Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vígamenn stela öllu steini léttara á A-Tímor A hverjum degi sjást raðir flutningabíla streyma frá hinni stríðshrjáðu A-Tímor. --t----------------------------—■ A vörupöllunum gefur að líta liðsmenn vígasveita og hermenn innan um alls kyns ----------^.. .—. .. ■ ■■■ - ránsfeng. I skjóli hersins komast of- stækisfullir andstæðingar sjálfstæðis A-Tímor upp með að ræna öllu sem hönd á festir, skrifar Nis Olsen frá bænum Atambua á Vestur-Tímor. Reuters Indónesískir hermenn í Dili. Borgin er næstum mannlaus og þar er búið að ræna öllum verðmætum. NÚ bíða aðeins um ellefu þúsund íbúar Dili, höfuðstaðar Austur- Tímor, eftir því að geta farið úr landi, að sögn starfsmanna Rauða krossins hér í Atambua á Vestur-Tímor, sem liggur um tíu km frá landamærum Austur- og Vestur-Tímor. Þetta merkir að indónesískar hersveitir og vígahópar sem styðja áframhaldandi samband A-Tímor við Indónesíu, hafa hrakið 150-200.000 manns á flótta úr héraðinu til V-Tímor á með- an óskilgreindur fjöldi manna hefst við í fjalllendinu nærri Dili. Flóttamannastraumurinn hefur minnkað og ferðir lítilla fólksflutn- ingabifreiða með konur, börn og menn, kramda á milli ferðataskna, plastpoka og rúmdýna, eru nú æ sjaldgæfari. Þetta þýðir þó ekki að umferðarþunginn hafi minnkað. Síð- ur en svo. Hver flutningabíllinn á fætur öðrum brunar í áttina frá A- Tímor, hlaðinn ránsfeng. Ofan á hrúgunum sitja ungir vígreifir víga- menn með rauðhvítar dulur á höfð- inu - fánaliti Indónesíu. Bílarnir sjálfir eru skreyttir indónesíska fán- anum og auðkenndir með skamm- stöfunum hinna ýmsu vígahópa. Flutningabflamir bera margvís- legustu muni. Þar gefur að líta kæli- skápa, rúm, klæðaskápa, borð, stóla, hillur, gamlar skellinöðrur auk alls kyns lausamuna sem tæmdir hafa verið úr híbýlum manna. Þá gefur jafnvel að líta flutningabfla með krönum sem notaðir hafa verið til að hífa stórvirkar vinnuvélar upp á bfl- ana. Ekkert sem talist getur nothæft er skilið eftir. Ekki eftir miklu að slægjast Ekki er eftir miklu að slægjast í Dili nú um stundir. Allt sem er ein- hvers virði hefur verið tekið ófrjálsri hendi og ránsfengurinn verður dapr- ari með hverjum deginum sem líður; gamlir og gatslitnir sófar, tómar plasttunnur, gamlir bflar og vara- hlutir úr enn eldri bflum. í gær óku flutningabflar í gegnum Atambua sem voru með kýr á pallinum. Ráns- ferðirnar beinast nú æ meir að landsbyggðinni eftir að Dili hefur verið tæmd. Ránin og eyðileggingin fer fram með fullri vitund indónesíska hers- ins. I vöruflutningabflunum má oftar en ekki sjá hermenn við stýrið. Hvorki hermenn né lögregla virðist taka hið minnsta eftir því er öskr- andi og æstir vígamenn færa ráns- feng sinn í öryggið hér í Vestur- Tímor þar sem indónesískir her- menn halda uppi lögum og lofum. Það er alveg ljóst að vígahóparnir, sem í raun starfa í leyfisleysi, fá að ræna öllu sem er einhvers virði og hefur verið skilið eftir af íbúum A- Tímor. Það verða því líklegast aðeins sótsvartar leifamar sem friðar- gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) koma að er þeir halda innreið sína til A-Tímor til að koma skikki á hlutina. „Við munum hægt og bítandi hefj- ast handa við að aívopna þá ef þeir kjósa að búa hérna í nágrenninu. Ef þeir vilja hins vegar fara aftur til A- Tímor getum við ekki tekið vopnin af þeim. Þeir verða að geta varið sig,“ sagði Sigit Yuwono, höfuðsmaður í Atambua. Hann vildi þó ekki tjá sig um það hverjum vígamönnunum gæti staðið ógn af þar eð stuðnings- menn sjálfstæðis A-Tímor hafa enn ekki brugðið á það ráð að grípa til vopna. Yuwono gat heldur ekki sýnt fram á að herinn hefði gert vopn upptæk en fullyrti fullum fetum að vopn vígasveitanna væru heimatilbú- in. Þetta vai’ óvænt en uppörvandi fullyrðing, þar eð hermennirnir sem spígspora um götur Atambua bera sjálfvirk skotfæri sem eru grunsam- lega lík vopnum þeim er ofstækis- fullir vígamenn bera - Kalashnikow AK-47 vélbyssur þeirra á meðal. Enginn getur séð hvað fólkið hugsar „Vel getur verið að fólk gangi um með ennisbönd og veifi indónesíska fánanum. En enginn getur séð hvað það hugsai'," sagði prestur í Atambua. Um eitt hundrað þúsund flótta- menn er nú í og við bæinn og eru nú óttaslegnir um afdrif ættingja og ástvina sem urðu eftir á A-Tímor. Skammt frá eru miðstöðvar víga- hópa sem með leyfi stjórnvalda fá að halda inn í héraðið og leita uppi þá sem grunaðir eru um að styðja sjálf- stæðiskröfur A-Tímor. Kirkjunnar þjónar og starfslið Rauða krossins segja að margir hafi horfið sporlaust en enginn treystir sér til að geta til um hve margir þeir geti verið. Síðustu dægrin hafa fundist lík á hverjum morgni í görðum bæjarins. Flóttamenn þora ekki að ræða við ókunnuga - líf þeirra er í veði. Og þeir V-Tímorbúar sem halda á hverj- um degi inn í A-Tímor bera aðeins hatur í brjósti til hvíta mannsins. Allir hvítir menn eru í þeirra augum SÞ-fólk og það voru Sameinuðu þjóð- imar og allt hjal þeirra um sjálfstæði sem komu ósköpunum af stað. Eng- inn þorir fyrir sitt litla líf að fallast á að herinn og vígahóparnir beri ábyrgð á voðaverkunum sem unnin hafa verið. Höfundur starfar sem blaðamaður fyrir danska dagblaðið Politiken og hefur undanfarna daga dvalist á V- Tímor. Rannsókn lögreglimnar á fjöldamorðunum í baptistakirkjunni í Fort Worth Texas Fort Worth. AP. LÖGREGLAN í Texas hefur ekki fundið neina eina ástæðu fyrir því, að Larry Gene Ashbrook varð sjö manns að bana í kirkju babtista- safnaðar í bænum Fort Worth á miðvikudag. Ljóst er hins vegar, að hann var alvarlega veikur á geði og hafði lengi verið. Nágrannar Ashbrooks segjast hafa óttast hann og tryllingslegan glampann í augum hans og aldrað fólk í götunni forðaði sér yfirleitt inn er það kom auga á hann. Stundum beraði hann sig frammi fyrir fólki og hrópaði að því klúr- yrði og hann lokaði hvorki bíldyr- um né húsdyrum nema með miklu skelli. Ashbrook, sem var 47 ára, kvæntist aldrei og átti engin börn og bjó alla tíð hjá foreldrum sínum. Lést móðir hans fyrir níu árum og segja nágrannar hans, að eftir það hafi framferði hans breyst mikið til hins verra. Faðir hans lést fyrir tveimur mánuðum 85 ára að aldri. Fyrir kom, að nágrannamir sáu Ashbrook hrinda föður sínum svo hann féll við en tilkynntu. það aldrei til lögreglunnar af ótta við, að Ashbrook hefndi sín á þeim. Efni til sprengjugerðar Ashbrook svipti sig lífi eftir að hafa orðið fólkinu, þremur full- orðnum og fjórum unglingum, að bana í kirkjunni. Er lögreglan kom á heimili hans blasti við henni held- ur ófögur sjón. Þar var allt yfir- fljótandi í rusli, fjölskyldumyndirn- Nágrannar óttuðust „tryllingsglampa“ í augum morðingjans AP Morðin í baptistakirkjunni eru mikið áfall fyrir íbúana í Fort Worth. Hér hugga tvær stúlkur skólahróður sinn, Gary McMaster, en tveir vinir hans og bekkjarbræður týndu lífi í kúlnahríðinni. Tilræðismaðurinn, Larry Gene Ashbrook er á myndinni til vinstri. ar sundurskomar, innveggir gegn- steypu. Við manndrápin var As- heimatilbúna sprengju, sem umboraðir og klósettin full af hbrook með tvær skammbyssur og sprakk en olli engum skaða, og á heimili hans fannst töluvert af efni til sprengigerðar. Þar voru líka dagbækur og af þeim má ráða, að Ashbrook hafi verið fullur heiftar, meðal annars vegna þess, að hon- um hélst aldrei á vinnu. Taldi sig ofsóttan Ashbrook skrifaði tvö bréf í sum- ar, sem hann sendi dagblaðinu St- ar-Telegram í Fort Worth, og þar segir hann, að útsendarar CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, hafi verið að hrella sig; frá sálfræðileg- um hernaði; frá árásum samstarfs- manna; að lögreglan hafi dælt í hann lyfjum auk þess sem hann hafi verið grunaður um að vera raðmorðingi. Gekk hann meira að segja á fund ritstjórans, Stephen Kayes, sem tók honum kurteislega en kvaðst ekkert geta fyrir hann gert. Segir Kaye, að bréfin hafi mjög ruglingsleg og samhengis- laus. Lögreglan hefur undir höndum tvö myndbönd, sem tekin voru er Ashbrook myrti fólkið í kirkjunni. Sýna þau hann mjög rólegan ganga fram og aftur og velja sér hvert fórnarlambið á fætur öðru. Dag- blað í Houston sagði í gær, að As- hbrook kynni að hafa verið í tygj- um við hægriöfgamenn en lögregl- an vildi ekkert um það segja. Búist er við, að rannsókn máls- ins taki skamman tíma enda virðist Ijóst, að Ashbrook hafi átt við and- lega erfíðleika að stríða í langan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.