Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ I DAG Rjúpan friðuð næstu 3 árin f nágrenni borgarinnar Áhrif skotveiðanna könnuð til hlítar Ég vorkenni ykkur ekki rassgat þessum rjúpnaátvöglum að skipta yfir í kamfýlufiðurfé á jólaborðið, góði. Stærsti flugu- laxinn HJÖRLEIFUR Brynjólfsson veiddi um 26 punda hæng, 12,9 kg, á Iðunni í gærmorgun. Þetta er stærsti lax sem veiðst hefur á flugu á íslandi á þeirri vertíð sem nú er senn á enda. Næststærsti laxinn, sem áður hafði veiðst, var 27 punda lax á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Að sögn Ágústs Morthens á Selfossi, sem var viðstaddur vigt- un og mælingu laxins, var þetta „gríðarlegt tröll, mjög leginn en jafnframt mikill að ummáli, 60 sentímetrar, og 104 sentímetrar að lengd. Laxinn tók Collie Dog túbuflugu með krók númer átta,“ sagði Ágúst í samtali við Morgun- blaðið í gærdag. Hjörleifur hafði komið til hans ásamt Magnúsi, bróður sínum, til að vigta laxinn, en Ágúst bætti því við að Hjörleif- ur hefði haft uppi orð um að hann gæti nú lagt stöngina á hilluna þar eð stærri stund myndi hann varla lifa . í veiðiskap. Ágúst Morthens rekur verslun- ina Veiðisport á Selfossi og koma þangað margir með veiðisögur á takteinum. Agúst sagði frá veiði- manni sem fékk ótrúlegan afla í Volanum á fimmtudaginn. „Það var kornungur strákur, Stefán Þorkelsson, og hann var með fjóra fiska, 5 og 14 punda laxa, 10 punda sjóbirting og 10,5 punda urriða,“ sagði Ágúst. Hann bætti við að fallegur litur væri kominn á Ölfusá eftir gruggið í sumar og þó besti veiðitíminn væri liðinn hefði laxinn ekki látið á sér standa og í síðustu viku veiddust t.d. 7 laxar á Selfossi. „Það eru engin ósköp, en Morgunblaðið/Örn Grétarsson Hjörleifur Brynjólfsson meö stórlaxinn, tæplega 26 punda. betra en verið hefur,“ sagði Ágúst. Fréttir af sjóbirtingi Góð sjóbirtingsveiði hefur verið í Vatnsá við Vík, sérstaklega á bilinu 28. ágúst tO 12. september. „Það komu góðar göngur og veiðin fór upp í 30 stykki á dag á þrjár stang- ir. Núna eru komnir um 220 birt- ingar á land, en allt síðasta tímabil voru þeir 280. Þetta hefur verið á uppleið í Vatnsá síðustu sumur, en laxveiðin í ár er þó lakari en í fyrra, þetta eru milli 50 og 60 laxar á land nú, en síðasta sumar og haust veiddust 98 laxar. Reynsla mín á svæðinu segir mér að veiðin nái því ekki í ár,“ sagði Hafsteinn Jóhann- esson, sveitarstjóri í Vík, í samtali við Morgunblaðið. Hafsteinn hafði einnig haft spumir af gangi mála í Tungufljóti og Laxá og Brúará í Fljótshverfi. „Eg var sjálfur að veiða í Fljóts- hverfínu á laugardaginn, en það var rok og rigning og áin hækkaði alveg um metra. Það var óveiðandi og veiðin engin. Daginn eftir hafði sjatnað og þá kom gott skot og veiðimenn fengu 15 fiska. Ég kom við hjá kunningjum mínum í Tungufljóti á leið úr Laxá og Brúará. Þeir fengu þrjá er áin var að bólgna og gruggast í slagveðr- inu, en 9 þegar hún fór að sjatna. Þeir sem tóku við fengu svo 15 stykki. Á báðum svæðunum voru þetta mest 4 til 6 punda birtingar og legnir.“ Menn hafa verið að moka upp sjóbirtingi í Álftá á Mýrum að und- anförnu að sögn Dags Garðarsson- ar, eins leigutaka árinnar, íyrir skömmu voru menn í tvo daga sem fengu 70 birtinga og 5 laxa. Alls voru þá komnir 262 laxar á land og vel yfír 300 birtingar. „Það voru tólf 3-4 punda birtingar, en hinir vofu flestir 2 pund, fínir fískar. Mmiii ijm—iifiifm)niigr,HiF Ráðstefna um barna- og unglingamenningu Norræn jaðarsvæði Asunnudag hefst í Reykholti ráð- stefnan Periferien í Centrum sem haldin er að tilhlutan Norrænu æskulýðsnefndarinnar (NUK) og Norrænu stjórnamefndarinnar um barna- og unglingamenn- ingu (BUK). Verkefnis- stjóri á Islandi er Þor- valdur Böðvarsson. Hann var spurður hvert væri markmið þessarar ráð- stefnu? „Islendingar fara núna með forstöðu Norður- landaráðs og þess vegna var ákveðið að jaðarsvæði Norðurlanda myndu fá aukna umfjöllun í nor- ræna samstarfinu. Liður í þessari stefnu er þessi ráðstefna sem á að fjalla um að koma á og efla samstarf á sviði menningarsamskipta barna og ungs fólks á þessum landsvæð- um.“ -Hvaða landsvæði eru þetta nánar til tekið? „Um er að ræða Grænland, ís- land, Færeyjar, norðurhérað Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, Álandseyjar og Borgundarhólm.“ - Hvernig á að auka þessi sam- skipti? „Eitt helsta atriðið eru aukin samskipti t.d. á Interneti, þar sem í bígerð er að koma upp tímariti einskonar sem yrði rit- stýrt sameiginlega frá hverju svæði. Einnig stendur til að fínna ný form fyrir samkomur fólks frá þessum svæðum. Annað mikil- vægt atriði er að miðla þeirri reynslu sem fólk hefur öðlast í þessu samstarfi og því eru þátt- takendur á ráðstefnunni bæði fólk með mikla reynslu í þessu og eins nýgræðingar. Þá má nefna að æskilegt er að koma á beinna sambandi milli þess fólks sem starfar á svæðunum við barna- og unglingastarf og fólks sem starfar við norrænar stofnanir og ráð, era þátttakendur á þessa ráðstefnu valdir m.a. með hlið- sjón af þessu síðastnefnda.“ - Eru mikil samskipti milli þessara svæða í dag? „Samskiptin eru töluverð en vegna landfræðilegrar legu þeirra eru bein samskipti bæði frekar erfið og kostnaðarsöm. Þess vegna er leitað nýrra leiða til að viðhalda þeim og auka. Samskiptin hafa hingað til mikið verið á sviði íþrótta en mikill áhugi er nú á að útvíkka þau samskipti á menningarsviðum og í frístundastarfi." - Hvað eiga þessi svæði helst sameiginlegt sem gerir eðlilegt að sérstök samskipti séu þróuð þeirra á milli? „Þau eiga það sameiginlegt að vera jaðarsvæði í norrænu sam- hengi, samskipti þeirra hafa yfír- leitt farið fram við þau ------ lönd sem era meira miðsvæðis og oft hafa samskiptin átt sér stað gegnum þriðja _____________ aðila, sem er þá eitt af norrænu löndunum. Þess vegna finnst mönnum full þörf á að þessi samskipti geti átt sér stað milliliðalaust og að böm og ung- lingar á hverju svæði fyrir sig geti líka upplifað hvað menning á öðrum norðlægum svæðum er í rauninni fjölbreytt og kannski ekki alveg einsleit og ætla mætti Þorvaldur Böðvarsson ►Þorvaldur Böðvarsson fæddist á Hvammstanga 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1984 og cand. mag.-prófi í menningarfræðum frá Háskólanum í Árósum 1997. Hann hefur starfað mikið við ferðaþjónustu á sumrin en búið erlendis á vetrum við nám og störf við menningarsamskipti. Nú er hann verkefnisstjóri fyrir ráðstefnuna Periferien í Centr- miðað við landfræðilega legu. Það er ekki síst sá munur sem liggur í þessari mismunandi menningu sem eykur þörfina fyr- ir samskipti.“ -Hvaða gildi hafa þessi sam- skipti fyrir Island? Þau hafa sérstaklega það gildi að þau gætu aukið fjölbreytni þeirra erlendu samskipta sem ís- lenskum ungmennum býðst og þar á það sérstaklega við að upp- götva gildi menningarinnar á norðlægum landsvæðum. íslensk ungmenni hafa ekki farið á þessi svæði að neinu ráði en það gæti breyst, sérstaklega á þetta við um Grænland og norðurhérað Norðurlandanna. Þetta gæti opn- að ungmennum hér nýja sýn til nágranna sinna á næstu svæð- um.“ -Er margt sem ungmenni á þessum svæðum eiga sameigin- legt? „Það er hlutur sem maður veit ekki svo mikið um og þess vegna er spennandi fyrir þau að komast að því, hvort félagar þeirra búi við svipaðar aðstæður og þau og í hvaða mæli þá. Það eitt að kom- ast að því ætti að gera þessi sam- skipti eftirsóknarverð. Á ráð- stefnunni verður t.d. fjallað um stöðu ungs fólks í hinum dreifðu byggðum og hefur það samsvör- un bæði innan Norðurlandanna og innan hvers lands.“ -Hvað verða margir þátttak- endur á ráðstefnunni? „Þátttakendur verða á milli 70 ------------------ og 80, þeim er nokk- stefnt að uð jafnt deilt niður á auknum sam- Grænland, Færeyjar, skiotum Island> Noreg °S Finnland. Eitthvað færri koma frá Sví- þjóð og Danmörku. Það er von aðstandenda ráðstefnunnar að með henni takist að hefja þróun- arferil sem auki áhuga og skiln- ing á aðstæðum jaðarsvæða og opni augu sem flestra fyrir þeim möguleikum og menningu sem þessi svæði ráða yfir og geta miðlað af.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.