Morgunblaðið - 11.11.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 63
FÓLK í FRÉTTUM V
Stutt
I
Tónlistarmaðurinn Chris Cornell hefur sólóferil
Banvæn
forvitni
FANGAVÖRÐURINN Raul Zar-
ate Diaz varð fórnarlamb eigin for-
vitni þegar hann hrapaði í gegnum
þakglugga í fangelsinu í Tapachula
á suðurströnd Mexíkó, en hann
hlaut bana af fallinu. Nú er það ekki
á verksviði fangelsisvarða að klifra
upp á þak en talið var að Diaz hefði
verið að njósna um einn fangann
sem hafði fengið eiginkonu sína í
heimsókn í fangelsið.
Reuters
Alisa þurrkar tárin þegar til-
kynnt var að hún missti titilinn.
Missti
titilinn
UNGFRIJ Bosnía og Herzegovina,
hin tvítuga hjúkrunarkona Alisa
Sisic, missti titil fegurðardrottn-
ingar eftir að dagblaðið Sarajevo
Daily birti af henni nektarmyndir
í síðustu viku. Ákvörðunin um að
víkja Sisic af fegurðarstallinum
var tekin á þriðjudaginn.
A móti
þjáningum
dýra
LJÓSMYNDARINN Mary
McCartney fylgir í fótspor móður
sinnar Lindu McCartney í afstöðu
sinni til dýravemdunarmála. A
dögunum hleypti hún af stokkunum
veggspjaldaherferð í London þar
sem barist er gegn notkun loðfelda.
„Ég er mjög ánægð yfir því að
feta í fótspor móður minnar,“ segir
Mary um herferðina, en eins og
flestir vita var Linda McCartney
grænmetisæta og rak fyrirtæki
sem seldi jurtarétti. „Loðfeldir,
hvort sem það eru pelsar eða lín-
ingar á jökkum eða töskum, eru áv-
ísun á þjáningar dýra ... Ég skora
á alla í Bretlandi og annars staðar í
heiminum að sniðganga þessar vör-
ur, núna og í framtíðinni," hafði
Mary um málið að segja.
Stelpurnar
vinna úti
NÆSTUM fjörutíu prósent tán-
ingsstúlkna í Bandaríkjunum gera
fastlega ráð fyrir að vinna fyrir
heimilinu í framtíðinni meðan eig-
inmenn þeirra eru heima og ala
upp bömin. Þessar upplýsingar
komu fram í viðhorfskönnun á
vegum fyrirtækisins Roper Starch
Worldwide. Hins vegar má segja
að niðurstaðan sé sérkennileg í
ljósi þess að táningar af báðum
kyiyum töldu barnauppeldi vera
kvennastarfl Kannski þessir
heimavinnandi eiginmenn eigi að
vera kvenlegri en gengur og ger-
ist?
í sæluvímu
HLJÓMSVEITIN Soundgarden
starfaði í þrettán ár með söngvar-
ann Chris Cornell í broddi fylking-
ar. Chris hefur nú hafið sólóferil
og kom fyrsta plata hans, Euphor-
ia Morning, út á dögunum, tveim-
ur árum eftir að Soundgarden
lagði upp laupana.
Sælutilfinning
að morgni
„Það er erfitt að finna nafn á
plötu sem passar við þá tónlist
sem á henni er,“ segir Chris um
nafn plötunnar. Orðið „euphoria"
merkir sælutilfinning eða sælu-
víma og kemur fyrir í nokkmm
textum Coraells. „Mér fannst
þessi tvö orð einfaldlega hljóma
vel saman,“ útskýrir Chris, „þess
vegna fékk platan þetta nafn.“
Nú þegar dagar Soundgarden
era taldir og sólóferillinn tekinn
við hefur ýmislegt breyst og löng
tónleikaferðalög fimmmenning-
anna úr sögunni. „Núna er ég að
ferðast með öðrum tónlistarmönn-
um sem spila undir hjá mér og það
á eftir að koma í ljós hveraig það
gengur,“ segir Chris. „Eg vona að
það eigi eftir að verða gaman og
ef það gengur eftir eigum við ef-
laust eftir að vera lengi á ferða-
lagi og fara víða. Það verður ný og
öðravísi reynsla að ferðast sem
sólótónlistarmaður. Tónleikarair
eiga líka eftir að verða frábrugðn-
ir tónleikum Soundgarden," full-
yrðir Chris en tónlist hans er einn-
ig talsvert ólík þeirri sem
Soundgarden sendi frá sér.
„Þegar maður er í hljómsveit
áttar maður sig ekki alltaf til fulls
á tónlistinni eða veit hver er
ábyrgur fyrir því að hún hljómar
eins og hún gerir,“ segir Chris.
„En einn síns liðs getur maður
fengið ólíka tónlistarmenn sér til
aðstoðar og ræður alfarið hvemig
tónlistin hljómar og hvemig mað-
ur nálgast hana. í hljómsveit þarf
maður að taka tillit til skoðana
annarra og einnig að koma sínum
eigin sjónarmiðum á framfæri. En
þegar allt kemur til alls er það
tónlistin sem skiptir máli og þá er
ekki aðalatriðið hvort maður er í
hljómsveit eða ekki.“
Hættá
toppnum
Soundgarden átti mikilli vel-
gengni að fagna og segja má að
hún hafi hætt á toppnum, öllum að
óvörum.
„Við hættum saman því ...“segir
Chris hikandi, en heldur svo
áfram „að hætta þarf ekki endi-
lega að þýða að eitthvað hafi verið
rifið í sundur. Við höfðum stjórn á
öllu sem við vorum að gera og við
vissum alveg hvað við vorum að
fara út í þegar við ákváðum að
hætta.
Við vorum ekki að reyna að
eyðileggja neitt heldur að vemda
eitthvað sem við höfðum." Chris
segir þá hafa kvatt sem vini og
engin slagsmái eða leiðindi hafí
þurft tii. „Á ákveðnum tímapunkti
gerðum við okkur grein fyrir því
að hljómsveitin átti ekki eftir að
starfa að eilífu og þá fannst okkur
best að hætta.“ Chris vill ekki úti-
loka að þeir eigi eftir að koma
saman á ný.
„Það er mögulegt því okkur
semur mjög vel. Ef sá tími kemur
að við viijum allir koma saman aft-
ur er aldrei að vita nema við gef-
um út aðra plötu. En það myndi
aldrei koma til greina að aðeins
nokkrir okkar og nýir menn færu
Eucerirí
Fixoni peysa 3.990
Chris Coraell hefur hafið sólóferil.
WWW.O-N-L-Y.COM
að spila undir nafni Soundgarden,
það verður aldrei."
Róleg
með sprettum
Plata Chris er í rólegri kantin-
um en þó eru inni á milli rokk-
sprettir sem Chris er þekktastur
fyrir. „Ég vildi ekki gera plötu
sem innihéldi tónlist úr ýmsum
áttum,“ segir Chris um nýju plöt-
una. „Ég vildi heldur ekki líkjast
einhveijum öðrum tónlistarmanni
eða hallast að einhverri stefnu í
tónlistinni. Þegar ég var að semja
tónlist fyrir Soundgarden hugsaði
ég um hvernig tónlist hentaði
sveitinni en núna þarf ég aðeins
að hugsa um hvað ég kann sjálfur
að meta og hvað ég vil gera.
Vandamáiið er að það er hægt að
gera hvað sem er með tónlist og
því mikilvægt að gæta þess að
færast ekki of mikið í fang.“
-0-0-0-
L-Y
Einn á báti
51