Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlaup hófst í Skeiðará um helgina jökli í tengslum ^ við hlaupið Lómagnúpur Núpsstaður Rauðu deplarnir sýna upptök ísskjálftanna í Skeiðarárjökli. Þeir eru ekki langt frá líklegri hlauprás. Gæsluvarðhalds- úrskurðir staðfestir HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær tvo gæsluvarðhaldsúrskurði, sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tæpri viku yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að stóra fíkniefnamálinu. Mennirnir höfðu, ásamt tveimur öðrum mönnum, verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. mars á næsta ári og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan snemma í september. Deilur málmiðnaðarmanna við verktaka í Sultartangavirkjun Fækkað um þrjá íslenska málmiðnaðarmenn FULLTRÚAR Félags járniðnaðar- manna voru á Sultartanga í gær en þeir hafa mótmælt fækkun íslenskra starfsmanna þar á sama tíma og er- lendum starfsmönnum hefur fjölgað. Öm Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, sagði að lítið hefði í raun gerst í málinu frá því fyrir helgi en þó hefði verið fækkað um þrjá íslenska málmiðnaðarmenn á Sultartanga í gær. I kvöld verður haldinn trúnaðarráðsfundur í félag- inu og verður meðal annars rætt um ástandið á Sultartanga. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins hefur lýst yf- ir stuðningi við mótmælin þar sem er- lendum starfsmönnum fjölgi á sama tíma og þeim íslensku sé fækkað. ísól ehf. er umboðsaðili þýska fyr- irtækisins Schulcer Hydro sem er verktaki við smíði virkjunarinnar, en tékkneska fyrirtækið Skoda er und- irverktaki. Tékknesku járniðnaðar- mennirnir, sem styrrinn stendur um, eru starfsmenn Skoda. Hjá Vinnumálastofnun fengust þær upplýsingar að þaðan hefði ver- ið sent símbréf til ísólar ehf. og þess krafist að íslenskir málmiðnaðar- menn verði ráðnir í stað þeirra er- lendu rafiðnaðarmanna sem vinna störf sem falla undir málmiðn. Vinnumálastofnun gefur fyrirtækinu frest til hádegis á morgun til að gefa skilvirk svör, annars segist Vinnu- málastofnun vísa til fyrra bréfs stofnunarinnar. Þar sagði m.a. að yrði ekki orðið við beiðninni þegar í stað yrðu atvinnuleyfin afturkölluð og farið fram á að Útlendingaeftirlit- ið vísaði mönnunum úr landi. VATHAJÖKULL tCrímsvötn1 j Grímsfjall Háabúúga/ Skjálftar. Skeiðarár- Þoröarhyrna ,«f. :V sa J W 2 0 km ' i Morgunblaðið/Ásdís Talsvert hafði vaxið í Skeiðará í gær en mannvirkjum er ekki talin hætta btíin. Isskjálftar sögðu fyrir um hlaup Á MÆLUM Veðurstofunnar tók að gæta örsmárra ísskjálfta undir Skeiðarárjökli fyrir helgi. Skjálft- arnir héldu áfram á laugardag og þegar fréttist af minniháttar Skeið- arárhlaupi um helgina fóru starfs- menn Veðurstofunnar að kanna hvort tengsl væru milli þess og skjálftanna. Nær öruggt þykir að svo sé, að sögn Ragnars Stefánssonar jarð- skjálftafræðings. „Isskjálftar mynd- ast við framrás hlaupsins undir jökl- inum. Ef menn hafa þekkingu til þess að greina þá frá öðrum skjálft- um geta menn sagt fyrir um hlaup.“ Að sögn Ragnars hafa ísskjálftar ekki verið greindir jafn greinilega fyrr á mælum. „Við höfum ef til vill mælt svona skjálfta áður en ekki getað tengt þá við framrás vatns. Þannig að þessi reynsla sem við er- um að fá núna er afar mikilvæg og getur jafnvel kennt okkur að upp- götva hvenær hlaup hefjast útfrá jarðskjálftum." Að sögn starfsmanna Orkustofn- unar fór vatnsmagnið í Skeiðará vax- andi í gær. Vatnamælingamenn stofnunarinnar telja að hlaupið nái hámarki um miðja vikuna. Enginn sérstakur viðbúnaður er við Skeið- ará enda talið víst að hlaupið verði undir meðallagi. Mannvirkjum á Skeiðarársandi er ekki talin stafa nein hætta af hlaupinu. Safnaðarfundur í Hoitsprestakalli Sóknar- prestur fari í leyfí ALMENNUR safnaðarfundur í Holtsprestakalli í Önundarfirði sam- þykkti á sunnudag að óska eftir því að prófastur ísafjarðarprófastsdæm- is, séra Agnes Sigurðardóttir í Bol- ungarvík, ásamt aðstoðarprestum annaðist helgihald á Flateyri á að- ventu og fram yfir áramót. Jafnframt var farið fram á að sóknarprestinum, sr. Gunnari Björnssyni í Holti, yrði veitt leyfi á sama tíma þar sem mál hans liggja enn óafgreidd hjá biskupi Islands. Er þar verið að vísa til þess að úr- skurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur nýlega beint þeim tilmælum til bisk- ups Islands að lausn verði fundin á þeim deilum sem ríkja í Holtspresta- kalli milli sóknarnefndar og sóknar- prestsins, Gunnars Björnssonar. Prófastur skoðar málið Biskup íslands, Karl Sigurbjörns- son, vildi ekkert tjá sig um þetta mál er Morgunblaðið hafði samband við hann í gær en í máli séra Agnesar Sigurðardóttur kom fram að hún myndi taka fyrrnefnda tillögu safn- aðarfundarins í Flateyrarsókn til al- varlegrar skoðunar. „Ég mun reyna að skoða málið frá öllum hliðum og síðan taka ákvörðun hvort hægt er að verða við umræddri beiðni eður ei,“ segir hún og kveðst aðspurð bú- ast við ákvörðun innan tíu daga. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var umrædd tillaga fundar- ins samþykkt með 20 atkvæðum gegn þremui' en fimm sátu hjá. Sóknarpresturinn sr. Gunnar kom á safnaðarfundinn og með honum í för var sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti. Þeir fóru af fundi áður en honum lauk. Sr. Sig- urður predikaði við hátíðarguðsþjón- ustu í Holtskirkju á sunnudaginn í tilefni af 130 ára afmæli kirkjunnar. Kirkjusóknin endurspeglaði þær deilur sem eru í sókninni því kirkju- gestir voru aðeins 9 talsins. Morgunblaðið reyndi að ná í sr. Gunnar Björnsson í gærkvöldi en án árangurs. Morgunblaðið/Egill Egilsson Sr. Gunnar Björnsson og sr. Sigurður Sigurðarson við Holtskirkju á sunnudag. Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili Guðjón kallar á Einar Þór og Sigurstein /C1 Kristinn Björnsson fer vel af stað / C11 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.