Einna helst dettur manni í hug að það hljóti að vera eitthvað mikið að heima hjá þessu fólki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.