Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Astand og þróun raf-
magnsöryggismála
©■
0
FYRIR skömmu
lauk athugun nefndar
skipaðri af viðskipta-
ráðherra á ástandi
rafmagnsöryggismála
í landinu og breyttu
fyrirkomulagi þeirra á
undanförnum árum. í
tilefni greinar Ög-
mundar Jónassonar
alþingismanns í blað-
inu sl. miðvikudag vill
undirritaður, sem for-
maður ofangreindrar
nefndar, koma á fram-
færi nokkrum athuga-
semdum og skýring-
um við þessi mál og
starf nefndarinnar.
Tekið skal fram að neðangreindar
athugasemdir eru alfarið undirrit-
aðs en vísað er til skýrslu nefndar-
innar, er gefín hefur verið út á
vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins.
Úrtaksskoðanir og
rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi er í stuttu máli
mælikvarði á þá hættu sem borg-
urunum stafar af rafmagni. Það
felst í mörgum þáttum, svo sem
eftirliti hins opinbera, skoðun raf-
lagna, fræðslu, starfsháttum og
því umhverfí sem eigendur raf-
lagna og rafverktakar starfa í. Það
eitt að „skoða mikið“, t.d. allar nýj-
ar raflagnir (neysluveitur) þarf því
ekki endilega að vera heppilegasta
leiðin til tryggingar rafmagnsör-
yggis. Ein breytinga undanfarinna
ára á fyrirkomulagi rafmagnsör-
yggismála er notkun úrtaksskoð-
ana á stað alskoðana (100% úrtak).
Urtaksskoðanir byggja á þeirri
tölfræði að yfirfæra megi niður-
stöður af úrtakinu yfír á allt safn
þess sem til skoðunar er. Þetta er
ekki ósvipað og að skoðanakann-
anir geta sagt til um heildarniður-
stöðu þótt ekki þurfi að vera sam-
bærilegt að öðru leyti; t.d. er
brugðist við athugasemdum með
því að auka eða minnka úrtakið
eftir því hvort raflagnir eða verk í
úrtaki reynast gölluð eður ei. Það
var samdóma álit nefndarinnar að
úrtaksskoðanir gætu tryggt raf-
magnsöryggi ef rétt væri að þeim
staðið enda lagði nefndin einnig
áherslu á áframhaldandi þróun
gæða- og öryggistjórnunar raf-
verktaka sem eðlilegan þátt í fag-
legum, nútímalegum rekstri og
þjónustu fyrirtækja. Undimtaður
telur rafverktaka vel í stakk búna
að axla þá auknu ábyrgð, sem felst
í nýju fyrirkomulagi. Engin
ástæða er til annars en ætla að svo
sé enda fái þeir tilheyrandi aðhald
og stuðning. Þannig lagði nefndin
áherslu á fræðslu til almennings
og rafverktaka og góð
tengsl og eftirfylgni
Löggildingarstofu við
rafverktaka.
Telur undirritaður
að ofangreint fyrir-
komulag geti tryggt
ekki síðra rafmagnsör-
yggi en áður.
Rafmagnseftirlit
Samkvæmt eldra
fyrirkomulagi skoðuðu
starfsmenn rafveitna
neysluveitur. Nú
framkvæma faggiltar
skoðunarstofur þessar
skoðanir og gilda um
þær sérstakar skoðun-
arreglur. Ekki er óeðlilegt að álíta
að starfmenn og stjórnendur raf-
veitna hafí litið og líti á það sem
hlutverk sitt fyrst og fremst að
selja raforku með hagkvæmum
hætti til viðskiptavina. Þessir við-
skiptavinir eru jafnframt eigendur
neysluveitna og vaknar sú spurn-
ing hvernig saman geti farið að
selja einhverjum raforku en hafa
jafnframt eftirlit með raflögn
hans? Þetta verður einkum áleitin
spurning ef horft er til mark-
aðsvæðingar raforkufyrirtækja
þar sem ekki er lengur litið á raf-
orkusölu sem þjónustu opinbers
aðila heldur sölu á „vöru“ sem
jafnvel einkaaðilar gætu boðið
neytandanum í samkeppni, eins og
nú þegar er víða í nágrannalönd-
unum. Hér kemur einnig til að allt
landið er orðið eitt atvinnusvæði í
meira mæli en áður og samgöngur
og fjarskipti úti á landi hafa batn-
að. Jafnframt var nauðsyn á
óháðu, samræmdu eftirliti með
raflögnum um land allt, en ekki að
sömu aðilar sinntu ávallt skoðun í
sínu héraði. Þetta fyrirkomulag
bauð upp á visst ósamræmi, jafn-
vel þótt um færustu menn væri að
ræða sem allir væru að vilja gerð-
ir.
Allt þetta styður það mat að
nauðsynlegt hafi verið að breyta
fyrirkomulagi hvað varðar hlut-
verk og störf eftirlitsmanna raf-
veitna. Ljóst er að tiltekinn tíma
tekur fyrir málsaðila að aðlagast
þessum breytingum sem kallað
hafa á ýmis viðbrögð einkum frá
aðilum á landsbyggðinni. Til að
kanna þessi viðbrögð ítarlega hélt
nefndin marga fundi m.a. úti á
landi til að heyra sjónarmið þeirra
sem þar starfa og rætt var við aðila
í öllum landshlutum. Eg fullyrði að
þessi sjónarmið og þessi viðbrögð
voru könnuð til hlítar og Ijóst var
orðið að ekki var ástæða til að
halda slíkum fundarhöldum áfram.
Til að bregðast við tímabundnum
vanda af þessu tagi hefur nefndin
Egill B.
Hreinsson
Eftirlit
Rafverktakar eru vel í
stakk búnir, segír Egill
B. Hreinsson, til að axla
aukna ábyrgð sem felst
í nýju fyrirkomulagi.
síðan orðið ásátt um fjölmargar til-
lögur er miða að því að auðvelda
aðlögun að þessu nýja fyrirkomu-
lagi, m.a. með auknum tengslum og
fræðslu og leiðbeiningum Löggild-
ingarstofu til raíverktaka, tíma-
bundna aukningu úrtaks og auknu
eftirliti með tilkynningum rafverk-
taka.
fslensk
affangaprófun
Með samningi Islands um hið
evrópska efnahagssvæði (EES)
gekk í gildi samkomulag um gagn-
kvæma viðurkenningu landa innan
EES á vöru og þjónustu og afnám
tæknilegra viðskiptahindrana með
því markmiði að greiða fyrir frjáls-
um viðskiptum mOli landanna.
Þetta þýðir að nú er leyfð frjáls
sala og innflutningur hvers konar
rafbúnaðar og raftækja sem hlotið
hefur viðurkenningu með prófun-
um eða vottun framleiðanda eða
óháðra prófunarstofa í einhverju
ríkja EES. Þannig var íslenska rík-
inu í raun ekki lengur heinúlt að
prófa t.d. öryggi innfluttra raf-
tækja sem vörn hins íslenska
markaðar gagnvart varasömum
innflutningi þótt markaðseftirliti sé
hins vegar heimOt að beita og því
beitt. Því var það mat meirihluta
nefndarinnar að eðlOegt hafi verið
að leggja niður raffangaprófun á
vegum íslenska ríkisins. Einkaaðil-
um er að sjálfsögðu heimilt og í
sjálfsvald sett að setja upp prófun-
arstofur sem stuðning og þjónustu
við íslenskan iðnað á þessu sviði
eða til að bjóða þjónustu eriendis.
Meginniðurstöður
Breytingar undanfarinna ára í
þessum málaflokki eru verulegar.
Það er eðlOegt að slíkar breytingar
kalli á viðbrögð málsaðila og aðlög-
un þeirra, sem tekur tíma. Nefndin
leggur áherslu á að auðvelda þessa
aðlögun með þeim fjölmörgu tillög-
um sem fram koma í skýrslunni.
Um þessar meginniðurstöður var
einhugur í nefndinni, og að vissu
marki einnig um þær meginniður-
stöður að hin nýja aðferðafræði
með öryggisstjórnun, úrtaksskoð-
unum faggiltra skoðunarstofa og
samræmdu eftirliti o.fl. sé í grund-
vallaratriðum tO bóta og tryggi ör-
yggi orkunotenda.
Höfundur er prófessor í rafmagns-
og tölvuverkfræði við Háskóla Is-
lands og formaður nefndar um raf-
magnsöryggismál.
Fiskihagfræði
Ragnars Arnasonar
I BLAÐINU „Sjávar-
sýn“, - blaði „meist-
aranema í sjávarút-
vegsfræðum við Há-
skóla íslands“ sem
dreift var á sjávarút-
vegssýningunni ný-
lega, er grein eftir
Ragnar Árnason, pró-
fessor í fískihagfræð’'
* Greininni' fyl
rit sem sýna
nótaveiðiflotans
annað línurit sem
sýnir aflaaukningu á
flotaeiningu. Bæði
línuritin eru sett upp Kristinn
til að rökstyðja hag- Pétursson
^væmni kvótakerfis-
ins. Eg bið Ragnar Arason að
birta þessi línurit með grein í
Mbl. Jafnframt bið ég
Ragnar um að birta
með greininni línurit
yfír hversu mörg
tonn og margir millj-
arðar (útflutnings-
tekjur) hafa tapast
þau ár sem ekki hefur
náðst að veiða úthlut-
aðan aflakvóta í síld
og loðnu. Þegar
Ragnar hefur birt
þetta í heild, - millj-
arðana sem hann tel-
ur að hafi sparast
vegna aukins afla á
sóknareiningu í upp-
sjávarveiðum, - að
frádregnum milljörð-
unum vegna aflatapsins - getum
við séð heildarmyndina betur.
Sjávarútvegur
Hugarflugi um að
hugsanlega höfum við
grætt á því að veiða
ekki úthlutaðan afla-
kvóta, segir Kristinn
Pétursson, er hafnað.
Hugarflugi um að hugsanlega
höfum við grætt á því að veiða
ekki úthlutaðan aflakvóta er
hafnað. Beðið er vinsamlegast um
einföld svör við þessum einföldu
spurningum.
Eg vænti þess að Ragnar verði
snöggur að reikna þetta. Fagmað-
ur tínir til bæði kosti og galla við
kenningar sínar og kemur svo með
rökstudda niðurstöðu.
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
Fánavilla
ÞESS er naumast
að vænta, að við eigum
hér á landi tegundar-
hreint dæmi þess
byggingarstfls sem
hvað hæst reis og með
hvað hreinlátustum
hætti meðal menning-
arþjóða Evrópu á 19.
öld. Samt er það svo.
Kirkjusalur dómkirkj-
unnar í Reykjavík býr
yfir slíku hreinlæti ný-
klassiska stflsins að
leitun er að öðru slíku.
Helst kemur mér í hug
Kumla-kirkjan sænska
í Vestmannalandi,
skammt fyrir vestan
Uppsali, teiknuð af þeim frábæra
byggingarmeistara Axel Nyström.
Eins mætti nefna Garnisonskirkj-
una í Kaupmannahöfn, þar sem
kveðjuathöfnin um þau Jón Sig-
urðsson og frú Ingibjörgu fór fram
og þar sem kistur þeirra voru
geymdar fram að heimflutningi til
Islands vorið 1880. Byggingarleg-
ur hreinleiki þeirrar kirkju rýrist
þó nokkuð fyrir ýmiskonar íburð,
um altari og í Ijósakrónum. Dóm-
kirkjan í Reykjavík er hinsvegar
tegundarhreint dæmi um hið
bjarta látleysi nýklassiska stflsins.
Þar fer allt með einu: hlutföll öll
klassisk og ljós, litirnir hnotu-
brúnt, perlugrátt og hvítt, með af-
ar hóflegri gyllingu á stöku
skreyti. Og í hljóðri hugun geta
kirkjugestir tínt upp með augun-
um trúarlegu táknin eitt af öðru:
pálmblöðungur hér, stjarna þar,
rós og köngull (fræköngull), og
fyrir miðjum kór „skín hin helga/ á
höggnum steini/ laug sáttmála",
ræktargjöf mikils myndhöggvara
til ættlands sins. Og hvítur
marmarinn, svo sem þessum
bjarta stfl samir.
Af þessum sökum var það sem
okkur Asgerði konu minni brá
nokkuð við þegar við kvöddum í
kirkjunni gamlan vin í vetur leið, að
komin var flaggstöng út frá norður-
veggnum framan við kórinn og á
henni íslenski þjóðfáninn. Það var
slíkt stílrof í þessu ljósa musteri;
fánalith'nir slógu harðan og snögg-
an tón, andstæðan öllu
öðru þar inni. Fyrir
slíkri flöggun er alls
engin venja, engin ís-
lensk hefð, heldur mun
slíkt vera eftiröpun er-
lends siðar og þá lík-
lega amerísks, þar sem
varla er til sá opinberi
kontór, skóli eða
kirkja, að ekki drúpi
þar fáni á stöng. Að
apa slíkt í dómkirkj-
unni í Reykjavík er
ekki aðeins smekk-
leysa, heldur algerlega
út í bláinn, því varla
velkist neinn kirkju-
gesta í vafa um í hvaða
landi hann sé staddur. Nema þá að
þeir dómkirkjuráðendur séu farnir
að herma eftir í annan lið, þ.e. for-
Fánar
Kirkjusalur dóm-
kirkjunnar í Reykjavík
er slíkt fágæti og svo
hefðarríkur, segir
Björn Th. Björnsson,
að þar eiga engir að-
skotahlutir heima.
setaembættinu á Bessastöðum, þar
sem þessi fánadella virðist nú kom-
in í móð, og það svo herfílega stund-
um, að flaggið snertir næstum því
merkileg málverk okkar mætustu
þjóðlistamanna.
Kirkjusalur dómkirkjunnar í
Reykjavik er slíkt fágæti og svo
hefðarríkur, að þar eiga engir að-
skotahlutir heima. Forráðamönnum
kirkjunnar er því lögð sú létta byrði
á herðar að vemda um hana og
virða, með því fyrst og fremst að
standa gegn allri ásókn af hugsun-
arlausum nýbólum sem skemma stfl
kirkjunnar og samlagast alls engri
venju í landi okkar.
Höfundur er listfræðingur.
Björn Th.
Björnsson.
Skyndihjálp við
Elliðaárnar
LAXVEIÐI í Elliða-
ánum hefur aldrei ver-
ið lakari en síðastliðið
sumar. Aðeins 442 lax-
ar veiddust á 476
stangardögum eða
tæplega einn lax að
meðaltali á heilan
stangardag! Það er því
ekki að undra þó að
hollvinir Elliðaánna
séu daprir þessa dag-
ana því flestir veiða
þar aðeins hálfan dag á
sumri og því margir
sem komu þaðan lax-
lausir í sumar.
Meðan haldið er
áfram að rannsaka
hvað veldur minnkandi laxagengd í
Elliðaárnar og finna ráð til að
Laxveiði
Vil ég gera það að til-
lögu minni, segir Rafn
Hafnfjörð, að sleppt
verði auknum fjölda
gönguseiða í
árnar næsta vor.
hinn 1. september sl.
vil ég gera það að til-
lögu minni að sleppt
verði auknum fjölda
gönguseiða í árnar
næsta vor, t.d. 30 þús.
seiðum.
Kostnaður við slíka
aðgerð er hverfandi lít-
ill miðað við ýmislegt
annað þakkarvert sem
borgaryfírvöld láta
gera fyrir íþrótta- og
útivistarfólk.
Mér fyndist einnig
ráð, meðan þetta
ófremdarástand varir,
að fækka stöngum í
þrjár, mánuðina júní
og september og fjórar í júlí og
ágúst. Eg man ekki betur en að það
hafi aðeins verið veitt á tvær stang-
ir í Elliðaánum þegai' ég byrjaði að
veiða þar árið 1950.
Ennfremur mætti minnka kvót-
ann sem veiðimaður má veiða
hverju sinni um helming, úr átta
löxum í fjóra á hálfum degi. Þessa
ráðstöfun mætti endurskoða ef úr
væntanlegum aðgerðum rættist.
Væri þessum hugmyndum hrint í
framkvæmd myndu gamlir Elliðaár-
unnendui' taka gleði sína á ný þótt
ég geri mér grein fyrir því að þessar
úrlausnir séu aðeins plástrar á sárin.
Rafn
Hafnfjörð
draga úr áhrifum þeirra skaðvalda
sem fram komu í skýrslu borgar-
ráðs og Orkuveitu Reykjavíkur
Höfundur er fyrrverandi formaður
Landssambands stangaveiðifélaga
og félagi nr. 39 i S langa veiðifélagi
Reykjavíkur.