Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ eru ekki ánægð með umgengni í iðnaðar- hverfinu í Flugumýri og Grænumýri. Umgengni iðnað- arlóða áfátt Mosfellsbær UMHVERFI iðnaðarlóða í hverfinu við Flugumýri og Grænumýri er bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ þyrnir í augum. I fréttabréfi, sem dreift var til bæjarbúa til kynningar á umhverfisverkefninu Staðardag- skrá 21, kemur fram að þegar hafi fjölmörgum fyrirtækjum á svæðinu verið veitt áminning og frestur til að ganga frá sínum málum. Kristó- fer Ragnarsson, atvinnu- og ferða- málafulltrúi í Mosfellsbæ, segir að til greina komi að bærinn láti laga umhverfi lóðanna á kostnað fyrir- tækjanna verði athugasemdum ekki sinnt. „Við höfum rætt við aðila þama og ítrekað ábendingar til þeirra og gefið fresti. Næsta skref er að framkvæma breytingar á þeirra kostnað," segir Kristófer. Hann segir að vissulega séu á svæðinu mjög öflug fyrirtæki, sem eru til fyrirmyndar hvað varðar um- gengni, en brotajárn, bflflök, úr- gangstimbur og fleira sé því miður reglan á lóðum á svæðinu. Pótt slík- ir hlutir séu fylgifiskur iðnaðar- hverfa þurfi það ekki alltaf að líta út eins og rusl, eins og raunin er í Flugumýri og Grænumýri. Hægt sé að ganga snyrtilega frá þannig að þessir hlutir stingi ekki í augu. Hann leggur áherslu á að það sé fyrirtækjunum í hag að snyrta um- hverfið og segir að vegna ástands- ins í hverfinu vilji ný fyrirtæki ógjarnan flytjast þangað. „Iðnaðar- svæði geta verið snyrtileg. Pað er spurning hvaða áhrif það hefur á viðskiptavini að koma að fyrirtækj- um ef umhverfi þeirra lítur út eins og hvirfilbylur hafi gengið yfir. Hvaða ímynd fær sá sem ætlar að eiga viðskipti við fyrirtækið?" spyr Kristófer. Hann segir bæjaryfirvöld vonast til að eigendur fyrirtækja í hverftnu taki sig saman um að gera átak í umhverfismálum, með samstarfi. Þannig náist niður kostnaður og hvati fáist til sameiginlegs átaks. „Ákveðin samvinna er lykillinn að velgengni í þessu máli og við horf- um til þess. Það er ódýrara fyrir nokkra aðila að taka sig saman heldur en að vera að gera eitthvað hver í sínu homi auk þess sem hvat- inn er lítill fyrir einstaka aðila að gera eitthvað í sínum málum ef um- hverfi annarra breytist ekki neitt,“ segir Kristófer. Hádegisstundir í flest- um einsetnum skólum Reykjavík FLESTIR einsetnir grunnskólar í borginni bjóða nemendum 1.^4. bekkjar nú hádegisstundir. I hádeg- isstund snæða nemendur hádegis- mat undir eftirliti kennara. Sex ein- setnir skólar tóku upp þessa ný- breytni í fyrra og nú bættust sjö við en sjö sitja enn eftir þar sem ekki er mannafli eða aðstaða í skólunum til að takast á við verkefnið, að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslu- stjóra í Reykjavík. „Hádegisstund í grunnskólum er skemmtileg viðbót við skólastarfið og hún felst í því að nemendur eru í 20-30 mínútur að borða nesti að heiman eða mat sem framreiddur er í skólanum og kennari er með þeim á meðan,“ segir Gerður. „Síðan fara þeir gjaman í frímínútur í 20-30 mínútur á eftir. Skólinn lengist um upp undir klukkutíma út af þessu. Þetta er hlé til að hvfla sig og safna kröftum fyrir seinnipart dags. Skóla- dagurinn er þá til að minnsta kosti klukkan tvö og svo eru sum yngri bömin í lengdri viðveru og eldri bömin í ýmsu tómstundastarfi.“ Til þess að skólar geti boðið há- degisstundii' þarf að að vera þar að- staða til að útbúa mat og kennarar sem em fúsir til að vera með nem- endum í hádeginu, gegn greiðslu. Skólarnir sex sem ýttu verkefn- inu úr vör í fyrra em Árbæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Engjaskóli, Há- teigsskóli, Laugamesskóli og Ölduselsskóli. I þremur þeirra snæddu börnin nesti en í öðmm þremur var í boði heitur og kaldur matur framreiddur í skólanum. Foreldrar greiða efniskostnað við matinn, sem er t.d. 120-130 krónur í Engjaskóla. Gerður G. Óskarsdóttir segir að Fræðsluráð hafi viljað koma hádeg- isstund á í öllum einsetnum skólum frá og með haustinu og fé hafi verið veitt til þess. Sjö skólar bættust við í haust; Austurbæjarskóli, Klé- bergsskóli, Langholtsskóli, Selja- skóli, Rimaskóli, Grandaskóli og Vesturbæjarskóli. Sjö af einsetnum skólum borgar- innar treystu sér ekki til að taka upp hádegisstundir í haust og ósk- uðu eftir fresti til þess í eitt ár. Þetta em Breiðholtsskóli, Fella- skóli, Fossvogsskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Melaskóli og Vogaskóli. „Það er ýmislegt, sem kemur í veg fyrir að þeir geti boðið hádegis- stundir," segir Gerður. „Eldhúsað- staða er ekki fyrir hendi, ekki mötu- neyti, ekki starfsmenn eða skólalið- ar til að sjá um þetta. Sums staðar er beðið eftir þvi að húsnæði verði endurskipulagt. I Fellaskóla, Foss- vogsskóla og Hamraskóla verður komið húsnæði til að sinna þessu á næsta ári.“ Þeir skólar sem enn em tvísetnir munu hins vegar ekki getað boðið hádegisstundir enda hentar það illa tvísetningunni að lengja skóladag- inn um allt að klukkustund á dag þess vegna. Eins og fyrr sagði er hádegis- stund ætluð yngstu nemendunum, þeim í 1.-4. bekk. Eldri nemendur taka hlé í hádeginu á eigin vegum. Þó hefur Engjaskóli t.d. prófað að bjóða nemendum upp í 7. bekk þessa þjónustu. VID ERUM í dag verða KR-ingar krýndir íslandsmeistarar í knattspyrnu að loknum leik KR og Keflavíkur í Frostaskjólinu. Gerum okkur glaðan dag með strákunum og fögnum glæsilegum árangri 9:00 Qtvarp KR - Svart-hvítt útvarp - fer í lof00- 10-00 Rauða Ljónið opnar og býður upp á •morgunverð fyrir meistara'. Leiktæki fyrir börnin og andlitsmálning fyrir alla hressa KR-inga. Lukkutröllið Rauða ljónið mætir og heilsar upp á gesti og gangandi. 13.00 Skrúðganga frá Eiðistorgi að KR-vellinum- 4:00 KR-Keflavík í Frostaskjóli. í leikhléi verða tvoföldu meistaramir í kvennaliði KR hV*f _4 M lwk lnknum verða KR-ingar krýnn"* Islandsmeistarar í knattspyrnu! 18.45 íslandsmeistararnir mæta á Rauða Ljónið með hikarinn og fagna með stuðnings- mönnum. Bubbi tekur KR-lagið. 21 00 KR-bandið 5 á Bichter leikur af krafti svo Eiðistorgið leikur á reiðiskjálfi. 22.00 Nýkrýndir íslandsmeistarar stíga á s*°k^ og taka lagið. Að því loknu verður °g stemmning langt fram á nótt. KR-stuð XIQJ 1109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.